Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1991, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1991, Side 23
,ieei aaOvíai. .ei HUOAaíiAOUAJ . ts LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1991. 23 DV Lífsstíll Skómir það allra mikilvægasta Sérfræöingar eru sammála um að af búnaöi alpaskíðamanns séu skórnir mikilvægasti hlekkurinn. Það er ekki bara mikilvægt fyrir vana skíðamenn að vera í réttum skóm, sem þeir eru fullkomlega sátt- ir við, heldur getur það skipt sköpum fyrir byrjendur að velja rétta skó þegar þeir stíga sín fyrstu spor á hálum skíðabrautum. Séu skórnir ekki réttir getur það verið sársauka- full og óttavekjandi reynsla að stíga á skíði. Þess vegna er það góð hugmynd fyrir þann sem hyggst ná valdi á svig- skíðum að leigja sér skó fyrsta vetur- inn sem hann stundar íþróttina. Það er alveg sama hve skór eru valdir af mikilli kostgæfni í búöinni. Það er í rauninni ekki hægt að komast að raunverulegu gildi þeirra fyrr en brekkan blasir við. Á flestum vinsælum skíðastöðum er hægt að leigja allan búnað. Rétt er þó að panta sérstaklega til þess að tryggja að rétt númer sé til og taka fram ef maður vill fá skó af ein- hverri sérstakri gerð. Með skíðaskó við sjónvarpiö Fari menn hins vegar út í það að kaupa sér skíðaklossa áöur en farið er í fríið er mjög gott ráð að sitja heimavið í nokkra klukkutíma með þá spennta á fætuma. Til dæmis eina kvöldstund fyrir framan sjónvarpið. Komi einhverjir skavankar í ljós er líklegra að búðin vilji skipta út skón- um meðan þeir eru ennþá ónotaðir. Hvort sem skór eru keyptir eða teknir á leigu er að sjálfsögðu mikil- vægt aö vera í sömirsokkum og nota Góðir skíðaskór eru afar mikilvægir. á á fjallinu þegar skórnir eru mátað- ir. Þegar skórnir eru mátaðir í búð- inni er gott að fá að setja skíði á fæt- urna og prófa að halla sér fram og ganga úr skugga um að hælhnn lyft- ist ekki í skónum og hann haldi þétt að fætinum án þess að vera of þétt- ur. Lengdin er ekki eins mikilvæg og það má alveg vera smápláss fyrir tærnaV. Helst á að hafa tvenna sokka á fætinum þegar skórnir eru mátaðir. Mikilvægasti þátturinn er að skórinn haldi þétt að fætinum á alla vegu svo ekki sé hið minnsta hlaup á fætinum í skónum. Það hefur áhrif á beygj- urnar í rennslinu. Meginreglan er sú að því þéttar sem skórinn situr um öklann því betri stjórn hefur viðkom- andi á skíðunum. Sömuleiðis á hreyf- ing til hliðanna varla eða ekki að vera möguleg í skónum. Sé hægt að hreyfa fótinn til hliðanna verður erf- itt að beita köntunum á skíðunum svo vel sé. Ertu hjólbeinóttur? Sé kaupandinn óvenjujega hjól- beinóttur eða með aíbrigðilegt fótlag að öðru leyti er hægt að fá skóna lagfærða í versluninni og á dýrari gerðum er hægt að leiðrétta slíkar skekkjur sjálfur með litlum inn- byggðum stilliskrúfum. Annars er ekki mælt meö því að byrjendur eða óvanir kaupi mjög vandaöa og dýra skó sem eru ef til vill ætiaðir þaul- vönum skíðamönnum. Síðast en ekki síst þarf skórinn að vera með lausum innri skó sem hægt að taka úr og þurrka yfir nóttina óg hann þarf að vera vel bólstraður framan á leggn- um þar sem mikið mæðir á. Notið skynsemina Að lokum er rétt að ráðleggja neyt- endum aö láta ekki slá ryki í augu sér með glæsilegri hönnun og auka- stillingum sem að engu gagni koma. Þegar búið er að finna skó sem kaup- andinn er ánægður með þá er rétt að vera ekki að leita lengra að ein- hverju sem er dýrara þó það sé kannski glæsilegra og meira í tísku. Skíðaskór eru framleiddir í mörgum stærðum og gerðum fyrir allar gerðir skíðamanna en vegna þess hve þeir eru mikilvægur liður í því að veröa góður skíðamaður og vegna þess hve þeir eru dýrir er rétt að vanda vahð og gefa sé góðan tíma. -Pá Hótel Borg í Þórshöfn: Gestir komi með eigið áfengi Sérstakt jólatilboð Hótel Borgar í Þórshöfn í Færeyjum vakti nokkra athygli á Norðurlöndum. Þar var gestum boðið upp á ódýr- an ,julefrokost,“ á hótelinu og var flug og gisting í tvær nætur innifalið. Verðið þótti í lægri kantinum en það sem mesta at- hygli vakti var aö gestir voru beðnir að koma með sitt eigið áfengi. Nú er það svo að heföbundin máltið af þessu tagi er aö margra mati harla lítils virði ef ekki fylg- ir sterkur snafs og bjórkolla. Sala á shkum drykkjum er mjög tak- mörkuð í Færeyjum og markmið þeirra sem að auglýsingunum stóðu var að ögra færeyskum yfirvöldum og vekja jafnframt athygh á úreltri áfengislöggjöf. „Þessi lög hafa verið í gildi meira og minna óbreytt síðan 1906 og eru gjörsamlega úr takt við tímann," segir Uffe Bærents- en, hótelstjóri á Hótel Borg í Þórs- höfn. Hann telur þessi úreltu lög eina af mörgum ástæðum fyrir erfiðum rekstri hótelsins en það hefur verið tii sölu um nokkurt skeiö. Enginn kaupandi hefur sýnt áhuga og er nú mikil herferð í gangi á Norðurlöndum sem hef- ur að raarkmiði að vekja athygli á Hótel Borg sem ráðstefnustað. -Pá Á sldðum í nágrenni Rómar I örskotsfjarlægð frá Róm er að finna marga góða skiðastaði. Þegar rætt er um heimsborgina Róm á ítalíu sjá trúlega flestir fyrir sér sólskin og götuveitingahús. Hitt vita færri að rétt utan borgarmar- kanna er hægt að komast í afbragðs skíðaland. Skíðasvæðið í Monte Livata í App- ennínafjöllum er aðeins í 75 kíló- metra fjarlægö frá Róm. Það er rösk- ur klukkutíma akstur. Á góðum vetri, þ.e. hæfilega snjóþungum, er fræðilega séð hægt að renna sér dag- langt á skíðum uppi í fjöllunum og þeysa síðan niður á strönd til þess að fá sér sundsprett í sjónum eftir erfiðan dag. Starfsemi skíðastaða á þessum slóðum beið aö vísu nokkurn hnekki veturinn 1989-90 sem var hinn snjóléttasti í Appennínafjöhum í 20 ár. Síðustu fréttir herma að snjó- koma hafi verið góð í fjöllunum það sem af er vetri og komiö hið besta skíöafæri. Snjóbyssur þær sem algengar eru í Alpafjöllum eru ekki notaðar á þessum slóðum og því ekki hægt að opna svæðin fyrr en náttúran leyfir. Snjóbyssur eru dýrar og því er aö sama skapi ódýrara aö vera á skíðum þar sem þær eru ekki, lægri lyftu- gjöld o.s.frv. í Lazio héraði í nágrenni Rómar er að finna skíðastaðina Livata, Terminillio, Valle dell’Inferno en þar eru sagðar mjög góðar skíðabrekkur en jafnframt þær erfiðustu á svæð- inu. Livata er vinsælasta svæðið en þangað er hægt að fara með rútu frá Róm. Þorpið Livata, sem er frægt fyrir munkaklaustur og gamlar byggingar, stendur í aöeins 20 kíló- metra fjarlægð frá fjöllunum. Campo Staffi býður upp á afar lang- ar brekkur, þær lengstu eru tæpir þrír kílómetrar, en Campo Catino er sagt vera upplagt fyrir byrjendur og skemmra á veg komna í þessari glæsilegu íþrótt. Séu vanir skíðamenn akandi á þessum slóðum er upplagt að bregða sér til Abruzzo, sem er úrvals skíða- svæði hátt í Appennínafjöllum, þekkt fyrir mikla náttúrufegurð. Af stöðum sem eru lengra frá Róm, 2-3 tima ferð í rútu, má nefna Campo Imperatore sem er afar vinsælt um þessar mundir og býður upp á brekk- ur við allra hæfi. Einnig má nefna Tre Valloniþar sem er að finna einna lengstu brekkur á þessum slóðum, skíðaslóðir sem ná allt að fimm kfló- metrum. Frekari upplýsingar fást auðvitað á ferðaskrifstofum en þetta er sett hér fram aðeins til þess að benda þeim, sem halda að Róm og-nágrenni sé aðeins sumar og sól, á annað. -Pá Snjódýpt á nokkram erlenduin skíða- stöðum . Nú eru bundnar vonir við aö snjódýpt verði nægíleg á skíða- svæðum Evrópu til þess að ver- tíðin verði viðunandi á fjölsótt- ustu stöðunum. Hér á eftir fylgir listi yfir spjódýpt i sentímetrum á nokkrum þekktum skíðastöð- um sem íslendingar ættu að kannast við. Staöur: Minnst: Davos 40 St. Moritz 120 Verbier 40 Wengen 52 Zermatt 95 Mest: 95 190 150 80 115 Austurríki Zell Am Ziller 18 40 Ischgl 30 130 Saalbach 30 55 St Johann 40 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.