Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1991, Qupperneq 10
10
LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1991.
Myndbönd
Það fór eins og búist hafði verið
við, Back to the Future III náði
auðveldlega toppsætinu og sendi
Internal Affairs niður í fimmta
sæti. Tvær nýjar kvikmyndir koma
inn á listann, gamanmyndin Joe
Versus the Volcano, en umsögn um
hana er hér á síðunni, og sakamála-
myndin Miami Blues. Eftir lægð í
janúar er útgáfa á myndböndum
að taka kipp þessa dagana og eru
margar úrvalsmyndir að koma á
markaðinn og eiga þær eftir aö
vera á listanum á næstunni.
1 (7) Back to the Future III
2 (3) Look Who’s Talking
3 (5) Loose Cannons
4(3) HardtoKill
5 (1) Internal Affairs
6 (-) Joe Versus the Volcano
7 (-) Miami Blues
8 (2) Total Recall
9 (9) Always
10 (6) Revenge
★★★
Hitnar í kolunum
HEAT WAVE
Útgefandi: Skífan
Leikstjóri: Kevin Hooks
Aðalhlutverk: Blair Underwood, Cicely
Tyson, James Earl Jones og Sally Kirk-
land
Amerísk - 1990
Það er heitt í kolunum í svertingja-
hverfinu Watts í Los Angeles og
um það fjallar kvikmyndin Heat-
wave sem gerist að mestu árið 1964
þegar endanlega sýður upp úr og
kemur til átaka milli ólíkra kyn-
þátta sem beijast á götum borgar-
innar. Bob Richardsson er ungur
svertingjadrengur sem á sér þann
draum að verða blaðamaður.
Vegna litarháttar síns nær hann
ekki lengra en að vera sendisveinn
á L.A.Times. Hans tækifæri kemur
þegar óeirðirnar brjótast út og það
veröur beinlínls hættul'ogt fyrir
hvíta blaöa- og fréttamenn aö fara
á staölnn, Þá krefst Bob þess að
vera sendur og f'ær þar með tæk-
ifæri lífs síns. Ekki líkar öllum það
sem hann skrifar en síðar fær blað-
ið Puhtzerverðlaunin fyrir um
fjöllun sína um óeirðirnar.
Hér er hörkugott bíó á ferð. Það
er Propaganda Films sem framleið-
ir myndina fyrir kapalkerfi Turn-
ers CNN konungs. Hér er ekkert
slegið af gæðakröfum og fékk
myndin verðskulduð fem verðlaun
sem veitt eru kvikmyndum og sjón-
varpsseríum sem eingöngu eru
gerðar fyrir kapalkerfi.
Cicely Tyson og James Earl Jo-
nes, sem bæði eru raunar í auka-
hlutverkum, fengu verðlaun enda
frammistaða þeirra lofsverð. Blair
Richardsson, sem leikur Richards-
son, hefði átt skihð verðlaun líka.
Handritið er afar vandað og ber
uppi litskrúðuga söguna af miklum
styrk, Reynt er aö draga upp breiöa
mynd af orsökum og afleiöingum
þess óróttlætis sem þeldökkír hafa
lengi mátt þola, Þetta tekst án þess
prédikunareldmóðs og væmni sem
því miður einkennir stundum
myndir sem fjalla um þetta viö-
fangsefni. Sannsögulegir atburðir,
sem fléttað er inn í myndina í svart-
hvítum fréttamyndum, gefa henni
aukinn þunga og raunveru-
leikablæ.
Það er full ástæða til þess að gefa
þessari mynd fyllstu meðmæli.
Ekki sakar að meö þessu bætir
okkar maður í Ameriku (Sigutjón
Sighvatsson) enn einni fjöður í hatt
fyrirtækis síns.
Astríður og pólitík
Jiccern
jyjaNif'es'^g
MANIFESTO
Útgefandi: Háskólabíó
Lelkstjóri: Dusan Makavejev
Aóalhlutverk: Camilla Soeberg, Allred
Molina, Simon Callow og Eric Stoltz
Bandarisk/júgóslavnesk, 1988 - sýning-
artími 91 mín.
Bönnuð börnum innan 16 ára
Manifesto er nýjasta kvikmynd
þekktasta leikstjóra Júgóslava,
Dusans Makavejev. Óbeislað kynlíf
jafnt sem duldar hvatir hefur verið
Makevejev yrkisefni og svo er einn-
ig nú. Sögusviöið er Júgóslavía í
byrjun aldarinnar. Aðalpersónan,
hin fagra Svetlana, er á leið til fyrri
heimkyna í smábæ einum. Hún er
ekki aðeins að koma til að end-
urnýja kynni sín af heimaslóðum
heldur á hún að undirbúa morð á
kónginum sem væntanlegur er í
heimsókn.
Við kynnumst smám saman bæj-
arlífinu, aðallega því sem undir
rólegu yfirborðinu býr. Kynlíf
kemur upp á yfirborðið í ólíkustu
myndum, stundum grátbroslegum.
Má þar nefna að hin fagra Svetlana
hefur sinn veikleika sem felst í
sambandi hennar við ruddalegan
hestahiröi. Lögreglumaöurinn,
sem undirbýr komu konungs, hef-
ur mestan áhuga á stúlkubami
einu en endar með móður Svetlönu
og tískuljósmyndari nokkur gerir
mun meira en að mynda fyrirsætu
sína.
í bænum er einnig geðveikrahæli
þar sem sjúklingarnir em notaöir
sem tilraunadýr. Þegar svo loks
konungurinn kemur í bæinn er
A-fil.M or passíoN. POW<?K
onö polítícs. .
IM .I NNM l<
it:xn
... ANytplNQ qoca. aNö bocs!
áhorfandinn fyrir Jöngu búinn að
missa áhugann á morðtilræðinu en
fylgist mun betur með athöfnum
einstakra persóna.
Leikarar koma úr öllum áttum.
Eftirminnilegastir em Eric Stoltz í
hlutverki ástsjúks pilts, sem gerir
allt fyrir Svetlönu, og Simon
Callow sem leikur kennara einn
sem notaður er sem tilraunadýr á
sjúkrahúsinu.
Manifesto er uppfifil af góðum
myndbrotum. Stundum er hún
fyndin og skemmtileg en í öðmm
atriðum er alvarlegur undirtónn.
Kvikmyndataka er oft á tíðum mjög
góð en gallinn er að myndbrotin
ná aldrei að mynda þolanlega heild.
-HK
★★
@r
Að deyja með stæl
JOE VERSUS THE VOLCANO
Útgefandi: Steinar hf.
Leikstjóri: John Patrick Shanley
Aöalhlutverk: Tom Hanks, Meg Ryan,
Lloyd Bridges og Robert Stack
Bandarisk, 1990-sýningartimi 98 min.
Leyfð öllum aldurshópum.
í Joe Versus the Volcano fær Joe
Banks þann læknisúrskurð að
hann eigi aðeins sex mánuði eftir
ólifaöa. Banks, sem haldinn hafði
verið ímyndunarveiki í sex ár,
hressist allur andlega og tekur til
við að njóta lífsins í fyrsta skiptið.
Hann tekur því feginshendi þegar
milljónari kemur til hans og býður
honum lúxuslíf þaö sem hann á
eftir ólifaö ef hann vilji að leikslok-
um taka sér ferð á hendur til eyju
einnar og fleygja sér ofan í eld-
flallagíg.
Margt fer þó öðruvísi en ætlað
Áriðsem
breytti öllu
THE YEAR MY VOICE BROKE
Útgefandi Bergvik
Leikstjóri: John Duigan
Aðalhlutverk: Noah Taylor, Loene
Carmen og Ben Mendelsohn
Áströlsk, 1987 - sýningartimi 104 mín.
Leyfð öllum aldurshópum
Frá Ástralíu koma margar gæða-
kvikmyndir sem færu fram hjá
manni ef ekki væru þær gefnar út
á myndbandi. The Year My Voice
Broke er ein slík. Mynd þessi fékk
fimm áströlsk „óskarsveröTaun“
1988 og er auðvelt að skilja hvers
vegna.
í myndinni er sagt frá þremur
unglingum sem eru ekki eins og
foreldrar vilja að börn þeirra séu.
Sögumaður er Danny, ungur
drengur sem er yfir sig ástfanginn
af Freyju sem er aðeins eldri. Hún
er aftur á móti ástfangin af Trevor
sem er töffarinn í bænum. Ung-
menni þessi eru mjög ólík en eiga
þó það sameiginlegt aö vilja eitt-
hvað meira en bærinn þeirra býður
upp á.
Danny, en skólafélagar hans álíta
hann hálfgert viðrini, fylgist með
ástarævintýrinu úr fjarlægð, þó
alltaf haldi hann sig nálægt Freyju
og hjálpar þegar á reynir. Freyja,
sem er tökubam, verður ófrísk og
er úthúðað af bæjarfélaginu. Tre-
vor, sem er kæruleysið uppmálað,
leggur út á glæpabraut sem getur
ekki endað nema á einn veg...
The Year My Voice Broke er sér-
lega hugljúf kvikmynd um mann-
legar tilfinningar unglinga sem eru
að komast af gelgjuskeiðinu. Hún
minnir á nokkrar aðrar myndir um
sama efni, til dæmis myndir á borð
við Rebel without a Cause og Wish
You Were here, svo einhverjar séu
nefndar. Hún hefur samt eigin
sjarma sem auðvelt er að meðtaka.
-HK
var. Á skútusiglingu fil eyjunnar,
þar sem eldfjallið er, kynriist hann
dóttur milljónamæringsins og er
hún hinn besti kvenkostur. Þegar
þau verða einu skipverjamir sem
komast lífs af þegar eldingu lýstur
í skútuna blossar ástin upp hjá
þeim og viðhorfin breytast. Á ein-
hvern óskiljanlegan hátt rekur fle-
kann þeirra, sem er byggður úr
koffortum, til eldfjallaeyjunnar þar
sem beðið er eftir Banks með mik-
illi eftirvæntingu.
Leikstjóri er John Patrick Shan-
ley sem er sjálfsagt þekktastur fyr-
ir handrit sitt af Moonstruck. Ekki
tekst honum jafnvel upp með hand-
ritið hér og sem leikstjóri finnst
mér hann missa tökin í einstaka
atriðum.
Tom Hanks leikur Joe Banks með
ágætum tilþrifum en hefur oft ver-
ið betri. Meg Ryan leikur þrjú hlut-
verk og sannar enn einu sinni að
hún hefur mikla hæfileika til að
leika gamanhlutverk. í heild er Joe
versus the Volcano ágæt afþreying
þótt einstaka atriði pirri dálítið.
-HK
4§ M
í lögguleik
LOOSE CANNONS
Útgefandi: Bíómyndir
Leikstjóri: Bob Clark eftir handriti Ric-
hard Matheson
Aðalhlutverk: Gene Hackman og Dan
Aykroyd
Amerlsk - 1989
Sýnlngartimi - 60 mlnúlyr
Bönnuð innan 16 ára
Hefðbundin löggumynd á mnrgan
hótt, Söguhetjurnar eru óvallt
tvær, saman í liði gegn ótöldum her
illmenna. Þetta ó hins vegar að
vera gamanmynd þar sem gamal-
reyndur jaxl tekur að sér nýjan
félaga. Sá reynist vera eins kolg-
eggjaður og frekast er hægt að vera,
nýsloppinn úr endurhæfingu en
nýtur frændsemi við yfirmann lög-
reglunnar.
Saman rekja félagarnir slóö kald-
riljaðra morðingja sem vilja ólmir
komast yfir klámmynd þar sem
Hitler heitinn leikur aðalhlutverk-
ið. Einnig eru heittrúaðir gyðingar
á höttunum eftir filmunni sem þeir
ætla að nota til þess að steypa nas-
ískum kanslara Þýskalands.
Þetta er ekki mjög gæfulegur
söguþráður og það er reyndar
myndin ekki heldur. Þó gengur vit-
leysan á köflum út í þær öfgar að
ekki er hægt annað en að hlæja.
líKWPIOllEmri • X
»MÍ»SmUK/*IJ«6(iB5«WiNi<».aOMfC«ia6/0«íaHil-«DNWtB
jsma^au^HMiffmujfflifaiffliiJiByi
“iMBiJBiJtwiuiiaBaiiii-iniuB g
Það orkar þó tvímælis hve myndin
er ofbeldiskennd. Fyrir vikið verð-
ur hún hálfmisheppnuð sem gam-
anmynd. Hitt er svo annaö mál aö
Aykroyd er ágætur grínisti og
Hackman er traustur á móti hon-
um.
Það er á mörkunum að hægt sé
að mæla með þessu en ég geri það
nú samt. Þetta er ágætis skemmt-
un. -Pá
Áflog úti í geimnum
MOON 44
Útgefandi: Kvikmynd
Aðalhlutverk: Michael Pare, Lisa Eic-
horn, Malcolm McDowell, Stephen Ge-
offreys og Brian Thompson
Amerísk - 1989
Sýningartimi 95 mínútur
Bönnuö innan 12 ára
Árið 2038 er líf jarðarbúa háð fram-
leiðslu á eldsneyti í föstu formi sem
er unnið á plánetum utan sólkerfis-
ins. Menn og vélmenni berjast hat-
rammri baráttu um yfirráð yfir
þessum fjarlægu orkulindum.
Vondir geimræningjar stela geim-
skutlum frá Plánetu 44 og nota í
eigin þágu. Fyrirtækið sem annast
námuvinnslu á plánetunni sér að
við svo búið má ekki standa. Því
er töffarinn og uppreisnarseggur-
inn Felix Stone fenginn til þess aö
komast að því hver í hópi starfs-
manna á plánetunni lekur upplýs-
ingum til óvinanna. Kompaníið
lætur hins vegar undir höfuð leggj-
ast að segja Stone frá því að hann
snúi trauðla lifandi aftur úr þessari
sendiför.
Þetta er ágætis afþreying. Leik-
inynd og áhættuatriði bera þess að
vísu merki að framleiðendur hafa
búið við þröngan kost. Leikarar eru
lítt þekktir en standa sig flestir með
ágætum. Gamli refurinn Malcolm
McDowell er þarna í litlu hlutverki
og má vissulega muna fífil sinn
talsvert fegri. Sú var tíðin að hann
þótti meö betri leikurum og hefði á
þeim dögum varla lagt nafn sitt við
iönaðarframleiðslu eins og þessa.
Loftbardagar eru margir með tíð-
um sprengingum og eldblossum
sem standa undir stórum hluta
myndarinnar. -Pá