Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1990, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1990, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1990. Útlönd Sovéska fuUtrúaþingið: Gorbatsjov f ékk sínu framgengt - en mikill ágreiningur við lýðveldin bíður úrlausnar Mikael Gorbatsjov fékk sínu fram- gengt á síðasta degi fulltrúaþingsins og að því loknu sagði talsmaöur hans að forsetinn væri óumdeilanlegur sigurvegari þingsins. „Hann fékk öllu sínu framgengt." En það gekk ekki átakalaust fyrir sig. Gorbatsjov náði reyndar að sölsa undir sig mestu völd sem nokkur Sovétleiðtogi hefur haft þegar full- trúaþingið samþykkti stjómarskrár- breytingar með miklum meirihluta í fyrradag. Hins vegar var útlitið ekki allt of gott þegar kom að kosningu um varaforseta Sovétríkjanna en það embætti varð til með stjórnarskrár- breytingunum. Gorbatsjov hafði tiln- efnt Gennady Yanayev sem varafor- seta en í fyrstu umferð kosningar um hann náði hann ekki tilskildum at- kvæðafjölda. Leit út fyrir að valda- mesti Sovétleiðtogi allra tíma yröi auðmýktur eftirminniiega í lok fullt- úraþingsins. Gorbatsjov gaf sig ekki, fór fram á endurkosningu og beitti fyrir sig sömu rökum og þegar hann mælti fyrir stjórnarskrárbreyting- unum: Ekkert yrði af efnahagsum- bótum og Sovétríkin liðuðust í sund- ur ef æðsta stjóm ríkisins yrði ekki eftir hans höfði. Yanayev fékk tilskihnn fjölda at- kvæða í seinni umferö kosninganna. Að þeim loknum sagði hinn nýi vara- forseti að hann styddi efnahagsum- bætur í anda Gorbatsjov og gerði sér fyllilega grein fyrir vandamálum er tengdust átökum ólíkra þjóðarbrota í Sovétríkjunum. „Samband mitt við leiðtoga lýð- veldanna veröur afar mikilvægt og ég mun sjá til að ágreiningur þjóðar- brota nái ekki á hættulegt stig,“ sagði Yanayev. Ágreiningur við lýðveldin Samþykktir fulltrúaþingsins vora ekki mikil huggun fyrir þau lýðveldi sem sækja stíft eftir auknu stjóm- málalegu og efnahagslegu sjálfstæði, þrátt fyrir samþykkt sambandssátt- mála þess sem ætlað er aö vera horn- steinn nýrra Sovétríkja. Síðasti dag- ur fulltrúaþingins einkenndist af hörðum ágreiningi um efnahagslegt samkomulag milU Moskvuváldsins og lýðveldanna sem sækjast efir auk- inni stjóm yfir auðlindum sínum. Gorbatsjov varaði hreinlega við því að Sovétríkin Uðuðust í sundur ef ágreiningurinn mUU Kremlar og lýð- veldisins Rússlands um efnahagsmál leystist ekki. Rússar eiga miklar náttúruauðUndir og vUja aukið sjálf- stæði. Þá vilja Eystrasaltsríkin losna undan sovéskri stjórn. Spennan í Eystrasaltsríkjunum er sögð hafa aukist að undanförnu en í Lettlandi hefur orðið vart við auknar sprengingar á götum. Varaði herfor- ingi við aukinni andspyrnu í Eystra- saltsríkjunum á fulltrúaþinginu í fyrradag. Sagði hann illmögulegt annað en að beita hervcddi ef ástand- ið lagaðist .ekki. Reuter Filippseyjar: Skar af nef i vinnukon- unnar FUippínskur kvenlæknir hefur verið ákærður fyrír að hafa skor- iö af nefi vinnukonu sinnar sem hún hafði grunaða um að standa í ástarsambandi við eiginmann sinn. Eiginmaðurinn, sem einnig er læknir, var ákærður við sama tækifæri fyrir að hafa nauðgað hinni 18 ára gömlu. vinnukonu á heimUi læknishiónanna og ógnað henni með byssu. Vinnukonan sagði lækninn hafa nauðgað sér alls 26 sinnum. Undir því yfirskyni að hún ætl- aði að gera við sár vinnukonunn- ar svæíöi eiginkonan hana. í bræði sinni skar hún síðan af henni hægri hluta nefsins. Lækn- ishjónin voru handtekin á að- fangadag en þá hafði athygli Corazon Aquino forseta verið vakin á þessu máli eftir kvartanir vinnukonunnar. Reuter Þrír arabar skotnir á vesturbakkanum - búist við nýrri ofbeldisbylgju Þrír arabar, eldri maður, móðir og ungt barn hennar, voru skotin og særö þar sem þau óku í bíl nærri byggðum gyðinga á herteknu svæð- unum á vesturbakkanum í gær. Óþekktur hópur, sem kallar sig „Zi- onist Avengers“ eða Síonísk hefnd, lýsti verknaðinum á hendur sér. Gerist það aðeins sólarhring eftir að síðustu meðlimir leynihreyfingar gyðinga vora látnir lausir úr fangelsi eftir dráp og misþyrmingar á aröbum á vesturbakkanum. Arabar og hófsamir ísraelar höfðu lýst því yfir að þeir óttuðust nýja ofbeldisbylgju gegn Palestínuaröb- um eftir að hópur öfgafullra gyðinga var látinn laus úr fangelsi. Höfðu þeir verið dæmdir fyrir sprengingar og dráp á aröbum. Forseti Iraels, Chaim Herzog, hafði breytt dómum yfir öfgahópnum þrívegis áður en hann var látinn iaus úr lífstíðarfang- elsi. Fulltrúi stjórnarandstöðunnar í ísraelska þinginu sagði þessa þróun vera merki um að gyðingar gætu sloppið „billega" með að drepa araba. Leiðtogi andarabískrar hreyfingar gyðinga sagði hins vegar að verkefni leynihreyfmgarinnar hefðu ekki ver- ið framkvæmd að fullu ennþá. ísraelskar öryggissveitir særðu níu Palsetínuaraba í átökum á vestur- bakkanum og Gazasvæðinu í gær. Þá voru fleiri meðlimir múslima- hreyfingarinnar Hamas handteknir en hreyfmgin haföi lýst drápum þriggja ísraelskra verkamanna í Tel Aviv á hendur sér. Hamashreyfingin hefur verið leiðandi í uppreisn araba gegn yfirráðum gyðinga á vestur; bakkanum síðastJiöin þrjú ár. Á þeim tíma hafa ísraelskar hersveitir og borgarar drepið 748 Palestínu- araba. Uppreisnarmenn meðal araba hafa drepið 295 af félögum sínum, grunaða um samstarf við ísraela. Á sama tíma hafa 59 gyðingar verið drepnir. Reuter Persaílói: Irakar segja engra breyt* inga að vænta Upplýsingaráðherra íraka, Latif al-Jassem, sagði í viðtali við breska sjónvarpið, BBC, í gærkvöldi að ekki væri aö vænta neinnar stefnubreyt- ingar frá hendi íraka gagnvart Kú- væt. Skipti engu máli hvort um væri að ræða tímabilið fram til 15. janúar eða næsta áratug. Staða íraka í Kú- væt væri óbreytanleg. Fyrram vald- hafar í Kúvæt kæmust aldrei til valda aftur. Þá kom fram að Hussein vildi engan annan viðræðudag við Baker, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, en 12. janúar. George Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær aö Saddam Hussein sýndi engan vilja til að koma á viðræðu- fundi til að hindra stríð við Persa- flóa. Endurtók hann fyrri fullyrðing- ar um að aldrei kæmi til greina að gefa neitt eftir gagnvart írökum, þeir skyldu út úr Kúvæt, sama hvað það kostaði. Dregið hefur verið í efa að banda- rískar hersveitir væru tilbúnar að heíja stríð við íraka 15. janúar þegar frestur íraka til að hörfa frá Kúvæt rennur út. Aðspurður sagði Bush ekki mikið en þó það að hann gæti skipað hersveitum sínum að berjast með litlum sem engum fyrirvara. Reuter Um 200 þúsund Alsirbúar lýstu í gær andúð sinni á nýjum lögum sem mæla svo fyrir að arabíska komi í stað frönsku sem aðaltungumál opinberra stofnana og í viðskiptalífinu. Lögunum er ætlað að koma til framkvæmda í júlí 1992 en hafa þegar mætt mikilli andúð almennings. Mótmælagöngur gærdagsins voru farnar undir forystu sósíalistans Ait Ahmed. Alsirskar konur eru hér með mynd af Ahmed. Norskt flutningaskip sökk viö England: Tveim bjargað eftir að skipið sökkáör- skömmum tíma - tveggja er saknað Tveggja er saknaö eftir að norska leituðu þeirra sem saknað var af fiutningaskipið Jarita sökk undan áhöfninni en talið er að þaö hafi ströndSuður-Englandsínótt.Skip- verið skipstjórinn og eiginkona ið sökk aðeins fáeinum mínútum fyrsta stýrimanns. eftir að það hafði sent út neyðar- Aðeins fiórir voru um borð og kall. héldu allir að björgunarbátunum Jarita sökk með eitt þúsund þegarsjórtókaöflæðainnískipið. tonna pappírsfarm um 20 mílur Annar þeirra sem björguðust var suður af strönd Kent í Englandi. fluttur rakleiðis á sjúkrahús en Skipið hafði sent tilkynningu um hinn náðist um borð í björgunar- leka aðeins 10 mínútum áður en skip sem statt var rétt hjá slys- það hvarf í hafiö. staðnum. Átta skip auk björgunarþyrlu Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.