Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1990, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1990, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÖBER 1990. Fréttir Rannsókn vegna þjófnaðarmáls hjá Navy Exehange: Ekkert bendir til sektar íslendinganna Ekkert hefur komiö fram viö tvær bandarískar konur nýlega rannsókn iögreglu sem bendir til staðnar aö verki við undirstimplun aö þjófnaður hafi átt sér staö af í versluninni. Þeim var gert aö hálfu íslenskra starfsmanna í Navy hætta störfum strax. í kjölfar rann- Exchange á Keflavíkurflugvelli. sóknar herlögreglun’nar báru aðr- Eins og DV hefur greint frá voru ar erlendar konur þjófnaö upp á íslensku starfsmennina og olli það miklu fjaðrafoki innan fyrirtækis- ins. Voru þær færðar til í aöra deild en íslensku starfsmennirnir vinna í.. íslenska lögreglan á Keflavikur- flugvelli hefur yfirheyrt islensku starfsmennina. Rannsókninni er um þaö bil að ljúka. Ekkert hefur komið fram sem bendir til aö ábupöur bandarisku kvennanna eigi við rök aö styöjast. Að sögn eins íslensku starfsmannanna hjá Navy Exchange „hefur öldurnar lægt“ innan fyrirtækisins. -ÓTT Forseti íslands, biskup, kirkjumálaráðherra, biskupsfrú og prestar við endurvigslu Staðarkirkju. Staðarkirkja í Steingrlmsfirði: Endurvígsla fyrir tilstilli forseta og sýslumanns Mikið fjölmenni var viöstatt þegar Staöarkirkja í Steingrímsfirði var endurvígö sl. sunnudag eftir gagn- gera endurbót og viðgerö. Þá var kirkjugarðurinn blessaöur í tilefni dagsins. Vígsluna framkvæmdi Ólaf- ur Skúlason biskup og fyrir altari þjónuöu séra Ágúst Sigurðsson, sóknarpresstur á Prestbakka, og séra Andrés Ólafsson, en hann þjónaði Staðarsókn í 32 ár. Meöal gesta voru forseti íslands, frmVigdís Finnboga- dóttir og Óli Þ. Guðbjartsson, kirkju- málaráöherra. Á árum áöur var Staðarsókn eftir- sóknarvert prestakall með á þriöja hundraö íbúa. Nú tilheyra hins vegar einungis fimm bæir sókninni. Staö- arkirkja á sér um margt langa og merka sögu og er þriðja elsta bygg- ingin í Strandasýslu. Hún var byggö áriö 1855 á rústum gamallar torf- kirkju. Vitaö er að predikunarstóll- inn er frá árinu 1731 og tahð er aö bæði altaristaíla og altari sé eldra. Þessir kirkjumunir sem og ýmsir fleiri hafa veriö endurunnir af fag- mönnum og prýða kirkjuna nú. Yfirumsjón meö viðgerðum og framkvæmdum í Steingrímsfiröi var í höndum sjálfseignarstofnunarinn- ar Minjavernd, en hún var sett á laggimar áriö 1985 fyrir tilstuölan Fjármálaráðuneytisins, Þjóöminja- safnsins og Torfusamtakanna. Hlut- verk Minjaverndar er að stuöla að verndun og viöhaldi á.menningar- verömætum og gömlum byggingum um allt land. Nú vinnur stofnunin m.a. aö endurbótum og viðgerðum á húsum á Flatey í Breiðaflrði, þar á meðal Bókhlöðunni. Aö sögn Þorsteins Bergssonar framkvæmdastjóra Minjaverndar hefur þaö veriö ósk margra aðila um áratuga skeið aö gera upp Staöar- kirkju, en segir aö fyrst hafi komist skriöur á máliö eftir aö forseti ís- lands, Vigdís Finnbogadóttir, fór í sína fyrstu opinberu heimsókn út á land árið 1981. „Það var þáverandi sýslumanni í Strandarsýslu, Hjördísi Hákonardóttur, og forsetanum mikiö kappsmál aö farið yröi út í þessar framkvæmdir, enda lá kirkjan undir skemmdum. Þær hvöttu menn til dáöa og stofnaður var sjóöur til aö standa undir kostnaðinum.“ Til aö byrja meö varð þó lítið úr framkvæmdum. Þó sendi Þjóðminja- safniö tvo leiðangra vestur til aö gera úttekt á ástandi byggingarinnar og gera nauðsynlegar endurbætur. Ári seinna var hins vegar ákveöið aö fela Minjavernd aö hafa yfirumsjón með verkinu. Aðspurður kvaö Þorsteinn framkvæmdirnar hafa gengið snuörulaust fyrir sig. Hann sagöi kostnaðinn liggja á bilinu 8 til 9 millj- ónir. „Stærstu framlögin komu frá Húsfriöunarsj óöi, Kirkj ugarðssjóði og Ríkissjóöi, en einnig lögðu ein- staklingar dijúgt í framkvæmdasjóð- inn.“ -kaa Loðskinn á Sauðárkröki: Enn óvíst um hlutafjáraukningu Þórhailur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: Ljóst er að það mun taka bæjarstjórn Sauðárkróks enn nokkra daga að skoöa og síöan taka ákvörðun um beiðni sútunarverksmiðjunnar Loö- skinns um 20 milljónir króna hluta- íjáraukningu bæjarsjóös. Bæjarráö hefur tekiö jákvætt í erindiö svo fremi sem sýnt þykir að þær aðgerö- ir, sem unnið er aö, muni veita Loö- skinni rekstrargrundvöll. Bæjarstjómin hefur beðið meö af- greiöslu málsins þar sem hlutlaus endurskoðandi á eftir að yfirfara reikninga Loöskinns. Er fastlega reiknað með aö Sveinn Jónsson, end- urskoöandi bæjarins, gangi í þaö verk. Framsóknarmenn í bæjar- stjórn lögöu til aö þessi vinnubrögð yrðu viðhöfð. Starfsfólk í Loðskinni fékk greidd laun fyrir ágústmánuð 12 dögum eft- ir lögboðinn greiðsludag. Drátturinn á aö gengið sé frá málefnum Loð- skinns kemur sér illa þar sem nú er kominn sá tími sem samið er um kaup á hráefni fyrir vinnslu næsta árs. Þjóöarflokkurinn: „Ég ræð ekki hvort ég fer í framboð“ - segir Pétur Valdimarsson formaöur Gylfi Knstjánsson, DV, Akureyri: „Það er ekki mitt aö ákveða þaö hvort ég fer í framboð fyrir flokkinn eða hvar ég fer fram verði af því,“ segir Pétur Valdimarsson, formaður Þjóöarflokksins. Flokksforustan hefur lýst því yfir að boðið verði fram í öllum kjördæm- um landsins. Pétur Valdimarsson sagði í viðtali við DV að ekki væri ákveðið með hvaða hætti framboðs- listi flokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra yrði valinn eða hvort hann færi þar fram, í sínu heima- kjördæmi. Pétur sagði að kjördæmisþing flokksins á Norðurlandi eystra yrði haldið í þessum mánuði og þar yrði væntanlega tekin ákvörðun um með hvaða hætti yrði staðið að vali manna á framboðslistann. Blombera Ollheimilistækin með samræmt utht Mjúk iína fyrir nútímaheimili Verið velkomm til okkar. Við veitum ykkur fagiega ráðgjöf. Eða hringið eftir glæsilegum 60 síðna litmyndabæklingi á íslensku Eínar Farestveit&Co.hf. BORGARTÚNI 28, SÍMI 622901 Lelð 4 stansar vlð dyrnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.