Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1990, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1990, Síða 31
FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1990. 39 ÐV Vidtalið *mm......... J ' Mottóiðerað standasigíþví semégtekmér fyrirhendur l......... Nafn: Stndri Sindrason Aldur: 38 ára Starf: Framkvæmdastjóri Pharmaco Sindri Sindrason er fram- kvæmdastjóri lyfjafyrirtækisins Pharmaco sem eiginlega er ekki lengur bara lydjafyrirtæki heldm’ matvæla- og gosdrykkjafyrir- tæki. Pharmaco hefur staðið í stórræðum í fyrirtækjakaupum og keypti nýlega íslensk matvæli og íslandslax. Sindri er Reykvíkingur, fæddur þar og uppalinn. Ættir sínar á hann að rekja austur á land. Skólaganga Sindra hófst í Breiða- gerðisskóla og þaðan hann fór í Réttarholtsskóla. Stúdentsprófi Iauk hann 1973 frá Menntaskó- lanum við Hamrahlíð og fór þá i viðskiptafræði í Háskóla íslands. Sem viðskiptafræðíngur útskrif- aðist Sindri 1977. Eftir útskrift úr Háskólanum starfaðí Sindri hjá Apótekarafé- laginu. „Ég var framkvæmda- stjóri þar í þrjú ár og byrjaði 1981 hjá PharmacoA Það hiýtur að vera nokkuð viðamikið starf að vera framkvæmdastjórí stórfyr- irtækis eins og Pharmaco, „Starf mitt er fólgið í stjórnun fyrirtækísins. Við keyptum ný- lega islensk matvæli og íslands- lax. Síðan stofnum við fyrirtæki nú um áramótin sem tekur yfir gosdrykkjaframleiðslu Sanitas en að öðru leyti blöndumst við ekki starfsemi gamla Sanitas." Viljum auka fjölbreytnina í starfinu Sindri segir að ástæða þess að lyfjafyrirtæki kaupi alls óskyld fyrirtæki sé að vilji sé fyrir þvi að auka fjölbreytni í starfinu. „Það eru líka takmörk fyrir þvi hvað fyrirtæki getur stækkað á sínu sviði. Við erum tiltölulega stórir á lyfjamarkaðnum og erum að leita annarra möguleika. Við erum núna að veðja á matvæla- framleiðslu. Það hlýtur að vera framtíð í henni." Starfið aðaláhugamálið Áhugamál Sindra eru aðallega starfiö. „Ég hef náttúrlega áhuga á mörgu en ég hef ekkert eitt ákveðið áhugamál sem tekur all- an minn frítima." Lifsmottó Sindra er að standa sig í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Sindri segist vera bílaáhuga- maður og ekur um á Range Ro- ver. „Það er gaman að góðum bílum en þeir eru ekkert aðalat- riöi.“ Lax, hvort sem er reyktur eða grafinn, er uppáhaldsmatur Sindra. Sindri er kvæntur Kristbjörgu Sigurðardóttur húsmóður og þau eiga tvö börn, 12 og 15 ára. -ns Fréttir Lögreglustjóraembættið í Reykjavík: Aldrei fleiri leyfi til sölu á flugeldum 25 aðilum hefur verið veitt leyfi til sölu á skoteldum í umdæmi lögreglu- stjórans í Reykjavík. Sölustaðir þess- ara aðila eru samtals 65 í Reykjavík, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi. Sölu- staðirnir voru 61 í fyrra. Frá því að hætt var að leyfa sölu áfiugeldum í söluturnum hafa söluleyfi aldrei ver- ið fleiri en í ár. Þeir sém sóttu um leyfi eru flest íþróttafélög, björgunar- sveitir og önnur félagasamtök. Fundur var haldinn í gær með þeim aðilum sem leyfin fengu hjá lögreglustjóraembættinu í Reykja- vík. Farið var yfir ákvæði sem gilda um sölu og meðferð skotelda. Skotelda má einungis selja á stöö- um þar sem staðbundið leyfi lög- reglustjóra liggur fyrir og að ákveðin skfiyrði séu uppfyllt. Þannig er til dæmis óheimilt að bera út og selja skotelda í heimahús og á vinnustaði. Öll sala á skoteldum til yngri en 12 ára er óheimil. Einnig er óheimilt að afhenda slíkt yngri en 16 ára ef þess er getiö á viðkomandi skoteld. -ÓTT Betur fór en á horfðist i fyrstu þegar ökumaður þessa bíls missti stjórn á honum á Reykjanesbraut á móts við Blesugróf síðdegis í gær. Þó svo að bíllinn sé nánast ónýtur eftir að hafa lent á staurnum slapp ökumaðurinn með lítils háttar meiðsl. Hann var einn í bílnum. DV-mynd S Lágheiðin loks ðfær Öm Þórarinsson, DV, Fljótum; Lágheiði milli Fljóta og Ólafs- fjarðar varð ófær vegna snjóa að- faranótt annars í jólum en heiðin hafði að mestu verið fær í allt haust, enda lítið snjóað á þessu svæði til þessa. Ekki er líklegt að heiðin verði meira fær á þesum vetri þvi að hún er ekki á snjó- mokstursáætlun Vegagerðar ríkis- ins og nú er kominn talsverður snjór á hana. Lágheiðin hefur síðustu þrjú haust verið fær til jóla, enda mjög snjólétt þessi haust, auk þess sem Vegagerðin hefur rutt snjó af veg- jnum þegar einn til tveir skaflar hafa lokað. Ekki er ólíklegt að með tilkomu jarðganganna um Ólafs- fjarðarmúla verði aukinn áhugi í sveitarfélögunum á þessu svæði fyrir úrbótum á veginum um Lág- heiði. Hann hefur verið í svipuðu ástandi um áratugaskeið og hefur í uphafi eflaust aðeins átt að vera sumarvegur. Nú eru hins vega'r aðrir tímar og aðrar kröfur og því ætti varanlegur uppbyggður vegur um Lágheiði ekki að vera svo fjar- lægur. Börnin bíða alltaf spennt eftir pökkunum um jólin og ánægjan leynir sér ekki hjá þeim frænkum, Svanhvíti, Þorbjörgu og Sigrúnu Jönu. Svanhvít og Þorbjörg velta vöngum yfir litlu hljómtæki en Sigrún Jana er í eigin heimi yfir Barbiedótinu sínu. DV-mynd GVA Skagafjörður: Óvenju- mikil f isk- vinna í desember Þórhallur Asmunds., DV, Sauðárkróki: Óvenjumikil atvinna hefur ver- ið í frystihúsinu í Skagafirði þess- ar síðustu vikur ársins og er þessi desember líklega sá „stærsti“ í manna minnum eins og einn starfsmaður Fiskiðjunnar orðaði það. Unnin hefur verið einn laugar- dagur í desember og útht fyrir að þ'að verði að vinna fleiri laug- ardaga. , Veður Snýst til suðaustan- og austanáttar, kaldi eða stinn- ingskaldi með snjókomu suðvestanlands þegar kem- ur fram á morguninn en siðar i dag i öðrum lands- hlutum og verða þá komin él sunnanlands. Á Vest- fjörðum verður vindur þó lengst af norðlægur með snjókomu, einkum norðan til. Norðaustan stinnings- kaldi eða allhvasst og él norðanlands i nótt en áfram fremur hægur suðaustan kaldi eða stinningskaldi og él sunnanlands og austan. Áfram verður kalt í veðri. Akureyri alskýjað -2 Egilsstaðir skýjað -2 Hjarðarnes léttskýjað -5 Galtarviti snjókoma -3 Keflavikurflugvöllur skýjað Kirkjubæjarklaustur léttskýjað -2 Raufarhöfn skafrenning- -3 Reykjavik léttskýjað -7 Vestmannaeyjar alskýjað -2 Bergen skýjað 5. Helsinki slydduél 3 Kaupmannahöfn léttskýjað 2 Osló skýjað -1 Stokkhólmur léttskýjað 1- Þórshöfn skýjað 3 Amsterdam léttskýjað 3 Barcelona léttskýjað 7 Berlín léttskýjað 3 Feneyjar þoka 0 Frankfurt hálfskýjað 2 Glasgow rigning 5 Hamborg snjóél 2 London skýjað 5 LosAngeles skýjað 12 Madrid þoka 7 Malaga léttskýjað 14 Mallorka léttskýjað 8 Montreal alskýjað -10 New York snjókoma -3 Nuuk snjókoma -18 Paris sl^ýjað 2 Róm rigning 10 Valencia þokumóða 6 Vín iéttskýjað 3 Wmnipeg snjókoma' -5 Gengið Gengisskráning nr. 248. - 28. des. 1990 kl. 9.15 Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi Dollar Pund Kan. dollar Dönsk kr. Norsk kr. Sænsk kr. Fi. mark Fra.franki Belg. franki Sviss. franki Holl. gyllini Vþ. mark It.'líra Aust. sch. Port. escudo Spá. peseti Jap. yen írskt pund SDR ECU 55,720 105,701 47,966 9,4964 9/3490 9,7712 15,1846 10,7823 1,7740 42,9524 32,4993 36,6700 0,04860 5,2116 0,4111 0,5734 0,41031 97,468 78,6516 75,1663 55,880 106,004 48,104 9,5236 9,3758 9,7992 15,2282 10,8132 1,7791 43,0757 32,5926 36,7753 0,04874 5,2266 0,4122 0,5750 0,41149 97,748 78,8774 75,3821 54,320 107,611 46,613 9,5802 9,4063 9,8033 15,3295 10,8798 1,7778 43,0838 32,5552 36,7151 0,04893 5,2203 0,4181 0,5785 0,42141 98,029 78,6842 75,7791 Fiskmarkaðimir Fiskmarkaður Hafnarfjarðar 27. desember seldust alls 16,586 tonn. Magn í Verð íjkrónum tonnum Meðal Lægsta Hæsta Ufsi 0,029 24,00 23,00 23.00 Steinbítur 0,146 55,00 55,00 55,00 Lúða 0,100 233,00 200,00 250,00 Langa 0,025 39,00 39,00 39,00 Koli 0,400 52,18 52,00 54,00 Karfi 0,413 40,00 40,00 40,00 Ýsa 10,445 75,73 50,00 119,00 Þorskur 5,025 90,37 90,00 96,00 Faxamarkaður 27. desember seldust alls 46,017 tonn. Blandað Karfi Keila Langa Lúða Steinbitur Þorskur, sl. Þorskur, ósl. Undirmál. Ýsa, sl. Ýsa, ósl. 0,128 0,028 1,188 0,343 0,099 0,044 38,449 1,344 0,358 4,471 0,179 48,00 42,00 54,00 68,00 340,00 42,00 101,30 62,00 74,00 127,21 30,00 48,00 48,00 42,00 42,00 54,00 54,00 68,00 68.00 340,00 340,00 42,00 42,00 87,00 107,00 62,00 62,00 74,00 74,00 75,00 121,00 30,00 30,00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.