Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1990, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1990, Síða 5
FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1990. 5 Fréttir Meira en helmingi minni síldarsöltun í ár en í fyrra Aöeins hefur verið saltað í 105.839 tunnur af síld í ár en í fyrra var salt- að í 240.751 tunnu. Þessi mikli munur helgast af því að Rússar hafa svo til alveg lokað fyrir södarkaup héðan. Þeir hafa verið okkar langstærstu kaupendur síðan síldarsöltun hófst aftur árið 1975. í ár hefur verið saltað í 80.636 tunn- ur af heilsaltaðri síld en var í fyrra 226.091 tunna. Síldarflök hafa nú ver- ið söltuð í 25.203 tunnur en í fyrra Á að af nema dagpeninga ráðherranna? Ingi Bjöm Albertsson alþingismað- ur hefur sent ráðherrum ríkisstjöm- arinnar, hverjum fyrir sig, fyrir- spum sem hljóðar svo. „Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að núverandi dagpeningakerfi ráð- herra ríkisstjómarinnar verði af- numið?“ Eins og flesta rekur eflaust minni til spunnust miklar umræður um dagpeninga ráðherra fyrr í vetur. Forsætisráðherra hafði þá upplýst að sumir ráðherranna hefðu haft milljónir króna í dagpeninga fyrir sig og maka sína á ferðalögum sem ríkið greiddi kostnað af að fullu. Fyrirspurn Inga Bjöms var lögð fram á síðasta degi Alþingis fyrir jól þannig að svör hafa að vonum ekki borist. -S.dór Sj óvamargaröar: Eyrarbakki og Stokkseyri fá 66,5 milljónir Alls verða veittar 100 milljónir króna á fjárlögum næsta árs til bygg- ingar sjóvarnargarða víða um land. Langmestu er varið til sjóvamar- garða á Eyrarbakka og Stokkseyri, eða samtals 66,5 milljónum króna. Eyrarbakki fær 29,2 milljónir en Stokkseyri 37,3 milljónir. Til byggingar sjóvarnargarða á Akranesi eru veittar 5,2 milljónir króna og 4,9 milljónir króna til Vest- mannaeyja. Allir aðrir fá mun minna fé. Alls er veitt fé til byggingar sjó- varnargarða á 19 stöðum á landinu. -S.dór Heiðurslaun listamanna: Hækkuð um 100 þúsund Við þriðju umræðu fjárlagafrum- varpsins á Alþingi var ákveðið að hækka heiðurslaun listamanna, sem Alþingi veitir, um 100 þúsund krónur á hvern listamann. Nú njóta 18 hsta- menn heiðurslauna og fær hver um sig 800 þúsund krónur. Þeir listamenn, sem njóta heiðurs- launa, eru: Atli Heimir Sveinsson, Árni Kristjánsson, Finnur Jónsson, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Halldór Laxness, Hannes Pétursson, Indriði G. Þorsteinsson, Jakobína Sigurðar- dóttir, Jóhann Briem, Jón Nordal, Jón úr Vör, Jórunn Viðar, Kristján Davíðsson, María Markan, Matthías Johannessen, Sigfús Halldórsson, Stefán íslandi og Þorsteinn Ö. Steph- ensen. -S.dór voru flök söltuð í 14.660 tunnur. í ár hefur síld verið söltuð á 18 stöð- um á landinu. Mest hefur verið saltað á Eskifirði, 16.997 tunnur. Söltunar- stöðvamar eru aftur á móti 37 og var mest saltað hjá söltunarstöð Fiski- mjölsverksmiðju Hornafjarðar hf., eða 10.685 tunnur. Nú hefur leyfi til síldveiða verið framlengt út janúarmánuð og verður þá söltun upp í fyrirfram samninga haldið áfram. -S.dór mnflutnmg sjalfur til aö það haldist sem lægst. Sjón er sögu ríkari! Meistarinn og lærísveinar hans verða með ókeypis ráðgjöf um meðhöndlun og val á flugeldum fýrír þá sem þess óska. GLEÐILEGT NÝÁR! Keflavík: ÍBK, knattspyrnuráð- íþróttahúsið v/Hringbraut Hafnargata 16, Hafnargata 34 Akureyri: ÞÓR - Félagsheimilið Hamar, Sunnuhlíð KA, knattspyrnudeild - Sölustaður félagsheimilið við Dalbraut Selfoss: UMF Selfoss, knattspyrnudeild - íþróttavallarhúsið við Engjaveg Árnessýsla: UMF Biskupstungna - Aratunga Umboðs- og söluaðilar auk KR-flugelda Reykjavfk: Fylkir - Félagsmiðstöðin Ársel Verslunin Árkaup, Ártúnsholti ÍR - félagsheimili, Suður-Mjódd Hafnarfjörður: Haukar, handknattleiksdeild - Vinnuskólinn við Flatahraun FH, handknattleiksdeild - Félagsheimilið Kaplakrika Sími 27181 SÖLUSTAÐIR KR-FLUGELDA ★ Risaflugeldamarkaður í KR-heimilinu ★ ’ Bílasalan Skeifan Skeifunni 11 ★ Suðuriandsbraut 6 BWlt ■j 1 ★ Söluskúr við Hagkaup í Skeifunni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.