Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1990, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1990, Qupperneq 24
48 MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1990. Fréttir Gamlir matarhættir: Mjólkurkjötgrautur og hjallþuirkaðir magálar - eru líka menningarverðmæti „Við eigum á hættu að glata miklum menningarverðmætum á sviði matargerðar ef heimildaöflun er ekki sinnt. Almenningur úti um landsbyggðina býr yfir margvís- legri vitneskju um einkennisrétti héraða og landshluta, vitneskju sem gæti vísað íslenskum mat- reiðslumönnum og húsmæðrum veginn. Það þarf ekki alltaf að leita út fyrir landsteinana til að þróa hugmyndir um matargerð. Þetta er þjóðþrifamál og við þurfum stuðning," sagði Sigurvin Gunn- arsson matreiðslumeistari í sam- tali við DV, en hann á sæti í matr- áði samstarfshóps um söfnun og varðveislu gamalla matarhátta. Að sögn Sigurvins hyggst matr- áðið beita sér á komandi árum fyr- ir söfnun heimilda um matargerð hjá gamla fólkinu í landinu. Stefnt er að skrifa niður lýsingar þess og jafnvel festa á filmu aöferðir sem notaðar hafa verið, t.d. við gerð mjólkurkjötgrauts að hætti Sunn- lendinga eða hjallþurrkaðra mag- ála eins og tíðkast á Vestfjörðum. Samstarfshópnum var komið á laggirnar fyrir tveimur árum að tilstuðlan Kvenfélagasambands Is- lands, Klúbbs matreiðslumeistara og Þjóðminjasafnsins. Síðar hafa einnig Ferðamálaráö og Samband íslenskra íiskframleiðenda bæst í hópinn. í matráðinu, sem er vinnu- hópur samstarfshópsins, sitja auk Sigurvins þær Hallgerður Gísla- dóttir sagnfræðingur og Steinunn Ingimundardóttir hússtjórnar- kennari. í fréttatilkynningu frá matráðinu er fólk sem kann að eiga í fórum sínum gamlar mataruppskriftir hvatt til að koma þeim til ráðsins. Ennfremur hvetur ráðið alla þá sem eru að taka slátur þessa dag- ana að hafa samráð við gamla fólk- ið varðandi aðfarir og vinnslu. -kaa Strandir: Miklar endurbæt- ur á Hof sóskirkju Öm Þórarinsson, DV, Fljótum Á þessu ári hefur verið unnið að miklum lagfæringum á kirkjunni á Hofsósi. Viðgerðin hófst síðastliðinn vetur og auk ýmissa smærri lagfær- inga að innan var kirkjan máluð og bekkir bólstraðir. í vor var síðan hafist handa utan dyra, steypu- skemmdir lagfærðar og húsið hraun- að og síðan málað. Þessu til viðbótar hefur verið unnið að ýmsum minni- háttar viðgeröum. Kostnaður við framkvæmdirnar verður vart undir þremur milljónum króna að sögn Pálma Rögnvaldssonar formanns sóknarnefdar. Pálmi gat þess í sam- tali við blaðamenn að Hofsóskirkja ætti 30 ára afmæli á þessu ári. í til- efni af því verður Héraðsfundur Skagafjarðarprófastdæmis haldinn á Hófsósi síðar í haust. Við Grunnskólann á Eskifirði hafa foreldrar nemenda stofnað foreldrafélag. DV-mynd Emil. Eskiflörður: Foreldraf élag grunnskólans sjálfsögðu mjög róðurinn við að ná þeim árangri sem félagið stefndi að hverju sinni. Leiktækin nýju eru kærkomin börnunum og hafa þau fagnað komu þeirra með almennri notkun og ánægju. Guðrún vildi koma á framfæri sérstöku þakklæti til Kristins Guðmundssonar, smíða- kennara og húsvarðar grunnskól- ans, en hann hefur stjórnað fram- kvæmdum og hannað endanlega gerð leiktækjanna. En það er meira sem foreldrafélag- ið hefur gert en að koma upp þessum leiktækjum. í fyrrahaust gaf þaö 5 yngstu bekkjardeildunum endur- skinsborða og meiningin er að gefa ávallt yngstu bekkjardeildinni slíka borða á hverju hausti. Auk þess verða þeir til sölu hjá foreldrafélag- inu hverjum þeim sem vill nota þetta góða öryggi, sem er einmitt svo nauð- synlegt gangandi eða hjólandi veg- farendum í skammdeginu. Öll vinna félaganna er unnin í sjálf- boðavinnu en tekjur hefur félagið fengið í formi félagsgjalda svo og kafíisölu sem efnt hefur verið til á vorin þegar handavinnusýning á verkum nemenda hefur farið fram. Auk þess hefur félagsskapurinn not- ið styrks frá bæjarsjóði Eskifjarðar. Emil Thoiarensen, DV, Eskffiröi: Kirkjan á Hofsósi hefur tekiö miklum stakkaskiptum á þessu ári. DV-mynd Örn. Við Grunnskólann á Eskifirði hafa foreldrar nemenda stofnað foreldra- félag og er talsverð gróska í starfsem- inni en félagar eru um 75 talsins. Að sögn Guðrúnar Karlsdóttur, sem nú gegnir formennsku í félag- inu, hafa félagsmenn nú nýlokið við smíði og uppsetningu á leiktækjum á lóðinni innan viö grunnskólann. Byrjað var að setja upp leiktæki í fyrravor og lokið við það núna um helgina. í samtali við DV lýsti Guð- rún yfír ánægju sinni með hve al- menn þátttaka félagsmanna hefði verið í starfseminni og létti það að Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eigninni Höfn, Leirár- og Melahreppi, spildu, þingl. eig- andi Finnbogi Jónsson, fer fram á eigninni sjálfri þriðjud. 9. október 1990 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru Sigurður Halldórsson hdl. og Tryggvi Bjarnason. Sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eigninni Lundi 2, Lundarreykjadalshreppi, talinn eigandi Snorri Stefánsson, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 10. október 1990 kl. 11.00, Uppboðsbeiðendur eru Veðdeild Landsbanka íslands og Baldur Guðlaugsson hrl. Sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eigninni sumarb. nr. 22, Indriðast. Skorradal, þingl. eig- andi Þorgrímur Ólafsson, fer fram á eigninrri sjálfri þriðjud. 9. október 1990 kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Landsbanki íslands. Sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu Aukin neftóbaksnotkun hjá „öldungadeildinni“ Regina Thoiarensen, DV, Selfossi: Ég kom frá Ströndum 30. ágúst síð- astliðinn. Hef ég aldrei verið svo lengi í sumarfríi, enda hefur sum- arið verið alveg frábært. Allt gekk bændum í hag, lömbin stór og falleg, heyskapur gekk fljótt og vel, fólkið er frísklegt að vanda og fyrirmenn ánægðir með sjálfa sig. Meira að segja „öldungadefíd- in“ er ánægð þó allt gangi á aftur- fótunum. Eins og kunnugt er stend- ur „öldungadeildin" fyrir byggingu kirkju fyrir vestan. Eitthvað er deildin þó áhyggju- full því að tóbaksnotkun hennar hefur aukist mikið. Sérstaklega hefur einkaritari „öldungadeildar- innar“ aukið neftóbaksnotkun svo að vörin á honum er að verða brún eins og neftóbakið. Kaupfélags- stjórinn hefur varla haft undan að panta neftóbak.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.