Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1991, Qupperneq 24
24
LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1991.
Slátrarinn
frá Bagdad
Saddam Tikriti Hussein, einvaldur íraks.
Saddam Hussein, einvaldur í írak
fæddist í apríl árið 1937 í moldar-
kofa í smáþorpinu Tikrit sem er
rétt norðan við höfuðborgina
Bagdad. Níu mánaða gamall varð
hann munaðarlaus, án þess að vit-
að sé hvernig það kom til, en vitað
er að foreldrar hans voru fátækir
bændur. Hann var alinn upp hjá
frændfólki sínu í Tikrit og vann í
æsku á melónubúgarði frænda síns
sem var ákafur stuðningsmaður
Sunnítahreyfmgar íslam.
Nýtt nafn .
Við fæðingu var Saddam Hussein
gefið nafnið Saddam Tikriti og það
var hans nafn langt fram á fullorö-
insár. Það var ekki fyrr'en eftir 1968,
þegar hann var orðinn næstur for-
setanum að völdum, að reglum um
eftirnöfn íraka var breytt og þá tók
Saddam Tikriti sér nafnið Saddam
Hussein. Sagt er að þessi breyting
hafi komið Saddam sérstaklega vel
og hann hafl verið hvatamaður þess
að henni var hrint í framkvæmd.
Vegna breytinganna er engin leið
að átta sig á ættfræði eða öðrum
tengslum manna á milli. Fyrir vikið
gat hann umkringt sig vinum og
ættingjúm og hefur nánasti hópur
aðstoðar- og stuðningsmanna hans
verið kölluð Tikriti mafían.
Sjö ára með
hlaðna skammbyssu
Saddam ungi gekk í barnaskóla í
Tikrit og þjóðsögur segja að hann
hafi frá sjö ára aldri gengið með
hlaðna skammbyssu í vasanum
sem hann skildi aldrei við sig. Á
þessum tíma var mikil ókyrrð og
ólga í Tikrit og mikið útlendinga-
hatur vegna þess að innlendur leð-
ur- og fataiðnaður á þessu svæði
var í rúst vegna innílutnings frá
Bretlandi. Náfrændi Saddams tók
þátt í uppreisnartilraun gegn ein-
valdinum sem talinn var leppur
Breta. Uppreisnin mistókst og þátt-
takendur voru fangelsaðir um ára-
bil þar á meöal frændi Saddams.
Þetta átti sinn þátt í því að móta
afstöðu hins unga Saddams gagn-
vart erlendum árhrifum og ítökum
heimsvaldasinna.
Áriö 1956 fór Saddam til Bagdad
í framhaldsskóla. Þar gekk hann
til hðs við arabíska Baath sósíali-
staflokkinn sem stefndi að samein-
ingu allra araba. Á vegum Baath
flokksins tók Saddam þátt í mis-
heppnaöri uppreisnartilraun gegn
Faisal konungi 1956.
Misheppnað
banatilræði
Konungsveldið í írak var síðan
brotið á bak aftur 1958. Abdul Ka-
rim Kassem sem var leiðtogi upp-
reisnarmanna sneri að henni lok-
inni baki við Baath flokknum og
gekk til liös við kommúnista. Baath
flokkurinn setti á laggimar 10
manna aftökusveit sem átti að ráöa
Kassem af dögum. Saddam Hussein
var meðal félaga í sveitinni. Bana-
tilræðiö mistókst gjörsamlega þrátt
fyrir að Kassem nyti lítillar vernd-
ar. Bílstjóri og lífvörður létu lífið í
árásinni en skotmarkið slapp
ómeitt. Allir árásarmennirnir voru
í kjölfarið handteknir nema Sadd-
am Hussein sem flýði særður til
Sýrlands. Goðsagnir og reyndar
opinber ævisaga Saddams fullyrða
að hann hafi skorið kúíu úr fæti
sínum eigin hendi með vasahníf.
Aðrar heimildir herma að sprengja
hafi sprungið í vasa hans af mis-
gáningi.
Lærði lögfræði
Hvað sem rétt er komst hann að
lokum til Egyptalands þar sem
hann dvaldi næstu árin undir
verndarvæng Nassers Egypta-
landsforseta. Saddam lauk fram-
haldskólanámi árið 1961 og lagði
síðan stund á lögfræðinám við há-
skólann í Kairó. Sumar heimildir
herma að hann hafl 1958 ráðið mág
sinn af dögum fyrir stuðning við
Kassem.
Þegar Kassem var steypt af stóli
í Bagdad sneri Saddam Hussein
heim og hélt áfram lögfræðinámi
við háskólann í Bagdad. Hann náði
ennfremur fótfestu í forystu Baath
flokksins. Fljótlega varð önnur
stjórnarbylting og Saddam neydd-
ist til þess að fara í felur. Hans eig-
in ævisaga segir hann hafa barist
hetjulega einan síns liðs við upp-
reisnarmenn þar til hann þraut
skotfæri. Hann var handtekinn og
settur í fangelsi þar sem hann
dvaldi næstu tvö árin og las lög-
fræði þar til hann var látinn laus
eða flýði úr fangelsinu en um það
greinir heimildir á.
Árið 1963 kvæntist Saddam
frænku sinni Sajida Tolfah og hef-
ur eignast með henni fimm börn.
Með vopnaða líf-
verði í lokaprófið
Hann átti stóran þátt í friðsam-
legri byltingu sem kom Baath
flokknum til valda í írak árið 1968.
Saddam gekk þá næstur forsetan-
um Ahmed Hasan al-Bakr að völd-
um. Hann var sæmdur æðstu heið-
ursmerkjum hersins og veitt hers-
höfðingjatign og réði illræmdum
dauðasveitum á vegum stjómar-
innar.
Árið 1969 lauk hann prófi í lög-
fræði og fékk prófskírteini. Því er
reyndar haldið fram að Saddam
hafi mætt til prófs í fylgd fjögurra
lífvarða með alvæpni og formlegt
próf hafi ekki farið fram.
Þegar Bakr lét af völdum árið
1979 af heilsufarsástæðum tók
Saddam Hussein við æðstu völdúm
í írak og þeim völdum hefur hann
hefur haldið síðan. Eitt hans fyrsta
verk var að hreinsa til meðal ráða-
manna flokksins með aðstoð stuðn-
ingsmanna sinna. Sagt er að nær
500 manns hafi verið líflátnir fyrir
meintar uppreisnaráætlanir eða
aörar sakir.
Baath flokkurinn segist hafa lýð-
ræði á stefnuskrá sinni en írak er
á lista Amnesty International yflr
lönd þar sem mannréttindabrot eru
hvað tíðust í heiminum í dag.
Saddam hefur stjórnað landi sínu
með harðri hendi og aftökur og
fangelsanir daglegt brauð. Hann
sagði þjóð sinni í byrjun áratugar-
ins að stríðið sem hann hafði þá
hafið við íran myndi standa í
nokkra daga og kenna ætti Kho-
meini erkiklerki í íran holla lexíu.
Stríðiö stóð í rúm átta ár og kost-
aði hálfa milljón mannslífa.
Annað grimmdarverk sem kom
Saddam í heimsfréttirnar var þeg-
ar hann lét varpa gassprengjum á
fjallaþorp Kúrda í írak með þeim
afleiðingum að rúmlega 4.000
manns létu lífið í einni svipan.
Því er haldið fram að Saddam
Hussein sjái sjálfan sig í anda sem
keisara nýs arabísks heimsveldis.
Hann sveipar sjálfan sig og persónu
sína dularljóma og allskonar sögur
af afrekum hans og tiltektum fyrr
og nú ganga um samfélagið í þjóð-
söguformi sem hann hvorki játar
né neitar. Það er meira og minna
viðurkennt að opinber ævisaga
hans er mjög fegruð mynd af fortíð-
inni.
Nebúkadnesar II
Hann hefur líkt sjálfum sér við
Nebúkadnesar konung í Babýlon
hinni fornu. Reyndar er eitt þeirra
verkefna sem Saddam hefur eytt
hvað mestum peningum í er endur-
bygging hinnar fornu borgar. Þar
er andlitsmynd hans sjálfs greypt
í margra mannhæða háa múr-
veggi. Stærsti kostnaðarliðurinn
við endurbygginguna er keisara-
höll sem Saddam er að reisa sjálf-
um sér á rústum Babýlon. Þar
verða hinir nafntoguðu svífandi
garðar endurbyggðir og hefur
verkið þegar kostað milljónir doll-
ara og langt í land enn.
Annað átrúnaðargoð Saddams úr
sögu íraks er Hammúrabí konung-
ur sem ríkti um 1750 fyrir Krist.
Hann, eins og Saddam, þótti mjög
grimmur leiðtogi og á hans tíma var
handvömm iðnaðarmanna dauða-
sök svo dæmi sé tekið. Saddam vitn-
aði til Hammúrabís þegar hann fyrr
á þessu ári úrskurðaði að eigin-
menn eða ættingjar lauslátra
kvenna mættu ráða þær af dögum
án þess að sæta refsingu fyrir.
Ástoghatur
Saddam virðist á yfirborðinu
njóta mikilla vinsælda. Algeng sjón
í fréttamyndum frá írak er af fólki
íklæddu peysum með mynd af ást-
sælum leiðtoga hrópandi slagorð
honum til stuðnings eða dansandi
á götum úti af einskærri hrifningu.
Margir halda því fram að þessi
hrifning sé sviðsett fyrir fjölmiðla
og risti alls ekki djúpt. Aðrir benda
á að frá sjónarhóli almennings sé
betra að dansa á götunum en vera
skotinn fyrir grun um óhollustu.
Enn er bent á að almenningur sé
illa upplýstur vegna þess að í írak
er ekki ritfrelsi, erlendar bækur og
erlent sjónvarp er ekki leyft. Þann-
ig ríki í skjóli fáfræði og trúarhita
nokkurs konar ástar-haturs sam-
band almennings við leiðtoga sinn.
í Bagdad er sérstakt safn til dýrð-
ar leiðtoganum. Þar eru meðal ann-
ars varðveittar undir gleri skamm-
byssur Saddams frá yngri árum,
námsbækur og glósur frá skólaár-
unum og fleira í þeim dúr.
Þvert yflr eina aðkomuleiðina
inn í höfuðborgina Bagdad er sig-
urmerki til dýrðar Saddam og
stríði hans gegn írönum. Þar eru
steyptir úr bronsi tveir 20 metra
langir handleggir sem rísa yfir göt-
unni. Þeir koma saman með sverð
í krepptum höndum og mynda sig-
urboga. Handleggirnir eru reyndar
nákvæm eftirlíking af handleggj-
um Saddams sjálfs og hver vöðvi
og æð á sínum staö og er kannski
besta dæmið um persónudýrkun
foringjarfs. Bygging minnismerkis-
ins kostaði 120 milljónir dollara.
Hefur aldrei
gegnt herþjónustu
Saddam gegndi aldrei herþjón-
ustu vegna þess að sem ungur
maður var hann ekki tekinn í her-
inn. Hann gat sér þó gott orð sem
árásarmaður fyrir Baath flokkinn
á yngri á-um og var sagt að það sem
hann skorti í þjálfun hefði hann
bætt upp með grimmd.
Ein af þjóðsögunum um grimmd
Saddams fjallar um það þegar hann
á einhverri yfirreið um írak hitti
ungan dreng. Sá stutti sagðist
þekkja hann því pabbi hans spýtti
alltaf á gólfið þegar hann kæmi á
sjónvarpsskjáinn. Nokkrum dög-
um síðar hvarf drengurinn og öll
fjölskylda hans og hefur ekkert
spurst til þeirra síðan. Þetta er í
takt við það sem opinberlega er
vitað, það að Saddam hefur haldið
embætti fyrst og fremst vegna þess
að öll mótstaða hefur verið barin
mður af mikilli hörku. Andstæð-
inga lætur hann frekar taka af lífi
frekar en aö dæma þá í fangelsi,
minnugur þess að hann sat sjálfur
í fangelsi á yngri árum en slapp
þaðan til þess að halda áfram að
berjast. Þau mistök hefur Saddam
ekki látið henda sig þegar andstæð-
ingar eru annars vegar.
Saddam er sagður vera hálfgerð-
ur heimalningur í hugsunarhætti.
Hann hefur lítið sem ekkert ferðast
utan arabalanda og aldrei svo vitaö
sé komið til Vesturlanda. Því eru
honum hugsunarhættir Vestur-
landabúa og lífsstíll ákaflega fram-
andiognánastlokuðbók. Reuter