Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1991, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1991, Síða 11
FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991. 11 Sviðsljós Verður Brooke Shields keisaraynja í Japan? Slúðurpressan í Bandaríkjunum, Japan og víðar stendur nú á önd- inni yfir samdrætti leikkonunnar Brooke Shields og japanska krón- prinsins Naruhito. Sagt er að þau standi í bréfaskriftum og hittist á laun hvar sem þvi verður við kom- ið. Nýlega var Brooke á ferð í Japan og fregnir herma að prinsinn hafi oftar en einu sinni lúmskast út úr höllinni í dulargerfi til að hitta leik- konuna fallegu. Margir láta sig dreyma um að þetta ævintýri þeirra verði eitthvað í líkingu við þaö þegar Rainier fursti af Mónakó gekk að eiga leikkonuna Grace Kelly. Naruhito, eða Hiro, eins og prins- inn er kallaður, hefur ekki farið í felur með áhuga sinn á Brooke. Þau hittust fyrst fyrir fimm árum þegar prinsinn kom í heimsókn til Banda- ríkjanna. Þá var meðal annars far- ið með hann í skoðunarferð til Princeton háskólans, þar sem Bro- oke var við nám. Honum tókst að ná fundum hennar þar og hefur að eigin sögn ekki getað hugsað um annað kvenfólk síðan. Brooke hef- ur líka látið hafa það eftir sér að hún sé mjög spennt fyrir prinsin- um. En jafnvel þó ástin blómstri hjá unga fólkinu er margt talið mæla gegn því að parið geti gengið í hjónaband. Brooke er til að mynda höfðinu hærri en prinsinn og það er í orðsins fyllstu merkingu talið lítillækkandi fyrir komandi Jap- anskeisara. Þá er ætlast til þess að brúður prinsins hafi verið hreinlíf sem nunna og má ekki hafa haldið í hönd karlmanns, hvað þá meira. Brooke er ekki talin standast þess- ar kröfur þar sem hún hefur átt í fjölmörgum ástarsamböndum. Ekki má tilvonandi brúður held- ur hafa verið í vinnu þar sem karl- maður hefur veriö yfirmaður hennar. Brooke hefur leikið í ótal myndum þar sem karlmenn hefa verið leikstjórar, þannig að enn fellur hún á prófinu. Síðast en ekki síst er ætlast til að verðandi keisaraynja sé japönsk. Það útilokar endanlega möguleika Brooke á því að hljóta vegsemdina. Þó er aldrei að vita þegar Hiro er annars vegar. Hann hefur líst því yfir að þær japönsku stúlkur sem foreldrar hans hafa álitið honum sæmandi komist ekki með tærnar þar sem Brooke hafi hælana. „Þær eru þess ekki veröar að binda skó- þveng Brooke," segir prinsinn ást- fangni. Brooke Shields tekur sig vissulega vel út í japönskum brúðarkjól. Hér er hún að vísu bara í fyrirsætuhlut- verkinu, en hver veit hvað koma skal. Hinn þrítugi krónprins Japans, Naruhito, er svo sem ekkert sérs- takt augnakonfekt en hver setur það fyrir sig þegar keisaratign er i boði? Bifreiðaíþróttaklúbbur Skagafjarðar afhenti nýlega björgunarsveitinni Skagfirðingasveit 30 þúsund króna gjöf. Var það afrakstur síðustu bílkrosskeppni klúbbsins í haust. Á myndinni sést Bjarni Haraldsson, formaður Bilaklúbbs- ins Braga, afhenda Þór Haraldssyni, formanni Skagfirðingasveitar, ávísunina. Til vinstri á myndinni er Sigurður Aðalsteinsson, gjaldkeri bilaklúbbsins. DV-mynd Þórhallur íþróttabandalag Akraness: Þórður Þórðarson heiðursfélagi Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi: Þórður Þórðarson, kenndur við Hvítanes, hefur verið kjörinn heið- ursfélagi íþróttabandalags Akra- ness. Jafnframt var hann útnefnd- ur heiðursfélagi Knattspyrnufélags ÍA. Þórður er aðeins sá þriðji sem hlýtur nafnbót heiðursfélaga íþróttabandalagsins. Þórður var á árunum 1950-1960 ein styrkasta stoð gullaldarliðs Skagamanna í knattspyrnu og ís- lenska landsliðsins. Tveir sona hans, Teitur og Ólafur, hafa einnig gert garðinn frægan, jafnt heima sem erlendis með liði Skagamanna, íslenska landsliðinu og erlendum þeim árum sem hann lék í gullald- félagsliðum. arliði Skagamanna. Þórður Þórðarson - myndin er frá Dan Lauria: Ég er hættur-farinn! Dan Lauria, sem leikur pabbann í framhaldsmyndaflokknum Bemskubrek, hefur ákveðið að hætta að leika í þáttunum. Dropinn sem fyllti mælinn var er hann komst að því að Fred Savage, sem leikur guttann, var með þrisvar sinnum hærri laun en hann sjálfur. Dan segist vera orðinn lang- þreyttur á allri þeirri athygli sem snáðinn fær. „Hlutverk mitt verð- ur æ ómerkilegra á meðan öll at- hyglin beinist að krakkanum. Ég er orðinn hundleiður á þessu hand riti. Ég er góður leikari og læt ekki fara svona með mig,“ segir Dan Lauria sár og svekktur. Ennfremur klagar hann hegðun stráksa. „Hann er gjörSpilltur, krakkinn. Hann kemst upp með alls kyns dónaskap við samleikara sína og orðin „viltu gjöra svo vel“ og „þakka þér fyrir“ em ekki til í hans orðaforöa. Mér er hreinlega nóg boðið og hef ákveðið að snúa mér að hlutverkum þar sem ég er tekinn alvarlega og einhvers er krafist af mér. Eg kæri mig ekki lengur um að vera látinn sitja í aft- ursætinu hjá spilltum krakk- abjálfa," segir Dan Lauria. „Hingað og ekki lengra," segir Dan Lauria, pabbinn i Bernskubrekum. Mátaðir hattar á útsölu Nú eru útsölur í algleymingi eins og venja er i janúar. Ljósmyndarinn rakst á þessar frúr þar sem þær mátuðu hatta. Ekki var annað að sjá en þeim likaði vel. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.