Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1991, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1991, Page 12
12 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1991. Sælkerinn Þorskhrogn eru úrvalsmatur sem má matreiða á ótal vegu. Hrogn Nú eru hrognin komin í fisk- búðirnar. Loksins - hugsa margir því að þorskhrognin eru góðmeti sem tilheyra þessum árstíma. Fyrr á tímum borðaði fólk fisk, hrogn og lifur á meðan á vertíð stóð. Lifr- in er ekki eins vinsæl og hún var, frekar en annað feitmeti. Matreiða má hrogn á ýmsa vegu en óþarfi er að krydda þau mikið því að það er jú bragðið af hrognunum sem við erum að sækjast eftir. Áöur en hrognin eru soðin er gott að vefja þau inn í álpappír eða plastfilmu. Sjóðið hrognin í miklu vatni. Hér koma nokkrar hugmyndir að mat- reiðslu á hrognum. Lítri af vatni er settur í pott ásamt söxuðu búnti af dilli og hálfum lauk, skornum í sneiðar. Bætið í pottinn 1 msk. af grófu salti og 12 hvítum piparkorn- um. Sjóðið löginn kröftuglega í 5 mín. Þá eru 300 til 500 g af hrognum soðin í leginum og þau látin kólna í soðinu. Best er að geyma hrognin í leginUm á köldum stað í sólar- hring. Blandiö saman 1 dl af sýrð- um rjóma, 'A dl af majonesi, 1 msk. sítrónusafa og 2 msk. af söxuðu dilli. Hrognin eru skorin í sneiðar og borin fram með sósunni og góðu brauði. Þetta er ljúffengur réttur sem t.d. má bjóða sem forrétt. í þessum rétti eru hrogn soöin í salt- vatni og þau látin kólna í soðinu. Hrognin eru síðan skorin í 3ja cm þykkar sneiðar og þeim raðað í eld- fast fat. Setjið um 'A tsk. af góðu hvítlaukssmjöri á hverja hrogna- sneið. Blandið síðan saman brauð- raspi og saxaðri steinselju og þess- ari blöndu er sáldrað yfir hrognin. Fatið með hrognasneiðunum er þá glóðarsteikt þar til þau eru fallega brún. Gott er að hafa soðin hrís- grjón með þessu rétti og soðið spergilkál. Hér kemur svo að lok- um uppskrift að rétti sem gott er að nota ofan á brauð. Hrognin eru soðin í saltvatni og látin kólna í soðinu. Blandið saman lög sem í er: 1 hluti matarolía, 'A hluti rauð- vínsedik og kryddið löginn með muldu lárviðarlaufi, hvítlauks- salti, karríi og svörtum pipar. Hrognin eru skorin í sneiðar og höfð í leginum ekki skemur en 12 klukkutíma, helst sólarhring. Skerið tómata í sneiðar og raðið þeim og hrognasneiðunum á víxl á brauðiö. Gott er að sáldra graslauk yfir. Mjög vel passar að drekka rauðvín með þessum bragðmikla rétti, nú eða þá bjór. Það er gott að heitreykja hrogn og einnig að blanda útvötnuðum söltuðum hrognum út í sósur og olíur. Mögu- leikarnir eru ótalmargir og það er um að gera að prófa sig áfram. Enda er nú rétti tíminn. Sumarhús með greiðslukjörum Nú er rétti tíminn til að panta sumarhús fyrir næsta vor. Smíðum flestar gerðir og stærðir með eða án svefnlofts. Afgreiðum húsin á mismunandi byggingastigum, allt frá fokheldu til þess að vera fullbúin. Nú bjóðast greiðslukjör við allra hæfi til 2-5 ára fyrir allt að helmingi kaupverðs. Hringið og kynnið ykkur málið nánar. Bæklingar fyrirliggjandi. Gerum tilboð að kostnaðarlausu. SAMTAKf 0 HUSEININGAR LJ -7 . OU 'JU-! 1. .. -,CLQ,»"hflal11'r W - Slml 98-22333 ( Pilsner Urquell sa eim sanni Bjóræðið virðist nú vera að renna áf landsmönnum enda bjór það dýr hér á landi að hann verður að teljast munaðarvara. ÁTVR hefur staðið sig vel í bjórmálunum. í verslunum ÁTVR er orðið ágætt úrval af bjór enda þótt bjórunnendur sakni góðs munkabjórs frá Belgíu. Sumar bjórkrár hafa á boðstólum allar þær tegundir af bjór sem hingað eru flutt- ar inn. Ein er sú bjórtegund sem vert er að vekja athygli á og það er tékkneski bjórinn Pilsner Urquell. í hartnær 200 ár hefur þessi bjór verið bruggaður í bænum Plzen vestur af Prag. Bruggunin byggist á 1000 ára gamalli hefð, upprunninni frá Egyptalandi. Bruggverksmiðjan er að mestu neðanjarðar og hefur það hklegast bjargað henni frá hörmung- um stríðsins. Eldur og vatn eru lyk- ilhnn að leyndardómum Pilsners Urquell. Notað er.vatn með mjög litl- um steinefnum. Lögurinn er svo hit- aður upp með gasi, áður með kola- eldi. Notuð er sérstök tegund af humli sem gerir ölið sérkennilega beiskt. Bjórinn er gerður úr vatni, komi, humlum og geri og hann lát- inn gerjast 11 klukkutíma. Þar á eftir er hann látinn eftirgerjast við 4 gráða hita í 12 daga. Þá er öhð geymt í 75 daga þar til það er síað. Bjórinn er síðan geymdur í stórum eikartunn- um sem fóðraðar eru með beyki. Ámumar er geymdar í bjórkjöllur- um undir brugghúsinu en gangarnir í bjórkjallara verksmiðjunnar eru 8,5 km að lengd. Þegar Phsner Urqueh er hellt í glas loðir hann við glerið og af honum er sterkur ilmur af humlum. Hann er frekar þurr á bragðið og líkist víni á vissan hátt en það orsakast hklegast af því að hann er geymdur í viðarámum. Pilsner Urquell er vinsæll í öllum „bjórlöndum" og er hann sannkall- aður sælkerabjór. Hann er mjög frískandi og er t.d. góður með kjöti. Eftir að búið er að hella Pilsner Ur- quell í glasið á hann að standa í um 3 mínútur áður en hann er drukkinn. Bestur er hann 8 th 10 gráða heitur. Enn er þessi tékkneski úrvalsbjór aðeins fluttur inn í flöskum en kannski fer að verða tímabært að flytja hann inn í þrýstikútum. AAÍM: ' ' ' -..'A < Z cant.VV-V**, ' fcy ttvftX* CZKCHastipwSfei DV-mynd BG Verðlag á bjor andstætt þjóðarsátt Ef kráreigendur lækka ekki verö á bjór verður að skora á stjórnvöld að nema úr gildi frjálsa álagningu á honum. , Eins og bent hefur verið á hér á Sælkerasíðunni er áfengur bjór seld- ur á okurverði í bjórkrám. Álagning- in er hreint okur og greinhegt að samtök eru meðal kráreiganda að bjóða sama verð. Hin fijálsa verð- lagning er því hrein markleysa. Stjórnvöld, atvinnurekendur og stéttarfélög hafa skorað á fólk að vera vel á verði og láta vita um óeðh- legar verðhækkanir. Rétt er einnig að benda á þær vörur sem seldar eru á okurverði. Ljóst er að lækka má verð á bjór töluvert á kránum og ekki er áfengur bjór nein munaðar- vara. Krámar eru nú orðnar vinsæl- ir samkomustaðir fólks og hafa að sumu leyti tekið við af dansstöðun- um. Skemmtun er því þýðingarmik- ih þáttur í verðlaginu og bjór er hluti neyslunnar. Ljóst er að fólk drekkur nú frekar sterka drykki en bjór og er það öfugþróun. Stéttarfélög og aðrir, sem láta sig verðlagsmál varða, ættu því að beita sér fyrir því að verðlag á bjór verði lækkað, eha verði hin frjálsa álagning numin úr ghdi.__________............J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.