Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1990, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1990, Page 23
FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1990. 31 Merming Regnboginn - Ryð 'k+ckVi Vandað og sterkt drama Það er einfalt líf sem er lifað á bílaverk- stæði Badda. Lífið gengur sinn vanagang við smurningar og ýsu í hádeginu. Baddi og Raggi, sem vinnur hjá honum, dútla saman og Raggi elskar Sissu, dóttur Badda. Haffi, sonur Badda, er uppreisnanmglingur sem málar villt málverk á veggina á verkstæðinu. Móðir barnanna dó fyrir mörgum árum, féll fyrir hendi morðingja. Ódæðismaðurinn, Pétur, stakk af til Suður-Ameríku og hefur ekkert til hans spurst síðan og atburðurinn ekki ræddur á heimilinu þó hann hvíli eins og skuggi yfir öllu lffi þar. Það veldur því nokkrum óróa þegar Pétur skýtur upp kollinum og vffi að þeir Baddi geri upp fortíðina. Atburðarásin verður að nokkurs konar einvígi milh þeirra þar sem aðrar persónur eru samviskulaust notaðar sem fótgönguliðar í því sorglega stríði sem aðeins getur endað á einn veg. Lárusi Ými Óskarssyni og kumpánum hans hefur tekist að búa til vandaða og sterka bíómynd um mannleg örlög. Hér er lítið sem ekkert lagt í brellur og heljarstökk en þess meiri vinna lögð í persónusköpun og einfald- an framsagnarmáta. Kvikmyndatakan er Eifar falleg og íslenskt landslag, sem oft hefur þurft að bera uppi'íslenskar myndir, er hér notað með hryssingslegri veðráttu til þess að skapa rétt andrúmsloft. Þeir sem bera myndina uppi eru að sjálf- sögðu leikararnir. Bessi Bjarnason og Sig- urður Sigiujónsson eru stjörnur myndarinn- ar. Báðir ná að skapa heUsteyptar persónur Stefán Jónsson, Bessi Bjarnason og Sigurður Sigutjónsson í hlutverkum sinum. Kvikmyndir Páll Asgeirsson sem áhorfandinn getur ekki annað en fylgst með og tekið þátt í örlögum þeirra. Egjll Ól- afsson leikur veigamikið hlutverk Péturs og gerir það af meira öryggi en hann hefur sýnt áður. Nýliðarnir Christine Carr og Stefán Ólafsson, sem leika börn Badda, standa sig bæði mjög vel þó hlutverk Stefáns sé sýnu átakameira. Þórhallur Sigurðsson er mjög góður í litlu hlutverki forpokaðs barnakenn- ara. Ólafur Haukur Símonarson skrifaði hand- ritið eftir eigin leikriti. Ekki veit ég hvort það hefur tekið miklum breytingum en það er sterkt og markvisst og sparlega farið með orðin. Slíkt er einmitt einkenni góðra kvik- mynda. Það sem einkennir þessa mynd er fagmennska. Það má þykja einkennUegt að shkt skuli vera fréttnæmt en þetta er fyrsta íslenska kvikmyndin sem ég hef séð þar sem engar aðfinnslur er beinlínis hægt að gera og viðvaningsbragurinn er víðs fjarri. Ljóst er að vandað hefur verið til hvers smáatriðis og sérstaklega hefur þó tekist vel með val á leikurum. Hins vegar er framvindan mjög hæg fram- an af og áhorfandinn er ekki mataður á upp- lýsingum um fjölskyldutengsl eða orsakir þeirrar spennu sem liggur í loftinu. Það tek- ur því drjúgan tíma fyrir hann að átta sig á öllum atriðum málsins áður en hlutir fara að gerast. Því er hætt við að íslenskum bíógestum þyki myndin varla nógu spennandi eða æsi- leg. Það er enginn bílaeltingaleikur og ekk- ert sprengt í loft upp fyrir hlé. Stríðið er háð með orðum og vígvöllurinn er mannshugur- Ryð - íslensk Framleiðandi: Sigurjón Sighvatsson Leikstjóri: Lárus Ýmir Óskarsson Handrit: Ólafur Haukur Simonarson Tónlist: Wim Wertens og Egill Ólafsson Myndataka: Göran Nilsson Aðalhlutverk: Bessi Bjarnason, Sigurður Sigur- jónsson, Egill Ólafsson, Stefán Jónsson, Christine Carr og Þórhallur Sigurðsson Gildran - Ljósvakaleysingjamir Höfðar ekki til fjöldans Ef einhver hljómsveit á íslandi ætti þrautseigjuverð- laun skilin er það hljómsveitin Gildran. Hún hefur verið starfandi í ein tíu ár með sama mannskap án þess að ná nokkurn tíma verulegri hylii. Skýringuna má kannski fyrst og fremst rekja til þungrar og frekar óaðgengilegrar tónlistar, sem einfaldlega höfðar til alltof lítils hóps. Vissulega hefur eitt og eitt lag Gildr- unnar náð einhverjum vinsældum en ekki nógmn til að vekja almenna athygh á hljómsveitinni. Og ekki á ég von á að þessi nýja plata Gildrunnar breyti neinu um þessi örlög eða álög hljómsveitarinn- ar, þó að hún sé að mörgu leyti það aðgengilegasta sem hljómsveitin hefur sent frá sér. Gildran hefur nefnilega á að skipa bæði góðum hljóð- færaleikurum og söngvara og lögin sem hljómsveitin semur eru mörg hver hin áheyrilegustu. Hér reynir sveitin aðeins að létta tónlistina og lögin finnast mér vera mun melódískari en þau hafa verið. Tilffilagið er til að mynda mjög frambærilegt melódískt rokklag sem á fyllstu athygli skilið. Sama má segja um þrælg- ott blúslag, Játningu, sem er síðasta lag plötunnar þar Nýjar plötur Sigurður Þór Salvarsson sem Guðlaugur Falk, gestagítarleikari á plötunni, sýn- ir góð tilþrif á gítarinn. Eitt lag er það lag á plötunni sem hefur fengið meiri spilun en önnur en það er útgáfa Gildrunnar á gamla góða laginu Vorkvöld í Reykjavík. Því miður held ég að þetta lag sé ekki góð auglýsing fyrir plötuna því að mínu mati er þessi útsetning á laginu algerlega misheppnuð, gróf og fráhrindandi. Betur færi á að beina athyglinni að öðrum lögum plötunnar. En ég held að meðan sá hópur fólks á íslandi sem hefur áhuga á þessari semiþungu rokktónlist er ekki stærri en hann er verði þeir Gildrumenn að sætta sig við að ná eyrum fárra. Tónlistin á hins vegar fyllsta rétt á sér. \\A'-A . v\^ Veitingastadur í miðbæ Kópavogs 35= Tilboð vikunmr Koníaksbœtt humarsúpa lambafillet meó villibráðarsósu, grœnmeti og bakaðri kartöflu og kaffi Kr. 980,- Nauta-, grísa- og lambagrillsteikur Opið frá kl. 11.30 til 23.30 Hamraborg 11 - sími 42166 A zé. , 1 Nlaslhi Tim llUlíll LJÓSRI ARVELAR Fjölbreytt úrval, frá þeim minnstu upp í afar fullkomnar og afkastamiklar ljósritunarvélar. ■ If feslhi ELEI LUIil i ?AX Frá litlum upp í afar fullkomin telefaxtæki. HUQMVER Akureyri ARMULA 8 - S/MI 67 90 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.