Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1991, Blaðsíða 21
LÁtJGARDÁGbR 2. pbáÆÁR:199li
„Að mínu viti hefur trú á hvers
kyns hindurvitni farið mjög vax-
andi síðustu 4-5 árin. Mest af því
sem í svokallaðri nýaldarstefnu
felst er hreinar bábiljur.
Ef við tökum dæmi af því sem ég
hef mesta fyrirlitningu á, sem er
stjömuspádómar og stjörnuspeki,
þá minnist ég þess að hér áður tal-
aði enginn um þetta í alvöru. Fólk
leit á þetta sem grín. Ég verð tals-
vert var við þetta í mínu starfi því
fólk hringir oft og er að spyrja
hvort sumartími hafi gilt á íslandi
á þessu eða hinu árinu og er þá á
höttunum eftir réttum fæðingar-
tíma fyrir stjömuspá," segir Þor-
steinn Sæmundsson stjörnufræð-
ingur í samtali við DV.
„Þessi aukni áhugi á fræðum eins
og stjörnuspeki kom mér nokkuð á
óvart. Ég hélt að við íslendingar
hefðum nóg af hjátrú fyrir. Mér
finnst það svo fráleitt að nokkur
skynsamur og vitiborinn maöur
skuli láta sér detta í hug að leggja
trúnað á þetta.
Nútímamaðurinn
hefur enga þörf fyrir
svona bábiljur
Það væri ekki undarlegt að sá
sem ekkert vissi legði trúnað á
þetta en nútímamaðurinn hefur
ekki þörf fyrir svona bábiljur. For-
feður okkar sóu stjömur á himni
og veltu því mikið fyrir sér hvert
væri hlutverk þeirra. Þeir settu
þetta í samband við sína guöi og
þóttust geta fundið út kerfi sem
stjórnaði lífi mannanna.
Þannig er reikistjarnan Mars
sett í samband við blóð og hernað
vegna þess að hún er með rauð-
leitum blæ. Enn í dag, eftir að
menn vita hvers eðlis þessi
stjarna er og að rauði liturinn
stafar af eins konar ryði á yfir-
borði hennar, þá er goðsögnin um
Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur segir stjörnuspeki og spádóma vera botnlaust rugl og bábiljur.
DV-mynd BG
staðfestist sú skoðun mín að þetta
væri bara rugl og blekkingar og
ekkert vit í því sem þar kom fram.
Glöggur maður getur séð ýmis-
legt af framkomu annarra og þann-
ig er því eflaust farið með þá sem
spá í spil og lesa í lófa. Þetta bygg-
ir á góðri mannþekkingu og ágisk-
unum.
Hitt er svo íhugunarefni aö í
mörgum tilvikum er fólk ekki aö
blekkja aðra visvitandi heldur óaf-
vitandi. Fólk telur sér trú að það
sjái í spilunum eða lófanum það
sem sagt er.
Ég þekki dæmi um tvo menn sem
fóru saman á miðilsfund. Fólki var
raðað upp í hring og ljósin slökkt.
Þessir tveir menn höfðu sætaskipti
í myrkrinu. Það kom fram vera
sem talaði viö þá báða en allt sem
sagt var við annan átti við hinn.
Þetta fannst mér afar sláandi dæmi
og mörg önnur mætti tína tii.
Lifandi menn koma
fram á miðilsfundi
Þegar Geysir hrapaði á Vatna-
jökli voru þeir sem komust af löngu
komnir fram á miðilsfundi. Hins
vegar vilja margir trúa áfram á
miðla og þeirra verk þó þeir verði
uppvísir að blekkingum.“
- Én getur fólki stafað beinlínis
hætta af nýoldinni svokölluðu?
„Það er mjög varasamt þegar fólk
er farið að láta hjátrú og hindur-
vitni ráða lifi sínu og fara eftir því
í einu og öllu. Um það eru mörg
dæmi því miður. Það eru greinilega
miklir viðskiptamöguleikar í þess-
um geira.
Ágætt dæmi eru þessi armbönd
og kristallar sem eiga að hafa ein-
hvers konar lækningamátt og gefa
frá sér jákvæða strauma. Ef segul-
svið hefði einhvern lækningamátt
þá væri það væntanlega löngu
komið fram.
Ég skil ekki hvernig fólk getur
Nýöld og stjömuspeki:
Bábiljur og botnlaust rugl
- segir Þorsteinn Sæmundsson stjömufræðingur
hernað og orku sem þessi stjarna
á að vera fulltrúi fyrir í fullu gildi
hjá stjörnuspámönnum. Þetta er
bara dæmi um ruglið í þessu.
Hafa ekki trúað
þessu bulli í 300 ár
Þetta gat gengiö fyrir þúsund
árum þegar menn vissu ekki betur.
Upplýstir menn hafa ekki trúað
svona bulli í 300 ár. Ef við værum
að tala um fáfróða óupplýsta villi-
menn í Afríku þá gæti ég skilið
þetta en ekki sæmilega menntaða
Islendinga á ofanverðri 20 öld,“
segir Þorsteinn og hefur greinilega
nokkurt gaman af öllu saman.
„Tökum annað dæmi, álfatrúna.
Maöur hlustaði sem krakki á álfa-
sögur hjá gömlu fólki og hafði gam-
an af en fáir lögðu trúnað á sögurn-
ar. Nú virðist sem fjöldi fólks sé
raunverulega farinn að trúa á álfa.
Það er gerður þáttur sem er sýndur
í sjónvarpi og álfabyggðir kortlagð-
ar og fleira í þeim dúr. Þetta er
hugsunarháttur miðalda."
Óskhyggja eða
trúarþörf
- Nú segja svokallaðir nýaldar-
menn að nýöldin sér fyrst og fremst
hugsunarháttur, fólk sé að leita að
nýjum sannleika. Margt af því sem
kennt er við nýaldarhugsun er aug-
ljóslega hindurvitni og skottulækn-
ingar. Ber að skilja það svo að fólk
hafi misst trúna á vísindin?
„Menn hafa kannski orðið fyrir
vonbrigðum með vísindin, talið að
þau leystu allan vanda. Vissulega
leysa þau ekki allan vanda en vitn-
eskja sem við búum yfir núna er
margföld á við það sem áður var.
En þetta nægir mönnum ekki. Á
sama tíma hafa menn verið að
missa trúna á hin hefðbundnu trú-
arbrögö. Þarna myndast tómarúm
sem þessar nýaldarhugmyndir
fylla. Hið óþekkta og dularfulla
heillar. Þetta er eitthvert sambland
af óskhyggju og trúarþörf."
Öld vatnsberans
eftir 600 ár
- Nú segja stjörnuspekingar sjálfir
að þetta sé afleiðing af því að öld
vatnsberans sé gengin í garð og því
fylgi aukinn áhugi á andlegum efn-
um og höfnun á efnishyggju.
Hvernig ríma þær fullyrðingar við
hefðbundna stjörnufræði?
„Það er reyndar dálítið broslegt
þegar stjörnuspekingar eru að tala
um þessa öld vatnsberans vegna
þess að samkvæmt þeirra kokka-
bókum ætti þetta aldrei að geta
gerst því þeir hafa fastbundiö stjör-
numerkin og árstíðirnar. Þegar
stjörnuspákerfi dýrahringsins var
sett upp fyrir meira en 2.000 árum
þá var sólin í hrútsmerki um vor-
jafndægur og þar hefst hringurinn.
Hægfara pólvelta jarðar hefur
valdið því að sólin er nú í fiska-
merki um vorjafndægur og því hef-
ur hringurinn í raun færst til um
einn mánuð eða eihn dag á hverj-
um 70 árum. Dýrahringurinn eins
og hann er almennt settur fram er
því alrangur. Með þvi að viður-
kenna að sólin sé að færast úr
merki fiska yfir í merki vatnsbera
er verið að viðurkenna skekkju
sem ekki var viðurkennd áður.
Þess utan greinir stjöruspekinga
mjög á um það hvenær þessi „alda-
mót“ nákvæmlega eigi að vera. Til-
gátur þeirra spanna yfir tímabilið
frá 1781 til um 2740. Eins og stjörnu-
fræðingar skilgreina þessi aldamót
þá verða þau árið 2614 án þess að
það hafi neina merkingu í sjálfu
sér.
Þaö er nefnilega dæmigert fyrir
stjörnuspekinga að skoðanir þeirra
eru, eins og þetta dæmi sýnir, jafn-
margar og þeir eru. Þess vegna
leysast samkomur þeirra og þing
gjaman upp í rifrildi og þras um
hinar ýmsu kenningar," segir Þor-
steinn og brosir í kampinn.
Botnlaustrugl
„Það er rétt að það komi fram að
margir stjörnufræðingar hafa
rannsakaö fullyrðingar stjörnu-
spekinnar sérstaklega og það er
óhætt að segja að stjörnuspeki sem
slík hefur verið afsönnuð betur en
flest annað af þessu tagi. Þar stend-
ur ekki steinn yfir steini því þetta
er botnlaust rugl allt saman.“
- Nú hafa stjörnuspekingar haldið
því fram að vísindarannsóknir hafi
sannað hiö gagnstæða, nefnilega
að stjörnuspádómar byggi á vís-
indalegum rannsóknum?
„Stjörnuspekingar vitna gjarnan
í rannsóknir Frakkans Michael
Gauquelin og segja hann hafa
sannað að stjörnuspeki eigi við rök
að styðjast. Ekkert gæti verið fjær
sanni. Gauquelin hefur unnið
árum saman við að rannsaka
stjörnuspeki og tekið fyrir hvert
atriðið á fætur öðru og birt fjölda
greina og skrifað bækur um niður-
stöður sínar. Niðurstaða hans varð
í stuttu máli sú að stjörnumerkin
sem menn fæðist í hafi engin áhrif
á örlög manna eða eiginleika og að
hver sá sem teldi sig geta spáð í
framtíðina eftir stjörnunum væri
annaðhvort að blekkja sjálfan sig
eða aðra.
Gauquelin gerði ótalmargar próf-
anir til að kanna staðhæfingar
stjörnuspekinga. í aðeins einu til-
viki viku niðurstöðurnar frá því
aö vera algjörlega tilviljanakennd-
ar. Það var þegar hann kannaði
afstöðu reikistjörnunnar Mars og
bar saman við fæðingarstað hóps
manna í tiltekinni stétt (íþrótta-
manna). Þessi niðurstaða var mjög
umdeild og það er fjarstæða að
halda henni á loft sem einhverri
sönnun fyrir stjörnuspeki. Það er
álíka og að gleðjast yfir einum
steini sem eftir stendur þegar búið
er aö rífa bygginguna til grunna.
Amerískur sjömuspekingur,
einn sá þekktasti í þeirra hópi, var
eitt sinn spurður hve margir sem
starfa við stjörnuspeki tryöu raun-
verulega á hana. Hann sagðist
halda að um það bil helmingurinn
gerði það. Þetta er hins vegar at-
vinnuvegur og sú spurning hlýtur
að vakna hvort það geti verið lög-
legt að hafa atvinnu af því að
blekkja fólk,“ segir Þorsteinn.
- En hefur þú einhvern tíma látið
gera stjörnukort eða stjörnuspá
fyrir þig sjálfan?
„Néi,“ segir Þorsteinn og hlær
innilega. „Eg gæti alveg eins farið
niður í Sláturfélag Suðurlands og
reynt að spá í innyfli sláturdýra.
það gerðu forfeöur okkar. Það er
álíka áreiðanlegt og stjörnuspek-
in.“
Blekkingar sem
ekkertviterí
- Nú er stjörnuspeki aðeins hluti
af því sem venjulega er kallað ný-
aldarstefna. Starfsemi miðla og
spámanna ýmiss konar stendur
með miklum blóma og fiölbreytt
flóra hvers kyns óhefðbundinna
lækninga virðist eiga miklum vin-
sældum að fagna. Hefur þú kynnt
þér þetta?
„Ég hef sjálfur farið á miðilsfundi
til þess að kynna mér málið. Þar
tekið við þessu án þess aö hafa fyr-
ir því neitt nema orð sölumanns-
ins. Mér er þaö hulin ráðgáta."
Samtökvísinda-
manna sem berjast
gegn nýöld
- Ræða raunvísindamenn þennan
tíöaranda sem í nýöldinni felst sín
á milli og til hvaða ráða telja þeir
að eigi að grípa?
„Þetta er mikið rætt og menn
hafa af þessu umtalsverðar áhyggj-
ur. Á ráðstefnum erlendis eru gerð-
ar samþykktir sem beinast gegn
gervivísindum af þessu tagi og ég
hef skrifað undir eina slíka.
Erlendis, í Bandaríkjunum og
víöar, eru starfandi samtök vís-
indamanna sem rannsaka sérstak-
lega á vísindalegan hátt, hindur-
vitni og hluti af svokölluðum yfirn-
áttúrlegum toga til þess að komast
til botns í því hvað sé þar á ferðinni.
Þessi skipulagöa andstaða er
fyrst og fremst komin til vegna
þess að mönnum hefur ofboðið.
Niðurstöður þeirra eru birtar í
tímariti sem nefnist The Sceptical
Inquirer, eða Gagnrýni spyrjand-
inn. Það er auðvelt að gerast áskrif-
andi að því og þar er að finna gagn-
rýna umfiöllun um marga hluti
sem verið er að markaðssetja. Ég
vil gjarna hvetja þá sem hafa áhuga
á þessum málum að gerast áskrif-
endur að þessu riti.
Hérlendis hefur það verið nefnt
við mig að ég beitti mér fyrir svip-
aðri andstöðu af hálfu raunvísinda-
manna en ég hef enn ekki ljáð
máls á því, einfaldlega vegna þess
að mér finnst ég hafa brýnni verk-
efhum að sinna," sagði Þorsteinn
að lokum.
-Pá