Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1990, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1990, Side 12
Spumingin Ertu ánægð(ur) með að Gorbatsjov skyldi fá friðar- verðlaun Nóbels? Elísabet Ástvaldsdóttir fóstrunemi: Auðvitaö er ég ánægð með það. Hann hefur verið að gera góða hluti. Ingvi Guðmundsson bifreiðarstjóri: Já, mjög ánægður. Halldóra Stefónsdóttir nemi: Ég er algjörlega hlutlaus í þessu máli. Póll Sigurvinsson smiður: Já, mjög svo. Mér finnst hann alveg meiri háttar persóna. Hjördis Pálsdóttir nemi: Nei, eigin- lega ekki. Mér finnst ástandiö í landi hans ekki þannig að hann eigi þau skilin. Vilborg Torfadóttir fiskvinnslukona: Já, eru það ekki aliir? Lesendur Afstaða Alþýðubandalagsins til álmálsins: Einungis enda lausar umræður íbúi í Vogum skrifar: Það er bersýnilegt að afstaða Al- þýðubandalagsins í álmálinu er einungis sú ein að notfæra sér það til að sitja áfram í ríkisstjórn þrátt fyrir þá opinberu yfirlýsingu nokk- urra forystumanna þess að þeir séu alfarið á móti stóriðju. - Og nú hafa þeir fundað um málið í mið- stjóm flokksins og tilkynntu þó fyrirfram að engrar niðurstöðu ætti að vænta frá þeim fundi! Það virðist ekkert annað vaka fyrir ráðherrum Alþbl. en að not- færa sér veikburða málatilbúnað ráðherra Alþýðuflokksins sem hef- ur haft forgöngu um samningamál- in ásamt aðilum Landsvirkjunar til að geta þvælt máhð fram undir vorið og þar með stutt forsætisráð- herra sem vill fyrir engan mun fara frá fyrr en eftir að kjörtímabilinu lýkur. Það tekur auðvitað enginn trúar- leg ummæh eins og þau að Al- þýðubandalagið sé „eindregið fylgjandi því að samningur um ál- Frá miðstjórnarfundi Alþbl. um sl. helgi. - „Sviðsettur til að framlengja líf ríkisstjórnarinnar," segir m.a. í bréfinu. ver takist og því nauðsynlegt að vanda til samningagerðar,“ eins og haft er eftir formanni flokksins. Það er allt annað mál hvað formað- ur flokksins vill (og enginn efar að hann styður álverssamninga), en flestir aðrir áhrifamenn flokksins eru hatrammir gegn álveri, hvar sem er á landinu. Strax og Alþýðubandalagið er komið úr ríkisstjórn mun það fara að berjast gegn stóriðjufram- kvæmdum líkt og flokkurinn hefur löngum haft á stefnuskrá sinni. Já, þetta álmál er talsverð þolraun fyr- ir Alþýðubandalagið og það er ekki víst að flokkurinn geti stólað á að komast á leiðarenda kjörtímabils með þeim tvískinnungshætti sem hann er nú staðinn að. Það er varla nokkur vafl á því að miðstjórnarfundur sá sem haldinn var um sl. helgi var sviðsettur sér- staklega til að framlengja líf ríkis- stjórnarinnar, fá þar ræðumenn til að þæfa málið og láta í það skína að álmáhð verði ekki banabiti rík- isstjórnar Steingríms Hermanns- sonar. Og nú hefur Alþbl. fengið liðsauka frá meirihluta stjórnar Landsvirkjunar og þingflokki Sjálf- stæðisflokksins sem allur sem einn vill sitja nýbyrjað þing í rólegheit- um. - Segi menn svo að Steingrím- ur Hermannsson kunni ekki á pól- itíkinni tökin! Lögreglan vinnur traust Þórður Guðmundsson skrifar: Það var lögregludagurinn sem sunnudagurinn síðasti snerist um, „Lögreglan og almenningur". Vel til fundið hjá Lögreglunni. Sennilega hefur þetta verið eitt besta ráðið til að kynna fólki, svona almennt talað, hvað það er sem lögregluþjónustan snýst um. - Mikhl áhugi var hjá öllu því fólki sem heimsótti lögreglustöv- amar, og ekki síst hinna yngri. Það er einmitt mikilsvert að sá hópur landsmanna þekki til starfa lögregl- unnar. Það getur skilaö sér síðar er þessi hópur vex úr grasi. Ég hefi ástæðu til að ætla, eftir því sem mér sýndist á gestum sem ég var samferða í skoðunarferð minni hjá lögreglunni hér í Reykjavík, að þetta framtak hennar verði til þess að vinna traust ahra þeirra sem þama komu, og auðvitað miklu fleiri, því þetta var vel kynnt í fjölmiðlum að starfskynningunni lokinni. Það er mjög mikilvægt í þessu landi, sem ekki hefur neinum her á aó skipa, að menn fái það álit á lög- reglu landsins að hún sé eins konar brjóstvöm landsmanna, í daglegu lífi Ungt fólk í heimsókn hjá lögreglunni i Reykjavik skoðar safn tækja og tóla sem gerð hafa verið upptæk. jafnt og neyðartilfehum, þegar allir em tilbúnir að þiggja aðstoð hennar og hollráð. - Ég vona að svona átak skih sér um allt land og landsmenn alhr sjái hve mikilvægt þaö er að halda uppi lögum og reglu með þeim hætti sem við höfum kosið hér á landi meö því að hafa á að skipa vaskri sveit hraustra, agaðra og sanngjarnra lögreglumanna. Þakkarkveðja í Ás- hvol, Hveragerði Krístín Halldórsdóttir, f.h. Mæðrastyrksnefndar, skrifar: Dagana 15. til 26. sept. sl. dvöld- um við, 6 konur, i Áshvoli í Hveragerði á vegum frú Helgu og Gísla Sigurbjörnssonar for- stióra og nutum þar frábærrar vináttu heimihsins. : Fyrír þann góða t'iðurgjörning, sem viö nutum, þökkum við inni- lega og biðjum heimihnu farsæld- ar og Öllu því ágæta fólki sem þar starfar. - Bestu þakkir og kveðj- r r 1 milli kl. 14 og 16 Tryggur lesandi skrifar: Mig langar tyil.að koma á fram- færi dálitlum upplýsingum til þeirra sem eiga viö vandamálið ofát að etja. - Eg er ein þeirra sem hef átt við þetta vandamál aö stríöa sl, 15-16 ár en núna hefur dálítið merkilegt gerst. Til eru nefnilega samtök sem hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft. það eru OA- samtökin þar sem fólk iúttist og ræðir saman um vandamál sín. Myndast þarna góöur Iiópur sem á saman yndislegar stundir, jafnt á fundum sem úti í lífinu. Sameiningin, sem þarna mynd- ast, hjálpar okkur til að horfa björtum augum á lífið og tilver- una því oft erum við langt niðri og finnst sem viö séum komin út úr öllum tengslum við annað fólk, alhr horfi á okkur og hlæi að okkur. Stundum er þetta bara ímyndun í okkur sjálfum. Ég hvet j)ví aha sem eiga við þessi vandamál að stríða aö byrja á því að kynnast OA-samtökun- um. Og þótt ekki ætli ég að fara áö auglýsa hér þá vil ég gjaman bcnda fólki á bókina „Allt í lagi vinm“ eftir Ásgeir Hannes Ei- ríksson þingmann. - Þessi bók er MÍN BIBLÍA og lesm á hverjum degi. Ég vil þakka Ásgeiri Hann- esi fyrir námskeið sem hann hef- ur haldið fyrir fólk sem á við hömlulaust át aö stríða. ±

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.