Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1990, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1990, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1990. 41 r og fyrsti titillinn í augsýn: astóls 1 úrvalsdeildinni í vetur körfuboltanum og virðist sem þær séu mikil afturfor, svo að ekki sé meira sagt. Hvað segir Pétur um þessar breytingar? „Eg hef verið að heyra vægast sagt slæmar fréttir að heiman upp á síðkas- tið. Mér líst auðvitað mjög illa á þessar breytingar sem gera það eitt að breyta körfuboltanum í algjöran kerlingak- örfubolta. Ég vona að dómarar séu bara að gefa tóninn, aðvara leikmenn fyrir veturinn og dæmi eingöngu mjög strangt eftir þessum reglum til að byrja með. Ég trúi ekki öðru.“ „Verð tilbúinn í slaginn á sunnudag“ - Hvenær á svo aö skella sér til Sauðár- króks? „Mér skilst að íslandsmótið heíjist á sunnudaginn og ég verð að sjálfsögðu mættur í fyrsta leik. Og eins og ég sagði áður þá hlakka ég mikið til,“ sagði Pétur Guðmundsson. -SK • Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram. • Lennart Wass, þjálfari Djurgárden. Fram. Ég hef trú á því að Fram skori, en jafnframt að Djurgárden vinni leikinn, 3-1. Sænska hðið er of gott til að tapa tvisvar fyrir Fram, en það verður Fram sem kemst áfram,“ sagði Ríkharður, en dóttur- sonur hans, Ríkharður Daðason, er í liði Fram. Svíarnir eiga ekki von á mikilli aðsókn á leikinn í kvöld, reikna með 2-3000 manns, en Rásunda völlurinn tekur 42 þúsund áhorfendur. Þar var leikinn úrshtaleikurinn í heims- meistarakeppninni árið 1958 þegar Pelé og félagar í brasilíska landslið- inu sigruðu Svía, 5-2, í frægum leik. Guðmundur ekki með Þaö er ljóst aö Guðmundur Steinsson veröur ekki með Fram í kvöld en hann á við þrálát meiðsli í nára að stríða. Hann er 17. maöurinn í leikmannahópi Fram hér í Stokkhólmi. Aðstæður á Rásunda voru mjög góðar í gærkvöldi, veður milt, hiti 6-7 stig og rakt í lofti. „Það er ekki hægt að biðja um betra veður til að leika knatt- spymu," sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram, en spáð ersvipuðu veðri í kvöld. Takist Frömurum að slá Djurgárden út úr keppninni verða þeir fyrsta ís- lenska félagið til að komast tvisvar í 2. umferð Evrópumótanna. Þeim tókst það áður 1985, Valur fór áfram 1967, ÍA 1975, ÍBV 1978 og ÍBK 1979. i Arsenal fram- landsliðið“ ð Jónsson hjá Arsenal á tveimur síðum Arsenal segir Sigurður: „Það voru full- komin félagaskipti. Það var alltaf draumur minn að spha fyrir Arsenal. Ég á ennþá eftir að uppfylla drauminn," Sigurður er jafnvel tilbúinn að láta félagslið sitt hafa forgang fram yfir ís- lenska landsliðið til þess að honum megi takast að halda fóstu sæti í hði Arsenal. (Sigurður var í byrjuparhði Arsenal sl. laugardag, innsk. blm.) „Ef að ég stæði frammi fyrir því að velja á milli þess að leika landsleik fyrir ísland eða leik með Arsenal þá myndi ég frek- ar velja Arsenal. Það sem skiptir mig mestu máli núna er að ná að festa mig í sessi sem leikmaður á Highbury.“ 3 mánuði í plastvesti „Þegar ég gekk th liðs viö Arsenal voru þeir nýbúnir að vinna enska meistara- titilinn og ég hafði fuhan skhning á því að George Graham skildi velja sama liðið áfram. Ég vissi að það myndi verða erfitt aö komast inn á miðjuna hjá Arse- nal þar sem leikmenn eins og Paul Da- vis, Kevin Richardsson og Michel Thomas voru búnir aö vinna sér fast sæti. Ég kom nokkrum sinnum inn á sem varamaður og var farinn að verða nokkur hluti af liðinu þegar ég varð fyrir meiðslum í janúar á þessu ári og var frá æfingum og keppni í 6 mánuði. Síðan varð ég aftur fyrir meiðslum skömmu áður en tímabihð hófst og var frá í mánuð. Sérfræðingar sögðu að ég yrði að taka mér algjört frí frá knatt- spyrnu. Ég var settur í plastvesti'sem ég varð að vera í í 3 mánuði og það var aht annað en þægilegt. Það gerði þó útslagið og ég komst hjá uppskurði. Þessi síðustu meiðsli voru mér mikil vonbrigði því Richardsson var seldur til Spánar. Möguleikar mínir höfðu batnað. Nú átti ég í baráttu við tvo leik- menn, Davis og Thomas. Núna er ég kominn í góða æfingu, er í toppformi og ég vonast til aö vera laus við meiðsli svo ég geti látið að mér kveða. Davis og Thomas eru í liðinu í augnablikinu en það er undir sjálfum mér komiö að setja annan þeirra úr hðinu,“ segir Sig- urður. • Pétur Guðmundsson er á leið til íslands og hetur sam- ið við lið Tindastóls frá Sauö- árkróki. Þessi félagaskipti vekja mikla athygli og vissu- lega á koma Péturs á Krók- inn eftir aö efla körfuboltann þar til muna. Lið Tindastóls verður ekki árennilegt í vetur með Pétur, Tékkann Ivan Jonas, og Val Ingimundarson innanborðs auk fleiri góðra leikmanna. Iþróttir Ferill Péturs Pétur Guðmundsson hóf feril sinn í Val áður en hann hélt til Bandaríkjanna í menntaskóla og hóskóla. Hann lék með River Plate í Argentínu 1980, Val árið eftir og Portiand Trahblazers í NBA-deildinni 1981-1982. Þá lék Pétur með ÍR1982-1984 og enska liðinu Sunderland 1984-1985. Keppnistímabilið 1985-1986 lék hann með Tampa 1 Florída og Kansas City áður en leiðin lá til hins fræga félags Los Angeles Lakers en raeð hðinu lék hann síðari hluta ársins 1986 og fyrri hluta árs 1987. Pétur lék síðan með San Antonio Spurs frá 1987- 1989 en þá tóku við langavarandi meiöslí og síðan hefur hann ekki veriö á samningi fyrr en nú að hann flytur sig um set til Sauðár-’ króks. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.