Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1990, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1990, Síða 30
30 MIÐVIKUÐAGUR 26. SEPTEMBER 1990. Miðvikudagur 26. september SJÓNVARPIÐ 14.55 Landsleikur í knattspyrnu. Tékkóslóvakía - ísland. Bein út- sending frá Kosice í Tékkóslóvakíu þar sem liðin eigast við í undan- keppni Evrópumótsins. 17.50 Síðasta risaeðlan (22) (Denver, the Last Dinosaur). Bandarískur teiknimyndaflokkur. Þýðandi Sig- urgeir Steingrímsson. 18.20 Einu sínní var (1) (II était une fois..). Frönsk teiknimyndaröð með Fróða og félögum þar sem saga mannkyns er rakin. Leikradd- ir Halldór Björnsson oa Þórdís Arnljótsdóttir. Þýðandi Ölöf Pét- ursdóttir. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 í lausu lofti (2) (The Adventures of Wally Gubbins). Breskur myndaflokkur um fallhlífarstökk og myndatöku í háloftunum. 19.25 Staupasteinn (6) (Cheers). Bandarískur gamanmyndaflokkur. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 19.50 Dick Tracy. Teiknimynd. Þýðandi Krjstján Viggósson. 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Grænir fingur (23). Ræktun í nýju Ijósi. íslenskur landbúnaður er enn að breyta um svip. Sú kyn- slóð sem skilaði af sér véltækum túnum, áveitum og framræslu horfir nú með velþóknun á skjól- belti ungu bændanna, kornrækt þeirra og garðyrkju. Rætt verður við ung hjón sem skýla landi sínu og iðka nýbreytni í ræktun jarðar-' gróða. Umsjón Hafsteinn Hafliða- son. Dagskrárgerð Baldur Hrafn- kell Jónsson. 20.45 En hvað þaö var skrýtiö (Mother Goose Rock'n Rhyme). Nýr bandarískur skemmtiþáttur þar sem ýmsir frægir dægurtónlistar- menn og gamanleikarar leggja út af sígildum barnagælum. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 21.35 Þjófar á nóttu (Diebe in der Nacht). Lokaþáttur. Þýsk-ísraelsk sjónvarpsmynd í þremur hlutum, byggð á metsölubók Arthurs Köstlers. Leikstjóri Wolfgang Storch. Aðalhlutverk Marie Bunel, Denise Virieux, Richard E. Grant, Patricia Hodge og Arnon Tzadock. Þýðandi Veturliði Guðnason. 23.00 Ellefufréttir. 23.10 Landsleikur í knattspyrnu. Sýndar verða svipmyndir úr leik Tékkóslóvakíu og Islands sem sýndur var í beinni útsendingu fyrr um daginn. 23.40 Dagskrárlok. 16.45 Nágrannar. (Neighbours). Ástr- alskur framhaldsmyndaflokkur um góða granna. 17.30 Skipbrotsbörn. (Castaway). Ástralskur ævintýramyndaflokkur fyrir börn og unglinga. 17.55 Albert feiti. (Fat Albert). Teikni- mynd um þennan viðkunnanlega góðkunningja barnanna. 18.20 Tao Tao. Teiknimynd. 18.45 í sviósljósinu. (After Hours). Fréttaþáttur úr heimi afþreyingar- innar. 19.19 19:19. Vandaður fréttaflutningur ásamt veðurfréttum. 20.10 Framtiöarsýn. (Beyond 2000). Hver hefur ekki lent í því á veitinga- stað að pöntunin hafi eitthvað skolast til milli þjónsins og mat- reiðslunlannsins? í þessum þætti sjáum við meðal annars hvernig tölvutæknin tekur á þessu vanda- máli. Ný tegund af strigaskóm er hönnuð til að byggja upp vöðva í kálfunum og fætinum sjálfum. Við mátum skóna og skoðum líka nýj- asta Bensinn, SL-R129 sem ku vera tækniundur. 21.00 Lystaukinn. Sigmundur Ernir Rúnarsson varpar Ijósi á strauma og stefnur í íslensku mannlífi í nýjum íslenskum fréttaþætti. 21.30 Okkar maóur. Bjarni Hafþór Helgason bregður upp svipmynd- um af athyglisverðu mannlífi norð- an heiða. 21.45 Spilaborgin. (Capital City). Nýr breskur framhaldsmyndaflokkur um fólk sem vinnur á verðbréfa- markaði. Menn geta grætt milljón fyrir hádegi en smáhik getur þýtt milljónatap. Fólkið lifir hratt og flýgur hátt en vitneskjan um hugs- anlegt hrap er alltaf fyrir hendi. Þetta er þriðji þáttur. 22.35 Tíska (Videofashion). Frakkland hefur löngum ráðið miklu um strauma og stefnur tískunnar og hér er það haust- og vetrartískan 23.05 Pytturinn og pendúllinn. (The Pit and the Pendulum). Hrollvekja byggð á sögu Edgars Allans Poe. Price fer hér méð hlutverk manns sem haldinn er þeirri þráhyggju að hann sé faðir sinn. Sá var pynt- ingameistari á tímum spænska rannsóknarréttarins. Myndin er sérstaklega vel sviðsett og skal áhorfendum bent á að fylgjast sérstaklega með pendúlnum sjálf- um. Kvikmyndahandbók Maltins gefur myndinni þrjár og hálfa stjörnu. Aðalhlutverk: Vincent Price og John Kerr. Leikstjóri: Roger Corman. 1961. Stranglega bönnuð börnum. 0.25 Dagskrárlok. Rás I FM 92,4/93,5 12.00 Fréttayfirlit. _ 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veöurfregnir. Dánarfregnir. Aug- lýsingar. 13.00 I dagsins önn. Umsjón: Guðjón Brjánsson. (Frá ísafirði.) (Einnig útvarpað í næturútvarpi kí. 3.00.) 13.30 Miödegissagan: Ake eftir Wole Soyinka. Þorsteinn Helgason les þýðingu sína (17). 14.00 Fréttir. 14.03 Harmoníkuþáttur. Umsjón: Bjarni Marteinsson. (Endurtekinn aðfaranótt mánudags kl. 3.00.) 15.00 Fréttir. 15.03 Sumarspjall. Ólafur Gunnarsson rithöfundur. (Endurtekinn þáttur frá fimmtudagskvöldi.) 16.00 Fréttir. 16.03 Aö utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. (Einnig útvarpað að lokn- um fréttum kl. 22.07.) 18.03 Þjóðarsálin - Þjóðfundur í beinni útsendingu, sími 91 -68 60 90. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Lausa rásin. Útvarp framhalds- skólanna. Umsjón: Jón Atli Jónas- son og Hlynur Hallsson. 20.00 íþróttarásin. iþróttafréttamenn fylgjast með og segja frá því helsta úr íþróttaheiminum. 22.07 Landió og miðin. Siguröur Pétur Harðarson spjallar við hlustendur til sjávar og sveita. (Úrvali útvarpað kl. 5.01 næstu nótt.) 0.10 í háttinn. 1.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00,12.20,14.00,15.00,16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. Aðalsöguhetjan er hinn ungl Frdði sem er sonurinn í fjöl- skyldunni. Sjónvarp kl. 18.20: Einu sinni var Vart gefur þægilegri leið til að kynna sér mannkyns- sðguna en þessa frönsku teiknimyndaþætti sem unn- ir voru í samvinnu við evr- ópskar og amerískar sjón- varpsstöðvar. Hugmyndina átti Albert nokkur Barille og skrifaði hann jafnframt handrit allra 26 þáttanna er færa okkur mannkynssög- una á silfurfati, allt frá for- sögulegum tíma fram á okk- ar daga. í síðasta þættinum er meira að segja skyggnst inn í hina bláu framtíð 21. aldarinnar. Við sjáum framþróun sög- unnar með augum sömu „vísitölu“fjö!skyldunnar sem sprangar um í tíma og rúmi og ghmir viö hver- dagsleg vandamál hvers tímaskeiðs um sig. Aðal- söguhetjan er hinn ungi Fróði sem er sonurinn í íjöl- skyldunni. Leikraddir annast þau Halldór Björnsson og Þórdís Arnijótsdóttir en þýðandi er Ólöf Pétursdóttir. -GRS 16.10 Dagbókin. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarp í fimm ár - Barna- bókmenntirnar. Umsjón: Kristín Helgadóttir og Vernharður Linnet. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síödegi eftir Carl Nielsen. 18.00 Fréttir. 18.03 Sumaraftann. 18.30 Tónlist. Auglýsingar. Dánarfregn- ir. 18.45 Veðurfregnir. Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar. 19.32 Kviksjá. Þáttur um menningu og listir líðandi stundar. 20.00 Fágæti. Virgil Fox leikur á orgel Riverside kirkjunnar í New Vork verk eftir Franz Liszt, Claude De- bussy og Fritz Kreisler. 20.15 Nútímatónlist. Þorkell Sigur- björnsson kynnir. 21.00 A ferö - í Hrafntinnuskeri. Um- sjón: Steinunn Harðardóttir. (End- urtekinn þáttur frá föstudags- morgni.) 21.30 Sumarsagan: Bandamannasaga. Örnólfur Thorsson les (3). 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. (Endurtekinn frá sama degi.) 22.15 Veðurfregnir. Orð kvöldsins. 22.30 Suóurlandssyrpa. Umsjón: Inga Bjarnason og Leifur Þórarinsson. (Endurtekinn þátturfrá mánudags- morgni.) 23.10 Sjónaukinn. Þáttur um erlend málefni. Umsjón: Bjarni Sigtryggs- son. 24.00 Fréttir. 0.10 Samhljómur. Umsjón: Hanna G. Sigurðardóttir. (Endurtekinn frá morgni.) 1.00 Veöurfregnir. 1.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. 12.00 Fréttayfirlit og veóur. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Níu til fjögur. Dagsútvarp rásar 2 heldur áfram. 14.10 Gettu betur! Spurningakeppni rásar 2 með veg- legum verðlaunum. Umsjónar- menn: Guðrún Gunnarsdóttir, Jó- hanna Harðardóttir, Eva Ástún Al- bertsdóttir og Magnús R. Einars- son. 16.03 Dagskrá. Starfsmenn dægur- málaútvarpsins og fréttaritarar heima og erlendis rekja stór og smá mál dagsins. NÆTURÚTVARP 1.00 Á tónleikum. Lifandi rokk. (End- urtekinn þáttur frá þriðjudags- kvöldi.) 2.00 Fréttir. 2.05 Lundúnarokk. Endurtekinn þáttur frá laugardagskvöldi. 3.00 í dagsins önn. Umsjón: Guðjón Brjánsson. (Frá ísafirði.) (Endur- tekinn þáttur frá deginum áður á rás 1.) 3.30 Glefsur. Úr dægurmálaútvarpi miðvikudagsins. 4.00 Vélmennið leikur næturlög. 4.30 Veðurfregnir. - Vélmennið heldur áfram leik sínum. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 5.05 Landið og miðin. Sigurður Pétur Harðarson spjallar við hlustendur til sjávar og sveita. (Endurtekið úrval frá kvöldinu áður.) 6.00 Fréttir af veðri, færó og flugsam- göngum. 6.01 Morguntónar. Útvarp Norðurland kl. 8.10-8.30 og 18.03-19.00. /Ll 989 '/jam 14.00 Snorri Sturluson og það nýjasta í tónlistinni. íþróttafréttir klukkan 15, Valtýr Björn. 17.00 Síðdegisfréttir. 17.15 Reykjavík síödegis. Umsjón Hauk- ur Hólm. Vettvangur hlustenda, þeirra sem hafa eitthvaö til mál- anna að leggja. Láttu Ijós þitt skína! Síminn 611111 18.30 Hafþór Freyr Sigmundsson. Fín tónlist og skemmtilegar uppákom- ur í tilefni dagsins. Síminn opinn fyrir óskalögin, 61111. 22.00 Haraldur Gíslason á miðvikudags- síðkveldi með þægilega og rólega tónlist að hætti hússins. 2.00 Freymóöur T. Sigurðsson lætur móðan mása. 14.00 Björn Sigurösson og saumaklúbb- ur Stjörnunnar. Slúðrið á sínum stað og kjaftasögurnar eru ekki langt undan. 18.00 Darri Ólason. Stjörnutónlistin er allsráðandi. 22.00 Ólöf Marin Úlfarsdóttir. Það er boðið upp á tónlist og aftur tóri- list. Frá AC/DC til Michael Bolton og allt þar á milli. 1.00 Næturbrölt Stjörnunnar. FM#957 12.00 FréttayflrlH á hádegi. Sími frétta- stofu er 670870. 12.15 Komdu í Ijós. Heppnir hlustendur hreppa Ijósakort fyrir að leysa létta þraut. 13.00 Sigurður Ragnarsson. Frísklegur eft- irmiðdagur, réttur maður á réttum stað 14.00 Fréttir. Fréttastofan sofnar aldrei á verðinum. 14.30 Uppákoma dagslns. Hvað gerist? Hlustaðu gaumgæfilega. 15.30 Spilun eða bilun. 16.00 Glóövolgar fréttir. 16.05 ívar Guömundsson. 16.45 Gullmoli dagsins. Rykið dustað af gömlu lagi. 17.00 Afmæliskveðjur. 17.30 Kaupmaöurinn á horninu. Hlölli í Hlöllabúð lætur móðan mása. Skemmtiþáttur Gríniðjunnar end- urtekinn. 18.00 Fréttafyrirsagnir dagsins. 18.30 „Kíkt i bíó“. Nýjar myndir eru kynntar sérstaklega. 19.00 Páll Sævar Guöjónsson. Páll Sæv- ar heldur hita á þeim sem eru þess þurfi. 22.00 Valgeir Vílhjálmsson. Valgeir spilar öll fallegu lögin sem þig langar að heyra. fmIqoo AÐALSTÖÐIN 12.00 Hádeglsspjall. Umsjón Stein- grimur Ólafsson og Eiríkur Hjálmarsson. Hér eru menn tekn- ir á beinið, en þó á vingjarnlegu nótunum. Leyndarmálin upplýst og allir skilja sem vinir. 13.00 Strætin útl að aka. Umsjón Ás- geir Tómasson. Leikin létt tónlist fyrir fullorðið fólk á öllum aldri. 16.30 Mál tll meðteröar. Umsjón Eirík- ur Hjálmarsson. Málin sem verið er að ræða á heimilinum, í laug- unum, á stjórnarfundunum, á þingi og i skúmaskotum brotin til mergjar. 18.30 Dalaprinsinn eftir Ingibjörgu Sig- urðardóttir, Edda Björgvinsdóttir les. 19.00 Kvöldtónar. Umsjón Halldór Backman. Ljúfir kvöldtónar á miðvikudagskvöldi. Halldór sér hlustendum fyrir Ijúfri tónlist með þægilegu tali um heima og geima. 22.00 Sálartetrlð. Umsjón Inger Anna Aikman. Nýöldin, dulspeki og trú. Hvað er karma? Endurholdg- un? Heilun? Kirkjan, trúarbrögð, trúflokkar, - umraeður um þessi málefni og allt er viðkemur þeim. 24.00 Næturtónar Aöalstöðvarinnar. HVI 104,8 12.00 Tónlist 13.00 Milli eitt og tvö. Country, bluegrass og hillabillý tónlist. Lárus Oskar velur lög úr plötusafni sínu. 14.00 Tónlist 16.00 TónlistUmsjón Jón Guðmunds- son. 18.00 Leitin aö týnda tóninum.Umsjón Pétur Gauti. 19.00 Ræsið. Valið tónlistarefni með til- liti til lagatexta. Umsjón Albert Sig- urðsson. 20.00 Klisjan. Framsækin tónlist, menn- ing og teiknimyndasögur. Umsjón Arnar Pálsson og Hjálmar G. 22.00 Hljómflug. Umsjón Kristinn Páls- son. 1.00 Náttróbót (yr^ 12.45 Loving. 13.15 Three’s a Company. 13.45 Here’s Lucy. 14.15 Challange for the Gobots. 14.45 Captain Caveman. 15.00 Plastic Man. Teiknimynd. 15.30 The New Leave It to the Beaver Show. Barnaefni. 16.00 Star Trek. 17.00 The New Price Is Right. 17.30 Sale of the Century. 18.00 Hey Dad. Gamanmyndaflokkur. 18.30 Mother and Son. 19.00 Falcon CrestFramhaldsmynda- flokkur. 20.00 Mínisería. 21.00 Star Trek. 22.00 Sky World News. 22.30 Sara. EUROSPÓRT ★ ★ 12.00 P.G.A. Golf. 13.00 Tennis.Bein útsending frá Volks- wagen Grand Prix Ladies. 16.30 Surfer Magazine. 17.00 Eurosport News. 18.00 Trans World Sport. 20.00 Hnefaleikar. 21.00 International Motor Sport. 22.00 Knattspyrna.Evrópukeppni landsliða, Tékkóslóvakía - ísland. 23.00 Eurosport News. Stöð 2 kl. 21.45: Spilaborgin Það er föstudagskvöld og menn eru að ná sér niður eftir vikuna. Max hefur boð- iö öllum heim til sín á þakk- argjörðardaginn en Sirkka kemst ekki, hún er á leiðinni til Kaupmannahafnar að hitta unnustann. Hún er að fara út úr dyrunum þegar hún heyrir aö Aristotle hef- ur bakkað út úr samningi sem hún setti upp og hún verður að finna mann í hans stað fyrir mánudagsmorg- un. Þar fór Kaupmanna- hafnarferðin og góða skap- ið. Hudson ræfillinn á í örg- ustu vandræðum með kon- una sína. Hún er ekki bara farin að heiman heldur er hún líka að reyna að selja ofan af honum húskofann. Óneitanlega hefur þetta ástand á heimilinu komið niður á vinnunni og það er ekki laust við að Hudson sé viðutan. #: - -X Hudson á ekki sjö dagana sæla enda er eiginkonan stungin af og i þokkabót ætlar hún að selja ofan af honum húskofann. Þegar liðið mætir til Max á sunnudagskvöldið er raf- magnslaust en Max er snöggur að redda því með kertum og pantar kínversk- an mat sem er borinn fram með kampavíni. -GRS Sjónvarp kl. 14.55: Tekkoslovaki a ísland Viö minnum á beina út- sendingu íþróttadeildar Sjónvarps frá Tékkóslóvak- íu í dag þar sem mætast landshð Tékka og íslend- inga í knattspyrnu. Arnar Björnsson íþróttafrétta- maður verður í Kosice þar sem þessi næstsíðasti leikur íslendinga í undankeppni Evrópumóts landsliða á þessu ári fer ffarn. íslenska hðið hefur leikið tvo leiki í riðlinum. Sigur vannst gegn Albönum snemma i sumar og fyrir skemmstu beið liðið lægri hlut fyrir Frökkum með minnsta mun. Báðir leikirn- ír voru háöir á Laugardals- velli en nú taka við tveir leikir á útvelh og verður sá fyrri í Tékkóslóvakíu í dag en sá síðari að hálfum mán- uði liönum í Sevhla á Spáni. Þegar þetta er ritað er Verður Atli Eðvaldsson á skotskónum í dag? óvíst um hðskipan íslenska hðsins en vonir standa til að hægt verði að tefla ffarn Guðmundi Torfasyni frá St. Mirren og Sigurði Jónssyni frá Arsenal en þeir voru báðir fjarverandi gegn Frökkum vegna meiðsla. -GRS Sjónvarp kl. 20.45: En hvað það var skrýtið Hér er á ferð sannkallað glens og gaman í anda ævin- týrisins um Lísu í Undra- landi þar sem valið lið bandarískra skemmtikrafta leiðir okkur um furðuveröld Rímlands með dansi og söng. „Kabarett" þessi, sem er splunkunýr, byggir á gömlum bamavisum um gæsamömmu sem týndist. Aðal-söguhetjan er Gor- don gæs, sem kominn er heim til Rímlands eftir langa fjarvist og telur sig heldur en ekki gæs með gæsum. Honum verður þó ekki um sel er hann fréttir að Mömmu gæsar sé sakn- að. þetta er enda hið versta mál, því jafnt hfandi fé sem dauðir hlutir taka að gufa upp frá Rímlandi, er Mamma gæs er ekki lengur til staðar th að halda öhu saman með sögum sínum. Gordon gæs hefur því þegar leit, ásamt henni Bo htlu Beep, og hvers kyns furðu- fuglar, er á vegi þeirra verða, leggja lóð sitt á vog- Kabarettinn byggir á göml- um barnavisum um gæsa- mömmu sem týndist. arskálarnar í leitinni að Mömmu gæs. Og alhr taka að sjálfsögðu lagið, enda engir meðal- barkar sem fylla hér „ruh- umar“: Shelley Duvall, Je- an Stapleton, Debbie Harry, ZZ Top, Cyndi Lauper, Art Garfunkel og Paul Simon, svo fáir einir séu nefndir. -GRS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.