Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1990, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1990. Utlönd Öryggisráö Sameinuðu þjóðanna samþykkir loftferðabann á írak: Sovétmenn ræða í fyrsta sinn um hernað gegn írak - írakar líta á samþykkt Öryggisráðsins sem stríðsæsingar Bandaríkjamenn og Sovétmenn virðast nú ákveðnari en áöur í að beyta hervaldi til aö binda enda á deilurnar um framtíð Kúvæts. Stjómir beggja ríkja hafa þó lagt áherslu á aö þær kjósi fremur öðru að friðsamleg lausn fmnist. Sovétmenn eru nú harðari í afstöðu sinni til íraks og sjónarmunur er nú á stefnunni eftir ræðu Eduards Sé- vardnadzes, utanríkisráðherra Sov- étríkjanna, á þingi Sameinuðu þjóö- anna og var að loknum leiðtogafundi Bush og Gorbatsjovs í Helsinki fyrr í mánuðinum. Öryggisráð Sameiðuðu þjóðanna samþykkti í gær að stöðva alla flug- umferð til íraks með 14 atkvæðum gegn atkvæði Kúbu. Sendiherra ír- aks hjá Sameinuðu þjóðunum lýsti því yfir þegar eftir samþykktina að þjóðirnar í ráðinu væru með stríðs- æsingar. „Það jafngildir hemaði að loka eitt land af frá umheiminum með banni á öllúm feröum á sjó og í lofti,“ sagði Abdul Amir al-Anbari sendiherra við fréttamenn eftir að niðurstaðan lá fyrir. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að ef friðsam- leg lausn fyndist ekki þá kæmi vel til greina að beita hörðum aðgerðum til að „halda uppi alþjóðalögum á svæðinu“ eins og hann orðaði það. Hann útilokaði ekki að einstök ríki gripu til slíkra aðgerða en fleiri stilltu saman krafta sína. Sévardnadze var í forsæti á þessum fundi Öryggisráðsins. Hann lagði áherslu að stjórn sín teldi aö leysa ætti málið friðsamlega eftir dipló- matískum leiðum en bætti síðan við að ef þessar tilraunir reyndust ár- anguslausar yrði að grípa til harðari aðgerða og fylgja ákvörðunum Sam- einuðu þjóðanna eftir með hervaldi. Öryggisráðiö hefur enn ekki mælt með því að farið verði með hernaði á hendur írökum en tónninn i ræö- um utanríkisráðherra bæði Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna var her- skárri nú en nokkru sinni fyrr frá því deilan hófst þann 2. ágúst. Stofnsamþykktir Öryggisráðsins heimila aö hervaldi verði beitt til að fylgja eftir ákvöröunum þess ef aðrar aðferðir duga ekki. Nú hafa allar aðrar leiðir verið reyndar og því virðist sem lokaskrefið eitt sé eftir. Fulltrúi Kínveria í Öryggisráðinu varaði við því aö menn notuðu of hörð orð í fordæmingunni á írak. Shkt gæti aðeins leitt til þess að deil- an stigmagnaðist. Bað hann menn að gæta hófs en galt engu að síður atkvæði sitt við samþykktinni um loftferöabann á írak. Með loftferðabanninu er öllum að- ildarríkjum Sameinuðu þjóðanna bannað að láta vélar fljúga til íraks. Þó er ekki heimilt að stöðva flugum- ferð með vopnavaldi en hvert ríki má grípa til þeirra ráðstafana sem „taldar eru nauðsynlegar“ til að stöðva flugumferð til landsins. Reuter Saddam Hussein í ávarpi til Bandaríkjamanna: Varaði við nýju Víetnamstríði - útsendingin stóö í 75 mínútur og vakti athygli í ávarpi sem Saddam Hussein flutti í bandarísku sjónvarpi í gær varaði hann við því að Bandaríkjamenn væru að stefna í stríð sem gæti reynst alvarlegra og mannskæðara en Vít- namstríðið. í ávarpinu talaði Saddam oftsinnis um að hann vildi ekkert annað en frið en sagði að ef Bush hleypti af stað ófriði við Persaflóa gæti það haft afleiðingar sem bandaríska þjóðin réði ekkert viö. Saddam talaði um hroka Bush og höfðaöi til þess að hann væri aö senda syni þjóöarinnar út í stríð sem ætti sér enga réttlætingu. „Sorgin er það eina sem Bush mun færa banda- rísku þjóðinni. Víetnamstríðið var mikið áfall fyrir þjóöina en nú verða hörmungamar miklu meiri og fórn- irnar ægilegri," sagði Saddam. Útsendingin með ávarpi Saddams stóð í 75 mínútur. Það var sent til Bandaríkjanna á myndbandi en ekki flutt beint. Ávarpið er svar Saddams við ávarpi sem Bush flutti í sjón- varpinu í írak þar sem hann reyndi Hrifningin á Saddam er áberandi viða í löndum araba eins og þessi mynd af jórdönskum flutningabílstjóra sýnir. Simamynd Reuter Saddam þótti taka sig vel út í sjón- varpinu klæddur i hefðbundin jakka- föt. Ekki er þó talið að orð hans breyti miklu um hug Bandarikja- manna. Símamynd Reuter að skýra sjónarmið Bandaríkja- manna fyrir landsmönnum. Fáir sáu þó þaö ávarp því á sama tíma stóð stjórnin í Bagdad fyrir víð- tækum mótmælum á götum út um allt land og áhorf á sjónvarp varð með minnsta móti. Bandaríkjastjórn lét allar tilraunir til að forða fólki frá að sjá og heyra Saddam lönd og leið. Til þess var tekið að Saddam var ekki klæddur búningi hershöföingja eins og hann er jafnan þegar hann kemur fram opinberlega. Þess í stað hafði hann vahö sér hefðbundin vest- rænjakkafot. Reuter Flugmóðurskipið Independence á Persaflóa: Hemaður gegn ísrael? Viðbrögðin hörðogsnögg David Levy, utanríkisráðherra ísraels, segir að ísraelsmenn muni ekki ráðast gegn írak nema á þá verði ráðist. Komi til árásar verði viöbrögð ísraels hörö og snögg. Saddam Hussein hefur undan- fama daga ítrekað reynt að ögra ísraelsmönnum og lýst því yfir að ráðist verði á landi þegar í stað ef til átaka kemur við Persaflóa. Bandarikjamönnum er mikið í mun að ísraelsmenn hafl hægt um sig og séu sparir í yfirlýsing- um til að auka ekki samúö meðal Araba á aðgerðum Saddams. Utanríkisráðherrann er nú í heimsókn í Bandaríkjunum og ræðir við James Baker í dag. Reuter Bandarískt hatur: Salernis- pappír með mynd af Saddam Framleiðandi salernispappírs í 111- inois í Bandaríkjunum býður við- skiptavinum sínum nú upp á sérút- gáfu af vöru sinni. Þeim sem er veru- lega illa við Saddam Hussein gefst kostur á að kaup pappír með svart- hvítri mynd af leiðtoganum. „Ég er þegar búinn að prenta á um 20 þúsund rúllur með myndum af Saddam og anna ekki eftirspurn," sagði Jim Carlberg prentari í samtali við Reutersfréttastofuna. „Pantan- irnar koma frá herstöðvum og nýlega fékk ég eina frá Hawaii. Þar er mað- ur sem vildi fá nokkur hundruð rúll- Skipinu ætlað að ögra her íraks - öflugra herskip en komið hefur á Flóann frá árinu 1974 Bandaríska flugmóðurskipið Indi- pendence hélt í morgun inn á Persa- flóa. Bandaríkjamenn hefa ekki sent svo öflugt herskip inn á flóann frá því árið 1974. Svo er htið á sem for skipsins eigi að undirstrika alvöruna í síðustu samþykktum bæði Alls- heriarþings og Oryggisráðs Samein- uðu þjóðanna um Persaflóadeiluna. í Independence eru 70 orrustuþotur og er talið að för skipsins styrki her- afla Bandaríkjamanna við flóann verulega. Skipið lá áður úti fyrir Arabíuflóa og var þá ekki eins bein ógnun við heri íraka. Óvenjulegt er að Bandaríkjamenn láti vita af ferðum herskipa en í þetta sinn virtist sem enginn hörgull væri á upplýsingum um hvar skipiö væri og hvert því væri stefnt. Þetta þykir benda til þess að Bandaríkjamenn vilji sýna írökum enn frekar mátt sinn en til þessa. Eftir aö upplýsingarnar voru gefn- ar um för skipsins var sagt að engra frekari upplýsinga væri að vænta um hvar því yrði komið fyrir viö Flóann. Talið er mjög miklum vandkvæðum bundið að beita flugmóðurskipi inni á sjálfum flóanum. Slík skip þurfa mikið svigrúm því ef flugvélar eiga að taka sig upp af þilfari þess verður að beina því upp í vindinn og sigla á mikihi ferð. Einn flotaforingi Bandaríkjamanna sagði að ferðin til Flóans væri fremur æf- ing í sighngatækni en bein hernaðar- leg ógnun. Reuter ur. Salemispappírinn selur Carlberg fjögurra rúhu pökkum og kostar hver 19,95 Bandaríkjadali. „Ég prenta ekki á rúllurnar í póhtískum thgangi heldur er ég bara að uppfylla sérþarfir markaðarins. Ég stunda bara mín viðskipti,“ sagði Carlberg. Áður hefur Carlberg prentað myndir af Muammar Gaddafi á sal- ernispappír og seldi vel meðan Bandaríkjamenn hötuðu hann meira en aðra andstæðinga sína. Eftirspurn eftir þeir pappír er úr sögunni í bih enda er Saddam búinn að steypa Gaddafi af stóli sem hataðasti þjóðar- leiðtogi heims. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.