Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1991, Síða 25
FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991.
33
Lífsstfll
PAPRIKA
+.3%
I
W
3
C
'O
OQ
549 152
/CZ
SVEPPIR
0%
áii.
I
639 398
VINBER
+21%
I
<0
3
455 216
DV kannar grænmetismarkaðinn:
Meðalverð
hækkar á vínberj -
um og hvítkáli
- en lækkar á tómötum og gúrkum
Neytendasíða DV kannaði að þessu
sinni verð á grænmeti í eftirtöldum
verslunum; Bónus, Skútuvogi, Fjarð-
arkaupi i Hafnarfirði, Hagkaupi, Eið-
istorgi, Kjötstöðinni, Glæsibæ og
Miklagarði vestur í bæ. Bónusbúð-
irnar selja sitt grænmeti í stykkjatali
en aðrar verslanir selja eftir vigt. Til
að fá samanburð þar á milli er græn-
metið í Bónus vigtað og umreiknað
eftir meðalþyngd yfir í kílóverð.
Meðalverð á tómötum lækkaði nú
umtalsvert á milli vikna eða um 18
af hundraði og er nú 337 krónur.
Tómatar voru ódýrastir í Bónus á 155
krónur, á eftir fylgdi Hagkaup 339,
Fjarðarkaup 346, Kjötstöðin 349 og
dýrastir voru þeir í Miklagarði á 498.
Tómatar voru sérstaklega fallegir í
Kjötstöðinni, Hagkaupi og Fjarðar-
kaupi. Munur á hæsta verði var
221%.
Meðalverð á gúrkum lækkaði einn-
ig milli vikna eða um 14% og er nú
278 krónur. Gúrkur voru á hagstæð-
asta verðinu í Bónus en þar kostuðu
þær 103. Næst kom Fjarðarkaup 281,
síðan Kjötstöðin 283, Hagkaup 329 og
Mikligarður 395. Munur á hæsta og
lægsta verði á gúrkum var 283%.
Meðalverð á sveppum stóð í stað
milli vikna og er nú 511 krónur.
Sveppir voru að þessu sinni ódýrast-
ir í Kjötstöðinni á 398 krónur en síð-
an kom Bónus 437, Hagkaup 519,
Fjarðarkaup 564 og Mikligarður 639.
Sveppirnir voru alls staðar mjög fall-
egir. Munur á hæsta og lægsta verði
á sveppum var 61%.
Meðalverð á grænum vínberjum
hækkaði töluvert frá í síðustu viku
eöa um 21% og er nú 342 krónur.
Græn vínber voru ódýrust í Bónus
en þar kostuðu þau 216. Á eftir fylgdu
Mikligarður 269, Fjarðarkaup 374,
Hagkaup 395 og Kjötstöðin 455. Vín-
ber voru almennt mjög falleg. Munur
á hæsta og lægsta verði var 111%.
Meðalverð á grænni papriku lækk-
aði lítillega eða um 4 af hundraði og
Mjög fallegt grænmeti var víðast hvar á boðstólum í samanburðarverslunun-
um.
er nú 392 krónur. Græn paprika var
ódýrust í Bónus á 152, en á eftir komu
Mikligarður 365, Kjötstöðin 440,
Fjarðarkaup 456 og Hagkaup 549.
Munur á hæsta og lægsta verði á
grænni papriku var 261%.
Meðalverð á kartöflum stóð í stað
milli vikna og er nú 75 krónur. Kart-
öflur voru ódýrastar í Fjarðarkaupi
55 krónur, næst kom Bónus 67,50
krónur, Hagkaup 82, Mikligarður
82,50 og Kjötstöðin 89. Munur á hæsta
og lægsta verði á kartöflum var 62%.
Rétt er að geta þess aö ávallt er mið-
að við tegundina gullauga.
Meðalverð á blómkáli stóð einnig í
stað milli vikna og er áfram 238 krón-
ur. Það fékkst þó ekki í verslunum
Bónus og Miklagarðs. Blómkál var
ódýrast í Fjarðarkaupi en þar kostaði
það 230. Stutt á eftir kom Hagkaup
239 og síðan Kjötstöðin 244. Munur á
hæsta og lægsta veröi var óverulegur
eða 6%.
Meðalverð á hvítkáli hækkaði tölu-
vert milli vikna eða um 19% og er
nú 95 krónur. Hvítkál var ódýrast í
Bónus, kostaði þar 74, 79 krónur
kostaði það í Fjarðarkaupi, 89 í
Miklagarði, 99 í Hagkaupi og 132 í
Kjötstöðinni. Munur á hæsta og
. lægsta verði á hvítkáli var 78%.
Meðalverð á gulrótum var nú 206
krónur sem er óveruleg breyting um
eina krónu frá könnuninni í síðustu
viku. Gulrætur voru ódýrastar í Bón-
us á 147, síðan kom Fjarðarkaup 190,
Mikligarður 199, Hagkaup 229 og
Kjötstöðin 264. Munur á hæsta og
lægsta verði á gulrótum var 80%.
-ÍS
Sértilboð og afsláttur:
Cheerios með eplabragði
í verslunum Bónuss mátti kaupa á
sértilboðsverði 3 kg af Botaniq
þvottaefni á 396 krónur, þriggja tíma
Adachi myndabandsspólur á 349
krónur, nýja gerð Cheerios morgun-
korns með eplabragði og 10 kílóa
pakkningu af Nord strásykri á 490
krónur.
Meðal sértilboða hjá Fjarðarkaupi
í Hafnarfirði var Bravo ávaxtasafi, 1
1, á 99 krónur, 500 g af Bassets lakk-
rískonfekti á-199 krónur, Bonduelle.
maískorn í dós, 300 g, á 79 krónur
og KP Brannigan bjórhnetur, 100 g,
á 59 krónur.
Hagkaup, Eiðistorgi, var með nýja
bleikju í kjötborðinu á tilboðsverði,
375 kr. kílóverð, reykta Goöa medist-
erpylsu, 400 g, á 199 krónur, Carrs
tekex, 125 g, á 49 krónur og Gold
Berry ítalska tómata í dós, 400 g, á
39 krónur dósina.
Kjötstöðin, Glæsibæ, var með til-
boðsverð á unghænum, 199 krónur
Verslunin Bónus er meö nýja tegund af Cheerios með eplabragði á tilboðs-
verði.
kg, Busy Baker smákökur, margar
bragötegundir, 510 g, á 169 krónur
og 6 stk. af tveggja lítra kókflöskum
saman á 970 krónur. Þeir voru einnig
nýbúnir að fá danska lifrarkæfu sem
margir hafa beðið eftir.
Meðal þess sem var á tilboðsverði
hjá Miklagarði var Shina uppþvotta-
lögur, 11, á 69 krónur, RC kóla í 33
cl dósum á 40 krónur, Haust hafra-
kex, 250 g, á 99 krónur og Coop Milk
súkkulaðikex, 200 g, á 39 krónur.
-ÍS