Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1990, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1990, Síða 28
MIÐVJKUDAGUR 3. OKTÓBER 1990. Sálfræðiritið, nýtttímarit Sálfræðiritið - timarit Sálfræðingafélags íslands er nýtt fræðilegt tímarit í sál- fræði. í ritinu birtast íslenskar rannsókn- arritgerðir og fræðilegar greinar í sál- fræði og skyldum greinum. Tilgangur með útgáfu ritsins er að skapa vettvang fyrir fræðilega og agaða umræðu um sál- fræði á íslensku. Ollum er heimilt að skrifa í ritið. Efni sem tengist sálfræði með einum eða öðrum hætti metur rit- nefnd og skoðar með tilliti til útgáfu. Sálfræðiritið er jgefið út einu sinni á ári fyrst um sinn. I fyrsta áragangi ritsins skipa rannsóknarritgerðir veglegan sess. Meðal efnis eru greinar mn rannsóknir á aðferðum við greiningu geörænna vandkvæða hjá fullorðnum, rannsókn á skyn- og hreyfiþroska íslenskra ung- bama, rannsókn á ótta íslendinga við sjúkdóma og rannsólui á viðbrögðum bama við gagnrýni kennara og bekkjar- félaga. í ritinu er auk þess að fmna fræði- legar greinar um afmarkaðan þátt í þroskakenningu J. Piaget og hvaða hegö- unar- og persónusérkenni einkenna ham- ingjusamt fólk. Ritstjóri Sálfræðiritsins er Einar Guðmundsson. Áskrift að tíma- ritinu er hægt að panta hjá Sálfræðinga- félagi íslands í sima 680895. Fréttir Minnisvarðanum var fundinn staður í skrúðgarðinum á Neskaupstað og stendur Sigfinnur Pálsson næst hon- um á myndinni. DV-mynd Hjörvar Sigurjónsson Neskaupstaður: Norðfirðingum hlýn- aði um hjartarætur - er minnisvarði var afhjúpaður Hjörvar Sigurjónsson, DV, Neskaupstað: Laugardaginn 15. september var hátíðleg athöfn í skrúðgarðinum á Neskaupstað. Þar var aíhjúpaður minnisvarði um þá tólf sem fórust er snjóflóö féll á bæinn þann 20. desemþer 1974. Verkalýðsfélag Norðfjarðar lét gera minnisvarðann og reisa. For- maður félagsins, Sigfinnur Karls- son, afhjúpaði minnisvarðann og flutti ávarp. Við athöfnina flutti sóknarprestur Norðfirðinga, séra Svavar Stefánsson, bæn og minnt- ist þeirra sem fórust. Þá söng kirkjukór Norðfjarðarkirkju undir stjórn Ágústs Ármanns Þorláks- sonar við undirleik félaga úr skóla- hljómsveit Neskaupstaðar. Minnisvarðinn er unninn í fyrir- tækinu Mamorex í Hafnarfirði og er úr Belfast-graníti. Á steininum er mynd unnin í mosaík eftir Norð- firðinginn og listamanninn Tryggva Ólafsson. Þessi þriggja metra hái minnisvarði prýðir fall- egan listigarð Norðfirðinga. Skart- ar hann framhliö sinni til suðvest- urs og hefur þeim tugum manna sem viðstaddir voru athöfnina eflaust hlýnað um hjartarætur, ekki síst brottfluttum Norðfirðing- um sem komnir voru heim til að minnast ástvina sinna sem þeir misstu í snjóflóðunum hinn örlaga- ríka dag árið 1974. Andlát Þorbergur Magnússon, Melabraut 24, andaðist að morgni 2. október á Landakotsspítala. John Harmon Grant, Faxabraut 2a, Keflavík, andaðist á heimili sínu sunnudaginn 30. september sl. Albert Erlingsson kaupmaður, Grenimel 2, Reykjavík, lést mánu- daginn 1. október. Þórður Bogason, Rauðalæk 18, Reykjavik, lést aðfaranótt 2. október á Landakotsspítala. Ó. P. Anna Hallgrímsdóttir, Erluhól- um 5, Reykjavík, lést á Borgarspítal- anum hinn 1. október sl. Guðbjörg Runólfsdóttir frá Gröf, til heimilis í Hvassaleiti 56, Reykjavík, lést á Landspítalanum að kvöldi 1. október. Jarðarfarir Runólfur Guómundsson bóndi, Ölv- isholti, Hraungerðishreppi, sem lést þann 27. september, verður jarð- sunginn frá Hraungeröiskirkju laug- ardaginn 6. október kl. 13.30. Sæta- ferð verður frá BSÍ kl. 12. Margrét Bjarnadóttir frá Látrum, Aöalvík, Akurgerði 8, Reykjavík, sem lést í Borgarspítalanum 26. sept- ember sl„ verður jarðsungin frá Bú- staðakirkju fimmtudaginn 4. október kl. 13.30. Ármann Jónsson, Hraunbæ 124, verður jarðsunginn fimmtudaginn 4. október kl. 15 frá Fossvogskirkju. Sigurrós Guðmundsdóttir frá Guðnabæ, Akranesi, verður jarð- sungin frá Akraneskirkju fimmtu- daginn 4. október kl. 14. Jón Kr. Jónsson, Tjamargötu 9, Sandgerði, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. októb- er kl. 13.30. Sigríður Einarsdóttir, Kópavogs- braut 10, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 4. október kl. 13.30. 17-22. Ágóöanum verður varið til styrkt- ar útbreiðslustarfsemi ungtemplara. All- ir velunnarar eru velkomnir í rj ómavöffl- ur. Uppskeruhátíð Galtarlækjarmótsins verður í Templarahöllinni laugardaginn 6. október nk. og hefst kl. 21. Starfsemenn mótsins eru hvattir til að mæta vel og stundvislega til skrafs, áts og skemmtun- ar. 32. ársþing ÍUT verður haldið laugar- daginn 13. október í Skiðaskála Hrannar í Skálafelli. 19. til 21. október verður hald- ið norrænt ungtemplaranámskeið í Reykjavik. Dregið í happdrætti SÁÁ-N. Dregið hefur verið í happdrætti SÁÁ-N og komu vinningar á eftirtalin númer: 944, 2012, 2527, 2598, 2682, 2910, 4915, 5397, 5893 og 5954. Vinninga ber að vitja í skrifstofu SÁÁ-N, Glerárgötu 28, Akur- eyri, sími 96-27611. Fundir Félag eldri borgara Fjölbreytt skemmtun veröur á Hótel Sögu í kvöld, miðvikudag 3. október, kl. 21. Borgarstjórinn á Mallorka kemur og sýnir myndir frá staðnum. Rjölbreytt skemmtiatriöi. Allir velkomnir. Vetrarstarf ÍUT Vetrarstarf ÍUT er að heQast. Haustverk- efnin eru af margvíslegum toga og félags- mönnum er boðið upp á eitt og annað áhugavert næstu vikumar. í tilefni af alþjóðaungtemplaradeginum, sem er í dag, 3. okt., verða ungtemplarar með vöfflusölu í félagsheimili sínu, Sælukoti að Barónsstíg 20 í Reykjavík í dag kl. Ráðsfundur Annars ráðs ITC Annað ráð ITC á íslandi heldur fyrsta ráðsfund vetrarins, laugardaginn 6. okt- óber nk. í félagsheimilinu Miklagarði, Vopnafirði. Fundurinn, sem er í umsjá ITC-Dögunar á Vopnafirði, hefst kl. 9.30 stundvíslega og verður þá m.a. á dagskrá fræðsluerindi um raddbeitingu. Eftir há- degi em félagsmál á dagskrá og ílutt verður fræðsla um Vopnafjörð og stað- hættir jafnframt skoðaðir. A laugardags- kvöldið verður haldinn stofnskrárfundur ITC-Dögunar í félagsheimilinu Mikla- garði, Vopnafirði, en ITC-Dögun er yngsta deildin sem er í Ööm ráði. Verður þar boðið upp á veisluhlaöborö og fjöl- breytta skemmtidagskrá. Starfsemi ITC- samtakanna miðar að því aö þjálfa félaga sína í félagsstörfum og tjáskiptum. Sam- tökin em öllum opin jafnt konum sem körlum. Annað ráð er eitt þriggja ráöa innan vébanda ITC á íslandi. {öðm ráði em 8 deildir, 3 fyrir norðan og austan, ein á Vestfjörðum og fjórar á höfuöborg- arsvæðinu, samtals með á annað hundr- að félaga. Forseti annars ráðs er nú Hólmfríður Pétursdóttir ITC-Flugu, Mý- vatnssveit. Fundir á vegum Iðntæknstofnunar Ákveðið hefur verið að efna tO sex funda, víðs vegar um landið þar sem ijallað verður um sameiginlegan innri markað Evrópubandalagsins og áhrif sem hann hefur á íslensk fyrirtæki. Frummælend- ur á fundunum verða: Jón Sigurðsson, iðnaöar- og viöskiptaráöherra, Jón Steindór Valdimarsson, EB-sérfræðingur Félags ísl. Iðnrekenda, Páll Kr. Pálsson, forstjóri Iðntæknistofnunar, Ingjaldur Hannibalsson, framkvæmdastjóri Út- flutningsráðs og Gunnlaugur Sigmunds- son, framkvæmdastjóri Þróunarfélags- ins. Umræðuefni á fundunum veröur annars vegar áhrif sem breytingar á markaðsaðstæðum í Evrópu hafa á ís- lensk fyrirtæki þegar markaðir Evrópu- bandalagsríkja verða sameinaðir í árslok 1992. Hins vegar veröur fjallað um hlut- verk þjónustustofnana atvinnuveganna. Efni fundanna höíðar til stjómenda fyrir- tækja og allra þeirra sem láta sig varða málefni Evrópubandalagsins sem tengj- ast íslensku atvinnulífi. Fyrsti fundurinn verður haldinn 4. október kl. 20 í Skút- unni í Hafnarfirði. Næsti fundur verður svo haldinn á Egilsstöðum 17. október, á ísafiröi 2. nóvember, Akureyri 7. nóv- ember, Akranesi 16. nóvember og á Sel- fossi 23. nóvember. Athugasemd Vegna fréttar DV í gær um álsamn- ingana skal tekiö fram aö upplýsing- ar um að fjárhagsleg atriði álsamn- ingsins séu frágengin eru býggö á öðrum heimildum en frá forsætis- ráðherra. Vegna uppbyggingar frétt- arinnar hefur skapast misskilningur þar um. -SMJ Fjölmiðlar ... alla daga ARNARFLUG INNANLANDS hf. Reykjavíkurflugvelli - sími 29577 Haraldur Karlsson, Látraströnd 50, Seltjamamesi, er lést í Borgarspítal- anum 26. september, verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni fóstudag- inn 5. október kl. 15. Tilkyimingar Hæfnispróf á vegum Sameinuðu þjóðanna Dagana 10.—11. mai sl. var haldið hæfnis- próf í Reykjavík á vegum Sameinuðu þjóðanna fyrir íslenska umsækjendur um störf-hjá stofnunni á sviði stjórnun- ar, hagfræði, tölvufræði og fjölmiðlunar. Þær upplýsingar hafa nú borist frá Sam- einuðu þjóðunum að alls hafi 10 manns af þeim 35 sem þreyttu prófið náð því. Telst það mjög góður árangur. Þessir tíu hafa verið boðaðir í munnlegt próf áður en ákvörðun verður tekin um ráðningu þeirra. Mannkynssaga í beinni útsendingu Ríkissjónvarpið sýndi sögtdegan atburð í beinni útsendingu í gær- kvöldi er fáni sameinaðs Þýska- lands var dreginn að húni við Ríkis- daginn í Berlín. Athöfnin var íremur látlaus en engu að síður mjög áhrifamikil, enda þrungin tilvísunum í sögulega viðburði og róttækar breytingar samtímans. Það er hins vegar ekk- ert sjálfgefiö að þessi áhrif hafi öll verið til yndísauka. Þegar Árni Snævarr fréttamaður bað annan gesta sinna í sjónvarpssal, dr. Co- lettu Búrling, forstöðumann Goet- he-Institut hér á landi, að lýsa eígin tilfinningum viöþetta tækifæri gat hún þess að þrátt fyrir aUa gleðina væru tilflnningar sínar óneitanlega blendnar. Þar hefur hún sennilega hitt nagl- an á höfuðið, ekki eínungis fyrir sig og aðra Þjóðverja heldur einnig umheiminn. Sameinaðir leggja Þjóðveijar upp með bjartsýni og dugnað í fartesk- inu en þar er einnig þung byrði fyr- ir alla þjóöina: gjaldþrot hins aust- ur-þýska kommúnisma. Þjóðverjar hafa á ýmsum sviðum lagt af mörkum ómetanlegan skerf til heimsmenningarinnar og verið í vissum greinum í fararbroddi iðn- þróunar. En ríkisstjórn Hitlers bar nánast alfarið sök á upphafl síöari heimsstyrjaldarinnar og framdi skipulögð fjöldamorö á milljónum saklausra kvenna og barna. Þess hijóta menn að minnast á þessum tímamótum. Grimmdarverk nasista mega aldr- ei falla í gleymsku, hvorki í Þýska- landi né annars staðar. En eigi þau að verða okkur víti til varnaðar verðum viö að draga af þeim réttar ályktanir. Sá fer með fordóma sem heldur því fram að grimmdarverk nasista eigi rætur aö rekja til „þýskrar þjóð- arsálar". Fordómar afnákvæmlega sama toga hafa einmitt alltaf verið kveikjan að kynþáttaofsóknum, þar með taldar gyöingaofsóknirnar i Þýskalandi. Kjartan Gunnar Kjartansson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.