Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1990, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1990, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1990. Skólagjöld, árás á menntakerfi íslendinga „ ... það er einmitt mikilvægt á timum samdráttar í þjóðarbúskapnum að mennta þjóðina og blása til sóknar," segir greinarhöfundur m.a. Nýlega hafa komið til umræðu hugmyndir íjármálaráðherra þess efnis að taka gjöld af nemendum Háskólans til að greiða fyrir ein- stök verkefni Háskólans sem ekki fengjust framlög fyrir á fjárlögum. Með öðrum orðum lækka framlög ríkisins til HÍ og velta byrðinni yfir á stúdenta og fjölskyldur þeirra með skólagjöldum . Stúdentar, rektor Háskólans og menntamálaráðherra hafa þegar bent á að þessar hugmyndir væru andstæðar hagsmunum Háskólans og menntastefnu þjóöarinnar. Ekki lengur jafnrétti til náms Hingað til hefur það þótt sýna styrk íslenska velferðarkerfisins að allir eiga kost á skólagöngu óháð efnahag og búsetu. Alhr hafa átt kost á því að ganga menntaveginn óháð fjárhag foreldra. Þetta hefur þótt svo sjálfsagt að flestir velta ekki einu sinni hinum möguleikan- um fyrir sér, þ.e. að greiða þurfi fyrir menntun. Hugmyndir um skólagjöld á alla æðri menntun í landinu eru aðför að þessum grundvallarmannrétt- indum íslendinga og hefði uggvæn- legar afleiðingar. Ljóst er að böm efnaminni fjölskyldna hefðu ekki efni á háskólanámi. KjaUariim Sigurjón Þ. Árnason formaður Stúdentaráðs Ekki kæmi lánasjóðurinn til hjálpar ef ætlunin er að spara rík- inu peninga þar sem endurgreiðsl- ur skólagjaldalána hæfust ekki fyrr en að loknu námi. Þekkist ekki í öðrum löndum Evrópu í þeim löndum, sem íslendingar bera sig gjarnan saman við, eins og t.d. Norðurlöndin þekkjast skólagjöld ekki og reyndar hvergi í Evrópu. Það er helst í Bandaríkj- unum að skólagjöld tíðkist enda eru þar mun lægri skattar. Færi svo að tekin væru upp skólagjöldvið Háskóla íslands væri verið að gera slíka grundvallar- breytingu á menntakerfi þjóðar- innar að hugsa þyrfti allt velferðar- kerfið upp á nýtt og þá skattheimt- una líka. Menn ættu að varast að kollvarpa menntakerfi landsins í baráttu sinni við fjárlagahalla. Það er ekki rétta lausnin á efnahags- vandanum að halda efnaminna fólki frá langskólanámi. Kosningar í nánd Það er furðulegt að svona hug- myndir skuli koma upp þegar kosningar eru á næsta leiti og próf- kjör að hefjast. Ef einhverjir hafa hug á því að koma hugmyndum sem þessum í framkvæmd væri réttast að þeir hinir sömu settu þær formlega fram fyrir kosningar og gæfu fólki kost á að kjósa um þær. Afstaða menntamála- ráðherra Stúdentar eru sérlega ánægðir með afstöðu menntamálaráðherra sem setti sig strax upp á móti hug- myndunum og kæfir þær vonandi í fæðingu. Mikilvægt er að vinna bug á hugmyndum sem þessum, næg eru rökin. Bókvitið verður í askana látið og það er einmitt mikilvægt á tímum samdráttar í þjóðarbúskapnum að mennta þjóðina og blása til sóknar. Ekkert er einni þjóð eins dýrmætt og menntun þegnanna. Sigurjón Þ. Árnason „Menn ættu aö varast að kollvarpa menntakerfi landsins 1 baráttu sinni við Qárlagahalla. Það er ekki rétta lausnin á efnahagsvandánum að halda efnaminna fólki frá langskólanámi.“ Er Svavar samkvæm- ur sjálf um sér? Á baksíðu Morgunblaðsins þann 20. september sl. var frétt um að hugsanlega yrðu tekin upp skóla- gjöld í Háskóla íslands. I fréttinni vísaði Svavar Gestsson mennta- málaráðherra hins vegar öllu slíku á bug og lét þau orð falla að um slíkt yrði ekki aö ræða meðan hann væri menntamálaráðherra. Þessi skoðun ráðherrans kom mér vægast sagt nokkuð á óvart þar sem ég hafði nokkrum mánuð- um áður farið þess á leit við hann að hann felldi niður innritunar- gjöld í Háskólann, en þau renna að stærstum hluta til Stúdentaráðs og Félagssíofnunar stúdenta. Þessi ósk mín var byggð á þeim rökum að stúdentum ætti að vera í sjálfs- vald sett hvort þeir gengju til liös við Stúdentaráð og greiddu til þess gjöld. Þessu hafnaði ráðherra eftir tíu vikna umhugsun eins og sjá má í meðfylgjandi bréfi sem Stefán Stef- Islands eins og aðrar sambærilegar innlendar og erlendar mennta- stofnanir hefur fulla heimild til að innheimta skrásetningargjöld af stúdentum... “ eins og segir orð- rétt í bréfínu. Háskólinn hefur því heimild til að taka gjöld af nemend- um og hefur gert það með sam- þykki Svavars Gestssonar. En sam- kvæmt 38. gr. reglugerðar um Há- skóla íslands ber ráðherra að stað- festa ákvörðun háskólaráðs um upphæð gjaldsins eftir að háskóla- ráð hefur fengið tillögur um upp- hæðina frá Stúdentaráði og Félags- stofnun. Hvað meinar ráðherrann? í ljósi þessara orða ráöherrans í bréfi hans þar sem hann leggur þunga áherslu á að stúdentum beri að greiða gjöld til félagslífs í há- ftAlternatorar <&> Sfartarar Ótal gerðir og tilheyrandi varahlutir. P* Hagstætt verð. 12 mán.ábyrgð. G ” SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91 - 8 47 88 KjaUariim Glúmur Jón Björnsson efnafræðinemi í HÍ ánsson og Þorsteinn Gunnarsson sendu mér fyrir hans hönd. Óeðlileg málsmeðferð í samtölum viö undirmenn menntamálaráðherra á meðan hann hugsaöi málið kom fram að þeir mundu leita lögræðilegs álits á ósk minni. Þetta álit hef ég aldrei séð en í stað þess var mér sent áht háskólaritara sem varla getur talist hlutlaus vegna stöðu hans. Hvað varð um lögfræðilega áhtið eða hvort það varð nokkurn tímann til veit ég ekki. Eftir þetta veit ég hins vegar, að Svavar Gestsson er því svo hlynnt- ur að skylda stúdenta til að greiða félagsgjöld í Stúdentaráð að hann sér ekki ástæðu til að draga álit annarra en jábræðra sinna fram í dagsljósið. Ótvíræð heimild HÍ til gjaldtöku í svarbréfi ráðherra við ósk minni kemur einnig fram sú af- staða ráðuneytisins „... að Háskóli Svavar Gestsson menntamálaráðherra. - Sér ekki ástæðu til að draga álit annarra en jábræðra fram í dagsljósið, segir m.a. í greininni. „Satt best að segja fyndist mér eðlilegra að greiða 100.000 kr. árlega (eins og talað var um 1 frétt Mbl.) fyrir menntun mína en þessi tæpu tíu þúsund til ann- arra hluta.“ skólanum fannst mér broslegt að lesa um þá skoðun hans að fyrr lægi hann dauður (sem ráðherra) en stúdentar greiddu gjöld fyrir þá menntun sem þeir hlytu í háskól- anum. í fyrsta lagi virðist mér ráðherr- ann vera almennt á móti því að gjöld séu innheimt af stúdentum ef marka má orð hans í Mbl. En hvers vegna tók hann þá ósk minni um að fella gjöld á stúdentum niður með slíkri þvermóðsku? Og hvers vegna staðfestir hann tillögur há- skólaráðs um gjöld á stúdenta? í öðru lagi getur vel verið að ráð- herra sé á þeirri skoðun að mennt- unin í háskólanum sé einskis virði og fyrir hana sé enginn tilbúinn að greiða. En fyrir félagsstarf stúd- enta séu menn tilbúnir að láta dá- góða upphæð af hendi. Ef þetta er skoðun ráðherra verð- ur einhver góður maður að taka hann á kné sér og útskýra fyrir honum á einfaldan hátt að háskól- inn sé menntastofnun en ekki fé- lagsheimili og þangað komi flestir í leit að menntun en fáir í leit að félagsskap. Tíu- eða hundrað þúsund í haust greiddi ég 9900 kr. í svo- nefnd innritunargjöld (staðfest af ráðherra) í háskólann. Satt best aö segja fyndist mér eðlilegra að greiða 100.000 kr. árlega (eins og talað var um í frétt Mbl.) fyrir menntun mína en þessi tæpu tíu þúsund til annarra hluta. Ég get ekki séð neitt óeðlilegt við það að menn greiði fyrir þau verð- mæti sem menntun óneitanlega er. Hinu hafna ég algjörlega að menn séu skyldugir til að greiða gjöld til félagasamtaka vilji þeir mennta sig og er ég þar á annarri skoðun en ráðherra. Bumbusláttur ósanninda Svavar Gestsson ætti ekki að hafa stór orð um að hann væri einhver verndari stúdenta fyrir skólagjöld- um. Hann hefur hafnað því að fella þau niöur og allur bumbusláttur af hans hálfu um hiö gagnstæða er aðeins til þess að sverta enn frekar kámugan ráðherraferil hans. Glúmur Jón Björnsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.