Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1990, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1990, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SÍMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Ríkisskuldabréfin Það er ástæða til að óska fjármálaráðherra til ham- ingju með sölu ríkisskuldabréfa. Spariskírteinin hafa selst fyrir sjö milljarða króna á þessu ári og samtals hafa skírteinin selst fyrir 37 milljarða króna. Auk þess hefur sala ríkisvíxla gengið vel og mun hún samtals nema um 10 milljörðum. Þannig hefur þjóðin ávaxtað fé sitt með kaupum á ríkistryggðum verðbréfum fyrir tæpa 50 milljarða króna og geri aðrir betur. Fjármálaráðherra má vera ánægður með þessa þró- un, enda hefur hann lagt alla áherslu á lántökur ríkis- sjóðs hér innanlands 1 stað erlendis og hefur sú stefna vissulega borið árangur. Skuldir ríkissjóðs við erlenda lánardrottna eru að vísu gífurlegar og hlutfall þeirra hefur hækkað á undanförnum tveim árum í 52% af landsframleiðslu og hefur það aldrei verið hærra. En stefna fjármálaráðherra um auknar lántökur innan- lands hefur fest rætur og er það vel. Þessar tölur segja hins vegar ekki alla söguna. Það er önnur hhð á þessari lánastarfsemi ríkissjóðs og hún er ekki fógur. Ríkissjóður hefur slegið lán á lán ofan, vegna þess að ijárlög eru afgreidd með halla ár eftir ár og bihð er brúað með með aukinni skuldsetningu. Með öðrum orðum: rekstur ríkissjóðs hefur ekki lagast nema síður sé. Lántökur fjármálaráðherra á innlendum vett- vangi stafa einfaldlega af því að fjárþörf ríkissjóðs eykst, skuldirnar vaxa, gjöldin eru meiri en tekjurnar. Samt hafa skattar aukist jafnt og þétt. Skattar til ríkis- sjóðs hafa verið hækkaðir um 15 milljarða króna á tveim árum. Og nýjum sköttum var einasta slegið á frest, vegna þess að ekki náðist samkomulag um auknar skattaálögur á kosningaári. Bæði forsætisráðherra og Úármálaráðherra hafa lýst yfir þeim vilja sínum að skattar þurfi að hækka til að standa undir ríkisrekstrin- um. Þegar ríkissjóður tekur lán hjá þjóðinni með útgáfu spariskírteina, gerist ekki annað en það eitt að lands- menn auka sjmldabyrði sína. Peningarnir fara úr hægri vasanum í þann vinstri. Ríkissjóður lætur landsmenn slá lán hjá sjálfum sér. Þessa skuld þarf að borga og hana borga þeir einir sem eiga ríkissjóð, þ.e. landsmenn sjálfir. Þjóðin verður skuldugri og skuldugri og fjár- málaráðherra huggar sig við það að í stað þess að skulda öðrum, þá skuldar þjóðin sjálfri sér. Það er skammgóð- ur vermir. Skuldasöfnun ríkissjóðs hefur meira í fór með sér. Ríkissjóður keppir um fjármagnið á lánamarkaðnum og enginn vafi er á því að vaxandi útgáfa spariskírteina heldur vöxtunum háum. Þegar forsætisráðherra gagn- rýnir bankana fyrir vaxtahækkanir hengir hann bakara fyrir smið. Enginn á eins stóran þátt í vaxtahækkunum og ríkissjóður sjálfur. Hann yfirbýður önnur lánsform. Hann yfirbýður verðbréfamarkaðinn. Hann yfirbýður vextina. Orsök vandans hggur í getuleysi stjórnvalda og ráð- herra til að hafa taumhald á útgjöldum ríkissjóðs. Al- þingi og framkvæmdavaldið hafa gefist upp við að reka ríkissjóð af ábyrgð. Gjöldin eru meiri en tekjurnar. Fögnuður flármálaráðherra með sölu spariskírteina rík- issjóðs er þórðargleði. Einhvern tímann kemur að skuldadögunum og það er ekki stórmannlegt að slá um sig á annarra kostnað. Hér hefur ekkert annað gerst en það eitt að þjóðin er látin pissa í skóinn sinn. Ehert B. Schram Trompið á hendi Saddams Hussein Dómsdagur er í nánd, nánar til- tekið 15. janúar. Fyrir þann tíma eiga írakar að vera farnir frá Kú- væt samkvæmt úrslitakostum Sameinuðu þjóðanna, eftir þann tíma er valdbeiting heimil. Flest virðist á þessari stundu benda til þess að til stríðs komi, þær tilslak- anir, sem gætu komið í veg fyrir það, láta á sér standa. Samt er ekki óumflýjanlegt að til styrjaldar komi. - Enn er talsveröur tími til stefnu, því að Bandaríkjamenn segja nú að landherinn verði ekki fullbúinn til innrásar fyrr en í febr- úar. Það er eitt til vitnis um tauga- stríðið sem nú geisar, aö ekki hefur tekist að finna dagsetningar fyrir fundi Bush forseta með utanríkis- ráðherra íraks né fund Saddams með utanríkisráðherra Bandaríkj- anna. Ef vilji er fyrir hendi, verða þeir fundir haldnir, og ótrúlegt er annaö en að lokum verði af þeim. Fyrr er ekki fullreynt um frið, og Bush að minnsta kosti er ekki stætt á öðru en reyna allt sem afstýrt gæti styijöld. Það er ekki heldur auðséð nú hvað í málflutningi deiluaðila er málskrúð og blekk- ingar og hvað ekki. - Þó er það víst, að Bandaríkjamenn standa fast á því, að írakar fari frá Kúvæt skil- yrðislaust. Það er ekki jafnvíst þrátt fyrir stórkarlalegar yfirlýs- ingar, hvort Saddam Hussein meinar það sem hann segir, um að innlimun Kúvæts sé óafturkallan- leg. Hann hefur tromp á hendi sem gæti gjörbreytt stöðunni og jafnvel gert honum mögulegt að lýsa yfir sigri - að minnsta kosti myndu Bandaríkjamenn hta á það úrræði sem ósigur. AlitCIA Bandaríska leyniþjónustan CIA ásamt fleirum, þeirra á meðal ísra- elsku leyniþjónustunni að sögn, er þeirrar skoðunar að á síðustu stundu, annaðhvortfyrir 15. janúar eða þá rétt áður en innrás virðist óumflýjanleg síðar, muni Saddam Hussein lýsa því yfir að hann kalli her sinn frá mestöllu Kúvæt, en hann haldi eftir eyjunum Warba og Babijan, sem eru írökum nauð- synlegar til að tryggja innsiglingu að höfn sem þeir eru aö gera við landamæri Kúvæts. Svo og sneið af noröurhluta landsins, þar sem Rumaila olíusvæðið í írak teygir sig inn 1 Kúvæt. Þessi svæði verði innlimuð í írak, hinn hlutinn verði látinn af hendi, og Saddam muni jafnframt krefjast alþjóðlegrar ráðstefnu um málefni Palestínumanna. Jafnframt muni Saddam skora á bandalagsríki Bandaríkjanna meðal araba að reka hina vestrænu trúvillinga af höndum sér og hætta að vanhelga helgustu vé íslams í Saudi-Arabíu með návist þeirra. Geri Saddam þetta, dettur botn- inn úr öllum vígbúnaði gegn írak, samstaðan gegn honum mun gufa upp. Það er þegar vitað, að útlaga- stjómin í Kúvæt er reiðubúin að afhenda írökum þau svæði sem hann mundi innhma samkvæmt þessu. Eina skilyrði Kúvæta er að Saddam fari burt frá Kúvæt, síöan megi semja. Verði þetta niðurstað- an, gæti Saddam með réttu sagst hafa staðið einn gegn öllum heim- inum og ahri vígvél Bandaríkjanna og ekki verið sigraður. Hann mundi styrkja stórlega stöðu sína meðal araba og draumur hans um að verða sameiningartákn þeirra og leiðtogi gæti ræst. Miðað við það hvílíkt hð hefur verið borið saman gegn honum, mundi sú stað- reynd, að hann yrði að fara frá mestum hluta Kúvæts faha í skugg- ann. Reyndar er allur þorri araba á þeirri skoðun að Saddam eigi að sleppa hendinni af Kúvæt, hann mundi afla sér vinsælda með því að gera þaö, frekar en það yrði honum til álitshnekkis. KjáUarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður Kalda stríðið Það er einmitt þetta sem Banda- ríkjamenn óttast mest, CLA hefur fengið skömm í hattinn vestanhafs fyrir að gera áht sitt opinbert. Frá sjónarmiði Bandaríkjanna yrði þessi niðurstaöa sú versta hugsan- lega, Saddam slyppi óskaddaður með aha vígvél sína í heilu lagi. Það yrði reiðarslag fyrir Bush för- seta. Deilan um Kúvæt snýst nefni- lega ekki eingöngu um Kúvæt leng- ur - það er staða Bandaríkjanna sjálfra í nýjum heimi án kalda stríðsins sem er í húfi. Bandaríkin eru nú forysturíki alls heimsins, ekki aðeins hins svo- kallaða frjálsa heims. Eftir að Sov- étríkin hurfu af sjónarsviðinu sem sá andstæðingur sem skipti heim- inum í tvær fylkingar er aðeins eitt risaveldi eftir. Bandaríkin stóð- ust með mikilli prýði fyrstu próf- raun sína í hlutverki forysturíkis ahs heimsins. Það er með ólíkind- um hversu fljótt og vel Bush for- seta tókst að skipuleggja alþjóðlega samstöðu gegn írak út af innrás- inni í Kúvæt. Öh uppbyggingin hingað til hefur miðað að því að refsa Saddam, kenna honum lexíu í eitt skipti fyrir öh, sem mundi stöðva yfirgang íraka á þessum slóðum. Síðasta orðið Ef nú Saddam slægi vopnin úr höndum Bandaríkjamanna, með því aö fara næstum, en ekki alveg, eftir fyrirmælum Sameinuðu þjóð- anna væri Bush forseta vandi á höndum. Öh hemaðaruppbygging- in og fylgi annarra arabaríkja við hana hefur byggst á þeirri full- vissu, að Bandaríkjamenn væru reiðubúnir til að leggja út í stríð. Arabaríkin hafa sínar eigin ástæð- ur fyrir því að vilja klekkja á Sadd- am. Ef í ljós kemur, eða Saddam sýn- ir fram á, að Bandaríkin em ekki reiðubúin th að fylgja þessu eftir th fulls og koma Saddam á kné, verður þess ekki langt að bíða að núverandi bandamenn Bandaríkj- anna fari að friðmælast við Saddam Hussein. Slíkt mundi óhjákvæmi- lega verða túlkað sem ósigur Bandaríkjanná. Ósigur, raunverulegur eða ímyndaður mundi stórskaða áht og áhrif Bandaríkjanna, ekki að- eins í þessum heimshluta, heldur alls staðar í veröldinni. Allt annað en fullur og endanlegur sigur yfir Saddam er ósigur. Það er ekki nóg fyrir Bandaríkin að sigra í deilunni um Kúvæt, það er þeim lífsnauðsyn að Saddam bíði ósigur. Síðasta orðið er nú hjá Saddam Hussein, það er á hans valdi hvað gerist næst, og hann hefur góð sph á hendi. Gunnar Eyþórsson „Eina skilyrði Kúvæta er að Saddam fari burt frá Kúvæt, síðan megi semja. Verðiþettaniðurstaðan, gæti Saddam með réttu sagst hafa staðið einn gegn öllum heiminum..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.