Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1990, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1990, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1990. 5 Fréttir Kona handtekin í sölutumi eftir óspektir í gærmorgun: Kastaði stálbakka og kókosbollum að fólki - verður líklega svipt sjálfræði um einhvem tíma Kona var handtekin í söluturninum Bláhominu viö Smiðjuveg í gær- morgun eftir að hafa veist að af- greiðslufólki og viðskiptavinum með harkalegum hætti. Sama kona gekk í skrokk á 19 ára gamalli stúlku á sama stað í síðustu viku og hótaði henni lífláti. Kona þessi hefur ekki veriö heil á geðsmunum. Hefur hún valdið ótta hjá afgreiðslufólkinu í söluturninum og fleirum. Konan hót- aði aö siga hundi á stúlkuna í síðustu viku. Hún hefur búið í húsi í ná- grenninu á vegum Félagsmálastofn- unar Reykjavíkur. „Konan kom hér inn að afgreiðslu- borðinu í morgun. Við vorum auðvit- að hrædd. Við sögðum henni að hún fengi ekki afgreiðslu þar sem hún hafði lagt hendur á stúlkuna hér í síðustu viku og hótað henni lífláti. Þegar ég sagðist ætla að hringja í lögregluna tók hún servíettubauk og fleygði í mig,“ sagði Erla Sigurðar- dóttir, annar eigandi söluturnsins og móðir stúlkunnar sem ráðist var á í síðustu viku. „Síðan tók hún pylsubakka úr stáli og réðst á viöskiptavin sem hka var inni. Þá var ég orðin mjög hrædd og hljóp fram fyrir og tókst að ná bakk- anum af henni. Þá rauk hún í kókos- bollurnar og henti þeim út um alla sjoppuna - meðal annars í andlitiö á manninum. Fólk og innanstokks- munir urðu útataðir. Svo fór hún úr öðrum skónum og reyndi að lemja honum í höfuðið á manninum. Lög- reglan í Kópavogi kom siðan mjög fljótt enda hafði ég hringt strax og ég sá hvernig konan brást við,“ sagði Erla Sigurðardóttir. Árásarkonan hefur verið skjól- stæðingur Félagsmálastofnunar Reykjavíkur. Hún hlaut dóm fyrir allnokkrum árum fyrir að bana sam- býlismanni sínum með skærum. Vegna árásarinnar á Skemmuvegi er í ráði að svipta hana sjálfræði á með- an þörf er talin á. f|ún hefur verið vistuðáKleppsspítala. -ÓTT Dagný Ágústsdóttir, 19 ára afgreiðslustúlka sem ráðist var á i siðustu viku, ásamt móður sinni, Erlu Sigurðardóttur. Síðustu viku hafa þær báðar orðið fyrir árás sömu konunnar sem búið hefur í nágrenninu. DV-mynd GVA ÓlafsQaröarmúli: Enn stefnt að opnun í nóvember Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Veðrið setti strik í reikninginn hjá okkur á dögunum þegar við ætluðum að fara að klæða veginn báðum meg- in ganganna, en vonandi getum við farið í það verk núna og lokið því fyrir helgina,“ sagði Bjöm A. Harð- arson, staðarverkfræðingur Vega- gerðar ríkisins við framkvæmdirnar í Ólafsfjarðarmúla, í samtah viö DV í gær. Björn sagði að inni í göngunum sjáífum væri nú unnið að því af krafti að byggja upp „gólfið“ fyrir malbikun og ef veður yrði hagstætt yrði vonandi hægt að malbika þar inni í næsta mánuði. Þá tæki við að koma upp lýsingu i göngin og fleira smávegis og áætlanir um að opna göngin fyrir umferð í nóvember myndu standast. Kristín Einarsdóttir: Meðferðiná umboðsmanni forkastanleg „Það er fráleitt og forkastanlegt hvernig umboðsmaöurinn hefur ver- ið meöhöndlaður. Það er furðulegt að ekki skuh sjálfkrafa farið eftir því sem hann segir en til þess var nú verið að setja embætti hans á stofn en ekki til að framkvæmdavaldið gæti snúið upp á hans álit og sagt að hinir og þessjr væru ekki sammála honum,“ sagði Kristín Einarsdóttir, þingflokksformaður Kvennahstans, þegar hún var spurð álits á með- ferðinni á áhtum umboðsmanns Al- þingis. „Mér finnst nauösynlegt fyrir þing- ið að krefjast þess að breytt veröi eftir því sem umboðsmaður Alþingis hefur sagt. Síöan geta menn deilt á allt öðrum vettvangi um þaö hvort lögin séu réttlát eða ranglát. Það er allt annað mál,“ sagði Kristín. -SMJ Ekið á hross Ekið var á hross á þjóöveginum á Vatnsskarði í fyrrinótt. Bíllinn skemmdist mikiö en hrossið hljóp í burtu út í myrkriö. Engin slys urðu á fólki. Bændur leituðu að hrossinu í morgunsárið. Nýlega var ekið á fjög- ur hross á svipuðum slóðum. -ÓTT /iRCHi\ (. I DI OKAR Öl.l.l ARCHE tölvueigendur hafa eitt sem engir aðrir tölvueigendur hafa - tveggja ára gæðaábyrgð. I dag er ARCHE eini framleiðandinn í Bandaríkjun- um sem býður tveggja ára ábyrgð á öllu sem merki ARCHE Technologies. ARCHE eigendur geta státað sig af fyrsta flokks „Made in the USA“ gæðastimpli. Og stimpil þennan fá aðeins þeir framleiðendur sem mæta ströngustu kröfum um gæði og endingu. ARCHE TRIUMPH 286 PLUS □ 1Mb minni (0 bið) □ l,2Mb disklinga drif □ 2 parallel og 2 serial port □ Stýrikort fyrir harðan disk □ MS-Dos 3.3, GW Basic □ lOls lykils lyklaborð VERÐ KRÓNUR: 97.975. ARCHE RIVAL 386-SX □ lMb minni (0 bið) □ □ l,2Mb disklinga drif H □ 2 parallel og 2 serial port □ Stýrikort fyrir harðan disk MS-Dos 3.3, GW Basic lOls lykils lyklaborð VERÐ KRÓNUR: 109.565.- HRINGIÐ OG SPYRJIÐ UM TILBOÐSPAKKANN OKKAR! TH. VILHELMSSON @ TOLVUDEILD Rcykjavíkurvegi 62, 220 Hf„ Símar 91-650141 og 91-653241 öH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.