Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1990, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1990, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1990. Spumingin Ertu sátt(ur) við árið sem er að líða? Magnús Benediktsson málarameist- ari: Já, ég er mjög sáttur. Ingimar Ingimarsson nemi: Jú, jú, ég er nokkuð sáttur. Þetta er búið- að vera viðburðaríkt ár. Þórður Finnbogason sjómaður: Já, já. Ég gerði það gott á árinu. Kristbjörg Ingimundardóttir, tilvon- andi langamma: Mjög svo og svo er ég að veröa langamma. Helga Helgadóttir deildarstjóri: Ég held ég verði aö vera það. Þetta hefur verið gott ár. Helgi Baldvinsson: Já, ég er mjög sáttur við árið. Lesendur_____________ Lausn á hálku Paul V. Michelsen garðyrkjubóndi skrifar: S.E. skrifar í DV18. des. sl. um til- lögu Alfreðs Þorsteinssonar borgar- fulltrúa um að láta kanna leiðir til hálkueyðingar. Hugmyndina mætti sem best nýta víðar og koma S.E. strax í hug flugbrautimar á Reykja- víkur- og Keflavíkurflugvelli, svo og vegurinn milli Reykjavíkur og Kefla- víkur. Þetta er góð hugmynd sem ég var þó búinn að koma með í DV og einnig í Mbl. fyrir mörgum árum. Ég held reyndar að ég hafi verið fyrstur manna hér á landi til að setja þá hugmynd fram að hita upp flug- brautir með hveravatni. Hugmyndin þófti góð og tóku þónokkrir undir hana á eftir. - Þá vildi ég fá tvöfalda Sigurður Magnússon skrifar: Eg hef oft velt fyrir mér hinu fá- dæma háa verðlagi í verslun hér á landi. Ekki þjaka launin. Þau em mun hærri víðast hvar erlendis en samt era vömr þar um helmingi ódýrari en hér og stundum margfalt ódýrari. - Það er þess vegna m.a. sem við íslendingar sækjum í að gera inn- kaup erlendis. Sný ég mér nú að efninu. - Margt er sagt valda rýmun í verslunum. Ég las nýlega að þjófnaðir í verslun- um gætu numið allt að 2-3% af veltu! Ef þetta er rétt er mikið gat í eftirlit- inu og varla em kaupmenn svo skyni skroppnir að þeir geri ekki ráð fyrir Erlingur skrifar: Mikið er rætt um ótryggt pólitískt ástand í Sovétríkjunum. Þau geti lið- ast í sundur. Það yrði auðvitað mikiö áfaU, ekki bara fyrir þær þjóðir sem þar búa heldur líka fyrir Vesturlönd akrein á leiðinni til Keflavíkur og láta hita hana sömuieiðis. Raflest eða einteinungur kæmi einnig til greina. Þeir em nú að ryðja sér til rúms víða um heim og raflest yrði ekki nema nokkrar mínútur á milli þessara fjölsóttu staða. Þess vegna mætti leggja Reykjavíkurflug- völl niður og losa þar með afar dýr- mætt byggingarland. - Ég er hins vegar ekki að fara fram á að þessi flugvöllur verði lagður niður en það hljóta ailir að sjá að Reykjavíkur- flugvöllur yrði algjörlega óþarfur ef lagt yrði í þessar framkvæmdir. Tvö- fóldun upphitaðra akreina til við- bótar núverandi Keflavíkurvegi eða einteinungur (raflest) leysti málið á þessari leið. því í álagningu úr því þeir geta áætl- aö þessa rýmun þó þetta nákvæm- lega þannig að þeir tapa þá litlu sem engu af þeim sökum. Enn getur rýrnun verið af öðrum sökum, svo sem mistökum eða röng- um afgreiðsluháttum starfsfólks, gölluðum varningi, sem ekki fæst bættur, og fleiru í þeim dúr. - Trygg- ingar ættu þó að bæta þann skaöa. Og svo eru það kannski fleiri atriði sem hér koma til. Mér datt í hug saga sem ég las í DV nýlega. Hún var um konu sem keypti skó er áttu að kosta 1800 krónur. Afgreiðslukona sló inn 1300 á kassann. Viðskipavinur leið- rétti afgreiðslukonuna sem þá sá að og kannski fyrir allan heiminn. Þeg- ar þessar línur birtast verður e.t.v. allt annað ástand í SovétríKjunum en var fyrir nokkrum dögum. - Af- sögn sovéska utanríkisráðherrans, sem hefur verið ötull talsmaður þíð- Eg veit um flugvöll í Sviss þar sem flugbrautir eru hitaðar upp og hlýtur það að vera dýrara þar en hér hjá okkur með allt okkar heita vatn sem nýtist aldrei að fullu. - Margar fleiri hugmyndir hef ég um hvernig hægt er að nýta heita vatnið. Sumar þeirra myndu spara þjóðinni gjaldeyri og gefa jafnvel mikinn arð ef rétt væri að staðið. Stór kostur er að hér er um mengunarfríar framkvæmdir að ræða. Að lokum: Þökk sé þeim sem komu í veg fyrir að álver risi við Eyjafjörð. Fyrir það munu Eyfirðing- ar verða þakklátir þótt síðar verði. Óska ég svo landsmönnum alls góðs á komandi ári. sér og stimplaði inn 1800 krónur en virtist ekkert vera of ánægð með að vera leiðrétt af viðskiptavininum. Þegar kvartað var við verslunar- stjóra gerði hann lítið úr öllu saman og bauö upp á konfekt. Hafi verslunarstjórinn einnig verið eigandi verslunarinnar skil ég af- stööu hans vel og hefur hann líklega átt eitthvað vantalað við starfsstúlku sína. Hafi þetta atvik hins vegar ekki vakið forvitni eigandans þá er meira en lítið óhreint í pokahorni svona verslunar - og kannski mun fleiri. Myndi svona tilvik einnig flokkast undir „rýrnun“! unnar milh austurs og vesturs og stutt forsetann, Gorbatsjov, hlýtur að boða breyttan takt og tón frá þessu víðfeðma ríkjasambandi. En það er önnur ógn í aðsigi, í miðri Evrópu. Ég á við hið nýja og samein- aöa Þýskaland. Hvað sem verður í Sovétríkjunum, sem til skamms tíma hafa verið lokuð um áratuga skeið, þá er það alvarlegra ef íbúar samein- aðs Þýskalands eru orðnir yfir- spenntir vegna nýrra aðstæðna sem hafa skapast eftir sameininguna. Kunningi minn, þýskur, hefur sagt' mér að nú telji Þjóðverjar að þeir þurfi að greiða sameininguna mun dýrara verði en þá óraði fyrir. Við þetta bætist svo landlægt uppgjör á gagnkvæmum njósnum og skaða- bótakröfur fyrrverandi íbúa, sem flúið hafa austurhlutann, um greiðsl- ur fyrir eignir sínar þar. - Við allt þetta er ég miklu hræddari en þótt ástandið í Sovétríkjunum fari aftur í það horf sem þar hefur Iengst við- gengist. Við íslendingar ættum að fara okkur hægt í að bindast samein- aðri Evrópu, hvað sem menn segja um að „rætur okkar" liggi þar frem- ur en annars staðar. Hitaveita Hafnarfjjarðar? Hafnfirðingur hringdi: Undanfamar vikur- hefur verið mikið ólag á hitaveitunni og hjá okkur í Hafharfirði hefur ástand- ið sennilega verið einna verst. - Ég er einn þeirra sem alltaf voru andvígir því að samnýta Hita- veitu Reykjavíkur. Ég taldi að það yrði mun dýrara en aö stofna eigin hitaveitu. Það kom líka á daginn þótt áróðri fyrir betri nýt- ingu oglækkun verðs væri haldið að okkur hér. Ég held að ástandið eigi fremur eftir aö versna en batna, þrátt fyrir nýja dælustöð og hvaðeina sem verið er að lappa upp á það kerfi sem fyrir er. Ég trúi ekki öðru en hægt sé að finna nægt heitt vatn fyrir þetta svæði, jafn- vel aö leiða þaö frá hitasvæðun- um við Krýsuvík. -Hafnfirðingar ættu að eiga sína eigin hitaveitu. Hvarfást Avon-vörur? María skrifar: Ég er mikill aðdáandi Avon- snyrtivara og hef lengi notað krem fyrir húðina. Kremið er í gulum dósum með skrúfuðu loki. Þetta krem fæst hvergi hér. Það sem þó meira er - ég hef hvergi fundið neinar Avon-vörur. Ég hef farið í nokkrar verslanir og hringt talsvert en engin þeirra selur þessar vörur. Ung stúlka í verslun einni þekkti alls ekki þetta merki sem er þó búið að vera á markaðinum í áratugi. Þetta fannst mér vera hámark þekkingarleysis afgreiðslumann- eskju í snyrtivöruverslun. Nú vildi ég óska eftir að ef ein- hver veit eitthvað frekar um til- vist þessa þekkta merkis á snyrti- vörumatkaðinum hér sendi hann þær upplýsingar til lesendasíðu DV. Erlent,ódýrt smjörlíki Björn Björnsson skrifar: Nú hefur loks tekist að fá leyfi til að selja hér erlent smiörliki. Ég veit ekki hve lengi það hefur verið á markaðinum hér á íslandi en ég varð ekki var við þetta sj álf- ur fyrr en nú fyrir stuttu. Ég var að kaupa íslenskt smjör og annað sem er kaloríusnauðara og ég kaupi jafnframt. Þá sá ég norska tegund, sem heitir því langa nafni „Soft light vegetabilsk lett marg- arín“, og keypti það að sjálfsögðu til prufu. Það er skemmst frá því að segja að ég fékk þarna 400 gramma öskju af þessu norska léttsmjöri á kr. 67,00! - Sama magn af ís- lensku léttsmjöri kostaði hins vegar kr. 169,00. Bragðiö af hinu norska var ekkert sambærilegt, mun betra og um leiö drjúgt. Er furða þótt menn krefjist erlendra matvara hér? Burtmeð„Ríkid“ ísleifur hringdi: Nú hafa tveir þingmenn lagt íram þingsályktunartillögu um aö fjármálaráðherra undirbúi frumvarp strax á næsta þingi um að afnema einkasölu ríkisins á tóbaksvörum. Þetta er þarft mál. Gallinn er hins vegar sá að á næsta þingi er kominn nýr fjár- málaráðherra og því held ég að minni alvara fylgi þessu hjá þing- mönnunum. Þeir lieíðu að mínu mati átt að leggja fram um þetta frumvarp og jafnvel frá mun fleiri þingmönnum. Það þarf líka miklu meiri kraft í svona mál en fram kemur hjá þessum tveimur þingmönnum. Og þaö þarf að bæta áfenginu þarna við. Það eru ekki nokkur rök lengur fyrir þvi að þessar vörutegundir séu í einkasölu. Ég segi: Burt með „Ríkið“! Frá A-Þýskalandi. Strax eftir sameininguna beið fólk þess að skipta pening- um í vesturþýskan gjaldmiðil. Simamynd Reuter „Fyrstur með hugmynd um að hita upp flugbrautir með heitu vatni.“ Margvísleg „rýrnun Hræddari við Þýskaland

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.