Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1991, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1991, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1991. Myndbönd DV-listinxi Það verða litlar breytingar á list- anum þessa vikuna enda mjög sterkar leigumyndir sem skipa fyrstu fimm sætin á listanum og er lítill munur á milli þessara mynda. Internal Affairs skipar enn fyrsta sætið. Spennumyndirnar Hard to Kill og Total Recall hafa innbyrðis sætaskipti. Ein ný mynd kemur inn á listann, spennumynd- in Loose Cannons og gamanmynd- in Nuns on the Run kíkir aftur inn á listann eftir að hafa dottið út af honum í síðustu viku. 1 (1) Internal Affairs 2 (2) Look Who’s Talking 3 (4) Hard to Kill 4 (3) Total Recall 5 (5) Revenge 6 (6) We’re No Angels 7 (-) Loose Cannons 8 (10) Always 9 (-) Nuns on the Run 10 (8) Hunt For Red October HARD TO KILL Útgefandi Steinar hf. Leikstjóri: Bruce Malmuth. Aðalhlutverk: Steven Seagal, Kelly Le Brock og Bill Sadler. Bandarisk, 1990-sýningartími 121 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. Steven Seagal er dæmigerð markaðsframleiðsla, starfsheitið er leikari en hæfileikarnir liggja í öðru. Mér er ekki kunnugt um að hann hafi þurft að hafa mikið fyrir því aö komast á toppinn. Seagal, sem er fyrrverandi meist- ari í sjálfsvarnaríþrótt, hefur útlit- ið með sér og mikla hæfileika í slagsmálaatriðum. Þessir hæfileik- ar nýttust honum vel í fyrstu kvik- H« s L.A. Dcleclivo Mason Slsini TtwM hiretí awasstns lett tvm tar títtad. And hc s twlletí seven myndinni sem hann lék í, Nico, og reynast honum enn betur í Hard to Kill. Þær fréttir hafa borist að þriðja mynd hans, Marked for Death, sé mjög vel sótt vestan hafs. Þessi afrek hans á hvíta tjaldinu gera það aö verkum að hann er lík- legastur arftaki Sylvesters Stallone og Arnolds Schwarzenegger sem báöir hafa margoft lýst yfir að þeir séu orðnir leiðir á þeim stöðluöu hlutverkum sem þeir eru þekktast- ir fyrir. Svo getur einnig orðið að hann verði aldrei meira en annar Chuck Norris. í Hard to Kill leikur Seagal súper- löggu sem verður fórnarlamb harðsvíraðra glæpamanna. Þeim tekst að myrða eiginkonu hans og særa hann það alvarlega að hann liggur í dái í sjö ár. Þegar hann vaknar til lífsins kemst ekkert ann- að að hjá honum en hefnd. Leið hans að foringja glæpamannanna, sem þá er orðinn öldungadeildar- þingmaður, er blóði drifin. Handritið að Hard to Kill er form- úluhandrit sem oft hefur verið skrifaö í misjöfnum útgáfum, enda kemur ekki eitt einasta atriði manni á óvart. • Skemmtanagildi myndarinnar er samt nokkurt, sérstaklega þær senur þar sem lík- amsatgervi hetjunnar nýtist til fulls. Steven Seagal gerir það sem ætl- ast er til af honum allvel en hvort hann getur gert eitthvað meira en að sýna spengilegan líkama og standa sig vel í slagsmálum er ekki hægt að dæma eftir frammistöðu hans í þessari mynd. -HK Flagð undir fögru skinni MALEDICTION Útgefandi: Laugarásbió. Leikstjóri: Bert I. Gordon. Aðalhlutverk: Robert Forster, Lydie Denier og Caren Kaye. Bandarísk, 1989-sýningartimi 87 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. í Malediction leikur Robert Forster fyrrverandi löggu sem hef- ur það að atvinnu að hafa uppi á týndum unglingum. Við leit hans á stúlku einni kynnist hann hinni fögru Nicole sem rekur umboðs- skrifstofu fyrir ungar stúlkur sem vilja verða tískusýningardömur. Cherney finnst undarlegt hvað margar stúlkur hverfa sem hafa verið skráðar hjá Nicole og ákveð- ur að rannsaka hana betur. Þótt þaö taki hann langan tíma að kom- ast að því hver hún er þá fær áhorf- andinn fljótlega að vita að Nicole er flagð undir fógru skinni í orðsins fyllstu merkingu því hún er 300 ára gömul vampíra sem lifir á ungu blóöi... Fyrir aödáendur hryllingsmynda er Malediction hin sæmilegasta af- þreying þar sem yfirleitt mikið er að gerast. Eins og veröa vill í slík- um myndum er allt raunsæi látið Uggja milli hluta, aðeins reynt að hrella áhorfendur sem mest. Til að það takist þurfa tæknimenn og fórðunarmeistarar aö standa sig í stykkinu og má segja að oft hefur þeim tekist betur upp. -HK ★★★ Óvenjuleg leið á toppinn A SHOCK TO THE SYSTEM Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Jan Egleson. Aðalhlutverk: Michael Caine, Elizabeth McGovern, Peter Riegert og Swoosie Kurtz. Bandarisk, 1989-sýningartími 90 mín. Michael Caine hefur oft verið skammaður fyrir það að vera ekki nógu vandlátur á hlutverk. Og satt er að þessi ágæti leikari á æði mis- jafnar myndir að baki. Einhvem tímann þegar blaðamaður hafði orð á þessu við hann svaraði hann með sinni alkunnu kímni að hiut- verkin skiptu ekki máli. Áður en hann tæki að sér hlutverk grennsl- aöist hann ávallt fyrir um hvort myndin væri ekki tekin upp þar sem honum þætti þægilegast að vera. Caine hefur hitt á vel skrifað hlutverk þegar tók að sér að leika auglýsingamanninn Graham Marshall í A Shock To The System sem er svört kómedía í orðsins fyllstu merkingu. Marshall er í hjónabandi með óþolandi konu sem gerir lionum lífið leitt. Honum gengur vel í vinn- unni og allir telja að hann sé á uppleið og vinnufélagar hans halda honum meira að segja veislu þar sem þeir telja það fullvíst að hann fái forstjórastöðu sem losnað hefur. Það verður því Marshall mikið áfall þegar yngri maður er vahnn í stöðuna. Hin snobbaða eiginkona hans bætir ekki um og hund- skammar hann fyrir að vera algjör aumingi. Marshall sér að ef líf hans tekur ekki róttækum breytingum verður óþolandi að lifa þvi . . . Ekki er vert að fara nánar út í söguþráðinn en ráðabrugg Mars- halls kemur áhorfendum á óvart og aðallega þegar kemur í ljós að hann kemst upp með ráðbrugg sitt. Myndin er haganlega skrifuð og nokkur atriði snilldarlega gerð, má þar nefna lokaatriðið. Michael Ca- ine sannar hér enn einu sinni að fái hann gott hlutverk í hendurnar þá er hrein unun að horfa á hann. -HK Frosin spenna COLD COMFORT Útgefandi: Kvikmynd Leikstjóri: Vic Sarin Aðalhlutverk: Maury Chaykin, Margaret Langrick og Paul Gross Amerísk - 1990 Sýningartími 90 minútijr^ Bönnuö innan 12 ára Dolores býr ein meö pabba sínum á sveitabæ rétt utan við amerískan smábæ. Hún er alltaf ein og henni leiðist því það er hávetur. Það glaðnar yfir Dolores þegar pabbi færir henni ungan sprelllifandi pilt í afmælisgjöf. Piltinn hirti hann upp þar sem hann var strandaður í hríðinni. Stephen, sem er sölumaður á ferðlagi um héraðið, er björguninni feginn og nýtur gestrisni feðgin- anna uns það rennur upp fyrir honum að heimilisfaðirinn er auð- vitað kolgeggjaður og ætlar alls ekki að sleppa honum, Þegar Step- hen frnnur sjálfan sig hlekkjaðan með digurri keðju við dyrastaf í eldhúsinu verður honum ljós al- vara málsins. Þessi einkennilega mynd er bæði góð og slæm. Góð vegna þess að leikararnir standa sig hreint ágæt- lega og í sumum atriðum tekst að byggja upp góða spennu. Mynda- takan er á köflum mjög falleg og vetrarríkiö fær að njóta sín. Gallarnir felast hins vegar í því að sagan er nokkuð augljós eftirhk- ing á Misery, kvikmynd eftir sögu Kings sem nú er sýnd við feikilega aðsókn vestanhafs. Höfundar Cold Comfort hafa greinilega gengiö í smiðju til hans. Hinn gallinn er afskaplega hal- lærislegur endir sem gengur á skjön við allt það sem á undan er gengiö. Á heildina litið sæmileg- asta afþreying því kostirnir vega heldur þyngra á metunum. .p^ ★★ Refsivöndur á hjóli THE PUNISHER Útgelandi: Skifan Leikstjóri: Mark Goldblatt Aðalhlutverk: Dolph Lundgren og Louis Gossett jr. Amerísk - 1988 Sýningartimi 91 mínúta Bönnuð innan 16 ára Það er ekki margt sem gleður aug- að i þessari kvikmynd. Hér segir frá herferð eins manns gegn glæpa- hyski sem þrífst á eymd annarra. Refsarinn, eins og okkar maður kýs aö kalla sig, hefst við í holræsum stórborgarinnar og feröast þar um á mótorhjóli. Þegar myndin hefst er hann lagt kominn með að ganga milli bols og höfuðs á mafiunni einn síns liðs. Ástæðan fyrir óslökkvandi hefndarþorsta refsi- vandarins er sú að fjölskylda hans var drepin af þeirri sömu mafiu. Leikurinn flækist nokkuð þegar japönsk útgáfa af mafíunni iendir í stríð við ameríska stéttarbræður sína. Refsarinn dregst inn í þau átök og áður en lýkur liggja margir i valnum. Fyrir þá sem kunna slíkt aö meta er þetta ágætis afþreying. Mér Þingmaður í frumskógi Sýningartimi - 96 minútur Bönnuð börnum yngri en 12 ára Hér kemur sagan af Tom nokkrum Bell sem hefur verið kosinn á þing í Ameríku. Hann er eins og fiskur á þurru þegar þangaö kemur þrátt fyrir dygga leiðsögn föður síns sem vermdi sætiö næstur á undan. Tom líst ekki sérlega vel á hrossakaupin og baktjaldamakkið í þinginu. Hann kýs frekar aö fara einn síns liðs til Costa Verde en þar er eftir- litsmaður frá eiturlyfjalögreglunni amerísku týndur og tröllum gefinn. Faðir þess týnda ríður húsum í Washington en enginn gerir neitt fyrr en Tom kemur og bjargar málum. Til þess að gera langa sögu (og leiða) stutta þá finnur Tommi kauða, tekur þátt í pólitiskum hrossakaupum til þess að bjarga honum og hefur slæma samvisku yfir öllu saman. Hvað á svo sem að segja um þetta? Áferðarfalleg iðnaðarfram- leiðsla, sæmilegir leikarar, handri- tið óttaleg ótrúverðug þvæla. Sæmilegasta afþreying ef þú ert búin að sjá allt annað. -Pá LAME DUCK Útgefandi: Bíómyndir Leikstjóri: Allan Metzger eftir handriti Stephen J. Cannell Aðalhlutverk: William Katt, Dick O'Neill, Jordan Rowe Baker, Tony Edwards og Kenneth McMlllan Amerisk - 1988 sýndist þeir skipta nokkrum tugum sem lágu í valnum eftir átökin. Við skulum hins vegar ekkert vera að minnast á frammistöðu leikara eöa svoleiðis. í þessu tilfelli skiptir það ekki .máli. Lundgren refsari er vöðvastæltur og hefur gott vald á þeim fúllyndissvip sem hlutverkið krefst. Það dugar. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.