Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1991, Side 13
LAUGARDAGUR 2. FEBRUAR 1991.
Hinhlidin
Stefnan ligg-
uruppávið
- segir Pétur K. Pétursson kaupmaður
Kjötbúr Péturs hefur um árabil
veriö til húsa á Laugavegi 2 í þröng-
um húsakynnum sem eru þó stór
því margt góðgætið leynist þar inn-
an veggja. Þessi litla kjötbúð í al-
faraleið hefur heldur betur fært út
kvíarnar því á fimmtudaginn var
opnað útibú frá Kjötbúri Péturs í
Austurstræti 17. Þar hefur í áratugi
verið verslun. Silli og Valdi ráku á
sínum tíma eina flnustu raatvöru-
verslun bæjarins i Austurstræti 17
og verslunin Víðir var starfrækt
þar um árabil. Nú er Pétur sestur
að í Austurstrætinu með sitt útibú
og er það óneitanlega nokkuð sér-
stætt að útibúið er trúlega flórum
sinnum stærra en höfuðstöðvarnar
sem áfram verða á Laugavegi 2.
Við fengum Pétur til þess að sýna
á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Pétur K. Pétursson.
Fæðingardagur og ár: 28. febrúar
1953.
Maki: Anna S. Einarsdóttir.
Börn: Ásdís 17 ára, Dagmar 10 ára
ogtveirhamstrar.
Bifreið: Audi, árgerð 1981.
Starf: Verslunarmaður.
Laun: Það veit ég ekki ennþá. Þau
standa og falla með atkomunni.
Áhugamál: Silungsveiði ogrjúpna-
veiði og reyndar öll veiði er það
skemmtilegasta sem ég geri.
Hvað hefur þú fengið margar réttai-
tölur í lottóinu? Þrjár minnir mig.
Ég spila reyndar afar sjaldan í
happdrættum.
Hvað fmnst þér skemmtilegast að
gera? Mér flnnst mest gaman að
veiða ijúpu.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Að þurrka leirtau. Ég vil
miklu frekar vera 1 sjálfu upp-
vaskinu.
Uppáhaldsmatur: Rjúpur ogsvart-
fugl, steikt með minni eigin aðferð.
Uppáhaldsdry kkur: Kampavín,
Dom Péringon, en það fæ ég ekki
nema viö hátíðlegustu tækifæri.
Hvaða íþróttamaður finnst þér
standa fremstur í dag? Meistara-
hópur stúlkna í fimleikadeild Ár-
manns.
Uppáhaldstimarit: Sportveiðiblað-
ið.
H ver er fallegasta kona sem þú
hefur séð fyrir utan maka? Ég gef
alls ekkert upp um það. Það kemur
ekkitilmála.
Ertu hlynntur eða andvigur ríkis-
stjórninni? Ég vil ekkert segja um
það. Éghugsaekkert um pólitík,
er alveg gj örsamlega ópólitískur.
Hvaða persónu langar þig mest að
hitta? Agúst Sigurðsson. Hann er
rafvirkinn minn.
Uppáhaldsleikari: Jack Nicholson.
Uppáhaldsleikkona: AnjelicaHus-
ton.
Uppáhaldssöngvari: Mick Jagger.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Oss-
ur Skarphéðinsson.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Línan finnst mér langbest.
Uppáhaidssjónvarpsefni: Það er
einna helst að ég horfi af áhuga á
íþróttir.
Ertu hlynntur eða andvigur veru
varnarliðsins hér á landi? Þeir hafa
ekkert angrað mig svo ég býst við
að mér sé alveg sama.
Hver útvarpsrásanna fmnst þér
best? Aðalstöðin og Rás 2 er það
sem ég hlusta helst á og líkar vel.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Stefán
Jón Hafstein sem sér um Þjóðarsál-
inaerbestur.
Hvort horfir þú meh'a á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Ætli það sé ekki álíka
mikið. Ég veit oft ekkert á hvora
stöðina ég er að hor fa þá sjaldan
aö égsestniður.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Helgi
Pétursson þó hann sé hættur á
skjánum fbili.
Uppáhaldsskemmtistaður: Gott
matarboð í heimahúsi, þar
skemmti ég mér best.
Uppáhaldsfélag í iþróttum: í augna-
blikinu er það Fylkir.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í
framtíðinni? Að halda þessum
rekstri i horfinu og helst að láta
leiöina liggja upp á við en ekki nið-
ur.
Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí-
inu? Þaö er alveg á hreinu að ég fæ
ekkerteiginlegt sumarfrí. Ég
kemst örugglega í veiði eina ogéina
helgi en það verður að duga.
-Pá
VETRARTILBOÐ
HAFIÐ SAMBAND I SÍMA
91-61-44-00
BÍLALEIGA ARNARFLUGS
NYTT
6 vikna STREET DANCING námskeió aó hefjast
11. febr. fyrir börn og unglinga.
D A N C I N G
... er meiri háttar dans
SMsr
D A N C I N G
... er meiri háttar hreyfing
Allir eru
aó dansa
STREET DANCING
í dag.
Ef þú veist ekki hvaó
STREET DANCING er
þá bjóóum vió upp á
frían kynningar-
tíma föstudaginn
8. febr. kl. 18.15.
Innritun hefst
mánudaginn 4.
febr. kl. 12.00 í
síma 687701
og 687807.
SÓLEYJAR ^
Engjateigi-1,-S;-687701-687807 *