Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1991, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1991, Qupperneq 11
rPPI ííAfTSTHSW .<? HHDAíTITAniJAJ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1991. 11 Fordkeppnin: Leitin að rétta and - litinu heldur áfram - nú er tækifærið aö vera með Enn á ný leitar Ford Models í New York að andliti ársins. Eins og und- anfarin ár mun DV taka þátt í þeirri leit. Nú þegar hefur mikið verið hringt og spurst fyrir um keppnina svo áhuginn er ekki minni en áður. Til mikils er að vinna fyrir þær stúlkur sem dreymir um fyrirsætustörf á er- lendum vettvangi. Margar stúlkur, sem verið hafa svo heppnar að komast í úrslitakeppni hér á landi, hafa fengið starf hjá umboðsskrif- stofum fyrirsæta í gegnum Ford. Sú stúlka, sem vinnur keppnina Brock, Elle Macpherson, Christy Turlington, Ashley Richardson, Rachel Hunter, Renee Simonsen, Rachel Williams og Monika Schnarre. Eileen Ford og eiginmaður henn- ar, Jerry, hafa rekið Fordskrifstof- una frá árinu 1946. Áður hafði Eil- een Ford numið sálfræði en starfað sem fyrirsæta á' sumrum. Hún starfaði um skeið sem aðstoðar- maður ljósmyndara, ritari pöntun- arhsta , textagerðarmaður auglýs- inga og loks sem tískufréttamaður. Það var á þeim tíma sem Eileen Eileen Ford er brautryðjandi varð- andi umboðsskrifstofur fyrirsæta og rekur eina virtustu og frægustu skrifstofuna í heiminum í dag, Ford Models. Ford kynntist eiginmanni sínum og gifti sig að hugmyndin að Ford Models varð til. Hún var barns- hafandi og tók að sér að svara síma fyrir tvær vinkonur sínar sem störfuðu sem fyrirsætur. Brátt fjölgaði fyrirsætum þeim sem hún svaraði síma fyrir og Eileen Ford þénaði allvel. Fyrirtækið óx hratt Á fáum árum óx fyrirtækið og varð ein eftirsóttasta umsboðs- skrifstofa fyrirsæta í heiminum. Eileen Ford er sögð hafa sérstaka hæfileika til að sjá út myndræna fegurð og hún hefur gefið út fimm t bækur, Eileen Ford’s Book of Mod- él Beauty, Secrets of the Model’s World, A More Beautiful You in 21 Days, Beauty Now and Forever og sú síðasta The Ford’s Chras Course in Looking Great. Eileen Ford á fjögur uppkomin börn, Jamie, BiU, Katie og Lacey. Öll starfa þau við fyrirtækið nema Jamie. Ford Models er því sann- kallað fjölskyldufyrirtæki enda hefur það vaxið allmikiö í umsvif- um. Þær stúlkur, sem áhuga hafa á að vera með í Fordkeppninni í ár, ættu að senda myndir af sér sem allra fyrst til helgarblaðs DV. Þar sem valið fer mikið til eftir mynd- um er mikilvægt að senda góðar myndir og best ef þær eru teknar af atvinnuljósmyndara, þó ekki sé það skilyrði. Fylla þarf út með- fylgjandi seðil en nauðsynlegt er að hæðin sé rétt. Þegar Ford Mod- els skrifstofan hefur valið þær stúlkur sem komast í úrslit verða þær allar kynntar sérstaklega í blaðinu eins og undanfarin ár. Lokakeppnin hér á landi verður að öllum líkindum um mánaðamótin mars/apríl. -ELA Christie Brinkley og Jeff McGregor voru kynnar keppninnar Su- permodel of the World sl. sumar. Christie er ein af frægustu fyrir- sætum Ford Models keppninnar. Sigurvegari keppninnar Supermodel of the World 1990, Anneliese Seubert frá Ástraliu. Hún er sautján ára gömul. hér á landi, tekur þátt í keppninni Supermodel of the World sem fram fer næsta sumar. Sigur í þeirri keppni færir hinni heppnu tæpra fjórtán milljón króna samning við Ford Models, auk hundrað og fimmtíu þúsund króna demants- hrings frá Cartier og fleiri glæsi- gripa. Þær stúlkur, sem komast í úrslit í keppninni, eiga einnig í vændum fyrirsætustörf sem gefa mikið af sér. Keppnin Supermodel of the World var fyrst haldin í september árið 1980. Undirtitill keppninnar var: Leitin að andliti níunda ára- tugarins. Nú er leitað að andliti tí- unda áratugarins og forsíður tísku- blaðanna bíða. Supermodel of the World er kost- uð af tískublaðinu Elle í Frakk- landi, ítalíu, Spáni og Svíþjóð og Petru í Þýskalandi. í Bandaríkjun- um eru það stórfyrirtæki lins og Bloomingdale’s, The Daily News og The Houston Post sem kosta keppnina. Frá 14 til 24ra ára Leitað er að stúlkum um heim allan á aldrinum frá fjórtán úpp í tuttugu og fjögurra ára. Þær þurfa að vera grannar, hávaxnar og myndrænar. Sigurvegarar keppninnar hafa allar verið eftirsóttustu ljósmynda- fyrirsætur heimsins og má nefna nöfn eins og Anette Stai, Renee Simonsen, sem hefur slegið öll met varðandi birtingar á forsíðum, Carrie Miller, Moniku Schnarre, sem vann keppnina aðeins fjórtán ára og er yngsta fyrirsætan sem birst hefur á forsíðu Vogue tísku- blaðsins, Celia Forner, Annuschka Muzik, Synne Myrebo, sem var sextán ára þegar hún vann keppn- ina árið 1989, og loks má nefna sig- urvegarann frá því í fyrra, ástr- ölsku stúlkuna Anneliese Seubert 17 ára. Fyrsta keppnin um Supermodel of the World fór fram í Monte Carlo. Enn hefur ekki verið ákveð- inn staður fyrir keppnina í sumar en undanfarin ár hefur hún verið haldin í Los Angeles. Ford Models skrifstofan í New York er virtasta umboðsskrifstofa fyrirsæta og jafnframt sú eftirsótt- asta. Þó reynist ekki auðvelt að komast þar á samning. Ford hefur upp á að bjóða frægustu fyrirsætur heimsins og allnokkrar fyrirsæt- urnar hafa fengið samning við kvikmyndafyrirtæki í Los Angeles og oröið stjörnur á þeim vettvangi. Má þar nefna Brookie Shields, Candice Bergen, AIi MacGraw, Jane Fonda og Shari Belafonte. Þá má nefna frægar fyrirsætur sem hafa gifst poppstjörnum eins og Christie Brinkley, Cheryl Tiegs og Jerry Hall. Þær frægustu starfa hjá Ford Stærstu nöfn Ford Models í dag eru Catherine Oxenberg, Kelly Le Fordkeppnin - þátttökuseðill Nafn:................................ Fæðingardagur og ár............. Heimilisfang......................... Sími................................. Staða...............,................ Hæð.................................. Þyngd................................

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.