Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1990, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1990, Qupperneq 18
FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1990. Iþróttir EMífrjálsum íBrussell950: 40 ár frá því að lið ís- lands slóí gegn Á dögunum kom hópur frækinna íþróttamanna saman á Hótel Holti. Til- gangurinn var að halda upp á það að 40 ár voru liðin frá því aö íslenskir frjálsíþróttamenn gerðu garðinn frægan á Evrópu- mótinu í frjálsum íþróttum í Bruss- el árið 1950. Þeir íslendingar, sem urðu vitni að árangri íslensku keppendanna, gleyma aldrei dvölinni í Brussel. I tvígang var íslenski fáninn dreginn að húni er íslendingar hömpuðu gullverðlaunum. Gunnar Huseby varð Evrópumeistari í kúluvarpi, varpaði 16,74 metra og varði því titil sinn frá Evrópumótinu í Osló íjórum árum áður. Torfi Bryn- geirsson, faðir knattspymumanns- ins Guðmundar Torfasonar hjá skoska félaginu St. Mirren, hafði góða möguleika á að verða tvöfald- ur Evrópumeistari í Brussel. En keppt var til úrslita í langstökki og stangarstökki samtímis og Torfi varð því að velja á milli. Hann valdi langstökkið og varð Evrópumeist- ari með stökk upp á 7,32 metra. Fleiri íslenskir íþróttamenn fengu íslensku þjóðina til að standa á öndinni af spennu er líflegar lýs- ingar Sigurðar Sigurðssonar hljómuðu í útvarpsviðtækjum landsmanna. Er íslenska hðið kom heim var því ákaft fagnað. Blöð voru uppfull af frásögnum og mánudaginn 4. september 1950 voru á forsíðu og baksíðu Vísis langar greinar um frjálsíþróttakappana. Og forseti ís- lands, Sveinn Bjömsson, tók á móti Brusselfórunum er þeir komu til landsins með Gullfaxa, einnig Gunnar Thoroddsen borgarstjóri, ráðherrarnir Bjarni Benediktsson og Bjöm Ólafsson og lögreglustjór- inn í Reykjavík. Það vom engir smákarlar sem komnir vora heim eftir glæsilegustu för íslensks íþróttahóps á erlenda gmnd fyrr og síðar. • í stuttri greinargerö, sem Bmsselfaramir sendu frá sér á dögunum, segir: „Hingað til höfum við gert þetta í kyrrþey, en af ýms- um ástæðum langar okkur nú að nota tækifærið og minna menn á þessa frægðarfor, ef það mætti verða til þess að hressa upp á áhug- ann á frjálsum íþróttum, sem virð- ist vera í lágmarki hér á landi um þessar mundir.“ -SK • Hópurinn, Brusselfararnir 1950 sem svo rækilega slógu í gegn á Evrópumeistaramótinu i Brussel 1950. Efri röð frá vinstri: Ingólfur P. Steins- son, fararstjóri og stjórnarmaður í Frjálsíþróttasambandi íslands, Magnús Jónsson sem keppti í 800 m hlaupi, Guðmundur Lárusson sem varð 4. í 400 m hlaupi, Pétur Einarsson sem keppti í 800 og 1500 m hlaupi, Torfi Bryngeirsson, Evrópumeistari í langstökki, og loks Gunnar Huseby, Evrópu- meistari i kúluvarpi, 1946 og 1950. Neðri röð frá vinstri: Ásmundur Bjarnason sem varð 5. í 200 m hlaupi, Finnbjörn Þorvaldsson, sem keppti i 100 m hlaupi, Haukur Clausen sem varð 5. í 100 m hlaupi, örn Clausen sem vann silfurverðlaun i tugþraut og loks Jóel Sigurðsson sem keppti í spjótkasti. DV-mynd GS • Þessi mynd er 40 ára gömul og er tekin af islensku Brusselförunum í Osló árið 1950 en flokkurinn keppti þar á heimleiðinni. Efsta röð frá vinstri: Ingólfur P. Steinsson, fararstjóri og stjórnarmaður í FRÍ, Garðar S. Gíslason fararstjóri og Benedikt Jakobsson landsliðsþjálfari. Miðröð frá vinstri: Magnús Jónsson, Guðmundur Lárusson, Pétur Einarsson, Gunnar Huseby og Torfi Bryngeirsson. Fremsta röð frá vinstri: Ásmund- ur Bjarnason, Finnbjörn Þorvaldsson, Haukur Clausen, Örn Clausen, og Jóel Sigurðsson. Ljósm. Metro-Foto, Osló. • Málin rædd á Hótel Holti á dögunum. Þá komu Brusselfararnir sam- an til að halda upp á það að 40 ár eru liðin siðan glæsilegur árangur náðist á EM i Brussel 1950. Frá vinstri: Magnús Jónsson, Guðmundur Lárusson, Jóel Sigurðsson, Finnbjörn Þorvaldsson, Torfi Bryngeirsson og fremstur á myndinni í stólnum situr Gunnar Huseby. Hann vann það einstæða afrek að verja Evrópumeistaratitil sinn í kúluvarpi í Brussel 1950 frá EM í Osló 1946. DV-mynd GS • Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hefur víða komið við, en hvað í ósköpunum var hann að gera með Brusselförunum á Hótel Holti á dögunum? Jú, hann var á Evrópumótinu í Brussel 1950 og starfaði þar sem iþróttafréttamaður fyrir Tímann. Hér sést Steingrímur í góðum hópi en meö honum á myndinni eru þeir Ásmundur Bjarnason, Pétur Einarsson og Haukur Clausen. DV-mynd GS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.