Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1991, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1991, Síða 12
12 Spumingin FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991. Ertu ánægð(ur) með launin þín? Krístín María Blin nemi: Já ég er .ánægð með þau. Jens Björnsson gullsmiður: Já, ég borga mér sjálfur laun. Bjarnrún Júlíusdóttir bankastarfs- maður: Já, já. Sveinn Ragnarsson nemi: Ég hef engin laun, en ef hægt er að kalla námslán laun er ég þokkalega ánægður. Margrét Björnsdóttir tölvari: Ég er heimavinnandi í fæðingarorlofi. Ég var þokkalega ánægð. Aðalheiður Emilsdóttir húsmóðir: Ég hef ágætislaun sem húsmóðir. Maður uppsker eins og maður sáir. Lesendur___________________ Óveður ekki nýtt á íslandi ....eða að hafa styttra á milli staura“ - Unnið að viðgerðum eftir veður- skellinn. Konráð Friðfinnsson skrifar: Mikið og langvinnt óveður gekk yfir landið og miðin á dögunum. í þessu fyrsta áhlaupi ársins brotnuðu um fimm hundruð símastaurar eins og eldspýtur sökum óveðursins og ísingar er safnaðist á línurnar. - Einnig bárust fregnir af fólki er neyðst hafði til að yfirgefa hýbýli sín vegna kulda. Bændur, a.m.k. sumir, lentu í mesta basli með að mjólka kýrnar, þar sem mjaltavélar urðu óvirkar þegar rafmagniö sló út. Það er enda hægara sagt en gert aö handmjólka 30-40 kýr. Fyrir utan að allsendis er óvíst hvernig blessaöar skepnurnar bregðast við þeirri nýbreytni. - Kýr eru með eindæmum vanafastar og rask er eitur í beljubeinum. Svona veðurskellir valda vafalaust tjóni upp á hundruð milljóna króna sem þjóðin ber að sjálfsögðu sameig- inlega. Eru þeir hvort eð er ein af þeim kvöðum sem íslendingar búa við og hafa gert frá örófi alda. Vafa- laust má ýmislegt aðhafast til að minnka hættuna á tjóni á mann- virkjum af völdum veðurs. Gæti eitt ráðið t.d. verið það að hafa styttra á milli staura, nota öflugri línur, og jafnvel fleira. En allt kostar þetta mikla fjármuni sem menn eru tæplega reiðubúnir að leggja á sínar þjóðarsáttarherðar. Og ég er heldur ekki viss um að slík- ar framkvæmdir séu endilega skyn- Halldór Guðmundsson skrifar: Ég held að ég hafi sjaldan orðið jafnglaður og að lesa frétt í DV um það að ríkissjónvarpið væri hætt að sýna leikið norrænt sjónvarpsefni því það væri alltof dýrt að að kaupa það til landsins. - Frá 1. jan. sl. eru því engin samskipti í gangi á milli norrænu ríkissjónvarpsstöðvanna og hinnar íslensku. Ég segi bara: Til hamingju með tímamótin! Hverjir hafa líka haft áhuga á aö horfa á þessa framleiðslu, ég spyr? Og svara mér sjálfur með því að full- yrða að það er aðeins minnihluti áhorfenda sem notar þjónustu Sjón- varps á annað borð sem hefur haft Sigurður Ólafsson skrifar: Hvað verður um okkur og fjárhag okkar ef loðnan verður ekki lukku- gjafi á þessu ári? Hver á nú að ákveða hvort leyft verður að veiöa, eða hvort mælinganiðurstöður verða úrskurð- aðar þann veg aö ekki verður leyft að veiða loðnu? - Þeir skipstjórar, sem hafa fengiö loönu í ferðum sín- um við loðnuleit, segja fullum fetum að hér sé loðnan komin, hún sé veið- anleg og hafi sjaldan verið fallegri og hún sé komin í bullandi göngur. Er hægt annað en aö táka þetta trúanlegt? Geta fiskifræðingar ve- fengt að loðnan hafi fundist þegar komið er með hana að landi í full- fermi skipa? Allt virðist því vera til- búið fyrir flotann að hefja loönuveið- ar aö fullu. Og skyldi veita af? - Nú bíða menn spenntir og krossleggja fingur meö þá ósk að fiskifræðingar leggi blessun sína yfir útkomuna. En eru þá fiskifræðingamir þeir sem eiga síðasta orðið? Eða eru það ein- stakir stjómmálamenn - eða kannski ríkisstjómin öll? Þetta er nefnilega í margra augum orðið dálítdð dularfullt hvemig búið er og er enn verið að handleika og samlegasta leiðin í máhnu, af þeirri ástæðu að kerfið, sem nú er við lýði, er alls ekki svo afleitt. Sagt er að t.d. allir styrktarstuðlar Rafmagnsveitu ríkisins séu vel yfir fárviðrismörk- um. Varðandi ísinguna gegnir þó allt öðru máli. Henni er afar erfitt að verjast. Hún hleðst utan á strengina þar til þeir bresta að lokum undan farginu, sama hve sterkir þeir ann- ánægju af þessu efni. Allt efnið hefur verið meira og minna brenglað til orðs og æðis. Þetta er nú mitt álit og ég held að nokkuö margir séu þessu sammála. Heimildarmyndir, barnaefni og eitthvað fleira hefur verið ókeypis (því miður) svo að það verður víst sýnt áfram hér eins og ekkert hafi ískorist. Látum það nú vera, það verður varla „kryddað" með skandi- naviskum smásálarhætti og afhrigöi- legheitum meira en góðu hófi gegnir. En það hlaut að koma að þessu og það kemur líka að því, vænti ég, að við losnum algjörlega við samskipti við þessar vesælu þjóðir sem nú eru skipta þeirri auðlegð sem áður var talin eign landsmanna allra, sjávar- fanginu. - Það er eins og öll áhersla sé lögö á að vemda og jafnvel of- vernda fiskinn í sjónum. Þegar stað- reyndir tala sínu máli um nægan fiskistofn, er lögö áhersla á að banna _o_g þ_rengja_ all_a. veiöi^ r_ Maður gæti ars eru. Það eina sem hér ber að gera er að eiga ávallt nægar varabirgðir og öflugan sjóð sem unnt er að ganga í á stundum sem þessum sem koma með vissu árabili. Og menn geta ekki byggt upp kerfi sem aldrei bilar. Eitt eiga menn að hafa í huga, og það er að óveður er ekki nýtt á íslandi. hver á eftir annarri að hópa sig und- ir pilsfaldi Evrópubandalagsins. Eg vona bara að samningaumleit- anir, sem þeir hjá RÚV segja vera í gangi við „Nordvision", fari út um þúfur og við fáum að vera í friði fyr- ir hvers konar sjónvarpsefni frá hin- um fjarskyldu „frændum" okkar. - Ég hélt að RÚV væri ekki svo vel á vegi statt fjárhagslega að það gæti leyft sér að halda uppi samningaum- leitunum um kaup á allra dýrasta efni sem á boðstólum er. Það ætti fremur að nota fjármuni sína til að efla innlenda dagskrárgerð hjá stofn- uninni. stundum haldið að þetta væri allt gert til að sýna viðsemjendum okkar í Evrópu aö við stunduðum verndun fiskimiðanna. Eða eiga fiskimiðin aö vera eins konar heimanmundur með okkur þegar við göngum í EB? Margt er fáránlegra en sú hugmynd. Gunnar Jónsson skrífar: í einni af hinum mörgu útgáf- um á svokölluðum vasabókum með almanökum og fleiri nauð- synlegum upplýsingum eru mán- aðaheitin gömlu, harpa, skerpla, o.s.frv. sett inh á viöeigandi stöð- um til glöggvunar. - Þetta er ág- ætt innlegg og skemmtílegt. En það tekst misjafhlega til, hjá einni útgáfunni a.m.k. Þar stendur í mánuðinum des- ember, nánar tiltekið 25. des. „Jóladagur - Mörsögur byija“. Þetta er hörmuleg villa um mán- uðinn sem heitir réttu nafni „mörsugur“ Þetta var einn harð- asti mánuður ársins til forna og þá sugu menn bókstaílega mör- inn til að skrimta. - Hafi útgáfan hins vegar rétt fy rir sér með sinni stafsetningu - þá væru nokkrar „mörsögur" vel þegnar. Sálarkreppa Sigurbergs Ólafur Hrólfsson hringdi: í DV í dag (9. jan.) er bréf frá Sigurbergi um „neyðarúrræði borgarkvenna“. Hann viðhefur hin háðulegustu ummæli um dreifbýliskonur og finnst mér þeir sleggjudómar, sem hann set- ur fram, lýsa sterkri sálarkreppu. - Mér kemur því ekkert á óvart þótt hannnái eingöngu sambandi viö komur á borð við þær er hann sjálfur lýsir, „upp til hópa litt snyrtar og ekki ýkja greindar". Viröist mér þar vel hæfa skel kjafti ef ég má orða það svo í þessu tilviki. Sjálfur hef ég ekki orðiö var viö neinár konur á landsbyggðinni sem falla undir skilgreiningu Sig- urbergs. En varðandi atvinnu- leitina, sem minnst er á, þá á hún ekkert skylt við landsbyggðina sérstaklega, en það er svo allt annar handleggur. - Og jafnvel þótt einn stjórni höfuðborginni þá er aðeins einn sem gerir kraftaverk. Ránidípylsu- vagninum H.R. hringdi: Ég las frétt um að kassi pylsu- vagns í Austurstræti heföi hefði verið tæmdur, nánast íyrir aug- um eigenda, aðfaranótt sl. laugar- dags. Þar segir m.a. að ekki hafi verið vitað hve upphæðin hafi verið há þar sem ekki hafi verið búið aö telja úr kassanum en máliö sé í höndum lögreglu. Nú er ég ekki stórtækur á „bis- ness“-sviðinu en ég vil benda á að auövitað á söluupphæðin í lok söludags (og þótt fyrr væri) aö liggja fyrir - svo fremi að allt sé stimplað inn í kassann eins og tilskiliö er samkvæmt lögum. - Vonandi hefur þó ekki verið maðkur i mysunni í þessum efn- um innan pylsuvagnsins þessa laugardagsnótt! Úlpahvarfá skautasvelli Guðrún skrifar: Fimmtud. 3. jan. sl. fór dóttir mín á skautasvellið í Laugardaln- um. Hún var meö nýja úlpu i íþróttatösku. Hún fór inn á svell- iö til að athuga aðstæður og þar sem henni fannst of kalt ætlaði hún að sækía úlpuna. Þá var hún horfin úr töskunhi. Þetta er ný, svört og rauö ullar- úlpa með smellum framan á og í kringum kragann. Áletrun er framan og aftan á úlpunni. Þeir sem víta eítthvað nánar um þetta eða geta gefið upplýsingar vin- samlegast hafi samband í síma 73913. Bestu fréttir frá RÚV Loðnan og lukkan Betri sem heimanmundur geymdur í hafinu?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.