Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1990, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1990, Blaðsíða 17
16 fþróttir Sport- stufar Elí Ohana, landsliös- maður ísraels í knatt- spymu, er nú loksins búinn að finna sér fé- lag til að stunda hjá atvihnu sina. Ohana, sem gerði garðinnfrægan í úrslitaleik með félagi sínu, Mec- helen, gegn Ajax í Evrópukeppni bikarhafa fyrir tveimur ónun gerði í gær samning við portú- galska liðið Braga. Samningur- inn mun gilda út þetta keppnis- tímabil en áður hafði Ohana reynt að komast að hjá Leeds og Nottingham Forest en ekki tekist. Enski boitinn byrjar iaugardaginn 27. október Fyrsti leíkurinn sem sýndur verður beinni útsendingu í ríkis- sjónvarpinu verður laugardag- inn 27. október. Þá eigast við Nottíngham Forestog Tottenham og hefst útsendingin kl. 14. Bftir það verða beinar utsendingar á hveijúní laugardegi frá leikjum í ensku knattspyrnunni. Svo er bara að vona aö Guðni Bergsson þjá Tottenham og Þorvaldur Örl- ygsson hjá Nottínghmam Forest verði í liðinu þegar leikurinn verður sýndur. Mikið skorað i haustmótinu Þessa dagana stendur yfir haust- mót Knattspymuráðs Reykjavík- ur í meistaraflokki karla í knatt- spyrnu. Liðin sem taka þátt í. mótinu eru 12 og er þeim skipt í 3 riöla. í A-riðli leika KR, Leikn- ir, ÍR og UBK. í B-riðli leika Stjarnan, Árvakur, FH og Þróttur og í C-riðli era Fram, Ármann, Víkingur og Fylkir. Úrsiit í leikj- unum sem leiknir hafa verið eru þessi: KR - Leiknir 4-2, UBK-ÍR 2-3, Stjaman - Árvakur 9-2, FH - Þróttur 6-4, Fram - Ármann 4-0, Víkingur - Fylkir 3-3, Þrótt- ur - Árvakur 9-1 og FH - Stjarn- an 7-3. Tveir hörkuleikir í úrvalsdeiidinni Tveir leikir fara fram í úrvalsdeUdinni i körfuknattleik 1 kvöld. í Keflavík taka heima- metm á móti Tindastól. Bæði liðin hafa sigrað í sínum fyrstu tveim- ur leikjum og verður þvi örugg: lega ekkert gefið eftir. Þá leika I Seljaskóla ÍR og Snæfell. Báðum líðum hefur veriö spáð fallbar- áttu í deildinni og hafa þau enn ekki hlotið stig. Hástökkvarinn Douglas Shouse mun þar leika sinn fyrsta leik meö IR. Báðir leikimir heíjast ki. 20. Maradona kom tveimur dögum of seint Diego Maradona kom i gær til Napoli á Ítalíu eftir stutt frí í heima- landi sínu, Argentínu, en var þó tveimur dögum lengur en hann hafði leyfi til. Ekki í fyrsta sinn sem það gerist! Heima í Argentínu lét Maradona hafa eftir sér að hann vUdi snúa heim sem fyrst og enda ferUinn þar með Boca Juniors. Við komuna til Ítalíu í gær neitaði Maradona að ræða það mál frekar en sagð- ist ætja aö ræða viö forseta Na- poli. í herbúðum félagsins var engin kátína með framlenging- una á leyfi stjörnunnar en fram- kvæmdastjóri þess, Luciano Moggi, sagöi: „Við munum fyrst heyra ástæðurnar fyrir sein- kunni og svo tökum viö ákvöröun um hvað gera skal,“ Maradona átti að mæta á æfingu á þriöju- dagiim en Napoli býr sig undir toppslag gegn AC Milan í ítölsku 1. deildinni á sunnudag. Bikarkeppnin 1 handknattleik: Allt í bál og brand í Garðabænum - slagsmál í lokin þegar KA vann Stjömuna, 22-23 Það sauð heldur betur upp úr í íþróttahúsinu í Garðabæ í gærkvöldi þegar Stjarnan og KA mættust þar í 32 liöa úrslitum bikarkeppninnar í handknattleik. KA vann þar Stjöm- una í annað sinn á fimm dögum, nú 22-23, eftir æsispennandi og jafnan leik þar sem grunnt var á því góða milli leikmanna liðanna. Á lokasekúndunum, þegar staðan var 21-23, lenti saman þeim Sigurjóni Guðmundssyni, leikmanni Stjörn- unnar, og Pétri Bjarnasyni úr KA, sem lék ekki með en sat á vara- mannabekk Akureyrarliðsins. Pétur tók boltann þegar Sigurjón ætlaði að sækja hann út fyrir völlinn, Siguijón ýtti við Pétri, sem þá sló til Sigúr- jóns. Við þetta fór allt í bál og brand á milli leikmanna og aðstandenda liðanna. Dómararnir, Guðmundur Kolbeinsson og Þorgeir Pálsson, náðu að stilla til friðar og sýndu þeir Pétri rauða spjaldið. Lendir Pétur í fjögurra leikja bann? „Þetta var vanhugsað hjá mér og al- gjör óþarfi,“ sagöi Pétur við DV eftir leikinn. „Ef Pétur hefði ekki verið á leikskýrslu heldur óbreyttur áhorf: andi, hefði verið um lögreglumáí aö ræða,“ sagði Guðmundur Kolbeins- son dómari. Pétur gæti átt yfir höfði sér fjögurra leikja bann fyrir þetta atvik, samkvæmt reglugerð fyrir aganefnd HSÍ. Leikurinn var jafn allan tímann, staðan 11-11 í hálfleik, en KA var með undirtökin í síðari hálfleik. Magnús Sigurðsson skoraði 10 mörk fyrir Stjömuna og Patrekur Jóhann- esson 4. Guðmundur Guðmundsson gerði 8 mörk fyrir KA og Erlingur Kristjánsson og Hans Guðmundsson 5 hvor. Sigurður ekki með vegna agabrots Siguröur Bjarnason lék ekki með Stjömunni. Aö sögn Eyjólfs Braga- sonar, þjálfara Stjömunnar, var hann var settur í leikbann hjá félag- inu vegna agabrots fyrir deildaleik félaganna um síðustu helgi, og það kemur í ljós í dag hvort hann fær að leika með Stjömunni gegn Val í 1. deildinni á laugardaginn. Valsmenn stálheppnir að vinna HK Valsmenn sigmðu 2. deildar lið HK, 13-14, í gífurlegum baráttuleik í Digranesi. Staðan í hálfleik var 8-7, HK í hag, og Valsmenn komust yfir í fyrsta og eina skiptið tveimur mín- útum fyrir leikslok þegar Valdimar Grímsson skoraði sigurmark þeirra. Valdimar skoraði 5 marka Vals og Jón Krisljánsson 3. Gunnar Gíslason var markahæstur hjá HK með 4 mörk. Magnús Ingi Stefánsson, markvörður HK, var besti maður vallarins og varði fimm vítaköst Valsmanna. Frammistaða HK- manna var frábær og þeir voru hárs- breidd frá því að verða fyrstir til að sigra Val á tímabilinu. • Haukar unnu nokkuð ömggan sigur á Fram í Hafnarfirði, 26-20, eft- ir 12-10 í hálfleik. Óskar Sigurðsson skoraði 6 mörk fyrir Hauka og Stein- ar Birgisson og Pétur Ingi Amarson 5 hvor, en Karl Karlsson gerði 5 mörk fyrir Fram. • FH vann ÍBK í Keflavík, 17-26, eftir 8-14 í hálíleik. Guöjón Árnason skoraði 8 mörk og Jón Erling Ragn- arsson 5 fyrir FH en Einvarður Jó- hannsson skoraði 9 mörk fyrir ÍBK og Hermann Hermannsson 4. • ÍR-ingar voru í markaham í Hafnarfirði þar sem þeir unnu B-lið ÍH, 14-50. • Víkingar unnu B-lið Stjörnunn- ar í Garðabæ, 22-36. • Eyjamenn sigruðu B-lið Vals að Hlíöarenda, 22-37'. • Grótta vann B-hð Breiðabliks í Digranesi, 20-39. • Ármenningar þurftu tvær fram- lengingar til að sigrast á B-liði Hauka í Hafnarfirði, 29-30. • í 16 hða úrslitum leika B-lið Fram, B-lið FH, Fjölnir, Selfoss, Þór, Breiðablik, KR, Víkingur, ÍBV, ÍR, Valur, FH, Haukar, Grótta, Ármann og KA. • í 2. deild kvenna var einn leikur í gærkvöldi. ÍBK sigraöi Ármann í Keflavík, 19-15. -RR/ÆMK/VS - „Ég hef haft gott af verunni hjá Stuttgart“ - Eyjólfur Sverrisson frá vegna meiösla „Mér hefur gengið svona sæmilega en ekki alltof vel. Ég var óheppinn að rífa vöðva í læri fyrir viku og er núna rétt farinn að hreyfa mig á nýjan leik. Það er slæmt aö lenda í þessum meiðslum því nú var einmitt tækifæriö til að verða valinn í liðið eftir lélegt gengi þess að undan- fómu,“ sagði Eyjólfur Sverrisson, atvinnuknattspymumaður hjá þýska félaginu Stuttgart, í samtali viðDV. Eyjólfur Sverrisson gerði samning við Stuttgart á síðasta ári og hefur ekki fengið mikið að spreyta sig með liöinu fram að þessu. Undir lok síð- asta keppnistímabils kom Eyjólfur inn á í tveimur síðustu leikjum tíma- bilsins og náði þá að skora eitt mark. Það sem af er yfirstandandi tímabili hefur Eyjólfur fengið fá tækifæri með aöalliðinu, kom þó inn á í leik fyrir skemmstu og lék síðustu tutt- ugu mínúturnar. „Andrúmsloftið er lævi blandið“ .„Andrúmsloftið í herbúðum Stutt- gart er lævi blandið þessa dagana. Hvorki gengur né rekur hjá liðinu og sem stendur er liöið í 11.-14. sæti með .átta stig. Menn eru almennt ákveðnir að taka sig saman í andlit- inu og gera betur í næstu leikjum sagði Eyjólfur Sverrisson. „Hef bætt mig sem knattspyrnumaður“ „Atvinnumennskan er mun erfiöari en ég gerði mér fyrir í upphafi. Mað- ur þarf að sýna mikla þolinmæði en vonandi kemur tækifærið fyrr en seinna! Það er mikið af stjörnum hjá Stuttgart, sem gerir þaö að verkum ^ að ekki er auðvelt að vinna sér sæti í liðinu. Ég á nóg eftir enda er ég aðeins 22 ára frá því í ágúst. Ég hef haft gott af veranni hjá Stuttgart og bætt mig sem knattspyrnumann. Það er æft aö jafnaði tvisvar á dag svo maður kemst ekki hjá að bæta sig eitthvaðsagði Eyjólfur Sverrisson. -JKS „Það er ekki 29 marka munur á þessum liðum“ - íslenska kvennalandsliöið steinlá gegn Hollandi, 37-8 „Þetta voru sterkir andstæðingar en það er langt frá því aö vera 29 marka munur á liðunum," sagöi Inga Lára Þórisdóttir, landsliðskona í handknattleik, í samtali við DV í gærkvöldi. íslenska kvennaiandslið- ið beið hrikalegan ósigur gegn Hol- lendingum, 37-8, í fyrstu umferö al- þjóðlegs móts sem hófst í Hollandi í gærkvöldi. Leikurinn var jafn í byijun, staðan 4-2 fyrir Holland eftir nokkrar mín- útur, en síðan skildu leiðir algerlega. Staðan í hálfleik var 16-4 og hol- lensku stúlkurnar gerðu 21 mark gegn fjórum 1 síðari hálfleik. íslenska liðið gerði sex af átta mörkum sínum úr vítaköstum. „Við gerðum mikið af mistökum í sókninni og fengum á okkur hvert hraðaupphlaupið á fætur öðru. Hol- lenska liðið hefur sennilega gert 80 prósent af sínum mörkum á þann hátt. Ég held líka aö það hafi verið mikil minnimáttarkennd í liðinu, enda erum við með mikið af nýlið- um,“ sagði Inga Lára. Slavko Bambir landsliðsþjálfari kom beint frá Júgóslavíu í leikinn en hann þurfti að fara þangað af per- sónulegum ástæðum. Enginn aðstoð- arþjálfari er með liöinu og landsliðs- konumar þurftu því að stjóma sjálf- ar þeim æfingum sem fram fóm fyr- ir leikinn. Mörk íslands: Halla M. Helgadóttir 4/3, Inga Lára Þórisdóttir 3/3, Sigrún Másdóttir 1. -VS 18. OKTÓBER 1990. 25 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1990. Samkomulag um kaup á Amóri Guðjohnsen: Bordeaux greiðir 80 til 85 milQónir - Amór til samningaviðræðna í Frakklandi 1 dag ■ I - ':Æ • Arnór Guðjohnsen verður væntanlega fimmti íslendingurinn sem leikur í frönsku 1. deildinni. Hinir eru Albert Guðmundsson, Þórólfur Beck, Karl Þórðar- son og Teitur Þórðarson. Forráðamenn Anderlecht og Bordeaux komust síðdegis í gær að samkomulagi um að fránska félagið Bordeaux keypti íslenska knatt- spyrnumanninn Arnór Guðjohnsen frá Anderlecht í Belgíu. Frá þessu var skýrt í belgíska sjónvarpinu og DV fékk þetta staðfest í gærkvöldi. Arnór fer í dag til Frakklands til viðræðna við Bordeaux en aðeins stendur á samþykki hans til að félög- in geti gengið endanlega frá kaupun- um. Kaupverðið á Amóri var ekki gefið upp en samkvæmt heimildum DV er það í kringum 45-50 milljónir belgískra franka eða 80-85 milljónir íslenskra króna. Það er verðið sem Anderlecht hefur sett á Arnór og fældi mörg félög frá - Toulouse í Frakklandi og Ekeren og Antwerpen í Belgíu höfðu öll hug á að fá Arnór til sín en hættu við þégar Anderlecht hélt þessu verði til streitu. Löngbiðáenda Þar með ætti langri bið Arnórs að vera lokið en hann hefur ekki leikið með félagsliði síðan í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa í maí með Anderlecht gegn Sampdoria. Síðan þá hefur harin einungis leikið með íslenska landsliðinu. Arnór hefur leikið með Anderlecht frá árinu 1983 en hann spilaði með Lokeren í Belgíu til þess tíma frá haustinu 1978. Ef hann nær sam- komulagi við Bordeaux byijar hann væntanlega að leika með liðinu á allra næstu dögum. Skuldar Bordeaux tvo milljarða króna? Bordeaux hefur verið eitt besta lið Frakklands undanfarin ár, varð meistari 1984,1985 og 1987 og bikar- meistari 1986 og 1987. Á síðasta tímar bili varð Bordeaux í öðru sæti 1. deildar aðeins tveimur stigum á eftir meisturum Marseilles. í haust hefur liðinu gengið illa og er um miðja deildina og er öragglega farið að svipast um eftir leikmönnum af þeim sökum. Þá hefur mikið verið fjallað um erfiða fjárhagsstöðu Bordeaux og félagið er sagt skulda um tvo milljarða íslenskra króna. Forseti Bordeaux, Claude Bez, hef- ur verið mjög áberandi í Frakklandi undanfarin ár, hann tók við embætt- inu árið 1978 og ákvað strax að gera Bordeaux að stórveldi. Það tókst, félagið hefur verið það öflugasta í frönsku knattspyrnunni á níunda áratugnum en síðustu tvö árin hefur það misst forystuhlutverkið til Mar- - seille. -VS/KB/Belgíu Evrópukeppni landsliða 2. riðill: Rúmenía-Búlgaría.............0-3 Skotland-S viss..............2-1 Skotland.......2 2 0 0 4-2 4 Búlgaría........2 1 0 1 3-2 2 Sviss..........2 10 13-22 SanMarino......0 0 0 0 0-0 0 Rúmenía.........2 0 0 2 1-5 0 3..riðill: Ungverjaland-Italía..........1-1 Sovétríkin.....1 1 0 0 2-0 2 fJngverjaland ..2 0 2 0 1-1 2 Italía.........1 0 111-11 Noregur........2 0 110-21 Kýpur..........0 0 0 0 0-0 0 4. riðill: Norður-írland-Danmörk........1-1 Danmörk........2 110 5-23 Júgóslavía.....1 1 0 0 2-0 2 Færeyjar.......2 10 1 2-4 2 N-írland.......2 0 111-31 Austurríki.....1 0 0 1 0-1 0 5. riðUl: Wales-Belgia.................3-1 6. riðill: Portúgal-Holland.............1-0 7. riðill: Írland-Tyrkland..............5-0 England-Pólland..............2-0 Evrópukeppni landsliða í knattspymu: Slæm byrjun meistaranna - Portúgalir sigruðu Hollendinga, 1-0, í Lissabon 1 gærkvöldi Evrópumeistarar Hollendinga í knattspymu hófu titilvörnina ekki á sannfærandi hátt í gærkvöldi. Þeir máttu sætta sig við ósigur gegn Portúg- ölum, 1-0, í Lissabon, í leik sem fram fór í ausandi rigningu. Þaö var Rui Aguas sem skoraði sigurmark heima- manna á 53. mínútu. Portúgalir léku án margra fasta- manna, en í lið Hollands vantaði Ron- ald Koeman sem ekki fékk að vera með þar sem hann gagnrýndi Rinus Michels lahdsliðsþjálfara opinberlega á dögun- um. Hollendingar gerðu harða hríð að marki Portúgala undir lokin en náðu ekki að jafna. Lineker angrar enn Pólverja Gary Lineker, hinn nýi landsliðsfyrir- liði Englendinga í knattspyrnu, hélt uppteknum hætti gegn Pólveijum þeg- ar þjóðimar mættust á Wembley-leik- vanginum í London í gærkvöldi í Evr- ópukeppni landsliða. Lineker haföi skoraö fjögur mörk í þremur leikjum gegn Pólveijum, og hann gerði fyrra markið í 2-0 sigri Englands. Það var á 39. mínútu sem Lineker skoraði. Þá átti hann skalla á mark Póllands en varnarmaður afstýrði marki með höndum á marklínunni. Dæmd var vítaspyrna og Lineker var ekki í vandræðum með að skora úr henni, 1-0. Þetta var hans 37. mark fyr- ir enska landsliðið. Á 51. mínútu þurfti Lineker að yfirgefa völlinn eftir aö sparkaö haföi verið í andlitið á honum.í Sauma þurfti 8 spor til að loka sáijnu. Peter Beardsley skoraði síðara mark-* ið á lokamínútu leiksins með fallegu1 skoti eftir sendingu frá Lee Dixon. Saunders gerði Belgum lífið leitt Dean Saunders, sóknarmaðurinn snjalli frá Derby, var maðurinn á bak við óvæntan sigur Walesbúa á Belgum, 3-1. Hann skoraði eitt mark og lagöi hin tvö upp fyrir Ian Rush og Mark Hug- hes. Bruno Versavel skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Belga. ítalir heppnir í Búdapest ítalir sluppu vel með eitt stig frá Búda- pest í gærkvöldi þegar þeir gerðu þar jafntefli við Ungveija, 1-1. Laszlo Disztl skoraði fyrir Ungverja strax á 16. mín- útu en Roberto Baggio náði að jafna fyrir ítali úr vítaspyrnu á 54. mínútu eftir að Fernando De Napoli hafði verið felldur í vítateignum. Ungverjar gerðu oft harða hríð að ítalska markinu og hefðu hæglega getað knúið fram sigur. Aldridge með þrennu gegn Tyrkjum John Áldridge skoraði þrjú mörk fyrir íra í gær þegar þeir sigraðu Tyrki, 5-0, í Dublin. Aldridge hafði áður aðeins gert þijú mörk í 35 landsleikjum. Hin möridn gerðu David O’Leary, hans fyrsta í 54 landsleikjum, og Niall Quinn. Þetta er stærsti sigur íra síðan Jack Charlton tók við liðinu fyrir hálfu fimmta ári og þeir hafa nú leikið 21 heimaleik í röð án taps. Stærsti sigur Búlgara á Rúmenum Búlgarir komu geysilega á óvart í gær þegar þeir skelltu hinu öfluga liði Rúm- ena, 0-3, í Búkarest. Búlgarir beittu skæðum skyndisóknum og Kasimir Balakov skoraði í fyrri hálfleik og Ni- kolai Todorov tvö mörk í þeim síðari. Jafnt í Belfast Norður-írar og Danir skildu jafnir í Belfast, 1-1. Danir byrjuðu mjög vel, Brian Laudrup krækti í vítaspyrnu eft- ir 11 mínútur og úr henni skoraði Jan Bartram, en Colin Clarke náði að jafna fyrir heimamenn á 58. mínútu. Dómari þurfti lögreglu- vernd í Glasgow Lögregla þurfti að vemda dómarann fyrir svissnesku leikmönnunum eftir leik Skota og Svisslendinga í Glasgow, sem Skotar unnu 2-1. Skotar fengu tvær vítaspyrnur, skoruðu rangstöðumark, og Andre Egli, varnarmaður Sviss, var rekinn af velli undir lokin. Ally McCoist brenndi af úr fyrri víta- spymu Skota en úrhinni skoraði John Robertson. Gary McAllister var rang- stæður þegar hann kom Skotum í 2-0 á 53. mínútu, en á 65. mínútu fékk Sviss víti sem Adrian Knup skoraði úr. -VS Laugardalsvöliurmn ótrulega góður: Fram leikur fyrri leikinn gegn spænska stórliðínu Barcelona í 2. umferð Evr- ópukeppni bikarhafa næst- komandi þriðjudag á Laugar- dalsvellinum. Að sögn Jó- hannesar Óla Garöarssonar, vallarstjóra í Laugardal, er ástand vallarins mjög gott um þessar mmidir og eins og um hásumar væri. „Tíðin er búin að vera ein- staklega góð hér á suðvestur- hominu aö undanförnu. Kkk- ert frost er í vellinum, hann er frekar þurr og lítur bara vel ut þaniiig að hann er vel í stakk búirrn að taka á móti leik Fram og Barcelona á þriðjudaginn kemur. Viö er- um búnir að undirbúa völlinn fyrir veturinn, sandbera, gáta og sá í hann. Ef tíðin helst svipuö fram að leikdegi er ég hvergi s_meíkur,“ sagði Jó- hannes ÓIi Garðarsson vall- arstjóri í samtali við DV. -JKS Gunnar skoraði 5 mörk Gunnar Gunnarsson og fé- lagar í Ystad unnu stórsigur á Saab, 27-16, í sænsku úr- valsdeildinni í handknattleik í gærkvöldi. Robert Anders- son, nýliði í sænska landslið- inu, skoraði 6 mörk fyrir Ystad og Gunnar 5. „Lið Saab er ekki svipur hjá sjón án Þorbergs Aðalsteins- sonar, það saknar hans bæði í sókn og vörn. Þetta er að koma hjá okkur eftir erfiða byijun, og nú eigum við fram- undan fimm leiki gegn liðum í neðri hluta deildarinnar," sagði Gunnar í samtali við DV í gærkvöldi. Drott vann sinn sjötta sigur í jafnmörgum leikjum, sigr- aði Warta 33-21. Lugi vann Kristianstad, 24-19, Skövde vann Irsta, 23-20, Redbergslid vann Söder, 24-16, og GUIF tapaði fyrir Sávehof, 15-18. Drott er með 12 stig, Lugi 9, Redbergslid 8,. Skövde 8, Savehof 7 og Ystad 6 stig. -VS íþróttir • Marteinn Geirsson verður sitt sjötta ár með Fylkisliðið. Marteinn með Fylki Stjórn knattspyrnudeildar Fylkis hefur átt í viðræðum við Martein Geirsson um að hann haldi áfram starfi sínu sem þjálfari félagsins og eru allar líkur á að svo verði. Marteinn hefur verið við stjórn- völinn hjá ÁrbæjarliðinU undanfarin fimm ár og hann er einnig þjálfari íslenska landsliðsins sem skipaö er leikmönnum 21 árs og yngri. Undir hans stjórn vann Fylkir sér sæti í fyrsta sinn í sögu félagsins árið 1988.,. Fylkismenn féflu naumlega úr 1. deildinni í fyrra og í ár hafnaði liðið í 3. sæti í 2. defld og missti af 1. deild- ar sæti, eftir harða keppni við Breiðablik. „Við áttum fund með Marteini í fyrrakvöld og þar voru málin rædd og viðræður áttu sér stað um endur- ráðningu hans. Ég veit ekki betur en allir þeir leikmenn, sem léku með liðinu í fyrra, haldi áfram svo við lít- um björtum augum til næsta keppn- istímabils enda efniviðurinn mikill í Árbænum," sagði Björn Árni’ Ágústsson, formaður knattspyrnu- deildar Fylkis, í samtali við DV. -GH • Magnús Jónatansson verður sitt þriðja ár með Þróttarliðið. Magnús með Þrótt Magnús Jónatansson hefur verið endurráðinn þjálfari Þróttar úr Reykjavík í knattspymu en undir hans stjórn vann félagið 3. defldina í sumar og leikur því í 2. deild á næsta keppnistímabili eftir tveggja- , ára dvöl í 3. defld. „Þetta leggst vel í mig. Þaö hefur verið mikill uppgangur í félaginu þau tvö ár sem ég hef starfað og bæöi leflimenn og stjórn hafa tekið hönd- mii saman um að gera góða hluti og þá er aðstaðan hjá félaginu er orðin mjög góð. Við stefnum aö sjálfsögðu að því að vera meðal 10 bestu flða á íslandi en við gerum okkur grein fyrir því að keppnin í 2. defld á næsta sumri verður hörð og hvort okkur tekst að ná markmiðinu á næsta keppnistímabili verður bara að koma í ljós,“ sagði Magnús við DV í gær, en hann tók við liði Þróttar árið 1989. Þróttarar missa ekkert af leik- mönnunum sem unnu 3. defldina í sumar. Goran Micic, Júgóslavinn sem hefur leikið með Víkingi, hefur verið orðaður við Þrótt og staðfesti Magúús að hann vissi ekki betur en hann væri á leiö í félagið. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.