Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1990, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1990. Spumingin Lesendur Hvað er það skemmtileg- asta sem þú gerir? Tannlæknakostnaður óviðráðanlegur: Árni Geir Geirsson nemi: Það er nú erfitt að svara því. Það er svo margt. T.d. að æfa íþróttir. Jón Helgi Geirsson nemi: Ýmislegt. Stunda íþróttir og hlusta á þunga- rokk t.d. Þóra Lilja húsmóðir: Ferðast og skemmta mér. Valgarð Blöndal: Að spila bridds er eitt af mörgu. Bessi A. Sveinsson nemi: Ég veit það ekki. Eigum við ekki að segja aö borðan góðan mat. Jóhannes Gunnarsson verkamaður: Nú veit ég ekki. Það er svo margt. Ferðast með fjölskylduna er eitt af því. Frír í f angelsum? Verða fangar látnir sitja í fyrirrúmi um frian tannlæknakostnað? er spurt í bréfinu. Nýtt álver á Norðurlandi Gunnar Þórarinsson skrifar: Umræður um nýtt álver hafa verið á blaðsíðum dagblaðanna og í um- ræðum í sjónvarpi og útvarpi. Frá mínu sjónarmiði ætti ekki mengun að valda skepnum miklum óþægind- um lengur þegar fiárbúskapur fer svo gott sem að heyra fortíðinni til. Álver í Eyjafirði er því ágæt hug- mynd og ætti ekki að skaða lífs- hagsmuni fólks né fénaðar þar nyrðra. Sömu sögu er að segja um Austfirðina. Á höfuðborgarsvæöinu er allt að yfirfyllast af alls konar iönrekstri og næg atvinna er alla jafna fyrir fiölda fólks í Álverinu. Þar vinna 6-700 manns. Svo er einnig um mannafla- aukningu að ræða hjá verktökunum á Keflavíkurflugvelli þar sem vinnu- afl skiptir tugum hundraða. Útgerðin í kringum Keflavíkúrsvæðið er lítil nema hjá Miðnesi, þar sem allt er í fullum gangi, enda vel rekið fyrir- tæki, að sögn. Ég kem þessu á framfæri í þeirri von að fólk úti á landi fái eitthvað til sín og byggðajafnvægi verði eðli- legt. Það væri kannski ekki svo galið eftir allt að alþingismenn leituðu eft- ir samþykki þingsins til þess að kaupa eigur fólks á landsbyggðinni og allir flyttu svo hingað á höfuð- borgarsvæðið. Ég held nú annars að heilbrigð sjónarmið verði að fara að komast að á íslandi en ekki pólitísk hringavitleysa eins og hún hefur verst leikið landsmenn undanfarin ár. Olíuleit með gervitungli: Tökum tilboðinu Ólafur hringdi: Ég vil eindregið hvetja íslenska ráðamenn og þá jafnframt sveitar- stjómarmenn sem hafa verið í um- ræðunni vegna hugsanlegrar olíu- leitar við.Axarfiörð til að taka tilboð- inu sem borist hefur frá Svíþjóð um að kanna þetta til fullnustu með að- stoð gervitungls. - Það er sænskt fyr- irtæki sem býður aöstoð sína og er kostnaðurinn við hana sagður vera um 10% af því sem gerist með hefð- bundnum hætti. Með þessari aðferö má búast við að loks fáist úr því skoriö hvort hér er um olíu aö ræða eða ekki. Það hafa lengi verið uppi hugmyndir um að láta kanna þetta í áfongum og mörg sýni hafa þegar verið tekin, en ekkert út úr þeim komið. - Nú er tækifæriö og úr því að ríkisstjómin hefur þegar fiallað um málið væri ekki úr vegi að við fengjum að heyra hver niðurstaða hennar var. Ef ekki verður tekin ákvöröun um þetta mikilvæga verkefni hvað úr hveiju eram við sennilega búin aö missa af tækifærinu til ódýrari könn- -unar í bráð. Og þá fer að koma að því sem marga hefur grunað, að ein- hveijir innlendir aðilar standi sér- staklega í veginum fyrir rannsókn- um á olíuleit hér viö eða á íslandi. Tómas Tómasson skrifar: Það er mikið rætt þessa dagana um hin ýmsu álit sem umboðsmaður Alþingis hefur sent frá sér um mál- efni borgaranna og þá helst þeirra sem hafa haft sig mest í frammi við að sækja á um bætur frá kerfinu. Þessu illvíga og staðnaða kerfi sem við höfum þó Sjálf búið til og viljum sennilega, þrátt fyrir allt, halda svo til óbreyttu. Það sýnir sig a.m.k. í hveijum þingkosningunum á fætur öðrum. Það eru alltaf sömu mennim- ir sem eru kosnir og jafnframt sömu flokkarnir. Nýir flokkar, sem koma á vettvang, eiga erfitt uppdráttar hjá okkur, utan Kvennalistinn, sem er sér fyrirbæri í stjórnmálum heims- ins, að ég held. Hinir ýtnu og þeir sem þrautþekkja kerfið virðast nú leita til hins nýja umboðsmanns Alþingis og fá þá að sjálfsögðu afgreiðslu samkvæmt því. Eg á bágt með trúa því að hinn venju- legi borgari geti gengið inn beint af götunni og fengið leiðréttingu hjá þessu nýja embætti. Hins vegar vil ég alls ekki draga úr mikilvægi emb- ættisins sjálfs eða vinnubrögöum hins kunna lögmanns sem þarna heldur um tauma. - Ég er aðeins að segja að ekki má trúa því eins og nýju neti að öll álit sem frá umboðs- manni koma séu hin einu réttu og þau eigi að afgreiða án umhugsunar. Þannig er að mínu áliti farið um álit frá umboðsmanni og hefur verið birt nýlega um að fangelsisyfirvöld leggi út fyrir tannlæknakostnaði fanga. Þótt menn þurfi að sitja af sér ákveðinn dóm, mislangan að vísu, er það ekki rétlætismál að þeir fái fríar tannviðgerðir. Rökin sem m.a. eru sett fram, um að fangar séu svipt- ir tekjumöguleikum um tíma og því þyki rétt að ríkið leggi út fyrir þess- um kostnaði, standast engan veginn. Fá þeir sem eru atvinnulausir tíma- bundið einhvern styrk hjá hinu opin- bera vegna tannlæknakostnaðar? Eða þeir sem hggja á sjúkrahúsi tímabundið, jafnvel nokkra mánuði? Ég held að hér sé farið út á hálan ís þegar tannlæknaþjónusta er ann- ars vegar svo dýr sem hún er og oft óviðráðanleg venjulegum launþeg- um. Þessi þjónusta þarfnast hins veg- ar endurskoðunar með tilliti til þátt- töku trygginga eins og önnur lækna- þjónusta. En það er fortakslaust frá- leitt að byija á því að bjóða föngum fría tannlæknaþjónustu á meðan all- ur almenningur, sem þó borgar brús- ann, horfir á og nýtur einskis sjálfur. Ekki lakur leik- maður, Atli R.V. skrifar: Þetta á að vera svar til Rúnars Jóns Árnasonar vegna skrifa hans í DV 6. sept. sl. - Á íþróttasíðu DV 30. ágúst sl. var fyrirsögn um bikarúrslitaleik Vals og KR „Þjófnaður" - og kallar Rúnar það „afar ósmekklega fyrir- sögn“ og spyr hann í framhaldi af því hverju hafi verið stolið. Rúnari finnst þessi fyrirsögn alveg óskiljanleg og biður um skýringu. Auðvitað er oft sagt, þegar lið vinnur óverðskuldaðan sigur, að það hafi „stolið sigrinum", samanber Argent- ína-Brasiha í HM. - Að sjálfsögðu tóku Valsmenn ekkert ófijálsri hendi enda alls ekki meint á þann hátt. í spurningu 3 spyr Rúnar „Hvað var svona spennandi og hvers vegna?“ Ég spyr á móti: Varst þú ekki á leiknum? - Og þannig má halda áfram og spyija. í spurningu 5 kemur aö því sem fær mig th að svara-Rúnari. Það er í sam- bandi viö framkomu stuönings- manna Vals í garð Afia. Rúnar segir að ekkert hafi verið talað um fram- komu stuðningsmanna KR í garð Sævars. - Þar vil ég benda á (með ~ fuhri virðingu fyrir Sævari) að hann sló eftirminnilega í boltann þar sem hann gat ekki stöðvað hann á lögleg- an hátt. Og fyrir vikið fékk hann gult spjald. - Þessi hegðun þykir ekki íþróttamannsleg. Þegar Sævar fékk boltann eftir þetta „úuðu“ stuðningsmenn KR- inga á Sævar. Hins vegar kölluðu áhangendur Vals „Út af með Atla“. Hvers vegna? - Var ef til vill verið að þakka honum samstarfið á undan- fornum árum með slíku háttalagi? - Ónei, þeir vom orðnir sárir og svekktir og komnir með mikla eftir- þanka enda ekki lakur leikmaður þar á ferð. Svo er það spurningin þar sem Rúnar vlh meina að Valsáhangendur klappi fyrir því að dómarinn hafi meitt sig og þurft að yfirgefa völlinn. - Þó svo að það væri þeim kannski líkt held ég að klappið hafi nú í raun þýtt annað enda voru það ekki ein- ungis Valsáhangendur sem klöpp- uðu. - Ef til vill í þakklætisskyni fyr- ir alveg ágæta frammistöðu í leikn- um. Ég vh svo taka fram að lokum að bréf þetta er skrifað með fullri virðingu fyrir Valsliðinu og ég segi: Til hamingju með bikarinn. Atli Eðvaldsson i „fulium skrúða".

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.