Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1990, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1990.
49
Hanison Ford vinnur
meiðyrðamál
Leikarinn Harrison Ford fór meö
sigur af hólmi í viðureign sinni við
breska blaðið News of the World
og hafa honum verið dæmdar háar
skaðabætur. Harrison stefndi blað-
inu sem fullyrti í grein um leikar-
ann að hann væri mesti heigull og
alls ekki eins hugrakkur eins og
halda mætti af kvikmyndum hans.
Sagt var að Harrison hefði með
hugleysi sínu valdið slysi við tökur
á myndinni Indiana Jones og síð-
asta krossferðin, sem síðan heíði
verið þaggað niður. Það var látið
íljóta með að leikarinn væri að
mati samstarfsmanna sinna bæði
hrokafullur og leiðinlegur og
hjónaband hans væri í molum.
Bandaríska slúðurblaðið Star át
síðan þessi tíöindi upp og olh birt-
ing þeirra Ford og íjölskyldu hans
verulegu hugarangri. Því var
skúrkunum stefnt og þó ekki fáist
uppgefið hve háar skaðabæturnar
eru má telja víst að þær séu veru-
legar. Að auki greiðir News of the
World allan málskostnað og hafa
ábyrgðarmenn blaðsins þess utan
beðist afsökunar bæði hátt og í
hljóði.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
John Goodman,
sem leikur eiginmann hinnar
breiðvöxnu Roseanne í sam-
nefndnum sjónvarpsþáttum, hef-
ur ákveðið að hætta samstarfi við
Roseanne. Ein meginástæðan er
sú að Roseanne verður æ erfiðari
í samstarfi og dyntóttari. Síðan
hún fékk því framgengt að eigin-
maður hennar, Tom Arnold, var
ráðinn sem handritshöfundur að
þáttunum hefur allt gengið á
versta veg. Vinsældir þáttanna
hafa einnig hrapað eftir að Rose-
anne gekk fram af samlöndum
sínum með flutningi sínum á
þjóðsöngnum opinberlega. Good-
man er því hættur og farinn þeg-
ar næstu þáttaröð lýkur.
Dolly Parton
er í vandræðum með brjóstin á
sér. Aðdáendur söngkonunnar
hafa lengi hrifist af stórum og
stinnum barmi hennar og vænt-
anlega til þess að gleðja þessa
sömu aðdáendur lét Dolly stækka
á sér brjóstin með silikoni síðast-
liðiö haust. Nú þjáist hún af auka-
verkunum því nýi barmurinn of-
býður þyngdarlögmálinu. Dolly
þjáist af stöðugum bakverkjum
vegna þess að fíngerður líkami
hennar þolir ekki að rogast með
nýju mjólkurbúin. Parton á úr
vöndu að ráða því hún vill ekki
fyrir nokkurn mun láta minnka
tútturnar á ný en trúlega neyðist
hún til þess eða verður að kryppl-
ingi ella.
Linda Ronstadt
söng eitt sinn inn á hljómplötu lag
sem heitir: I Will Never Marry
og er heitstrenging þess efnis að
hún muni aldrei ganga í hjóna-
band. Flest bendir nú til þess að
Ronstadt verði að éta það allt
saman ofan í sig aftur því um
jólaleytið ætlar hún að ganga í
þaö heilaga. Sá heppni heitir Qu-
int Davis og er tónhstarmaður í
New Orleans 42 ára gamall,
tveimur árum yngri en Linda.
Skötuhjúin ætla að fá kirkjunnar
blessun á sambandiö í Mexíkó
samkvæmt uppástungu söng-
konunnar sem er að hluta af
mexíkósku bergi brotin.
Sigurður Líndal prófessor, Þorsteinn Jónsson ættfræðingur og Davið Odds- Tveir frændur i stjórnmálum. Ásgeir Hannes Eiríksson þingmaður og Sva-
son borgarstjóri á ættarmóti Briem-ættarinnar. var Gestsson menntamálaráðherra. DV-myndir Hanna
Ættarmót hj á Briem
Um 2.000 niðjar eru skráöir í Bri-
emsætt sem nýlega var gefin út hjá
forlaginu Sögusteini og 5.000 er getið
í nafnaskrá. I tilefni útgáfunnar kom
hluti ættbogans saman á Hótel ís-
landi. Ættin er kennd við Gunnlaug
Guöbrandsson Briem sýslumann
(1773-1834) og konu hans Valgerði
Arnadóttur (1779-1872) sem lengst
bjuggu að Grund í Eyjafirði.
Upphafsmaður niðjatalsins var
Eggert P. Briem sem nú er látinn.
Hann byggði ritiö á niðjatah sem
Eiríkur Briem prófessor og Tryggvi
Gunnarsson bankastjóri sömdu og
gáfu út árið 1915. Aðrir höfundar
verksins eru Þorsteinn Jónsson ætt-
fræðingur og Eggert Ásgeirsson sem
safnað hefur saman og ritað ásamt
fleirum efni um flestalla sem upp
komust af fyrstu þremur ætthðun-
um, rúmlega 100 manns.
Þyngsti þingmaður Breta dregur sig i hlé.
Þungavigtarmaður hættir á þingi
Sir Cyrh Smith er þungavigtar-
maður í þess orðs fyllstu merkingu.
Hann hefur um árabil sett svip á
breska þingið og þykir mörgum eftir-
sjá að honum nú þegar hann hyggst
draga sig í hlé.
Sir Cyril er rösk 180 kíló að þyngd
og á við heilsuleysi að stríða. Fæt-
urnir eru að gefa sig og gigtveiki
hindrar hann í að taka virkan þátt í
stjórnmálum. Sir Cyril hefur ávaht
veriö ófeiminn við að vekja athygli á
frjálslegum hkamsvexti sínum og
hefur haft aukatekjur af því að koma
fram í auglýsingum bæði fyrir brauð
og ýmsar popphljómsveitir. Meðal-
þyngd breskra þingmanna lækkar
verulega þegar hann hverfur af
þingi.
Heimsmeistari í vélritun
Michael Chestov, 27 ára gamall
Rússi, hefur fengið nafn sitt í heims-
metabók Guinness fyrir að vera
heimsins fljótasti vélritari. Chestov
er vissulega fingralipur því hann
getur vélritað 196 orð á mínútu sem
er margfalt meira en hingað til hefur
þekkst. Þaö þýöir að Chestov væri
ekki nema átta og hálfa klukkustund
aö vélrita langa skáldsögu sem er 100
þúsund orð að lengd.
Chestov þakkar þennan leiftur-
hraða nýrri aðferð við áslátt sem
hann segist hafa fundið upp og þróað
með píanóleikara sem fyrirmynd.
Chestov ætlar að nota sér þessa
kunnáttu til þess að verða ríkur með
því að kenna öðrum aðferðina og er
með kennslubók í smíðum.
Nemendur grunnskólans á Egilsstöðum hafa að undanförnu notið sumars
og sólar í frímínútum. Þeir eru byrjaðir i skólanum líkt og aðrir nemendur
vítt og breitt um landið. Meðal þess sem krakkarnir dunda við í frímínútum
er að vega salt á þessu risavaxna vegasalti. DV-mynd Sigrún Björgvinsdóttir
Þótt stóðhrossum í landinu hafi farið fækkandi eru enn haldnar nokkrar
stóðréttir. Þrennum stóðréttum í Skagafirði er lokið, Silfrastaðarétt, Reyni-
staðarrétt og Skarðarétt. Þessi mynd var tekin i Skarðarétt þar sem margt
manna og hrossa var saman komið. Eins og við er að búast var atgangur
mikill. Menn bíða nú aðalréttarinnar, Laufskálaréttar i Hjaltadal, sem verð-
ur laugardaginn 6. október. DV-mynd Þórhallur Ásmundsson