Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1990, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1990.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RViK.SÍMI (91 )27022- FAX: (91 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Sameining Þýskaiands
Sameining Austur- og Vestur-Þýskalands er stór
stund og söguleg. Ekki aðeins fyrir Þjóðverja, heldur
alla Evrópubúa. Segja má að með sameiningunni sé síð-
ari heimsstyrjöldinni loksins lokið og óneitanlega gerist
sú hugsun áleitin að með sameinuðu Þýskalandi standi
Þjóðverjar uppi sem sigurvegarar, voldugir, stórir og
sterkir.
Sigur er ekki rétta orðið enda brýst engin sigurgleði
út í Þýskalandi í dag. Þar er hins vegar gleði yfir þvi
að gervilandamæri eru strikuð út, múrinn brotinn niður
og þýska þjóðin getur aftur sameinast undir einni stjórn,
einum fána og í eigin nafni. Skipting Þýskalands í tvö
ríki gat aldrei staðið til eilífðar. Forsendurnar sem skópu
þessa skiptingu eru úr sögunni, kommúnisminn er liðin
tíð og hræðslan við þýska stríðsandann er ekki sú sama
og fyrir fjörutíu árum.
Vissulega verður sameinað Þýskaland sterkt afl í álf-
unni. Vitaskuld munu áhrif Þjóðverja eflast og valda-
hlutfóll raskast. En það er og hefur verið fáránlegt og
ófært til frambúðar að skipta Þjóðverjum í tvær þjóðir.
Fyrr eða síðar hefði upp úr soðið og betra er að til sam-
einingarinnar komi í friði og sátt í stað þess að Þjóðverj-
ar hafi sótt sitt sameiginlega ríki í krafti vopna og valds.
Engin þjóð mundi una því að dregin væri lína þvert
yfir land hennar og láta fyrirskipa fólkinu aðskilnað
um alla framtíð. Við fylgdumst með því hvernig Víet-
namar börðust gegn ofurefli til sameiningar. Við sjáum
að Suður- og Norður-Kórea eru að leita leiða til samein-
ingar. Við heyrum af sjálfstæðisbaráttu ríkjabrotanna
í Sovétríkjunum, sem voru innlimuð í heimsveldið eftir
byltinguna. í Júgóslafíu, Tíbet og fleiri löndum eru þjóð-
ernisböndin sterkust, hvað sem líður áratpga sundr-
ungu og yfirgangi. Palestínumenn láta ekki bugast þótt
land þeirra hafi verið af þeim tekið og þeir séu landlaus
þjóð á stöðugum flótta.
Til sameiningar Þýskalands hlaut að koma fyrr eða
síðar. Menn áttu hins vegar ekki von á því að veður
skipuðust svo fljótt í lofti sem raun ber vitni. Þökk sé
breyttum viðhorfum í Sovét og þökk sé þeim mannúð-
legu frelsis- og friðarstraumum sem gengið hafa yfir
Evrópu á örfáum mánuðum. Þetta eru ótrúlegir tímar
sem við hfum.
Sameiningin verður ekki þrautalaus. Lætur nærri að
Þjóðverjar verði að ganga í gegnum sams konar endur-
hæfmgu og endurreisn og þeir máttu þola eftir stríðið.
Munurinn er hins vegar sá að Vestur-Þjóðverjar eru
efnahagslegt stórveldi og þess vegna betur í stakk búnir
til að færa þær fórnir sem endurreisn Austur-Þýska-
lands fylgir.
Margir segja að þetta þýði í raun að þýsku ríkin séu
ekki að sameinast heldur sé Vestur-Þýskaland að yfir-
taka Austur-Þýskaland. En hvaða máli skiptir það og
hverjum kemur það við? Það er mál Þjóðverja sjálfra
hvernig þeir skipa sínum málum og svo framarlega sem
Austur-Þjóðverjar þurfa ekki að líða skort, undirgefni
eða auðmýkt, hlýtur það að vera eðlileg afleiðing af
) sameiningunni að Vestur-Þjóðverjar beri kostnaðinn
meðan Austur-Þjóðverjar axla stærsta hlutann af endur-
hæfingunni.
Því má ekki gleyma að Þjóðverjar hafa sjálfir unnið
sig útúr kreppu eftirstríðsáranna. Þeir hafa sjálfir byggt
á rústum. Þjóðverjar hafa allt frá stríðslokum stefnt
markvisst að sameiningu og klókindi þeirra, þolinmæði
og vinsamleg samskipti við önnur ríki, hafa átt stóran
þátt í því að sameiningin er nú orðin að veruleika.
Ellert B. Schram
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra. - Treysti sér t.d. ekki til að heimila könnun vegna hugsanlegs
varaflugvallar á vegum mannvirkjasjóðs Atlantshafsbandalagsins, segir Ólafur m.a. í grein sinni.
Einleikur á
hægri kanti
Sagan getur verið kaldhæðnisleg
og leikið menn grátt. Aðeins ör-
fáum mánuðum áður en sósíalism-
inn beið skipbrot í Austur-Evrópu
kom til valda ríkisstjórn á íslandi
sem sagði það mundu verða sitt
fyrsta verk að hverfa frá vestræn-
um leiðum í éfnahagsmálum, rétt
eins og ástandið þar eystra væri
ákjósanleg fyrirmynd.
Þessi ríkisstjórn var mynduð eft-
ir sinnaskipti Alþýðuflokksins sem
hljóp frá boðaðri stefnu sinni og
stökk í fang fyrrum fjandvinar,
Framsóknarflokksins.
Fyrir alþingiskosningarnar 1987
boðaði Alþýðuflokkurinn frjáls-
lynda stjórnmálastefnu. Hann
sagði að til að koma henni fram
þyrfti að koma Framsókn úr ríkis-
stjóm og „moka Framsóknarflór-
inn“, eins og tekið var til orða.
Jafnframt biðluðu forystumenn
Alþýðuflokksins ákaft til sjálfstæð-
ismanna um stjórnarsamstarf að
loknum kosningum.
Rúmu ári síðar söðlaði Alþýðu-
flokkurinn um. Allt tal um fjósa-
lykt af maddömunni var lagt af og
formenn Alþýðu- og Framsóknar-
flokks skiptust á vinahótum og
heimsóknum á þing flokkanna.
Formaöur Alýðuflokksins réð sig
beitarhúsamann hjá Framsókn í
stjórnarsamtarfi með Alþýðu-
bandalaginu, Stefán Valgeirssyni
og nafnlausum huldumönnum.
Varaflugvellinum fórnað
Nú sjást þess ýmis merki að þátt-
taka Alþýðuflokksins í ríkisstjóm
jafnréttis og félagshyggju sé farin
að skapa flokknum vaxandi óþæg-
indi. Fylgi Alþýðuflokksins mælist
jafnan þannig að þriðji hver kjós-
andi hans 1987 virðist horfinn á
braut. - Virðist fylgishrapið í sam-
ræmi við efndir fyrirheitanna frá
1987.
Auk þess hefur flokkurinn orðið
að beygja sig undir kreddur sam-
starfsflokka til að halda friöinn í
ríkisstjórninni. Þannig treysti for-
maður flokksins og utanríkisráð-
herra sér t.d. ekki til að heimila
könnun vegna hugsanlegs vara-
flugvallar á vegum mannvirkja-
sjóðs Atlantshafsbandalagsins og
KjaHariim
Ólafur ísleifsson
hagfræðingur
virðist bandalagið hafa kippt að sér
hendinni í þessu máli að sinni.
Enda þótt slíkur flugvöllur væri
til þess fallinn að treysta flugöryggi
og blása lífi í staðinn á landinu, sem
honum yrði valinn, sýnir sig að
máli af þessu tagi verður ekki kom-
ið fram í stjórnarsamstarfi þessara
flokka.
Brosað út í hægra
Hvernig ætlar flokkur, sem boð-
aði frjálslyndi fyrir síðustu alþing-
iskosningar, að haga málflutningi
sínum nú, eftir að hafa kúvent á
miðju kjörtímabili? Það hlýtur að
verða kalt verk og karlmannlegt
að þvo stimpil félagshyggjunnar af
flokknum eftir þátttöku í ríkis-
stjórn jafnréttis og félagshyggju og
villuráf um landið á rauðu ljósi.
Vafalaust er álitið nauðsynlegt
aö skapa flokknum á ný þá ímynd
í huga kjósenda að hann sé í raun
frjálslyndur þótt hann sé í vinstri
stjórn undir forystu formanns
Framsóknarflokksins. Eftir grafar-
þögn á kjörtímabilinu er því t.d.
tekið að ræða um sóun í land-
búnaði og nauðsyn gróðurverndar.
Einn af ráðherrum flokksins er
látinn leika út á hægri kant með
því að hreyfa umbótamálum eins
og því að breyta ríkisbönkum í
hlutafélög. Hér er vitaskuld um
sjónarspil að ræða. Allir vita að
ekki er líklegt að föruneytið, sem
Alþýðuflokkurinn hefur valið sér,
veiti máli af þessu tagi brautar-
gengi, enda aftók forsætisráðherra
umsvifalaust að þetta yrði gert í tíö
þessarar ríkisstjórnar.
Ekki hægt að blekkja
alla alltaf
málanna misstu glæpinn þegar
múrarnir hrundu í Evrópu. Enn
sjást þess engin merki að þessi öfl
hafi fundið sér fótfestu í málflutn-
ingi á ný. Það á eftir að koma í ljós
hvort handaverk félagshyggjunnar
á kjörtímabilinu, sjóðirnir, mið-
stýringin og ekknaskatturinn,
verða sett á oddinn fyrir kosning-
ar. Hins vegar verður ugglaust tal-
að á nótum frjálslyndis, rétt eins
og kúvendingin á kjörtímabihnu
hafi aldrei átt sér stað.
Frjálslyndir kjósendur hljóta að
gjalda varhug við stjórnmálaflokk-
um, sem segjast fyrir kosningar
vera frjálslyndir og vilja moka íjós-
haug Framsóknar en ganga þvert
á orð sín eftir kosningar. Kjósend-
ur, sem vilja veita frjálslyndum
stjórnmálaöflum brautargengi,
hljóta að gera það með því að velja
ósvikna vöru.
Ólafur ísleifsson
Flokkamir á vinstri væng stjórn-
„Flokkarnir á vinstri væng stjórn-
' málanna misstu glæpinn þegar
múrarnir hrundu í Evrópu. Enn sjást
þess engin merki að þessi öfl hafi fund-
ið sér fótfestu í málflutningi á ný.“