Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1990, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1990. II Utlönd Arabar þrýsta á Saddam Hussein: írakar f ari f rá Kúvæt vegna Palestínu Arabaríki hvöttu í gær Saddam Hussein íraksforseta til að draga herlið sitt til baka frá Kúvæt. Sögðu fuhtrúar araba í ræðu hjá Samein- uðu þjóðunum í New York að hernám íraka hindraði lausn deil- unnar mhli ísraela og Palestínu- manna um herteknu svæðin, þaö er Vesturbakkann og Gazasvæðið. Á mánudaginn haföi Bush Banda- ríkjaforseti gefið í skyn í ræðu á þingi Sameinuðu þjóðanna að brottflutn- ingur íraskra hermanna frá Kúvæt gætt leftt til friðsamlegrar lausnar deilumála ísraela og araba. Bandaríska flugmóðurskipið Inde- pendence sigldi í gær inn á Persaflóa til að auka þrýstinginn á írak sem sakað hefur verið um hryðjuverk í Kúvæt í kjölfar innrásarinnar. Að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty International hafa hundr- uö manna verið handtekin, fólk'pynt- að við yfirheyrslur auk þess sem af- tökur án undangenginna réttarhalda hafi farið fram í stórum stíl. James Baker, utanríkisráöherra Bandaríkjanna, sagði við lok fundar ráðstefnunnar um öryggi og sam- vinnu í Evrópu, RÖSE, sem haldinn var í New York í gær, að umheimur- inn stæði sameinaöur gegn árásar- stefnu íraks. íraska stjórnin varaði hins vegar Bandaríkin við verra blóðbaði en í Víetnamstríðinu ef þau hæfu styij- öld. í útvarpinu í Bagdad sagði að yfirburðir í lofti myndu ekki ráða úrslitum. Bandaríkjamenn myndu neyðast th að beijast á jörðu niðri við vel útbúinn og vel þjálfaðan her Utanríkisráðherra Saudi-Arabíu, Saud Al-Faisal, ávarpar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna i gær. Símamynd Reuter íraka. Bandaríska vamarmálaráðuneytið greindi frá því í gær að um 170 þús- und bandarískir hermenn væru við Persaflóa og hefur þeim fjölgað um 20 þúsund frá því í fyrri viku. Þús- undir annarra vestrænna og arabískra hermanna eru einnig á svæðinu. Áætlaö er að írakar hafi 430 þúsund menn undir vopnum í eða við Kúvæt. Meðlimur í forsætisráði Gor- batsjovs Sovétforseta hefur haldið til Miðausturlanda og mun hann meðal annars fara til íraks. Það var óháöa fréttastofan Interfax í Sovétríkjun- um sem greindi frá þessu í morgun. Sendimaðurinn, Jevgeny Primakov, sérfræðingur í málefnum Miðaust- urlanda og fyrrum fréttaritari Pröv- du á svæðinu, mun koma við í Am- man til að ræða við Hussein Jórdan- íukonung og Arafat, leiðtoga Frels- issamtaka Palestínu, áöur en hann fer til Bagdad. Sovésk yfirvöld hafa aukið þrýstinginn á írösk yfirvöld og segja þau draga það á langinn að útbúa vegabréfsáritanir handa þeim fimm þúsund Sovétmönnum sem enn eru í írak. í morgun var einnig tilkynnt að Mittérrand Frakklandsforseti myndi heimsækja franska hermenn í Saudi-Arabíu á morgun. . Reuter Pólland: Forsetakosningar í nóvember Forsetakosningamar í Póllandi verða 25. nóvember næstkomandi, að því er pólsk yfirvöld tilkynntu í gær. Undanfarnar tvær vikur hef- ur verið rætt um það á þingi hve- nær kjörtímabili Jaruzelskis for- seta ætti að ljúka. Þann 18. sept- ember thkynnti forsetinn að hann vhdi draga sig í hlé th að forðast mótmæh almennings. Hingað th hefur enginn annar en Lech Walesa, leiðtogi verkalýðs- samtakanna Samstöðu, lýst yfir framboði sínu til kosninganna. Kosningabarátta hans hófst á mánudaginn í bænum Torun. Tadeusz Mazowiecki forsætisráð- herra, sem ásamt Walesa barðist gegn kommúnisma, er undir mikl- um þrýstingi andstæðinga Walesa um að bjóða sig fram til forseta- embættisins en hann hefur enn ekki geflð yfirlýsingu um fyrirætl- anir sínar. Mazowiecki nýtur mikiha vin- sælda sem forsætisráðherra og er fylgi hans í flestum skoðanakönn- unum meira en fylgi Walesa. En jafnvel stuðningsmenn forsætis- ráðherrans eru efins um að hann geti keppt viö Walesa sem er hæfi- leikaríkur ræðumaður og stjórn- málaskörungur. Stuðningsmenn Mazowieckis segjast þó jafnframt óttast aö Walesa hafi tilhneigingar til einræðis og hann skorti þá menntun sem þurfi til að gegna æðsta embætti þjóðarinnar. Walesa sjálfur segist fara í fram- boð th að hægt verði að hraða nauðsynlegum breytingum. Reuter Kólumbíar Álta létust er sprenging varð í kókaínverksmiðju Að minnsta kosti átta manns, þar á meðal fimm börn, létu lífið og nær sextíu slösuðust er sprenging varð í kókaínverksmiöju í hjarta borgar- innar Medelhn í Kólumbíu í gær. Um hundrað og fimmtíu kíló af dínamíti voru geymd í kjallara verksmiðjunn- ar sem heimildarmenn innan lög- reglunnar telja að hafi verið í eigu stærstu samtaka kókaínkónga í Kól- umbíu, Medellinhringsins. Við sprenginguna jöfnuðust nær- hggjandi hús við jörðu og gulur reyk- ur steig th himins. Tahð er að spreng- ingin hafi orsakast vegna mikihar gasmyndunar í verksmiðjunni en við framleiðsluna eru notuð saltsýra, eter, aseton og önnur eldfim efni. Fremur rólegt hefur verið í Medell- in frá því að eiturlyfjasalar lýstu yfir vopnahléi í júlí síðasthðnum í barátt- unni við yfirvöld. Fyrir viku réðust byssumenn á lúxusbúgarð nálægt borginni Cali og myrtu átján manns. Yfirvöld sögðu að árásin hefði verið liður í átökum tveggja helstu sam- taka kókaínkónga í landinu. Sprengingin í gær þykir augljós vísbending um að þeir halda áfram starfsemi sinni mitt inni í borgum þrátt fyrir herferð yfirvalda gegn eit- urlyfjum. Reuter Björgunarmenn með konu sem slasaðist í sprengingu í kókainverksmiðju í Medellin í Kólumbíu í gær. Símamynd Reuter BHURSKINSMERKI HHJ NAUBSYNLEG FYRR ALLA! Best er að hengja tvo mertd, fyrir neðan mitti - sítt á hvna hlið. sKjonamaoi er heppilegt að liain endtvskinsenninga fremst á enrnm og á faldi að aftan og frarnan. UMFERÐAR RÁÐ FILT- TEPPI Breidd: 4 metrar Litir: Grár, blár. grænn og beige. kr. m2 BYGGINGAMARKAÐUR VESTURBÆJAR Hringbraut 120 - sími 28600 teppadeild, simi 28605 Opið laugardaga 10-14 Toyota Corolla ’87, rauöur, ek. 40.000, 5 dyra. í öllum tilvikum koma skipti á ódýrari til greina. BÍIASAIAJRÍMIIldiÉ RAGNARS BJARNASONAR ELDSHÖFÐA18,112 REYKJAVlK <>67 34 34 Toyota LandCruiser STW ’84, ek. 138.000, rauður. MMC Pajero STW ’87, turbo, disil, ek. 84.000, Ijósblár. VW Golf Sky ’88, hvítur, ek. 51.000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.