Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1991, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1991, Qupperneq 5
RifS LAU.GARDAOUR 19- JANÚAR 1991. Fréttir Gos í Heklu er venjulega blandgos Siguröur heitinn Þórarinsson jarð- fræðingur þekkti Heklu og gos henn- ar ákaflega vel. Árið 1970 gaf AB út bók eftir Sigurð sem hann kallaði einfaldlega Heklu. í bókinni er rakið allt sem varðar þetta heimsfræga eldfjall, munnmælasögur, skráðar heimildir, gosannáll og auðvitað jarðfræði. Um eðli gosa í Heklu segir eftirfarandi: Með gjóskulagarannsóknum, rannsókn á Hekluhraunum og gagn- rýnni könnun skráðra heimilda hef- ur tekist að rekja gossögu Heklu síð- an ísland byggðist og einnig eldri sögu hennar að nokkru, en Hekla hefur síðan ísöld leið verið stórvirk- ari gjóskuframleiðandi en nokkurt annað íslenskt eldfjall. Þessar rann- sóknir hafa m.a. leitt í ljós að breyt- ingar verða á gosefnum meðan á Heklugosi stendur, svo að bæði hraun og gjóska verða því basískari sem lengra hður á gosið, en mestar verða breytingamar þegar á fyrstu klukkutímum gossins. Einnig hefur komið í ljós að kísilsýruinnihald bergkvikunnar í upphafi goss er upp að vissu marki (um 65% SiO) i nær beinu hlutfalli við lengd undangeng- ins goshlés. Verði hléið lengra en tvær aldir eða svo verður gjóskan nánast líparísk. Gos Heklu verða því aðallega með tvennum hætti. Eftir mjög löng gos- hlé verða þau hrein sprengigos, svip- uð Öskjugosinu 1875, og mynda lípa- rítgjósku. En venjulega eru gos Heklu blandgos, þ.e. hún gýs bæði gjósku og hrauni. Fer þá eftir lengd goshlésins hvort fyrsta gosmöhn og hraunin verða basísk eða andesísk. Venjulega er þó megnið af hrauninu andesískt og myndar dæmigert apal- hraun en í lok langra gosa fer það að nálgast samsetningu alkahbasalts og myndar þá stundum smá hellu- hraunsfláka. Fyrsti þáttur blandgosa Heklu er venjulega kröftugt sprengi- gos, svo kröftugt að kaha mætti það pliníanskt. Varir það frá einni upp í nokkrar klukkustimdir en myndar frá 60 og upp í meir en 90 hundraðs,- hluta af þeirri gjósku sem myndast í gosinu heiid. Gjóskugeirinn í þess- íbúum Selfoss fjölgar Regina Thorarensen, DV, Selfossi íbúum fer alltaf fjölgandi á Sel- fossi og samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar bjuggu 3.914 manns í bænum þann 1. desemb- er síðasthðinn. Ejölgimin var 1,7 prósent eöa 66 manns á milli ára. Selfossbúar hafa alltaf átt ágæt- is hreppsnefndir og bæjarstjóm- ir. Bæjarstjóri nú er Karl Bjöms- son, mikilhæfur maður. Þetta er annað kjörtímabh hans og er mikh ánægja með hann hjá öhum Selfossbúum. Bæjarstjómin segir hann vera samvinnuþýðan, framsýnan og lausan við einræði. Samkomulag er gott innan bæjarsijómarinnar en hana skipa 9 manns, þar af eru þrjár konur. Fyrsta skal fræga telja Bryndísi Brynjólfsdóttur, mikha kjamorkukonu, og er hún formaður bæjarráðs. Hún er úti- vinnandi með stórt heimih og á auk þess marga hesta. Aðra skal telja Sigríði Jensdóttur, forseta bæjarstjómar, en hún er sömu- leiðis mikh kjamakona. Þetta er annað kjörtímabh beggja. í vor komst svo Ingunn Guðmunds- dóttir í bæjarstjóm og er hún for- maður skólanefndar. um þætti gossins er því næsta reglu- legur, þar eð vindátt breytist htið meðan á honum stendur. Nokkrar jarðhræringar eru sam- fara byrjun Heklugoss og hefjast þær ekki að ráði fyrr en einni tíl tveim klukkustundum áðutíen sýnhegt gos hefst og ná hámarki rétt eftír gos- byijun. Áður en hinni hröðu gjósku- myndun lýkur er hraunrennshð haf- ið og gosið þar með orðið blandgos, sem þó hefur framan af meiri svip af sprengigosi en venja er um íslensk sprungugos. Hraunflóöið er mjög mikið fyrstu klukkustundirnar, en það dregur tíltölulega hratt úr því, svo það kemst í lágmark eftír nokkra daga, en eykst þá oft verulega að nýju. Blandgosið endar stundum í hreinu flæðigosi. Heimild: Hekla eftir Sigurð Þórarinsson. -JJ ásamt Bíbí o<g Lóló í 5 stjömu KABARETT Á SÖGU FYRSTA SÝNING 2. FEBRÚAR næturvaktinni njótiö gleöi, .nýjung sem er að allra geöi. Halli við dyrnar og hleypir þeim inn, sem hungrar og þyrstir í gleöi um sinn. i Bessi hann þjónar og þýtur um salinn, í þjóökunnum hlutverkum Laddi er falinn. Lóló og Bíbí hér liðast um sviö, lokkandi dansa á baki og kvið. Ástina forðum við upplifum keik, til ársins ’30 bregðum á leik. Kabarett, borðhald og blíð er syndin, Berlín og París er fyrirmyndin. Þrírétta veislukvöldveröur (val á réttum) Leikstjóri: Björn G. Björnsson Hljómsveitarstjóri: Árni Scheving OPINN DANSLEIKUR FRÁ KL. 23.30 TIL 3. Hljómsveitin Einsdæmi leikur. Tilboðsverð á gistmgu. Pöntunarsími 91-29900. Miðaverð: 4.400 kr. Húsið opnað kl. 19.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.