Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1991, Side 14
14
LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1991.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JONAS KRISTjANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr.
Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr.
Miðaldir hjá Gorbatsjov
Utanríkisráðherra og ríkisstjórnin hafa haldið vel á
stuðningi íslands við málstað Lithaugalands og annarra
Eystrasaltsríkja í þessari lotu ofbeldis Gorbatsjovs ein-
ræðisherra. Að mati Lithauga eru íslendingar þeir
bandamenn, sem hafa orðið þeim traustastir í vörninni.
Tvennt skyggir á. Hið fyrra er, að okkar menn skuh
enn beita orðhengilshætti gegn kröfunni um, að ísland
viðurkenni nú Lithaugaland, Eistland og Lettland sem
sjálfstæð og fullvalda ríki. Hið síðara er, að ekki skuh
formlega komið á ræðismannaskiptum við þessi lönd.
Ef íslenzkir ráðherrar telja skipta máli að vitna í
danskt skjal frá 1922, þar sem viðurkennt er sjálfstæði
og fullveldi Lithaugalands og segja það ghda enn fyrir
okkar hönd, er miklu nær að búa til alvöru íslenzkt
skjal sama efnis á því ári, sem nú skiptir máli, 1991.
Þrátt fyrir þessa vankanta hafa viðbrögð íslenzkra
stjórnvalda borið af viðbrögðum hliðstæðra aðila á
Norðurlöndum og í Atlantshafsbandalaginu. Það eru
íslenzk stjórnvöld, sem í báðum þessum fylkingum hafa
reynt að draga aðra með sér í átt til réttlætis.
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur
meira að segja bakað Gorbatsjov nokkurn vanda með
því að leggja af stað til Lithaugalands á þessum örlaga-
tíma. Það sýnir einræðisherranum, að horft er á glæpi
hans þrátt fyrir athyghna, sem Persaflói fær.
Hér í blaðinu hefur á síðustu árum nokkrum sinnum
verið lýst furðu á, að Vesturlönd og einkum þó Banda-
ríkin skuh hafa sett traust sitt á einræðisherra, sem
hefur hvað eftir annað sýnt, að er sama marki brenndur
og forverar hans í valdastólum í Sovétríkjunum.
Hér í blaðinu hefur það líka verið sett upp sem mæli-
kvarði á, hvort ráðamenn væru siðmenningarmegin við
strikið, að þeir treystu sér ekki til að láta skriðdreka
brölta yfir fólk, sem þeir telja þegna sína. Gorbatsjov
er sannanlega villimennskumegin við þetta strik.
Afturhvarf inn í miðaldamyrkur er einkenni Sovét-
stjórnarinnar um þessar mundir. í opinberu menningar-
riti í Moskvu, Moldaya Gvardia, hefur verið varað við
innflutningi eitraðra málma frá íslandi, þar sem það sé
hður 1 alþjóðlegu samsæri gegn Sovétríkjunum.
Gorbatsjov hefur hlaðið undir forstjóra leyniþjón-
ustunnar, Vladimir Kryukov, sem nýlega stóð upp í
sovézka þinginu til að vara við eitruðu gjafakorni frá
Vesturlöndum og ýmsum slíkum tiltækjum, sem væru
liður í hinu alþjóðlega samsæri gegn Sovétríkjunum.
Dmitri Jazov hermálaráðherra og Kryukov sögðu
fyrir innrásina í Lithaugaland, að blóðsúthellingar yrðu
hugsanlega nauðsynlegar th að verjast samsæri Vestur-
landa gegn öryggi sovézka ríkisins. Þessir miðaldamenn
eru orðnir aðalráðgjafar Gorbatsjovs einræðisherra.
Gorbatsjov hefur ekki stefnt að opnun í Sovétríkjun-
um hennar vegna. Hann hefur notað hana til að tefla
umbótasinnum og afturhaldsmönnum fram og th baka
í þeim thgangi einum að safna sjálfum sér alræðis-
valdi. Innrásin í Lithaugaland er ein afleiðingin.
Gorbatsjov notar tækifærið, er stjórn Bandaríkjanna
telur sér henta að halda góðu sambandi við hann vegna
stuðnings við málstað Sameinuðu þjóðanna í Persaflóa.
Meðan Vesturlönd eru upptekin af vandamálum Kúvæt
telur hann sig hafa betra svigrúm til valdbeitingar.
íslenzk stjórnvöld hafa eftir megni reynt að fyUa inn
í tómarúm í afstöðu Vesturlanda til Eystrasaltsríkj-
anna. Við höfum fuha sæmd af þeirri viðleitni.
Jónas Kristjánsson
Bush forseti, milli Bakers utanrikisráðherra (t.v.) og Cheney landvarnarráðherra, fer yfir leyndarstimpluð
skjöl um hernaðinn. Simamynd Reuter
Bush valdi gamla
lagið gegn
Saddam Hussein
Fyrsta fómarlamb fyrirskipunar
George Bush Bandaríkjaforseta
um allsherjaratlögu gegn írak frá
Arabíu og af' Persaflóa er hug-
myndin um nýja heimsskipan á
grundvelli samvirks samfélags
þjóöa til aö halda niöri ágangi og
ofbeldi í samskiptum ríkja. Bush
sjálfum og fulltrúum hans varð tíð-
rætt um þessa nýju heimsskipan
þegar verið var að koma á því sem
4 nærri stappaði alheimssamstöðu
um refsiaðgerðir gegn írak fyrir
hertöku Kúvæt.
Ástæðurnar til að aðgerðimar nú
samrýmast ekki framtíðarsýninni
frá því síðla sumars era margar.
Það er ákvörðun Bandaríkjaforseta
eins sem yfirmanns bandaríska
heraflans að hefja skuh árás og
heraflinn, sem leggur til atlögu, er
yfirgnæfandi bandarískur. Þátt-
taka 28 annarra ríkja er í flestum
tilvikum til að sýnast og gefa hern-
aðaraðgerðinni fjölþjóöayfirbragö.
Ný heimsskipan, sem rís undir
nafni, verður að fela í sér að vald-
beitingu sé haldið í lágmarki. Meg-
inástæðan er að halda manntjóni
niðri en við bætist að nútímatækni
hefur breytt eðli vopnabúnaðarins
og þar með afleiðingunum, sé hon-
um beitt hömlulaust. Gegn þessu
boði er þverbrotið strax í upphafi
stríðsins, sem nú er hafið með
mögnuðustu loftárás hemaðarsög-
unnar, og verður þó enn frekar síð-
ar, verði af þeirri milljón manna
fólkorrastu í eyðimörkinni sem allt
virðist stefna í.
Þyngst vegur þó til votts um frá-
hvarfið frá hugmyndinni um nýja
heimsskipan að hlaupist er að
óreyndu í miðjum klíðum frá
merkustu tilraun sem heimsbyggð-
in hefur gert til að hafa hemil á
friðspillum með áhrifaríkum refsi-
aðgeröum án þess að til nýrra víga-
ferla þurfi að koma. Viðskipta-
bannið á írak hefur hafdið með
ágætum. Fyrir útflutning og þar
með tekjuöflun stórskuldugs ríkis
með minna en ekkert lánstraust
hefur tekið með öllu. Svipuðu máli
gegnir um innflutning, einkum á
öllum vamingi sem þýðingu hefur
til að viðhalda hemaðarmætti
Saddams Husseins. FuUyrt er að í
heild hafi þjóðarframleiðsla íraks
hrapað um helming fyrstu fjóra
mánuöina eftir að viðskiptabannið
gekk í gildi.
En það er eðli viðskiptabanns að
tíma tekur að það hrífi svo um
munar. Takmörkuð aðdráttabönn,
eins og á Rhodesíu og Suður-Afr-
íku, höfðu staðið svo áram skipti
áður en stjórnvöld þar tóku að
beygja sig. Algert viðskiptabann á
eins auðlokað land og írak er fljót-
Erlend tídindi
MagnúsTorfi Ólafsson
virkara og var í upphafi gert ráð
fyrir að það yrði komið í þrot
snemma á öðra ári frá því utanrík-
isviðskipti stöðvuðust.
Þessi forsenda, sem allir viður-
kenndu í upphafi, og reynslan af
banninu til þessa urðu til að for-
ustumenn demókrata í báðum
deildum Bandaríkjaþings lögðust
gegn því í umræðum fyrir viku að
veita Bush forseta þá þegar heimild
til hernaðaraðgerða á hendur írak.
Þess í stað lögðu þeir til að látið
yrði reyna á viðskiptabannið til
hlítar.
Fyrsti flutningsmaður tillögu
þessa efnis í Öldungadeild var Sam
Nunn, formaður hermálanefndar
og virtastur deildarmanna fyrir al-
hliða þekkingu á hermálum. Tillag-
an fékk atkvæði 46 öldungadeildar-
manna af 100. Sá hópur er því all-
breiður og fyrirfinnst víðar en hér-
lendis sem stríðslostaseggir telja
sig hafa efni á að hrakyrða fyrir
að sjá önnur ráö heppilegri gegn
Saddam Hussein og hans nótum en
stríð strax.
Öldungadeildin veitti Bush
striðsheimildina með 52 atkvæð-
um. í rauninni tók hann stefnuna
á stríð upp úr áramótum í öndverð-
um nóvember þegar hann ákvað
að nær tvöfalda bandarískan land-
her á Arabíuskaga upp í 430.000
manns. Iilmögulegt hlaut að verða
að haida slíkum herafla úti aðgerð-
arlausum á þeim slóðum í ár eða
lengur, þann tíma sem viöskipta-
banninu var ætlaður í upphafi.
Einn af þeim málsmetandi
Bandaríkjamönnum, sem harðast
hafa gagnrýnt þessa ákvöröun for-
setans, er Paul H. Nitze sem verið
hefur viðriðinn bandarísk utanrík-
ismál og hermál í áratugi, síðast á
stjómaráram Reagans. Hann hefur
látið það álit í ljós, af löngum kynn-
um af togstreitunni milh yfir-
stjórna hergreinanna í Washing-
ton, að um megi að einhverju leyti
kenna viðleitni forustu landhersins
að halda fram sínum hlut á tímum
rénandi fjárveitinga til landvarna.
Herforingjarnir hafi ekki mátt tíl
þess hugsa að svo kynni að fara að
Irak yrði yfirbugað án þess að aðr-
ir kæmu þar við sögu af Bandaríkj-
anna hálfu í virku hlutverki en floti
og flugher við að halda uppi hafn-
banninu og fylgja því ef til vill eftir
með takmörkuðum loftárásum á
valin skotmörk.
Um hagsmuni stjórnmálamanns-
ins George Bush af að hraða stríði,
sem hann telur sig vissan um að
Bandaríkin vinni með yfirburðum,
þarf ekki að fara í neinar grafgöt-
ur. Flokkur forsetans stóð sig illa
í kosningunum í nóvemberbyrjun.
Æðsta markmið hans er endurkjör
1992. Yrði látið á hafnbannið reyna
til þrautar gæti farið svo að undir-
búningur að þeim kosningum yrði
hafinn þegar niðurstaða fengist í
átökunum við írak. Á þeim tíma
gæti margt á bjátað og bandaríska
þjóðin er kunn fyrir að henni er
margt betur gefið en langlundar-
geð.
En með fráhvarfi frá hugmynd-
inni um nýja heimsskipan tekur
Bandaríkjaforseti líka áhættu.
Hættan á afturkipp í batnandi pam-
búð risaveldanna blasir þegar við.
Kúgunaröfl í Sovétríkjunum eru
komin á kreik og ætla bersýnilega
að reyna að ná sér niðri í skjóli af
reykskýinu sem ófriðarbálið við
Persaflóabotn breiðir yfir heims-
byggðina. Úr því Sovétstjórnin gef-
ur Bandaríkjunum frjálsar hendur
við Persaflóa þykist hún geta farið
sínu fram við Eystrasalt. Sem
stendur er það ekki myndugur for-
ingi Vesturlanda, sem stendur á
milh þjóða Eystrasódtslandanna og
nýs hemáms, heldur öðram frem-
ur Boris Jeltsin Rússlandsforseti,
tíl skamms tíma miöstjórnarmaður
í Kommúnistaflokki Sovétríkj-
anna.
Hin megináhættan, sem við
Bandaríkjaforseta blasir, er að ný-
hafið stríð dragist á langinn, og sér
í lagi að Bandaríkjaher lendi í ná-
vígi og jafnvel götubardögum með
tilheyrandi mannfalli í Kúvæt eða
Suður-írak. Bætist slikt við reynsl-
una frá Víetnam er vafasamt að
nokkur húsbóndi í Hvíta húsinu
treystí sér í bráð tíl að senda unga
landa sína í fjölmennar herferöir
hingað og þangað um hnöttínn.
Nýja heimsskipanin, sem brugöið
var upp mynd af í haust, er mál
málanna, ekki hvort Saddam Huss-
ein er bugaður misserinu fyrr eða
síðar.
Magnús Torfi Ólafsson