Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1991, Side 16
16
LAUGARDAGUR 2.VFEBRÚAR-1991.
Skák
Einvígin um réttinn tí.1 aö skora á
heimsmeistarann Garrí Kasparov
árið 1993 eru nú í fullum gangi en
einu er þegar lokið. Sovétmaðurinn
Vassily Ivantsjúk, sem margir telja
líklegt áskorendáefni, fór létt með
landa sinn Leonid Judasin. Ivant-
sjúk gerði sér lítíð fyrir og vann
fjórar fyrstu skákirnar og jafntefli
í þeirri fimmtu tryggði honum sig-
urinn. Tefldar eru átta skákir í
þessari fyrstu lotu einvígjanna sem
fjórtán stórmeistarar taka þátt í.
Að þeim loknum standa sjö kappar
eftir og Anatoly Kafpov bætist í
hópinn. Þessir heyja síðan einvígi
þar til næstí áskorandi er fundinn.
Hollendingurinn Jan Timman
átti ekki sjö dagana sæla í æfinga-
einvígi við Yasser Seirawan um
jólin en þvert ofan í spádóma
margra virðist hann ætla að hafa
Þjóðverjann Robert Hubner undir
í einvigi þeirra sem fram fer í
Sarajevo í Júgóslavíu. Timman
hefur 3,5 v. gegn 1,5 v. Hubners -
nægir einn vinningur til viðbótar
til sigurs. Sovétmaðurinn Boris
Gelfand og Júgóslavinn Predrag
Nikolic tefla einnig í Sarajevo og
þar var staðan jöfn eftir fimm skák-
ir.
Jafnt er í einvígi Kortsnojs við Sax eftir sex skákir en sá gamli verður nú að láta sér nægja að blása tóbaksreyknum á körfubolta og svampdýnur.
Sviptingar í áskorendaeinvígjunum:
Ævintýralegur tímahraks-
dans Kortsnojs við Sax
Þá hefur Indverjinn Anand held-
ur betur tekið á sprett gegn Sovét-
manninum Dreev en þeir tefla í
heimalandi þess fyrrnefnda. An-
and breytti stöðunni í 3,5 - 1,5
með sigri í 4. og 5. einvígis-
skákinni.
Svo óheppilega vildi til að land-
arnir Nigel Short og Jonathan
Speelman þurftu að berja hvor á
öðrum í annað sinn í áskorenda-
keppninni. í fyrra hafði Speelman
betur en nú gætí dæmið snúist við.
Short vann fyrsty skákina auðveld-
lega með svörtu eftir slaka tafl-
mennsku Speelmans. Nú stendur
2-1 Short í vil.
í Wijk aan Zee eigast við Sovét-
mennimir Dolmatov og Jusupov
annars vegar og Ungveijinn Sax
og Viktor Kortsnoj hins vegar.
Dolmatov hefur vinning á Jusupov,
3,5 gegn 2,5, en einvígi þeirra er
þungt, svo að „plógfórin sjást á
skákborðinu". Þeir gjörþekkja
hvor annan enda eru báðir aldir
upp í faömi skákþálfarans kunna
Marks Dvoretskijs.
Viktor Kortsnoj, andstæðingur
Jóhanns frá síðustu áskorenda-
keppni, og Guyla Sax heyja
grimmilega baráttu. Báðir eru
þekktir fyrir að sólunda tíma sín-
um ótæpilega og þarf því ekki aö
koma á óvart að tímahraksdansinn
setur mark sitt á einvígið. Kortsnoj
komst yfir en Sax jafnaði í sjöttu
skákinni er báðir þurftu að ljúka
tíu leikjum á innan við mínútu!
Þetta var heppnissigur Saxa, sem
kom fótgönguliðum sínum gegn-
um víglínuna þrátt fyrir mann-
fall.
Þess má geta aö reykingabann er
á mótum á vegum alþjóðaskáksam-
bandsins, FIDE, og Kortsnoj getur
því ekki „svælt Sax út af borðinu"
eins og hann reyndi hér um árið
gegn Jóhanni. Teflt er í stórum
íþróttasal í Sjávarvík en Kortsnoj
deyr ekki ráðalaus. Fregnir herma
að hann laumi sér milli þiija inn í
ofurlitla kompu, þar sem íþróttaá-
höld ýmiss konar eru geymd. Þar
situr hann milli leikja og blæs
reyknum á körfubolta og svamp-
dýnur.
Skoðum sjöttu einvígisskákina,
þar sem úrslit réðust í ævintýraleg-
um tímahraksdansi:
Hvitt: Guyla Sax
Svart: Viktor Kortsnoj
Petrovs-vörn
1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3
Rxe4 5. d4 Be7 6. Bd3 d5 7. 0-0 0-0
8. c4 Rf6 9. h3 dxc4 10. Bxc4 Rbd7'
11. Rc3 Rb6 12. Bb3 Rbd5 13. Hel c6
14. Bg5 Be6 15. Hcl He8 16. Re5 Rd7
17. Bxe7 Hxe7 18. Re4 Rf8 19. Rc5
De8 20. Df3 Hd8
1. stöðumynd
Hvítur á virka og fallega stöðu
én það virðist ekki hlaupið að því
að bijótast gegnum traust tafl
svarts. Sax gerir nú glæfralega en
athyglisverða vinningstilraun, lík-
lega í ljósi þess að Kortsnoj var
búinn að eyða miklum tíma.
21. Rxb7!? Hxb7 22. Rxc6
Flétta Sax lofar góðu, því aö ef
hrókur svarts á d8 víkur, fellur á
d5 og hvítur vinnur manninn aftur
og tvö peð að auki. Eða ef 22. - Rf6
23. Bxe6 Rxe6 24. Rxd8 og hrókur-
inn á b7 er valdlaus. En Kortsnoj á
einfalda leið út úr ógöngunum.
22. - Hxb3! 23. Dxb3 Hd7
Hrókur og tvö peð gegn tveimur
léttum mönnum og allt getur gerst.
Nú var tími Kortsnojs að fjara út
en Sax átti um 5 mínútur eftir fram
að tímamörkunum við 40. leik.
24. Da3 Da8 25. b4 Rg6(?)
Betra er 25. - Db7. Hvítur nær
nú að þrengja að svörtum á drottn-
ingarvæng.
26. b5 h6 27. Df3 Db7 28. Hc5 Rf6 29.
a4 Bd5 30. Dg3!!
Skák
Jón L. Árnason
Nú var Sax einnig alveg að falla
á tíma og allir héldu aö nú hefði
hann leikið af sér - ekki séð næsta
leik Kortsnojs sem vinnur lið. Það
ótrúlega er að þessi „afleikur"
vinnur skákina!
30. - Re4 31. Db8+ Dxb8 32. Rxb8
Rxc5 33. He8+! Kh7 34. dxc5 He7 35.
Hxe7 Rxe7 36. a5
2. stöðumynd
Svartur á manni meira en ekki er
að sjá að hann fái stöðvað hvítu
peðin með góðu. T.d. 36. - Bc4 37.
b6 axb6 39. cxb6 Rc8 40. Rd7 Rd6
41. Rc5 og næst 42. a6 og hvítur
ætti að vinna. Var þetta heppni í
stöðunni hjá Sax, eöa sá hann þetta
fyrir á sekúndubroti er hann lék
30. Dg3?
36. - Kg6 37. a6 Rc8 38. Rd7 Kf5 39.
b6 Re7 40. bxa7 Rc8 41. Rb6 Rxa7 42.
Rxd5 Ke5 43. Re3 h5 44. Kh2 g6 45.
Kg3 Kd4 46. Kf4 f6 47. g4
Og Kortsnoj gafst upp.
Piket eftir í Sjávarvík
Eftir tíu umferðir af þrettán á
alþjóðlega mótinu í Wijk aan Zee í
Hollandi var hollenski stórmeistar-
inn Jeroen Piket óvænt efstur með
7 v. í 2. sæti var John Nunn með
6.5 v., Adams, Khalifman og Salov
höföu 6 v„ Seirawan og Tsjernín
5.5 v„ Curt Hansen 5 v. og biðskák,
Fedorowicz, Lautier, Sokolov og
van der Wiel 4 v„ Kozul 3 v. og bið-
skák og Helgi Ólafsson hafði 2,5 v.
Helgi byrjaði vel á mótinu, vann
Lautier í fyrstu umferö og gerði
síðan jafntefli við Sokolov og
Tsjemín. En síðan hefur allt gengiö
á afturfótum og Helgi aðeins gert
eitt jafntefli í sjö umferöum.
„Mesta óstuö ævi minnar,“ sagði
Helgi í stuttu spjalli við DV.
Piket vann Adams í tíundu um-
ferð í aðeins nítján leikjum og
klöppuðu áhorfendur honum lof í
lófa enda skákin glæsileg. Adams
átti fallega skák í síðasta helgar-
blaði en nú situr hann í sæti þo-
landans. Hann féll í þekkta byrjun-
argildru með þessum afleiðingum:
Hvítt: Michael Adams
Svart: Jeroen Piket
Spænskur leikur
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4
d6 5. c3 f5!?
Upphafsmaður þessa bragðs er
sjálfur Capablanca sem beitti því í
Búdapest 1928.
6. exf5 Bxf5 7. 0-0 Bd3 8. Hel Be7 9.
He3 e4 10. Rel Bg5 11. Rxd3?
í þessa lævíslegu gryflu hafa
margir fallið áður! Rétt er 11. Hg3,
eða 11. Hh3 RfB 12. Rxd3 exd3 13.
Hxd3 0-0 er svartur hefur góð færi
fyrir peðið.
11. - Bxe3 12. Rb4 Bxf2+! 13. Kxf2
Dh4+ 14. Kgl Rh6! 15. Dfl
Hvítur á eftir að skipa út liði sínu
á drottningarvæng og á erfitt með
að koma skipulagi á stöðuna. Eftir
15 Rxc6 O-O! 16. Re7+ Kh8, eða 15.
De2 0-0 16. Bb3+ Kh8 17. Rxc6 Rg4
18. h3 Rf2 19. Be6 bxc6, eða 15. g3
Dh3 16. Dfl Dxfl+ 17. Kxfl 0-0 +
18. Kgl Re5 19. d4 RÍ3+ 20. Kg2 Rg4
21. h3 Rel+ 22. Kgl e3 23. Bdl Hf2!
(Abakarov - Sijanovsky, Kiev 1961)
er svarta sóknin óviðráðanleg.
15. - Rg4 16. Df4 Hf8 17. Dg3
3. stöðumynd
I #1
iii
i mk
i
A W
A A & A A
M£)É,
ABCDEFGH
17. - Hfl +! 18. Kxfl Rxh2 + 19. Dxh2
Eða 19. Kf2 Rg4+ og drottningin
fellur.
19. - Dxh2
Og Adams gafst upp. Tími: Hvít-
ur: 1 klst. 28 mínútur. Svartur: 34
mínútur!
Skákþing
Reykjavíkur
Þröstur Þórhallsson var einn
efstur með sjö vinninga eftir átta
umferðir á Skákþingi Reykjavíkur
sem nú stendur yfir í skákmiðstöð-
inni Faxafeni 12. Ágúst Ingimund-
arson og Hannes Hlífar Stefánsson
komu næstir með 6,5 v. og með 6
v. voru Haukur Angantýsson, Ingi
Fjalar Magnússon, Sigurður Daði
Sigfússon og Uros Ivanovic.
Níunda umferð var tefld í gær-
kvöldi, sú tíunda hefst kl. 14 á
morgun, sunnudag, og ellefta og
síðasta umferð verður tefld á miö-
vikudagskvöld.
-JLÁ