Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1991, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1991, Page 43
LAUGARBA'GUH'2. 'FEBRÚA® .1991., í 55 Reykjavík fyrr og nú Skíðaskálinn í Hveradölum Ljósmynd Björn Arnórsson. DV-mynd Sunnudagskvöldið 20. janúar sl. varð eldur laus í Skíðaskálanum í Hveradölum. Skálinn var mann- laus er eldurinn kom upp. Varð hann alelda á örskammri stundu og brann til kaldra kola án þess að viö nokkuð yrði ráðið. Þar með urðu óneitanlega nokk- ur þáttaskil i sögu skíðaíþróttar- innar i Reykjavík. Elsti skíðaskál- inn á Suðurlandi er horfinn, skíða- kappar fyrri tíma sakna sjálfsagt gamals kunningja sem svo oft veitti þeim skjól og yl og fyrir flestum Reykvíkingum hefur leiðin austur yfir íjall glatað veigamiklu kenni- leiti minninganna. L.H. Miiller og skíöa- íþróttin í Reykjavík Ekki verður svo mikiö sem drep- iö á sögu Skíðaskálans í Hveradöl- um án þess að minnst sé á þann mann sem öðrum fremur má nefna föður skíðaíþróttarinnar í Reykja- vík. Sá er L.H. Muller, norskur bakarasonur sem hingað kom til landsins árið 1906 með aleiguna í vasanum, norska fimmtíu aura. Muller var ráðdeildarsamur og þrautseigur athafnamaður sem efnaðist brátt á verslun sinni en hann verslaði um áratuga skeið í Austurstræti 17. En Muller lét sér ekki nægja vel- gengni í viðskiptalífinu. Hann hafði ódrepandi áhuga á allri útvist og íþróttum og átti eftir að leggja þar sitt af mörkum. Leifur Múller, sonur hans, grein- ir frá því í ævisögu sinni, sem út kom í fyrra, að föður sínum hafi þótt töluvert vanta á trjágróöur í Reykjavík sem vonlegt var. Úr þessu vildi hann bæta er hann gaf bænum þúsund trjáplöntur í borg- arstjóratíð Knud Zimsen en sumar þessara plantna eru nú myndarleg tré í Hljómskálagaröinum. Þá blés L.H. Mtiller nýju lífi í gamalt íþróttafélag bæjarins, Skautafélag Reykjavíkur, og keppti sjálfur í skautahlaupi á Tjörninni. Síðast en ekki síst var Múller helsti hvatamaður að stofnun Skíöafélags Reykjavíkur árið 1914 er skíðaíþróttin var nánast óþekkt hér sunnanlands. Hann var helsta driffjöður félagsins um áratuga skeið og var formaður þess í aldar- fjórðung. Muller lagði ýmislegt af mörkum til að vekja almennan áhuga á skíðaíþróttinni. Hann fór ásamt þremur öðrum í mikla frægðarför á skíðum þvert yfir landiö, úr Eyja- firði suður yfir Sprengisand, árið 1925. Þá keypti hann erlendis tugi skíða sem hann gaf Barnaskólan- um og Menntaskólanum. Loks átti hann öllum öðrum fremur heiður- inn af því að Skíðafélag Reykjavík- ur lét reisa Skíðaskálann í Hvera- dölum. Muller fékk einn þekktasta arki- tekt Norðmanna til að teikna skál- ann í svissneskum stíl og stóð sjálf- ur fyrir svonefndri „tveggjakrónu- veltu“ í því skyni að fjármagna framkvæmdirnar. Allur efniviður skálans var keyptur frá Noregi, sem og hús- gögn í viðeigandi stíl. Efnið kom hingað til lands í sumarbyrjun 1935 en skálinn var vígður þann 15. sept- ember þá um haustið. Hann var þá fyrsti skíðaskálinn hér sunnan- lands og reyndar eitt veigamesta átakið í íþróttamálum þjóðariúnar um þær mundir. Kolviðarhóll Skíðafélag Reykjavíkur hafði þegar náð tvítugu þegar Skíðaskál- inn sá dagsins ljós en strax á síðari hluta annars áratugarins hafði skíðaíþróttin náð töluverðri hylli Reykvíkinga. Skálinn átti sér því nokkurs konar fyrirrennara þó þar hafi ekki veriö um eiginlegan skála að ræða. Það var veitinga- og gisti- húsið Kolviðarhóll sem reist var árið 1929 en þar hafði áður verið lítið steinhús og þar á undan sælu- hús frá 1842. í bók sinni og Páls Lmdals, Á götum Reykjavíkur, getur Lúðvík Hjálmtýsson um hjónin Valgerði Þórðardóttur og Sigurð Daníelsson sem höfðu búsforráð á Kolviðar- hóli um 1930. Þá var þar oft gest- kvæmt um helgar þegar skíðafæri gafst en meðal þeirra sem þangað komu á skíði nefnir Lúövík þá Ás- geir Ásgeirsson, síðar forseta, Har- ald Johannessen bankafulltrúa, föður Matthíasar ritstjóra, Jón Kaldal ljósmyndara, Ósvald Knudsen kvikmyndasmið og Guð- mund Einarsson frá Miðdal, auk félaga Lúðvíks; Eggert Kristinsson, síðar framkvæmdastjóra í Málar- anum, Pétur Snæland forstjóra, Halldór Pétursson listmálara, Magnús Brynjólfsson bókbindara og Úlf Þórðarson augnlækni. Lúð- vík getur þess að stundum hafi hundrað manns gist á Kolviðarhóli en þrjú hundruð verið þar í mat. Valgerður seldi ÍR Kolviðarhól árið 1938 er hún var orðin ekkja en sjálf stóð hún fyrir veitinga- rekstri þar til 1943. Þá lagðist þar af allur rekstur en húsið var í nið- urníðslu um árabil áður en það var rifið á sjöunda áratugnum. Umsjón ■ Kjartan Gunnar Kjartansson Skíðamót og kennslaí Hveradölum Skíðaskálinn varð strax mjög vinsæll og Hveradalir urðu helsti vettvangur skíðaiðkana hér sunn- anlands. Fljótlega eftir að Skíöa- skálinn tók til starfa fékk Skíðafé- lagið norskan skíðakennara til starfa við skálann. Þar var haldið fyrsta landsmót skíöamanna hér á landi árið 1937 en. félög víðs vegar af landinu sendu keppendur á mótið. Var þar keppt í göngu og stökki en auk ein- staklingsgreina var þar keppt um sveitaverðlaun í göngu. Urðu Sigl- firöingar hlutskarpastir í öllum greinum. Næsta vetur var einnig landsmót í Hveradölum og var þá í fyrsta sinn keppt í svigi hér á landi. Þrátt fyrir skíðaskála íþróttafé- laganna í Skálafelli, Jósefsdal og víöar hélt Skíðaskálinn í Hveradöl- um sínu forystuhlutverki um ára- tuga skeið. Þáttskil urðu í sögu Skíðaskálans er Reykjavíkurborg keypti hann árið 1971 en um það leyti hófst uppbygging skíðasvæð- isins í Bláíjöllum vestanverðum, fyrst með Ármanns-skálanum og síðan Borgarskálanum. Með aukn- um umsvifum í Bláfjöllum liefur skíðamönnum stöðugt fækkað í Hveradölum og árið 1985 seldi Reykjavíkurborg einkaaðila skál- ann undir veitingarekstur en Skíðafélagið fékk aðstöðu í Bláfjöll- um. Skálinn í Hveradölum var nú töluvert stækkaður og gerður upp og þótti hinn veglegasti síðustu ár- in. Hlutverk hans hafði samt óneit- anlega breyst, frá þeim tíma er skíðamenn dustuðu af sér snjóinn fyrir utan, drógu kaffiflösku úr ull- arsokk og hvíldu lúin bein eftir vel heppnaöa skíðaferð. Veður Á morgun verður vestan- og norðvestanátt. fremur hæg, él á Suðvestur- og Vesturlandi en úrkomulaust aó mestu annars staðar. Frost verður 1-2 stig. Akureyri léttskýjað 0 Egilsstaðir heiðskírt 0 Hjarðarnes 'skýjað 2 Galtarviti snjókoma -1 Keflavikurflugvöllur snjóél 0 Kirkjubæjarklaustur snjóél -2 Raufarhöfn heiðskirt -2 Reykjavík snjóél 0 Vestmannaeyjar úrkoma 1 Bergen alskýjað 0 Helsinki alskýjað -1 Kaupmannahöfh iéttskýjað -1 Ósló skýjað -5 Stokkhólmur haglél -4 Þórshöfn skúr 14 Amsterdam kornsnjór -3 Berlin heiðskirt -6 Chicago léttskýjað -6 Feneyjar heiðskirt 1 Frankfurt heiðskírt -1 Glasgow mistur 3 Hamborg heiðskírt -3 London rigning 4 LosAngeles alskýjað 10 Lúxemborg þokumóða -6 Madrid ^rigning 3 Malaga rigning 11 MaUorca hálfskýjaö 13 Montreal léttskýjað -17 New York heiðskirt -4 Nuuk skafrenning- -20 Orlando rigning 16 París þokumóða 0 Valencia skúr 9 Vín heiðskírt -6 Winnipeg skýjað -14 Gengið G.engisskráning nr. 22. - 1.. febrúar 1991 kl. 9.15 Eining kl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi Dollar 54,300 54,460 54.690 Pund 106,971 107,286 107,354 Kan. dollar 46,728 46,865 47,027 Dönsk kr. 9,5431 9,5712 9,5553 Norsk kr. 9,3863 9,4140 9,4034 Sænsk kr. 9,8192 9,8481 9,8416 Fi. mark 15,1570 15,2017 15,1896 Fra. franki 10,8054 10,8373 10,8260 Belg. franki 1,7853 1,7906 1,7858 Sviss. franki 43,1809 43,3082 43,4134 Holl. gyllini 32,5921 32.6881 32,6361 Þýskt mark 36,7388 36,8471 36,8023 ít. líra 0,04884 0,04898 0,04896 Aust. sch. 5,2134 5,2287 5.2287 Port. escudo 0,4156 0,4168 0,4153 Spá. peseti 0,5860 0,5878 0,5855 Jap. yen 0,41338 0.41460 0.41355 irskt pund 97,726 98,014 98,073 SDR 78,1784 78,4088 78,4823 ECU 75,5992 75,8219 75,7921 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Fiskmarkaðimir Faxamarkaður 1. febrúar seldust alls 42,722 tonn. Magn í Verö í krónum tonnum Meöal Lægsia Hæsta Blandað 0,071 43,00 43,00 43,00 Gellur • 0,045 296,00 290,00 300,00 Hrogn 1,194 216,92 150,00 275,00 Karfi 1,508 48,67 46,00 50,00 Keila 0183 45,00 45,00 45,00 Langa 1,577 79,00 79.00 79,00 Lúða 0,463 370,84 260,00 520,00 Skata 0,022 130,00 130,00 130,00 Skarkoli 0,663 67,82 67,00 70,00 Skötuselur 0188 220,00 220,00 220,00 Steinbítur 2,323 64,30 62,00 69.00 Þorskur, sl. 20,932 113,55 96,00 119,00 Þorskur, ósl. 2,752 106,32 105,00 108,00 Ufsi 0,117 48,00 48,00 48,00 Undirmál. 0,865 89,28 88,00 90,00 Ýsa, sl. 9,731 101,94 50,00 124,00 Ýsa, ósl. 0,087 67,71 48,00 83,00 Fiskmarkaður Hafnarfjarðar 1. febrúar seldust alls 137,930 tonn. Gellur 0,013 260,00 260,00 260.00 Ufsi 2,272 52,65 50,00 53.00 Skata 0,094 39,00 39,00 39,00 Koli 0,027 59,00 59.00 59,00 Keila 0,134 40,00 40,00 40,00 Karfi 6,316 53,53 63,00 54,00 Hlýri 1,026 68,00 68,00 68,00 Grálúða 2,832 80,00 80,00 80,00 Ýsa.ósl. 1,114 87,36 86,00 90,00 Þorskur, ósl. 0,092 86,00 86,00 86,00 Steinbitur, ósl. 0,187 57,00 57,00 57,00 Langa, ósl. 0,019 71,00 71,00 71,00 Smárþorskur 1,351 89,00 89,00 89,00 Keila.ósl. 0,463 37,71 37,00 40,00 Steinbítur 2,792 66,55 64,00 67,00 Ýsa 8,188 113,41 90,00 125,00 Þorskur 108,709 102,86 93,00 110.00 Lúða 0,714 246,71 170,00 340,00 Langa 1,501 76,64 71,00 79,00 Hrogn 0,084 194,88 190,00 200,00 Fiskmarkaður Suðurnesja 1. febrúar seldust alls 33,625 tonn. Þorskur, ósl. 7,400 104,63 84,00 107,00 Þorskur, ósl., 6,312 82,27 72,00 86,00 dbl. Þorskur, sl. 5,228 118,04 112,00 123,00 Lúða 0,023 445,00 445,00 445,00 Keila 4,500 46,67 45,00 48,00 Karfi 0,127 51,91 48,00 55,00 Hrogn 0,121 211,00 211,00 211,00 Hlýri 0,019 64,00 64,00 64,00 Ýsa 0.405 132,88 80,00 139,00 Ufsi 0,382 37,56 35,00 38,00 Skarkoli 0,038 89,00 89,00 89,00 Langa 0,038 64,21 59,00 70,00 Þorskur 27,940 102,89 72,00 123,00 Steinbítur 0,032 86,00 86,00 86,00 4.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.