Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1991, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1991, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 19: JANÚAR 1991. Aðalfundur Aðalfundur Krýsuvíkursamtakanna verður haldinn 26. janúar næstkomandi kl. 14.00 e.h. að Vitastíg 8. Venjuleg aðalfundarstörf. ALMENN INNHEIMTUÞJÓNUSTA Vantar þig aðstoð við að innheimta reikningana? Láttu okkur heldur hlaupa fyrir þig í staö þess að þeir hrannist upp hjá þér. Við förum á staðinn í stað þess að sitja við símann sem oftar en ekki ber lítinn árangur. Heitum góðum árangri. Upplýsingar í síma 91 -680084. SIF, innheimtu- og bokhaldsþj. Útboð NIÐURHENGD LOFT Verkefnisstjórn Ráðhúss Reykjavíkur óskar eftir til- boðum í útvegun efnis í niðurhengd kerfisloft ásamt festingum og fylgihlutum til notkunar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu borgarverk- fræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, gegn 5.000 kr. skila- tryggingu frá og meó þriðjudegi 22. janúar 1991. Þjóðarbókhlaðan Tilboö óskast í frágang ínnanhúss, þ.e. í kjörnum, brú og for- hýsi, klæðningu útveggja, málun o.fl. í húsi Þjóðarbókhlöðunnar við Birkimel. Verkinu skal lokið fyrir 1. desember 1991. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykja- vik, til og með 13. febrúar 1991 gegn 1 5.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu IR, Borgartúni 7, þriðjudaginn 19. febrúar 1991 kl. 11.00. INIMKAUPASTOFIMUN RÍKISINS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK Styrkir til náms í Hollandi, Noregi og Sovétríkjunum 1. Hollensk stjórnvöld bjóða fram styrk handa ís- lendingi til háskólanáms í Hollandi skólaárið 1991-92. Styrkurinn er einkum ætlaöur stúdent sem kominn er nokkuð áleióis í háskólanámi eða kandídat til framhaldsnáms. Nám við listahá- skóla eða tónlistarháskóla er styrkhæft til jafns við almennt háskólanám. Styrkfjárhæðin er 1 130 gyllini á mánuði í 10 mánuði. 2. Norsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram í löndum, sem aðild eiga aö Evrópuráðinu, fimm styrki til framhaldsnáms við háskóla í Noregi skólaárið 1991-92. Ekki er vitað fyrirfram hvort einhver þessara styrkja muni koma í hlut íslend- inga. 3. Sovésk stjórnvöld munu væntanlega veita einum íslendingi skólavist og styrk til háskólanáms í Sovétríkjunúm háskólaárið 1991-92. Umsóknum um styrk til náms í Hollandi og Sovétríkj- unum skal komið til menntamálaráðuneytisins, Söiv- hólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 15. febrúar nk. og fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt meðmælum. - Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Umsóknir um styrki til náms í Noregi skulu sendar til: Norges allmennvitenskapelige forskningsrád, Sandakerveien 99, N-0483 Oslo 4, fyrir 1. mars nk. og lætur sú stofnun í té umsóknareyðublöð og frek- ari upplýsingar. Menntamálaráðuneytið, 18. janúar 1991 Haraldur fimmti, konungur Nor- egs, fæddist á herragarði foreldra sinna 21. febrúar 1937. Það var í fyrsta skipti í 566 ár sem prins fæddist í Noregi og ánægjan var mikil vegna þess að krúnan var örugg. Áður áttu þáverandi krón- prins, Ólafur, og sænskættuð eigin- kona hans, Marta, tvær dætur, prinsessurnar Ragnhildi og Astrid. Krónprinsinn var aðeins þriggja ára gamall þegar Hitler réðst inn í Noreg. Faðir hans fór ásamt Há- koni konungi til London. Hins veg- ar fór Marta með börnin þrjú yfir til Svíþjóðar í gegnum Finnland og þaðan til Bandaríkjanna þar sem Franklin Roosevelt tók á móti þeim. Norska fjölskyldan var því ekki sameinuð á meðan síðari heimsstyrjöldin gekk yfir. Harald- ur dvaldi því lengi í Bandaríkjun- um. Hann hefur sagt að það hafi verið vandasamt fyrir Qölskylduna hversu faðirinn var langt í burtu og samskiptin lítil. Þegar Haraldur byrjaði í skóla í Bandaríkjunum nam hann að sjálf- sögðu allt á ensku en heima var börnunum skipað að tala norsku. Átta ára gamall, þann 7. júní 1945, kom Haraldur ásamt móður sinni, systrum og afa til Noregs aftur. Hann sagði í viðtali fyrir stuttu að þá fyrst hefði hann skynjað að í framtíöinni yrði hann konungur Noregs. ,,Ég hef sjálfsagt heyrt að afi minn væri konungur en búsetan Nýleg mynd af norsku konungsfjölskyldunni: Haraldur, nú konungur, Ólafur konungur stendur við hlið hans, Sonja drottning situr en til vinstri stendur Marta Lovísa krónprinsessa, 18 ára, og til hægri Hákon Magn- ús, 15 ára. HaraldurV., konungur Noregs: i Bandaríkjunum gerði það að ve'rkum að maöur vissi ekkert hvað það væri." Til Noregs eftir stríð Það var ekki fyrr en striöið var á enda að norska konungsfjölskyld- an sameinaðist á ný og Ólafur kynntist syni sínum, Haraldi. Prinsinn fór í venjulegan norskan skóla og kennurum var bent á að taka hann sem hvern annan nem- anda. Haraldur hefur sagt að skóla- gangan hafi veriö honum jafneðli- leg og annarra nemenda. Hann tók þátt í snjókasti sem öðrum prakk- arastrikum. Haraldur gegndi herskyldu í sextán mánuði en eftir hana fór hann í herskóla haustið 1957. Sama ár lést Hákon konungur og Harald- ur, sem þá var tvítugur, varð krón- prins. Þá tóku nýjar skyldur við. > Haraldur er mikill íþróttamaður, sérstaklega í siglingum, eins og fað- ir hans. Haraldur kynntist eiginkonu sinni, Sonju, árið 1959. Sonja Har- aldsen er af borgaralegum ættum,' dóttir stórkaupmanns í Ósló. Har- aldur bauð henni á lokaball í her- skólanum og mynd af þeim tveim- ur, þar sem þau borða sömu köku- sneiðina, hefur oftsinnis verið sleg- ið upp í blöðum. Makar með rauttblóð Systur Haralds höföu báðar gifst mönnum af borgaralegum ættum. Þær fundu enga í útlöndum með blátt blóð og enga slíka var að finna í Noregi. Haraldur þurfti að fá sam- þykki fóður síns til að eiga stúlk- una sem var „ein af almenningi" og hann gaf samþykki sitt - hélt jafnvel að Norðmenn yrðu glaðir að fá norskættaða drottningu. Ólafur Noregskonungur ásamt syni sinum, Haraldi, sem nu hefur tekið við krúnunni. Samband þeirra Sonju og Haralds stóö í níu ár áður en að brúðkaupi kom. Þau höfðu reynt að fara leynt með sambandið og norsk blöð höfðu ekki sagt frá því. Hins vegar gerðu erlend blöð það og árið 1968, sama ár og brúðkaupið fór fram, gat norska pressan • ekki þagað lengur. Það voru þó ekki allir sam- mála krónprinsinum að velja borg- aralega stúlku. Norsk blöð bentu honum á að fara út í heim og finna sér konu með blátt blóö. En al- menningur tók vel á móti Sonju. Haraldur hefur alltaf haldið því fram að hann hafi borgaralegan bakgrunn. Sonja er vel menntuð. Hún lærði frönskú og ensku við háskólann í Ósló og aöaláhugamál hennar er listasaga. Meiningin var að hún tæki við fyrirtæki föður síns og það gerði hún fyrst í staö. Oft kom fólk inn í verslunina einungis til að skoða væntanlega drottningu. í gegnum árin hefur Sonja tekiö stað Mörtu drottningar í sviðsljós- inu en hún lést árið 1954. Þau hjón- in hafa ferðast um allan heim og ekki síst um eigið land. Þau eiga tvö börn, Mörtu Lovísu krónprins- essu, sem er 18 ára, og Hákon Magnús, 15 ára. „Hefborg- aralegan bakgrunn''

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.