Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1990, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1990, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990. 5 dv_____________________________________________________________________________________________Fréttir Miklar flárfestingar vegna virkjana fyrir nýtt álver: Orkuver fyrir hátt í 50 milljarða króna Ljóst er að leggja þarf í gífurlegar íjárfestingar hér á landi á næstu fjór- um til finun árum ef hér verður reist álver. Álverið sjálft verður greitt af hinum erlendu eignaraðilum At- lantsáls, Gránges, Hoogovens og Al- umax. Á verðlagi dagsins í dag er gert ráð fyrir að álverið kosti irni það bil 50,8 miUjarða króna. Kostnaður við orkuver vegna ál- versins virðist vera svipaður ef allt er tahð. Virðast orkuverin, sem byggð verða, og tilheyrandi orku- flutningslínur slaga hátt í 50 milij- arða. Samanlögð inngjöf í íslenska hagkerfið er því mn 100 miiljarðar að frádregnum efniskostnaði erlend- is frá. Þetta er töluvert meira en íjár- lög íslenska ríkisins. Kostnaöarverð upp á 42 milljarða Samkvæmt skýrslu Halldórs Jón- atanssonar, forstjóra Landsvirkjun- ar, fyrir síðasta aðalfund fyrirtækis- ins, er talið að álverið þurfi afl upp á 340 MW. Orkuþörfin er því í kring- um 2.900 GWst. Segir í skýrslu Halldórs: „Til að mæta orkuþörf álversins hefur eink- um verið rætt um stækkun Búrfells- virkjunar og byggingu Fljótsdals- virkjunar. Fjárfesting Landsvirkjun- ar vegna þessara og annarra fram- kvæmda í þágu hinnar nýju stóriðju að meðtalinni Blönduvirkjun áætlast á árunum 1990-1994 um 39.629 millj- ónir króna alls á verðlagi í desemher 1989 og að meðtöldum vöxtrnn. Hlut- aðeigandi mannaflaþörf áætlast 2888 ársverk." Þessi kostnaðartala fram- reiknuð til dagsins í dag er 41.974 milljónir. Þessi tala samanstendur af Blöndu- virkjun upp á 12,5 milljarða, Nesja- vöflum 1 & 2 upp á 2,4 milljarða, stækkun Búrfells upp á 6,6 milljarða, stækkun Kröflu upp á 1,5 milljarða og Fljótsdalsvirkjun upp á 19,7 millj- arða. Þá má ekki gleyma kostnaði við að koma upp orkuöflunarkerfi en hann er taflnn geta numið á milli 6 og 7 milljörðum á næstu árum. Að sjálfsögðu er orkan, sem fæst út úr þessum virkjunum, meiri en sem nemur sölunni til álversins en þetta er hins vegar sú virkjanaröð sem Landsvirkjun er búin að leggja til í tengslum við þessa orkusölu en um leið þarf að huga að sölu til al- menningsveitna. Hér sést rafmagnssala Landsvirkj- unar i þau 25 ár sem hún hefur ver- ið til. Sést vel hve gífurleg viðbét verður við orkusölu fyrirtækisins ef selt verður til nýs álvers. 8,1 milljarður á ári Það verður að segjast eins og er að fjárfestingartölur vegna nýs álvers eru dálítiö á reiki. Ekki þó tölurnar vegna álversins sjálfs heldur vegna orkuveranna. í skýrslu aðstoðarfor- stjóra Landsvirkjunar, Jóhanns Más Maríussonar, frá síðasta aðalfundi kemur fram að Landsvirkjun áætlar fjárfestingu sína á næstu fimm árum um 8,2 milljarða á ári (framreiknað á verðlag dagsins í dag samkvæmt framfærsluvísitölu). Því til viðbótar gerir Landsvirkjun ráð fyrir að „aðr- ir í orkugeiranum" fjárfesti fyrir um 1060 milljónir á ári. í samtali við Jóhann Má kom fram að nýlegir útreikningar Landsvirkj- unar sýndu að „núvirði“ virkjana vegna álvers er um 28 milljarðar. Jóhann sagði að nauðsynlegt væri að færa tölurnar í þennan búning og sagði hann að þessar tölur væru meðal annars notaðar í orkuverðs- samningum. Nýjar virkjunarrannsóknir Til að sjá væntanlegu álveri fyrir nægilegri orku verður stækkun Búr- fellsvirkjunar að geta ásamt Nesja- vallarvirkjun tekið til starfa á fyrstu mánuðum ársins 1994 og Fljótsdals- virkjun verður að vera komin í gagn- ið haustið 1994. Þessar virkjanir eru nánast verk- hannaðar en ef ákveðið verður að ráðast í byggingu þeirra verður að hanna aðra virkjunarkosti sem kost- ar auðvitað sitt. Telja menn hjá Landsvirkjun að gera verði nýtt átak í virkjunarrannsóknum og gæti því stóraukinn kostnaður orðið hjá rannsóknum að Þjórsársvæðinu og eru nefndar til minni virkjanir eins Landsvirkjun vegna- þess. Er ætlun einnig að stöðum eins og Jökulsá í og Fjarðará í Seyðisfirði. Landsvirkjunarmanna að beina Skagafirði og Skjálfandafljóti. Einnig -SMJ Þessar virkjanir verður ráðist í ef ákveðið verður að reisa nýtt álver hér á iandi. Margir þessara kosta eru með ódýrustu virkjanakostunum sem íslendingar eiga í dag en það er helst að Fljótsdalsvirkjun sé dýr enda ákvörðun um byggingu hennar tekin fram hjá hagkvæmniáætlun Landsvirkjunar. Orkuöflunarkostnaður vegna Álverá Kostnaöur: 50.800 Orkuþörf: 340 MW 12.500 NÝR OG STÆRRI SVZUKI SWIFT SUZUKISWIFT SEDAN er sérlega glæsi- legur og rúmgóður fjölskyldubíll, þar sem vel fer um farþegana og nægt rými er fyrir farangur. SUZUKI SWIFT SEDAN býðst með afl- miklum 1,3 I og 1,6 I vélum, 5 gíra handskiptingu eða sjálfskiptingu. Einn- ig er hann fáanlegur með sítengdu aldrifi. SUZUKIBÍLAR HF. SKEIFUNNI 17 ■ SÍMI 685100 • Til afgreiðslu strax. • Komið og reynsluakið. Verð frá kr. 783.000 stgr. Opið mánud. - föstud. kl. 9-18. Laugard. kl.13-16. $SUZUKI -V//A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.