Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1990, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1990, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1990. 13 Lesendur Tveir heiðursmenn og efstir á lista Sjálfstæðisflokksins i Norðurlandskjördæmi vestra: Pálmi Jónsson alþm. og Vilhjálmur Egilsson, núverandi varaþingmaður. - „Láta þeir fara svona með sig?“ spyr bréfritari. Ekkert prófkjör á Norðurlandi vestra? Anna Guðmundsdóttir skrifar: Ég hélt næstum að mér hefði mis- heyrst þegar frétt var lesin um það í útvarpinu að kjördæmisráð Sjálf- stæðisflokksins í Norðurlandskjör- dæmi vestra hefði ákveðið að viðhafa ekki prófkjör heldur stilla upp á lista upp á gamla móðinn. Það verða því sömu mennirnir sem þarna verða í kjöri í næstu alþingiskosningum. Engin breyting á nöfnum efstu mannanna. - Þeir Pálmi Jónsson og Vilhjálmur Egilsson verða áfram í tveimur efstu sætunum. Ég hélt satt að segja að frelsið og framtakið hefði náð alveg hringinn í kringum landið. En það er augljóst að svo er ekki. Mér finnst þetta vera móðgun við kjósendur í þessum landshluta og skil ekkert í því að kjördæmisráö ’skuh skrifa undir þetta. Ég trúi því hreinlega ekki að þessir tveir heiðursmenn láti „fara svona með sig“. Ég segi „fara með sig“ því mér finnst þetta vera svo einmuna niðrandi fyrir þá, Pálma og Vilhjálm, að ég trúi því ekki að þeir haíi ekki einu sinni maldað í móinn. En hafi þeir gert það þá eiga þeir kröfu á því að tillit sé tekiö til þess að þeir láti ekki skipa sér á lista eins og hverjum öðrum niðursetningum. Ég vona að þarna verði breyting á til batnaðar. Sjálfstæðismenn i Norð- urlandskjördæmi vestra eiga betra skilið en að sitja eftir í fari úreltra sjónarmiða og framkvæmda þegar kemur að kosningaundirbúningi. Kæru skipuðu efstu sæta menn, Pálmi og Vilhjálmur, látið ekki fara svona með ykkur, þiö eigió betra skilið en að vera „settir" á bekk með þurfalingum. Dick Tracy og klóin K.B. skrifar: Ég sendi ykkur þetta bréf í von um að bæði fáist það birt og einhver eða einhverjir muni hugsanlega upplýsa eitthvað um hinar fyrri myndir um leynilögreglupersónuna Dick.Tracy. Ég var satt að segja alveg forviða fyrir nokkru þegar ég sá að þessi fyrrum söguhetja leynilögreglu- mynda fyrri ára (1940-1950 eða þar um bil) var komin á skjáinn í formi teiknimyndaseríu. Og svo aftur þeg- ar búið var að gera mynd um teikni- myndaseríuna. Þetta hélt ég að væri liðin tíð. En mér finnst þetta allt áhugavert og skemmtilegt. Þannig er málið vaxið aö ég var sem ungur maður, eins og fleiri, af- skaplega hrifinn af Dick Tracy- myndunum hér á árunum og þótt þær væru flestar bannaöar, ég man nú ekki lengur innan hvaöa aldurs, reyndu allir (a.m.k. strákar) að kom- ast á þessar myndir. Þær voru sýnd- ar í Gamla bíói, það held ég að ég geti þó fullyrt. Einni mynd man ég sérstaklega eftir, hún hét Dick Tracy og klóin og var um eltingarleik Dick við morðingja nokkurn sem var eins og í öllum þessum myndum ekki af fegurri sortinni, einhentur og hafði kló í stað handar á vinstri handlegg og því vel vígur með hinni hægri. Já, hann er kominn aftur á stjá. - Leikarinn Warren Beatty (t.h.) í hlutverki Dick Tracy (leikkonan Glenn Headly leikur trygga vinkonu). Ég man ekki lengur hver lék þenn- an vinsæla leynilögreglumann (e.t.v. Dick Powel, Tyrone Power eða ann- ar, varla var það sjálfur Humprey Bogart?) en það væri fróðlegt og skemmtilegt einmitt núna, mitt í þeim skrifum sem nú eru um Dick Tracy-myndir, ef einhver gæti gefíö frekari upplýsingar um þær, leikara og á hvaða árum þær voru sýndar. Og ekki væri verra ef hægt væri að bjóða t.d. sjónvarpsáhorfendum að sjá nokkrar þeirra. Lesendasíða DV stendur aö sjálf- sögðu opin hverjum þeim sem kann frá þessum gömlu myndum að segja og getur svalað forvitni bréfritara og eflaust margra annarra. Keramikhúsið Skipholti 50c, sími 678088 Hjá okkur færöu ódýrasta og besta keramikið. Allt fullt af nýjum vörum. Innritanir á námskeið alla daga. Sigga og Kolla Tilboð óskast Tilboð óskast í Scania 112 1988 2ja drifa, skemmda eftir veltu. Bifreiðin verður til sýn- is að Kársnesbraut 102, Vesturvararmegin (Bifreiðasmiðju Sigurbjörns) i dag og fimmtudag milli kl. 13 og 17. Tilboð sendist DV, merkt „Scania 112“, fyrir nk. laugardag. A 4 -4- 4 4 A A •• BLAD BURÐARFÓLK ei öfáviryv a&d'M óö/iaótT Blesugróf Jöldugróf t n A t 4 4 4 fí í\ f\ t t t t AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11 4 4 4 * K fl í\ 4 4 t t SIMI 27022 GERÐURBERG ARBÆJARSKÓLILAUGALÆKJARSKÓLI Gerðuberg: ENSKA I mánud. kl. 18.00-19.20 kr. 4.000,- ENSKA II mánud. kl. 19.25-20.50 kr. 4.000,- ENSKA III þriðjud. kl. 18.00-19.20 kr. 4.000,- ENSKA IV þriðjud. kl. 19.25-20.50 kr. 4.000,- ÞÝSKA II miðvd. kl. 19.45-21.05 kr. 4.000,- ÞÝSKA I miðvd. kl. 21.10-22.30 kr. 4.000,- SAUMAR mánud. kl. 19.25-22.20 kr. 8.000,- Fullbókað SKRAUTRITUN miðvd. kl. 18.00-19.20 kr. 4.000,- BRIDGE (American Standard) mánud. kl. 19.30-22.20 kr. 8.000,- INNRITUN FER FRAM í GERÐUBERGI miðvikudaginn 26.9. kl. 18-20 Árbæjarskóli: ENSKA I mánud. kl. 18.00-19.20 kr. 4.000,- ENSKA III mánud. kl. 19.25-20.50 kr. 4.000,- ÞÝSKA IV miðvd. kl. 18.00-19.20 kr. 4.000,- Laugalækjarskóli: ENSKA II mánud. kl. 18.40-20.05 kr. 4.000,- ENSKA I mánud. kl. 20.10-21.40 kr. 4.000,- INNRITUN í síma 12992 og 14106 og í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1. KENNSLA HEFST 1. okt. nk. TÖKUM VEL Á MÓTI NÝJUM REGLUM - ÞÆR MUNU BJARGA MANNSLÍFUM. (|"jJFRDAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.