Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1990, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1990, Qupperneq 9
9 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1990. tJtlönd Flutningaprammi strandar við suðurströnd Finnlands: Tveimur naum- lega bjargað úr sökkvandi flakinu Tveimur mönnum var naumlega bjargaö úr flutningapramma sem strandaöi fyrir utan Hangö á suð- urstönd Finnlands í gærdag. Átta manns af prammanum var enn sakn- aö í gærkvöldi. Flutningapramminn, sem hlaðinn var 14 þúsund tonnum af járni, strandaöi skyndilega rétt eftir hádegi í gær og gafst áhöfninni ekki ráörúm til að senda út neyðarskeyti. Hins vegar sást til prammans frá höfninni í Hangö og voru björgunarsveitir strax sendar á vettvang. Veöur var vont þegar pramminn strandaði, mikiö rok og hríð af og til. Hitastig sjávar var rétt yfir frostmarki þannig aö útht var fyrir að alhr um borö, 9 skipverjar og einn lóös, heföu farist þegar björgunarsveitir komu á vett- vang. Pramminn hálfmaraði í kafi og hófu kafarar þegar að rannsaka flak- ið. Undir kvöld heyrðu þeir veikt bank innan úr flakinu og raddir sem gáfu til kynna aö að minnsta kosti tveir menn væru á lífi. Virðast menn- irnir hafa hafst við í loftrými því er myndaðist í hærri hluta flaksins er það sökk til hálfs. Var gert gat á flakið og mönnunum bjargað út rúmlega hálftíu í gær- kvöld, um níu tímum eftir strandið. Þeir voru sæmilega á sig komnir en voru fluttir rakleiðis á sjúkrahús. Að sögn mannanna fylltist pramm- inn strax af sjó og því eru líkur á að átta manns hafi drukknað í ísköldum sjónum. Björgúnaraðgerðum var hætt í gærkvöldi vegna veðurs og eins af ótta við að flakið sykki alveg og ylli ennfrekari mannskaöa. Ekki er vitað um orsök strandsins en talið er að vont veður með miklum hliðarvindi hafi þar ráðið úrshtum. Ritzau Norður-írland: Sprengja sprakk við lögreglustöð Sprengju var kastað að dyrum lög- reglustöðvar í Belfast í fyrrinótt með þeim afleiðingum að tveir lögreglu- menn særðust. Enginn lýsti sig ábyrgan fyrir verknaðinum en írski lýðveldisherinn, IRA, lýsti sig hins vegar ábyrgan fyrir skothríð á varð- stöð í einu hverfa Belfastborgar þar sem einn lögreglumaður særðist lítil- lega. í tilkynningu frá IRA sagði einnig að sjö byssumenn hefðu skotið á breska hermenn við landamæra- stöð án þess þó að særa neinn. Þessir atburðir gerðust aðeins 20 mínútum eftir aðþriggja daga vopna- hléi IRA í tilefni jólanna lauk og gerðu vonir manna um framlengt vopnahlé að engu. Síðasta opinbera vopnahlé IRA, 1974, var framlengt í nær átta mánuði en því lauk þar sem friðarviðræður fóru út um þúfur. Reuter Kína: Ráðherrar settir af Japan: Ráðherra kærður fyrirskattsvik Fyrrum umhverfismálaráð- herra Japans, Toshiyuki Ina- mura, hefur veriö kærður fyrir að svíkja um 370 mihjónir ís- lenskra króna undan skatti. Ráðherrann mun hafa grætt stórfé ásamt veðmangara, sem nú situr í fangelsi, sem falsaði gengi hlutabréfa, Reuter Wang Fang hetur var settur at sem ráðherra öryggismála í Kína. Ráðherra almenningsöryggismála í Kína, Wang Fang, var settur af í morgun. Heimildir telja að brott- rekstur hans megi rekja til slæglegr- ar frammistöðu sveita hans við að hemja stúdentamótmælin í Peking í fyrra. Wang Fang er 70 ára en eftir- maður hans, Tao Siju, 55 ára. Fréttir fréttastofunnar Nýja Kína sögðu reyndar að Wang hefði lagt fram af- sögn sína en skýrði ekki hvers vegna. Þá hefur ráðherra utanríkisvið- skipta, hinn 66 ára Zheng Tubbin, verið settur af og hinn 58 ára Li Anging, settur ráðherra í hans stað. Diplómatar hafa lýst undrun sinni yfir þesum breytingum en utanríkis- viðskipti Kína hafa verið talin einn af ljósu punktunum í annars dapur- legu efnahagslífi landsins. Reuter Húsnæðisvandi í Berlin er mikill og hafa átök milli hústaka og oftsinnis lögreglu átt sér stað á árinu. Hústakar gera meira en að slást við lög- regluna. Á myndinni sést kofakumbaldi sem hústakar byggðu framan við skrifstofuskýjaklúf í miðborg Berlínar til þess að vekja athygli almennings á húsnæðisvandanum. PERLIR OG SILKI "GLADBEITTU, EGGJANDI OG LYSTAUKANDl” rödd BOGOMIL FONT KYNNIR: LAÐDl ( ÞORHALLUR SIOURÐSSON | DRAGSHOW - MYNDYNDI (SÝNIR MYNDIR) - MATARDANS - MÖR-LEIKHÚSIÐ FLYTUR TRAGEDlUNA "SVEITAMORД - JOHNNY TRIUMPH - MANDOLIN-SPIL - HÖH - UPPLESTUR ÚR MENNINGARTlMARITINU GISPI HUSIÐ OPNAR KLUKKAN 22:00 OO VERÐUR ÞA BOÐIÐ UPPA VEITINGAR MIÐAVERÐ AÐEINS 1.700,- KRÓNUR OPIÐ TIL KLUKKAN 03:00 FORSALA AÐGÖNGUMIÐA: SKAPARANUM, N1 BAR, 22 ( MIÐAR EINNIG SELDIR A STAÐNUM ) Svíþjóð - Japan kl. 18. ísland - Noregur kl. 20. Á morgun, laugardag 29. desember, keppa í Laugardalshöll: Npregur - Svíþjóð kl. 15. ísland - Japan kl. 17. NÚ VERÐUR KÁTT í HÖLLINNI Flugleiðamótið í handbolta hefst í Laugar- dalshöll í kvöld, 28. desember. FLUGLEIÐIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.