Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1990, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91J27022 - FAX: (91 >27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Ráðherralýðræði Aö fyrirmælum landbúnaðarráðherra er ríkiskerfið enn að hefna sín á starfsmönnunum, sem sögðu upp stöðum sínum við rannsóknarstöð skógræktar á Mó- gilsá. Þrír starfsmenn voru teknir af launaskrá 1. sept- ember, þótt uppsögnin hafi miðast við 1. október. Að sögn fjármálastjóra skógræktarinnar var farið svona með þungaða konu í þessum hópi, af því að frá henni vantaði „nýtt“ vottorð um þungun hennar. Hann sagði, að þessi mál yrðu leiðrétt síðar, en fólkið yrði að biðja skrifstofuna um að fá mál sín leiðrétt Áður hafði ráðherra látið Ríkisendurskoðun leita saumnálarleit í heystakki að yfirsjónum fyrrverandi forstöðumanns rannsóknarstöðvarinnar. Úr því kom nánast ekki neitt, en ráðherra sá samt ástæðu til að reyna að koma spillingarorði á forstöðumanninn. Miklu nær væri að fá Ríkisendurskoðun til að amast við spillingu ráðherranna, sem láta til dæmis ráðherra- bílstjóra bíða í ráðherrabílum heilu kvöldin fyrir utan hús, þar sem ráðaherrafrúr eru í gestaboði. Spilling ráðherranna fer ekki leynt, heldur er henni hampað. Á laugardaginn var fjallað hér í blaðinu um hrok- ann, sem ráðherrar og ráðuneytisstjórar sýna athuga- semdum frá Umboðsmanni alþingis. Oddamenn fram- kvæmdavaldsins svara seint og ekki bréfum hans og vísa til pantaðra álitsgerða innan ár ráðuneytunum. Athyglisvert er, að harðast ganga fram í þessu ráð- herrar Alþýðubandalagsins. Þeir virðast telja ráðherra- dóm hliðstæðan völdum smákónga í Afríku. Til dæmis hefur fjármálaráðherra kvartað yfir umsvifum umbans og reynt að fá lækkaðar fjárveitingar til embættis hans. Valdshyggjumenn eiga óeðlilega greiða leið til valda í stjórnmálum hér á landi. Þetta á við um alla stjórn- málaflokka, þótt valdbeitingarstefna komi skýrast fram hjá ráðherrum Alþýðubandalagsins. Sjálfstæðisflokkur- inn er sagður bíða eftir „sterkum manni“ á toppinn. Hjá vestrænum lýðræðisþjóðum felst lýðræði ekki aðeins í, að kosið sé á nokkurra ára fresti, heldur er vald til framkvæmda takmarkað á ýmsan hátt, einkum í lögum um meðferð þess og um dreifmgu ákvarðana á fleiri staði. Við viljum hins vegar „sterka menn“. Meðan Austur-Evrópa er að varpa frá sér miðstýr- ingu úr ráðuneytum erum við að efla miðstýringu. Gott dæmi er útflutningur á ferskum fiski, sem er skipulagð- ur og bannaður að ofan. Annað dæmi er, áð lög frá Alþingi fela einkum í sér „heimildir“ til ráðherra. Ef einhver vandamál koma upp hér á landi, fmnst fólki eðlilegast, að þeim sé vísað til „sterkra manna“, það er að segja til ráðherra. Mörgu fólki virðist finnast það þolanlegt, þótt þetta sérkennilega ráðherralýðræði leiði til ofstjórnar, hroka og ofbeldisaðgerða. Ráðherralýðræðinu fylgir ofstjórn á borð við Afla- miðlun; hroki á borð við fyrirlitninguna á Umboðs- manni alþingis; og ofbeldisaðgerðir eins og gagnvart forstöðumanni og starfsfólki stöðvarinnar á Mógilsá. Þetta er frumstæði strengurinn í þjóðarsálinni. Embættismannahrokinn á íslandi minnir á átjándu öldina og ráðherraofbeldið á þriðja heiminn. Hvort tveggja er okkur til mikils trafala í vestrænum nútíma, svo sem þjóðir og stjórnmálamenn Austur-Evrópu hafa fyrir sitt leyti komizt að raun um og eru að afnema. Vonandi leiðir hefndarþorsti landbúnaðarráðherra gagnvart Mógilsárfólki til, að íslendingar átta sig betur á, að ráðherralýðræðið er úrelt og hættulegt fyrirbæri. Jónas Kristjánsson Af hverju ekki Einar Benediktsson? Nýlega lauk eg viö aö lesa ævisögu Edvards Brandesar eftir danska sagnfræðinginn Kristian Hvidt, yfirbókavörð danska þingsins. Ed- vard var bróðir bókmenntafræð- ingsins Georgs Brandesar og ekki síður þekktur maður í heimalandi sínu en hann, og jafnvel enn áhrifa- meiri. Georg var heimsborgarinn sem hlustað var á um „allan hinn menntaða heim“, eins og það er stundum kallað, Edvard var rit- stjórinn, stjórnmálamaðurinn og leikhúsmaðurinn sem stóð um langa hríð í miðjum slagnum á heimavígstöðvunum. Kristian Hvidt tekst í þessu mikla verki sínu að draga upp mynd af andlegu og pólitísku lífi í Dan- mörku frá því um 1870 og fram yfir heimsstyrjöldina fyrri. Þessi mynd endurspeglast í ævi og starfl eins manns. Náma fróðleiks Það sem gerir söguritun af þessu tagi mögulega er hinn gífurlegi fjöldi einkabréfa sem menn eins og Edvard Brandes skrifuðu. Varla leið svo nokkur dagur að hann skrifaði ekki eitt eða íleiri bréf þar sem hann lýsti fyrir vinum sínum, eða óvinum, hvað honum lá á hjarta. Oft segja þessi bréf meira en blaðagreinar eða önnur ritverk þar sem viðkomandi liggur yfir skrift- unum í stað þess að segja hug sinn allan á einfaldan og eðlilegan hátt. Fyrir ævisöguritara eru slík bréfa- söfn náma fróðleiks um bréfritar- ann. Þaðan fær hann upplýsingar, sem hvergi er að finna annars stað- ar, og þar kemst hann næst hugsun og tilfmningum þess sem hann er að skrifa um. Þetta á ekki hvaö síst við um bréf til ástvina. Dóttir Edvards fluttist til Noregs meö eiginmanni sínum, og bréfin til hennar eru mörg og einlæg og segja margan sannleik sem ekki verður fundinn annars staðar. Að skrifa sögu eins manns er verk sem aldrei verður annaö en tilraun til að lýsa manninum og samtíð. Þegar best lætur er saga sem bætir við þekkingu og eykur skilning á viðkomandi. Þar fyrir utan geta ævisögur verið ákaflega skemmtilegar. Margt órannsakað En því minnist eg á þetta verk Hvidts að honum hefir tekist að skrifa ákaflega læsilega bók um athyglisverðan mann og umbrota- tíma í dönsku þjóðlífi svo úr verður heild. Okkur Islendingum leikur, eða ætti aö leika, nokkur forvitni á þessu tímabili danskrar sögu. Hún fellur nær algerlega saman viö sjálfstæðisbaráttu okkar, og reynd- ar minnist Hvidt nokkrum sinnum á tengsl stjórnmálaumræðu í Dan- mörku og ágreiningsefni Dana og íslendinga. Hvidt hefir sagt mér að fjölmargt sé enn órannsakað í dönskum skjalasöfnum um áhrif „íslandsmálsins" á dönsk stjórn- mál. Hefir hann látið í ljósi áhuga á því að danskir og íslenskir sagn- fræðingar vinni saman aö því að rannsaka þessi mál er svo mikil- væg voru fyrir báðar þjóðirnar. En svo eg haldi áfram að tala um sjálfan mig og þaö sem eg er að gera til skemmtunar og fróðleiks um þessar mundir fyrir utan það sem snertir beinlínis starf mitt, þá er eg að lesa heilmikinn doðrant um hinn merka kardínála, John Henry Newman, þann sem hvarf frá anglikönsku kirkjunni og gerð- ist katólskur prestur. Sú saga er allt annars eðhs en sagan um Brandes. Þar er verið að tala um tiltölulega afmarkaðar umræður guðfræðinga á Englandi á öldinni sem leið, umræður sem vissulega snerta kristnina alls staðar og á öhum tímum. Þótt margt sé þarna harla ókunn- uglegt íslendingi þá er heillandi að Haraldur Olafsson dósent hæst hefir borið í andlegri menn- ingu þjóðarinnar. Þá kemur mér fyrst í hug Einar Benediktsson. Um hann hefir margt verið skrifað, en eina heillega saga ævi hans er það sem Steingrímur J. Þorsteinsson samdi og gefið er út með ritsafninu Laust mál. Þótt margt sé með ágæt- um gert hjá Steingrími þá er þar fyrst og fremst um að ræöa nokk- urs konar uppkast aö sögu Einars, uppkast sem eftir er aö bæta við bæði efni og útskýringum. Höfum við ekki ráð á því? ítarleg og vel unnin ævisaga Ein- ars Benediktssonar væri ekki að- eins saga eins örfárra stórskálda okkar heldur einnig saga andlegra hræringa, þjóðhfsbreytinga, fram- fara og baráttu fyrir hinu nýja ís- „Þó er það svo kostulegt að ekki eru til ævisögur ýmissa þeirra sem hæst hefir borið í andlegri menningu þjóðar- innar.“ landi þar sem andlegur auður nær- ist á hinum veraldlega. Einar Benediktsson gaf Háskóla íslands eigur sínar, hinar jarð- nesku. Þjóðinni gaf hann gjafir sem ekki verða metnar til fjár. Eg hefi ákveðnar hugmyndir um hvernig háskólinn gæti látið í Ijósi örlítið þakklæti til Einars, en það bíður betri tíma að ræða það. Þjóðin á hins vegar að stuðla að því að rituð verði ævisaga hans á þann hátt að bæði honum sé sómi að og þeirri þjóð sem hann vildi rífa af svefni örbirgðar og sinnuleysis til átaka við fjölmörg óunnin verk. Menn eru á launum við að skrifa langar bækur um smáhreppa og kauptún. Höfum við ekki ráð á aö borga einhverjum sæmilega fyrir að kanna rækilega líf og starf Ein- ars Benediktssonar? Haraldur Ólafsson Einar Benediktsson skáld. - Aðeins til nokkurs konar uppkast að sögu hans sem eftir er að bæta við efni og útskýringum, segir m.a. i greininni. kynnast hugsunarhætti, rök- semdafærslum og andlegu lífi há- kirkjumanna í Oxford fyrir hundr- að og fimmtíu árum. En þetta er stórt og mikið verk og enn á eg margt þar ólesið svo ekki er vert að segja of mikið að sinni um þann mikla rithöfund Newman. Hvers vegna svo lítið? Þessar sögur og reyndar allmarg- ar fleiri, sem eg hefi veriö að lesa á undanfórnum árum, hafa vakið mig til umhugsunar um hvernig á því stendur að svo lítið er gert aö því að skrifa ævisögur merkra ís- lendinga í svipuðum stíl og eg lýsti sögu Brandesar. Það eru skrifaðar margar ævisögur á íslandi. Til eru merkilegar sjálfsævisögur og nokkrar frambærilegar ævisögur karla og kvenna. Þó er það svo kostulegt að ekki eru til ævisögur ýmissa þeirra sem

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.