Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1991, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1991, Qupperneq 27
LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1991. 35 Sigurjón Sighvatsson Propaganda Films Nýlega hélt Verzlunarráð íslands hádegisverðarfund þar sem kvik- myndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson, annar aðaleiganda og frumkvöðull að stofnun Propag- anda Films, gerði grein fyrir upp- byggingu og velgengni fyrirtækis- ins. Erlendis hefur mikið verið skrifað um Sigurjón, eðá Joni eins og hann er stundum kallaður, og félaga hans, Steve Golin. Á síðasta ári mátti lesa viötöl við þá félaga í blöðum eins og New York Times og Los Angeles Times ásámt grein í Premier þar sem farið var mjög lofsamlegum orðum um starf þeirra. Velgengni þeirra félaga er næst- um ótrúleg og það jafnvel á banda- rískan mælikvarða. Síöan fyrir- tækið var stofnað fyrir rúmum fiórum árum hefur það fest sig í sessi og öðlast virðingu fyrir vönd- uð vinnubrögð og frumleika. Sigur- jón lagði á það mikla áherslu á fundinum hve mikilvægt væri að vera öðruvísi en aðrir. Meö því móti væri bryddað upp á frumleika auk þess að Propaganda Films kæmist síður upp á kant við stóru kvikmyndaverin, eins ogUniversal og Paramount, með því að vera ekki í beinni samkeppni við þau. Tónlistarmyndbönd Það sem vakti þennan mikla áhuga bandarískra íjölmiöla- manna á Propaganda Films var David Lynch og mynd hans, Wild At Heart. í framhaldi af því spunn- ust sjónvarpsþættirnir Tvídrangar sem juku enn hróður Lynch og þeirra Propanda Films manna. En það sem kom raunar fótum undir fyrirtækið samkvæmt Sigurjóni Sighvatssyni var gerð tónhstar- myndbanda. Þessu sviði kvik- mynda og/eða myndbandagerðar haíði lítið verið sinnt út frá list- rænu sjónarmiði. Hollywood leit næstum því niður á tónlistarmynd- bandagerð og taldi htla peninga þar að hafa. Þeir félagar í Propaganda Fhms sáu sér leik á borði og réöu mikið af ungu hæfUeikaríku fólki, sem hafði numið kvikmyndagerð, til að framleiða og leikstýra tórdist- armyndböndum. Þeir gáfu fjölda ungs fólks sitt fyrsta tækifæri til að sýna sig og sanna. Áhættan var ekki mikil miöað við gerð kvik- myndar í fullri lengd því þaö tekur um 3 daga að kvikmynda dæmigert tónlistarmyndband og hljóðar kostnaðurinn upp á um 8 milljónir króna fyrir hvert band. Þetta er líka ódýr skólun fyrir Propaganda Films því að þeim sem standa sig vel eru fengin bitastæðari verk- efni, t.d. við kvikmyndagerð. Atriði úr Tvídröngum. Umsjón: Baldur Hjaltason 150myndbönd árlega i fyrra gerði Propaganda Films næstum þriðja hvert tórdistar- myndband sem gert var í Banda- ríkjunum og geri aðrir betur. Þetta gerir um 150 myndbönd árlega fyr- ir listamenn á borð við Madonna, Prince, U2, Bruce Springsteen, Sting, Janet Jackson, Paula Abdul og Fleetwood Mack. Flest þessi myndbönd eru gerð fyrir hljómplötuútgáfur. í áður- greindri grein í New York Times var haft eftir einum framkvæmda- stjóra hljómplötuútgáfu: „Þegar rætt er um myndbönd er Propag- anda Films stærsta og besta fyrir- tækið vegna þess að þessir strákar eru svo traustir viðskiptamenn og jafnframt þeir dýrustu. En þar sem Propaganda Films skilar ahtaf ár- angri þá heyrirðu ekki marga kvarta. Fólk er ef til vih ekki mjög viljugt að viðurkenna það en Propaganda Films gegndi lykil- hlutverki í að gera hljómsveitir eins og Guns’n’Roses að stjöm- um.“ Kvikmyndir og sjónvarp En kvikmyndaframleiðsla hefur alltaf verið áhugamál þeirra félaga. Þegar þeir fengu David Lynch til að skrifa handritið að Wild at He- art var það í fullu samræmi við þá stefnu þeirra félaga aö gera öðru- vísi myndir en aðrir. David Lynch hefur alltaf farið sínar eigin leiðir og eins og þeir geta vitnað um sem sáu eina fyrstu mynd hans, Eraser- head. Af öðrum myndum má nefna The Elephant Man, Dune, sem reyndar var hálfmislukkuð, Blue Velvet og svo Zelly and Me þar sem hann var aðeins leikari. Samkvæmt New York Times hef- ur Propaganda Films nokkrar aðr- ar forvitnilegar myndir í vinnslu eins og Love field sem fiahar um Jack Ruby og moröið á John F. Kennedy og You Play the Black And the Red Comes Up sem sagt er að Lynch ætli sjálfur að skrifa handritið að og leikstýra. Tvídrangar Þaö sem er einna forvitnilegast er að skoða aðkomu Propaganda Films að sjónvarpsþáttagerð. Fyr- irtækið hefur gert nokkrar sjón- varpsmyndir, enda hefur þaö sér- staka deild fyrir framleiðslu sjón- varpsþátta. Mynd þess, Heat Wave var sýnd á TNT kaplasjónvarps- stöðinni síðasta haust og Murder in Milan keypti NBC-sjónvarps- stöðin. Propaganda Fhms fram- leiddi einnig þáttaröðina Beverly Hihs, 90210, sem fiahar um fiöl- skyldu frá miðvesturríkjum Bandaríkjanna sem flytur í umrætt hverfi, og Urban Anxiety sem ger- ist í íbúð í Manhattan. En svo komu Tvídrangar. Það má segja að aftur hafi þeir félagar Siguijón og Steve verið rétt- ir menn á réttum staö og tíma. Stóru sjónvarpsstöðvarnar CBS, NBC og ABC hafa átt erfitt upp- dráttar að undanförnu. Þær hafa séð áhorfun minnka ár frá ári. Th að ná vinsældum sínum að nýju hafa þær reynt að koma með nýja sjónvarpþáttaraöir meö mjög tak- Leikstjorinn David Lynch mörkuðum árangri. Ástæðan hefur verið meðal annars sú að stöðvarn- ar og framleiðendur sjónvarps- þáttaraða hafa veriö að hjakka of lengi í sama farinu. Þetta er mjög íhaldssamur iðnaður en áhorfend- ur voru bara orðnir leiðir á nýjum útfærslum á gömlum frösum. Öðruvísi en aðrir En þaö var einmitt þarna sem Propaganda Films fann sitt hlut- verk varðandi sjónvarpsþætti. Þeg- ar David Lynch kom til þeirra Propaganda-manna eftir að þeir unnu saman að gerð Whd At Heart og vhdi fá þá með sér í gerð Tvídr- anga sáu þeir fram á að geta gert t þætti sem voru öðruvísi en flest annað sjónvarpsefni af sama toga spunnið. Hingað th hafa leikstjórar haft afskaplega htið að segja í sjón- varpsþáttagerð hvaö varðar heild- aryfirbragð þáttanna. í kvikmynd- um kannast allir við að sjá, þegar myndin hefst, „Mynd gerð af ‘ og svo nafn leikstjórans eða að hann fær bestu kynninguna þegar nöfn aðstandenda myndarinnar birtast á hvíta tjaldinu. Það eru hka yfir- leitt margir leikstjórar sem koma við sögu þegar gerð er sjónvarps- þáttaröð. Hrynjandin verður að vera sú sama milh þátta og eru því flestir þeirra gerðir mjög hlutlausir frá myndrænu og listrænu sjónar- miði. Persónulegur stíll En þaö sem þeim hjá Propaganda Films datt í hug var að heimfæra ímynd leikstjórans eins og í kvik- myndum yfir á sjónvarpsþætti. David Lynch gat ekki verið betri leikstjóri því að myndir hans hafa svo sterkan persónulegan stíl. Þeir sem hafa séð Tvídranga ættu að vera sammála um að yfirbragð þessarar þáttaraðar er mjög frá- brugðið öðrum þáttaröðum og allt miklu persónulegra. Þættirnir höíðu David Lynch-gæðastimpil þótt hann leikstýrði ekki þeim öll- um. Það er raunar hægt að sjá hve- nær Lynch er ekki leikstjóri því að hann hefur svo sérstæðar tíma- setningar þegar hann bæði kvik- myndar og klippir að fáir geta hermt eftir. Sjónvarpsstöðvarnar voru einnig að verða örvæntingar- fullar svo að þær voru thbúnar að prufa eitthvað nýtt og gripu því fegins hendi þessari þáttaröð þótt ákveðið hik hafi verið í upphafi. Það var reglulega gaman að hlusta á Siguijón lýsa fæðingu og barnsárum Propaganda Films. Nú er fyrirtækið líklega á gelgjuskeið- inu og við skulum óska þess því besta á næstum árum sem gætu orðið þau frjósömustu ef við getum líkt fyrirtækjarekstri við okkar lífsskeið. Helstu heimildir: New York Times, Los Angeles Times og Premier

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.