Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1990, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1990. lí Utlönd Hallar undan fæti hjá Winnie og Nelson Mandela: Haf a tapað bæði áliti og áhrif um Síöustu vikur hafa verið þeim Winnie og Nelson Mandela erfiöar. Nelson hefur háö harða póhtíska baráttu fyrir að halda Afríska þjóö- arráðinu í fylkingarbrjósti barátt- unnar fyrir jafnrétti kynþátta í landinu. Hann er sá maður sem öll spjót standa í þegar loks rofar til og líkur eru á að í það minnsta harkalegustu ákvæði aðskilnaðarstefnunnar veröi afnumin. En það eru fleiri sem vilja vera í fremstu sveit og þar ber mest á Butelehzi leiðtoga Inkata-hreyfing- arinnar. Valdabarátta þessara manna hefur kostað á áttunda hundrað blökku- menn lífið og í raun hefur Nelson Mandela og Afríska þjóðarráðið farið hallloka. Krafa Mandela, um að þjóð- arráðið eitt verði málsvari blökku- manna í Suður-Afríku gagnvart stjórn hvíta minnihlutans, fær á end- anum ekki stuðning allra ættbálka blökkumanna því zúlúmenn vilja semja sjálfir í nafni Inkata-hreyfing- arinnar. Smásigrar hjá de Klerk F. W. de Klerk hefur ekkert á móti því að semja um eftirgjöf af aðskiln- aðarstefnunni. Harðlínumenn í flokki hans eru að vísu á móti en nú virðist sem forsetinn ætli að ná ár- angri í að rjúfa einangrun landsins á alþjóðavettvangi. Hann getur að vísu ekki enn sýnt stuðningsmönnum sínum fram á að þjóðir heims muni mildast í afstöð- unni til Suður-Afríku gegn lítilshátt- ar tilslökunum í mannréttindamál- um en hann hefur þó í það minnsta fegnið klapp á bakið frá Bush Banda- ríkjaforseta. Ríki Evrópubandalagsins hafa áð- ur sagt að ef eitthvað breytist varan- lega í mannréttindamálum í Suður- Afríku muni þau endurskoða við- skiptahömlur á landið. Nú er að sjá hvort þaö sem gert hefur verið dugar til að breyta afstöðunni. Ef svo fer kann de Klerk að standa uppi sem sigurvegari eftir róstur síðstu vikna. Hann þarf ekki lengur að mæta blökkumönnum sameinuð- um í einni fylkingu heima fyrir, og á alþjóðavettvangi kann líka að fara svo að tiltölulega litlar breytingar á aðskilnaðarstefnunni þurfi til þess að Suður-Afríka fái aftur að tylla sér í það minnsta á bekkhornið með þjóðum heims. Staða Mandela versnar Mandela stendur hins vegar verr að vígi en þegar hann gekk út úr fangelsinu nú í byrjun árs og gat fagnað sem sigurvegari eftir áratuga baráttu. Þá beindust augu heimsins að honum sem leiðtoga blökku- manna, píslarvottinum sem gekk fram á völhnn með hreinan skjöld þegar aðrir höfu atað sína blóði. En skjöldur þeirra Mandela-hjón- anna er ekki hreinn lengur. Það er mikið áfall fyrir þau að Winnie Winnie Mandela hefur ástæðu til að vera súr á svip þessa dagana. Bar- áttan gengur ekki eins og vonir Stóðu til. Símamynd Reuter Mandela skuli hafa verið ákærð fyrir mannrán og líkamsárás. Nánustu fylgismenn þeirra bera sig að vísu vel og segjast fagna ákærunni vegna þess að með dómsrannsókn verði Winnie hvítþvegin af öllum ásökun- um. Þetta eru allt atvik sem tengjast morðmáh sem einn af fylgjendunum hefur þegar verið dæmdur til dauða fyrir. Það var þegar svokallað fót- boltahð, eða lífverðir Winniear, börðu einn ungan fylgismann til bana. Einn úr hðinu var fundinn sek- ur um morð. Biðin ekki til bóta Winnie er nú 56 ára gömul og leiddi baráttu manns síns meðan hann var í fang'elsi. Hún ber í það minnsta sið- ferðilega ábyrgð á því, sem hðið sem fylkti sér um hana gerði, þótt hún hafi ekki verið í vitorði með ofbeldis- mönnum. Réttarhöldin fara ekki fram fyrr en í febrúar. Biðin bætir ekki úr skák fyrir Winnie því auðvitað er best fyrir hana að dómur verði kveðinn upp sem fyrst. Á meðan ekki er dæmt heldur umtalið áfram og það veikir stöðu hjónanna í baráttunni fyrir réttindum blökkumanna. Reuter Þrátt fyrir fallandi gengi eiga Mandela-hjónin enn eldheita stuðningsmenn. Þeir standa enn með Winnie sinni. Simamynd Reuter „STK“ MR 283 kæliskápur, verð aðeins kr. 32,500,- stgr. Fallegir, sterkir og ódýrir „STK" kæli- og frystiskópor Verð frá lcr. 24.900,- stgr. Faxafeni 12, sími 670420 Family Business camm HsfPl&s msSck FJIMILY BIISilESS DEAD ÍHVÍiASkt K4«Ki:S:f!> iAíl tmt Phantasm Phantasm 11 i (i Body Chemistry

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.