Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1991, Page 21
LAUÖARD'ÁGUR 19. JANÚAR 1991.
21
DV
Vísnaþáttur
Alltaf græðir þessi þjóð,
þegar skáldin yrkja
Eg vona aö enginn hafi tekið Dana-
haturssögurnar í síðasta þætti svo
að mér hafi þótt undir þær tak-
andi. Nú er allt fyrir löngu breytt
um hug Norðurlandaþjóðanna
hver til annarrar. Saga þeirra er
löng og á ýmsu hefur gengið. Síð-
ustu áratugi hafa þær allar kapp-
kostað að gleyma þeim misjöfnu
böggum sem þær áttu hver í ann-
arra garði. Nú eru þessar þjóðir
allar einn vinahringur, keppast við
að bæta fyrir það sem áður var
ámælisvert.
í skrifum mínum vegna útkomu
Gilsbókarinnar um ævi og verk
Einars Benediktssonar hef ég haft
til hliðsjónar fimm binda útgáfu
ísafoldar, sem kom út á árunum
milli 1950 og ’60, er þeir Pétur Sig-
urðsson háskólaritari og Stein-
grímur J. Þorsteinsson prófessoi
sáu um.
Minningarljóð
Það hefur lengi verið siður á ís-
landi að kveðja merkisfólk eða
látna ástvini með rímuðum eftir-
mælum. Oftast er hér um að ræða
saknaðar- og minningarorð og fæst
þykir ástæða til að birta í ljóðasöfn-
um skáldanna. Þó var þetta lengi
gert og enn einstaka sinnum þegar
vel þótti takast. í Hafblikum Einars
Benediktssonar er ljóð tileinkað
Steingrími Johnsen sem látinn er
síðasta dág janúarmánaðar 1901.
Hann var útskrifaður úr Hafnar-
háskóla, málamaður og söngkenn-
ari, f. 1846. Ég tek hér fyrsta erindi
ljóðsins.
Ailt, sem á hjarta, ber í sér þrá
upp í söngvanna ríki.
Herskara drottins sálimar sjá
syngjandi engla í líki.
Þjóðskáldin þrjú
Alltaf var vinátta með þeim þjóð-
skáldunum Hannesi Hafstein,
Matthíasi og Einari Benediktssyni.
í veislu, sem Einar hélt Matthíasi,
rétti hann öldungnum silfurbikar,
fleytifullan af kampavíni, og fylgdi
vísa:
Eins og gulli gegnum sáld
geislum slær þinn andi.
Höfðingja og helgiskáld,
hátt þín minning standi.
Matthías orti síðar og sendi Einari
Bikarrímu og þar stóð:
Nýja fossa fjörs og blóðs
flyturðu oss með töfrum óðs,
nýja blossa lífs og ljóðs,
lifi hnoss þíns guðamóðs.
Allar gættir opnist þér,
allar vættir dugi þér.
Hörpuslætti úr höndum mér
hruninn mætti fel svo þér.
Þetta var 1916. Fjórum árum síðar
dó Matthías. Einar liföi tuttugu
árum lengur en síðasti áratugur
hans og rúmlega það varð honum
Vísnaþáttur
mjög örðugur. Hjónabandi hans
lauk, fjárhagur hans gerðist þröng-
ur, heilsan bilaði. Aðdáandi ljóða
hans, roskin kona, Hlín Johnson,
gerðist forsjá hans og þau fluttust
til Herdísarvíkur, afskekktrar
eignarjarðar hans. En tvær ferðir
gerðu þau til útlanda. Þegar hér
var komið hallaði stöðugt undan
fæti og kunna allir bókmennta-
menn þá sögu.
Einar orti eftirmæli um sér ná-
komið fólk og með listrænni hætti.
Hér eru þó einkenni hans og and-
legt fangamark. Rímleikni hans og
furðulegt vald á máli kemur og
glöggt fram í Ólafs rímu Grænlend-
ings sem er ort undir erfiðasta
hætti tungunnar, sléttuböndum.
Varla mun þar þó lifa nema ein
vísa:
Falla tímans völdug verk
varla faileg baga.
Snjalla ríman stuðlasterk
stendur alla daga.
Síðasta haustiö sem Einar lifði var
1939. Frá þeim tíma munu vera
þessar stökur:
Þegar Bláland seint ég sá,
sár var þrá míns hjarta.
Aldrei má ég endursjá
undrið háa og bjarta.
Eldar hrapa yfir mold,
andinn tapar vegi,
eilíf gnapir undrafold
efst á skapadegi.
Og þessi:
Stjömur signa hvelin hálf,
höfin lygna augum,
jörðin skyggnir, sér hún sjálf
sunnu stigna af laugum.
Frú Hlín taiar og um það í sam-
bandi viö þessar vísur hve hug-
fanginn Einar geti orðið af aþ sjá
undur himingeimsins og stjörnu-
hröp.
í bréfi, sem frú Hlín Johnson
sendi fornvini Einars 5. mars 1931,
úr síðari utanfór þeirra, er þessi
visa sem Einar hafði þá ort:
Dýrmæt eru lýðsins ljóð,
landsins von þau styrkja.
Alltaf græðir þessi þjóð,
þegar skáldin yrkja.
Einar dó í Herdísarvík aðfaranótt
13. janúar 1940. Hann varð tæplega
77 ára. Mikið skáld. Örlögin
dæmdu hann til harðrar baráttu.
Vissulega hafði hann lifað ham-
ingjuríka ævi en enginn veit
hversu auðmýkjandi breytni sam-
borgara og sinnulítillar þjóðar átti
hlut að því að svipta hann að lokum
reisn. Hann fæddist á stórbýli,
eignarjörð foður síns, mikilsvirts
þjóðmálaskörungs, átti stórbrotna
ástríka móður sem taldi sig verða
að hverfa frá manni sínum og syni
á viðkvæmu æviskeiði barnsins.
Nú dó hann, þjóðskáldið, í skjóli
gamallar konu sem unni honum, á
eyðijörð afskekktri sem hann að
vísu átti sjálfur. Knöpp skáldalaun
og atorka gáfaðrar konu hélt í hon-
um lífi, ellimóðum og sjúkum. Nú
hafði ljósið slokknað.
Jón úr Vör
Skilafrestur
launaskýrslna o.fl. gagna
Samkvæmt lokamálsgrein 93. gr.
laga nr. 75/1981 um tekju- og
eignarskatt hefurskilafrestur eftir-
talinna gagna sem skila ber á
árinu 1991 vegna greiðslna o.fl. á
árinu 1990 verið ákveðinn sem
hér segir:
I. Tilogmeð
21. janúar 1991:
1. Launaframtal ásamt
launamiðum.
2. Hlutafjármiðar ásamt
samtalningsblaði.
3. Stofnsjóðsmiðar ásamt
samtalningsblaði.
4. Bifreiðahlunnindamiðarásamt
samtalningsblaði.
II.Tilogmeð
20. febrúar 1991:
1. Afurða- og innstæðumiðar
ásamt samtalningsblaði.
2. Sjávarafurðamiðar ásamt
samtalningsblaði.
III. Til og með síðasta
skiladegi skatt-
framtala 1991:
1. Greiðslumiðar yfir hvers konar
greiðslurfyrir leigu eða afhot af
lausafé, fasteignum og fasteigna-
réttindum, sbr. 1. og 2. tölul.
C-liðs 7. gr. sömu laga.
2. Gögn frá eignarleigufyrirtækjum
þar sem fram koma upplýsingar
varðandi samninga sem eignar-
leigufyrirtæki, sbr. II. kafla laga
nr. 19/1989, hafa gert og í gildi
voru á árinu 1990 vegna fjár-
mögnunarleigu eða kaupleigu á
fólksbifreiðum fyrir færri en 9
manns. M.a. skulu koma fram
nöfn leigutaka og kennitala,
skráningarnúmer bifreiðar, leigu-
tímabil ásamt því verði sem
eignarleigufyrirtæki greiddi fyrir
bifreiðina.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
SKEMMTISKRBPP UM HELGI TIL...
Söluskrifstofur Flugleiða:
Lækjargötu 2, Hótel Esju og Krlnqlunni. Upplýsingar og farpantanir í síma 6 90 300.
Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum FÍugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum
HELGARFERÐ
LAUGARD AGUR TIL ÞRIÐJUD AGS
HOSPITALITYINN
TVEIR í HERB. KR. 27.680 Á MANN
FLUGLEIÐIR
Þjónusta alla leið