Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1991, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1991, Síða 3
MNUDA'GUR 4. FEBRÚÁR 1991. r Fréttir Sumarveður: Hitametið íjanúarslegið ÞórhaBur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: Eftir aö flestir voru búnir að bóka þriðja snjóaveturinn í röð hefur brugðið tii hins betra og veðráttan síðasta sprettinn verið með eindæm- um góð. Hitinn hefur víða norðan- lands farið yfir 10 stig. Janúarmet var t.d. slegið á Sauðanesi fimmtu- daginn 24.janúar, 14,5 gráður. A Sauðárkróki og Siglufirði er ein- staka jurt í görðum farin að taka við sér og fleiri sem hugsa sér eflaust til hreyfings. Og menn voru orðnir svo vanir hlýindunum að þeir urðu hálf- hissa þegar gránaði á fjöll á mánu- dagsnóttina. En það er víst ekkert óalgengt í janúar. Golfarar á Sauðárkróki gerðu gott betur en halda aðalfund sinn á sunnudaginn. Daginn áður gripu margir þeirra í kylfu, enda völlurinn marauður, klakalaus, og þurr að auki. Hlýtur að teljast einsdæmi hér norður í landi að hægt sé að stunda sumaríþrótt sem á sumardegi væri í janúar. En þrátt fyrir aö gaman sé að gleðjast yfir góðum veðurdögum er ómögulegt að segja til um hvernig framhaldið verður. Sements verksmiðj an: Útblásturs- mengunin stórminnkar Sigurdur Sverrisson, DV, Akranesi: Tilraunir með Powerplus-tæki, sem bæði draga stórlega úr mengun og auka vélarafl bifreiða, hjá Se- mentsverksmiöju ríkisns hafa sýnt að 12,89% eldneytissparnaður varð á reynslutímabili, þar sem Scania- vörubifreiö var ekið 3500 kílómetra. Framleiðendur Powerplus-tækis- ins fullyrða að með ísetningu þess í bifreiðar megi spara allt að 8% bens- íns, auka vélarafl um 3% og draga um 50% úr útblástursmengun. Út- tekt tveggja hlutlausra fyrirtækja á Bretlandi undanfarna mánuði hefur sýnt að eldneytissparnaður nam að minnsta kosti 7,5%, útblástursmeng- un minnkaði um 35% og vélarafl jókst um 3,5%. Af þessu má því vera ljóst að til- raunin í vörubifreiðinni hjá Se- mentsverksmiðjunni hefur skilað mun meiri eldneytissparnaði en jafn- vel framleiðendur hafa þorað aö lofa í auglýsingum sínum. Vestfírðir: Minnst atvinnuleysi Hlynur Þór Magnússon, DV, fsafirði: Síðasta ár var metár í atvinnuleysi á íslandi. Mest var atvinnuleysið á Austurlandi og Norðurlandi eystra eða 3,3% en minnst á Vestfjörðum, 0,4%. í nýliðnum desembermánuði var atvinnuleysið minnst á Vest- fjörðum en mest á Austurlandi, en um 2.200 manns voru atvinnulaus á landinu öllu þann mánuðinn. Síðastliðinn mánudag voru 15 manns á atvinnuleysisskrá á ísafirði, 14 karlar og 1 kona. Uppistaðan var starfsmenn Pólstækni og vörubíl- stjórar. Alma Rósmundsdóttir á bæj- arskrifstofunum sagði þetta óvenju háa tölu. í desember síðastliðnum hefðu til dæmis verið 4-5 á skrá. í Bolungarvík var 1 karlmaður á skrá og var okkur tjáð að það væri nokkuð „eðlilegt" ástand á þeim bæ. Á Patreksfirði voru 2 bílstjórar á skrá og höfðu verið í nokkra daga. Okkur var tjáð að þetta væri óvenju- legt á þeim bæ, þar væri vanalega enginn á atvinnuleysisskrá. Spectra SL 72 29" sjónvarp í algjörum sérflokki, meö flötum möttum Black Matrix-skjá*, sem endurspeglar ekki Ijósi, Super VHS innbyggt, 40 stööva minni, 40W stereomagnari, tengi fyrir aukahátalara, tvöfalt Scart-tengi, barna- læsing, fjarstýring, Teletext m/8 síöna minni, tenging fyrir gervihnattasjónvarp, möguleiki á NTSC/Secam, tilbúiö fyrir NICAM-stereomóttöku o. m. fl. Verö aöeins: 119.520,- kr eöa 107-900, Spectra SL 63 25" sérlega vandaö sjónvarp, meö flötum möttum Black Matrix-skjá*, sem endurspeglar ekki Ijósi, Super VHS innbyggt, 40 stööva minni, 40W stereomagnari, tengi fyrir aukahátalara, tvöfalt Scart-tengi, barna- læsing, fjarstýring, Teletext m/8 síöna minni, tenging fyrir gervihnattasjónvarp, möguleiki á NTSC/Secam, tilbúiö fyrir NICAM-stereomóttöku o. m. fj. Verö aðeins: 104.200,- kr eöa Galaxy 51 20" vandaö sjónvarp, meö skörpum, litsterkum skjá, 40 stööva minni, tengingu fyrir gervihnatta- sjónvarp, þráölausri fjarstýringu, möguleika á NTSC/Secam móttöku, sjálfvirkum stöövaleitara, Scart-tengi og ýmsu fleira. Verö aðeins: 49.900,- kr eöa WSM, fra Nordmendc ( iéi im oo horr eru nanast Þeir eru líka meö in og hornum m^M^j^M^M^Mig^^pðVerkum aö Ijós endurspeglast ekki MMmllfiilimqlfbeir hefðbundnu (sá efri). Black gQafi^lainöÁTi; S i m q c f u i m KiamliMdriniffi rpu og nakvæmari liti. Nordmende sjónvarpstækin, sem eru Vestur-Þýsk hásæóavara eru löngu landsþekkt fyrir langa endingu 03 frábaer gæði greiöslukjör til allt aö 12 mán. eöa allt aö 3 ára greiöslukjör Við tökum vel á móti þér !

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.