Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1991, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1991.
■ vi9
rýfur fjögurra
ára þögn
Á nýjustu plötu sinni, The Soul
Cages, syngur Sting um foreldra
sína og bernskuárin í Newcastle.
Platan er nýútkomin og hefur þeg-
ar fengið góðar viðtökur.
Sting hefur raunar tekið sér gott
frí frá hljómplötugerð. Hans síð-
asta var Nothing Like The Sun.
Hún kom út árið 1987, árið sem
hann missti foreldra sína úr
krabbameini. Sting sagöi í nýlegu
blaðaviðtali að sköpunarþörfin
hafi gjörsamlega þornað upp í kjöl-
far foreldramissisins.
„Það voru engin vandræði með
tónlistina," sagði Sting. „En þegar
ég þurfti að koma textunum saman
stóð aljt fast. Ekki orð af viti í meira
en tvö ár. Mér var hætt að lítast á
blikuna. Tónlist er nú einu sinni
atvinna mín og ég var farinn að
Gerald Street í Wallsend þar sem
ég ólst upp. Þegar þessi sýn var
komin var eftirleikurinn auðveld-
ur. Fyrsta textalínan á plötunni er
„Billy was born within sight of the
shipyard" og síðan kom allt það
sem ég vildi segjá á tveimur eða
þremur vikum. Textarnir helltust
út úr mér og þótt erfitt væri að rifja
eitt og annað upp héldu þeir áfram
að koma. Þeir ortu sig eiginlega
sjálfir."
Annríki
Þótt um það bil fjögur ár séu hðin
síðan síðasta plata Stings kom út
hefur hann ekki verið aðgerðalaus.
Tvær hijómleikaferðir eru aö baki.
Önnur tíl að fylgja After The Sun
eftir. Hin var farin til að vekja at-
Helgarpopp
Led Zeppelin, ein vinsælasta hljómleikasveit áttunda áratugarins, hætti er trommuleikarinn lést.
Símamynd Reuter
V
t
Sting átti í stökustu erfiðleikum með textasmíðina eftir fráfall foreldra
sinna. p
horfa fram á að þurfa að fmna mér
eitthvað annað að gera!“
Það var í mars á síðasta ári sem
Sting fór að líða illa vegna erfiðleik-
anna við að semja. Hann gekk í
Central Park í New York daglega.
Var lengi í baði. Fékk sér neðan í
þvi. En ekkert gerðist. Þá riflaðist
upp að fyrir tæpum áratug þurfti
hann að fara í sálgreiningu vegna
erfiðleika í einkalífinu.
Endurmat
„Þá lærði ég aö maðurinn getur
í raun og veru meðhöndlað sjálfan
sig. í stað þess að hlaupa eins og
rotta á hjóli verður maður að stíga
til hhðar. Ég gerði það og komst
að þeirri niðurstöðu að ég gæti
annað hvort ekki skrifað vegna
þess að ég hefði ekkert að segja
eða, sem mér þótti líklegra, vegna
þess að ég hefði frá ýmsu að segja
en þyrði ekki að horfast í augu við
það.
» Ég ákvað því að endurmeta sjálf-
an mig,“ hélt Sting áfram. „Gera
mér grein fyrir því hver ég er,
hvaðan ég kem. Ég endaði á minni
fyrstu minningu, skipasmíðastöð-
inni. Þegar ég var lítill mátti oft og
iðulega sjá stærðar skip.hangandi
í krönum ofan við húsin við enda
hygh á starfi Amnesty Internatio-
nal. Þar voru Bruce Springsteen,
Peter Gabriel, Tracy Chapman og
Youssu N’Dour með í fór.
Þegar hljómleikaferðum lauk
sneri Sting sér að því að vekja fólk
til umhugsunar um hvemig farið
er með regnskógana í Suður-
Ameríku. Mikill tími og peningar
hafa farið í þá baráttu en Sting
hefur í staðinn áunnið sér virðingu
fólks um víða veröld sem einn ötul-
asti baráttumaðurinn meðal dæg-
urtónhstarmanna fyrir bættum
heimi.
Upp úr miðju ári 1989 tók Sting
síðan þátt í uppfærslu Túskhding-
sóperannar með leikflokki í
Bandaríkjunum. Sýningin gekk 150
sinnum og Sting segist sannfærður
um að flokkurinn hefði átt að halda
áfram lengur. Hann segist enn
sakna Túskildingsóperunnar.
Nú er framundan hljómleikaferð
til að fylgja The Soul Cages eftir.
Sting segist raunar kvíða því að
þurfa að syngja lögin af plötunni
kvöld eftir kvöld svo mánuðum
skipti. „En ég veit að auðvitað verð
ég að gera það. Og það þjónar sín-
um tilgangi. Þótt dauðinn sé ekkert
skemmtiefni hefur fólk eigi að síð-
ur gott af að leiða hugann að hon-
um.“
Led Zeppelin
saman að nýju?
Hafa fengið hundrað milljón dollara tilboð
Er það hugsanlegt að hljómsveitin
Led Zeppelin eigi eftir að fara eina
hljómleikaferð enn og að hún verði
farin í sumar? Sögusagnir eru á
kreiki urp að hljómleikahaldari af
stærri gerðinni hafi haft samband
við Robert Plant, Jimmy Page og
John Paul Jones og stungið upp á
ferð við flórða mann, til dæmis Ja-
son, son Johns heitins Bonhams.
Jason er hðtækur trommuleikari og
hefur nokkrum sinnum komið fram
með hinum þremur við hátíðleg tæk-
ifæri.
Nú hafa þremenningunum áður
borist kostaboð vilji þeir fara eina
ferð enn. En nýjasta tilboðið er
óvenju freistandi: Halda skal þrjátíu
tónleika í svo sem fimmtán banda-
rískum stórborgum og greiðslan
Umsjón:
Ásgeir Tómasson
verður litlar hundrað milljónir
Bandaríkjadala. Það er upphæð sem
nemur um 5,7 milljörðum íslenskra
króna.
Að vísu þykir nokkuð víst að þre-
menningarnir, sem skipuðu Led
Zeppehn á sínum tíma, séu ekki á
flæðiskeri staddir flárhagslega. Hins
vegar er þama um slíka úpphæð að
ræða að annað eins boð hefur tæpast
borist nema ef vera kynni er Bill
Sargent, tónleikahaldari vestra,
bauð Bítlunum þrjátíu mihjón doh-
ara fyrir eina tónleika. Fimmtán ár
eru síðan það gerðist. Vitað er að
einhverjir flórmenninganna vildu
taka boðinu en einn eða tveir voru á
móti og því varð ekkert af því að the
Beatles kæmu fram.
Led Zeppelin hefur ekki starfað síð-
an árið 1980 er John Bonham
trommuieikari lést. Fyrst í stað íhug-
uðu þeir þrír sem eftir voru að ráða ^
annan mann í stað Bonhams en féhu
frá því og ákváðu að hætta. Talið er
að það breyti ýmsu varðandi þá
ákvörðun að Jason Bonhafh þykir
góður trommuleikari og vel boðlegur
í sæti föður síns sem margir telja
einn besta rokktrommuleikarann
sem uppi hefur verið.
Guns'N'Roses:
Plata er fædd
Loksins hafa liðsmenn rokkhljóm-
sveitarinnar Guns’N’Roses lokið við
plötu þá sem verið hefur í smíðum í
næstum ár. Upphaflega átti hún að
verða tvöföld að stærð. Síðar var hún
minnkuö um helming og endaði svo
loks í stærðinni sem upphaflega var
áætluð.
Platan heitir Use Your Illusion.
Hljómsveitin ætlar að fylgja henni
eftir með hljómleikaferð um heiminn
sem reiknaö er með að taki um tvö
ár. Raunar er hljómsveitin þegar
komin af stað. Hún var með í
stjömufansinum sem kom fram á
Rokki í Ríó á dögunum.
Ýmislegt gekk á meöan Use Your
Illusion var hljóðrituð. Til dæmis var
trommuleikarinn Steve Adler rekinn
vegna heróínfíknar sinnar. í hans
staö kom trommuleikari hljómsveit-
arinnar Cult.
Guns’N’Roses. Tveggja ára hljómleikaferð er framundan