Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1991, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1991, Qupperneq 8
8 MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1991. Utlönd Fljúgandi virki fórst á heimleið Það var flugvél af gerðinni B-52 sem fórst á Indlandshafi. Símamynd Reuter Bandarísk sprengjuflugvél af gerð- inni B-52, svokallað „fljúgandi virki“, fórst á heimleið frá sprengjuárás á írak um miðjan dag í gær. Flugvélin var gerð út frá eyjunni Diego Garcia á miðju Indlandshafi. _ E L‘ 'I 7 £ i ö1 7 р. rl * v N A *vj l' fr > « % с. I ■i i :;] l n * 'j d 3 p E R SKEKKJA í DÆMINU? Getur verið að þú sitjir ekki rétt við vinnu - að þú fáir ekki réttan stuðning við bakið - að afstaða milli baks og setu sé ekki rétt? Getur verið að þú sitjir á ómögulegum stól? ERO er stóllinn sem rúmiega 25 þúsund íslendingar sitja á við vinnu sína. Skýringin er augljós. ERO-stólamir eru hannaðir í samvinnu við lækna og sjúkraþjálfara og hverjir vita betur en þeir hvernig góðir vinnustólar eiga að vera? . ERO-stólana stillir hver og einn að eigin þörfum. Mismunandi stillingar á baki, setu og hæð. ERO-stölarnir tryggja vinnuveitendum aukin og betri afköst starfsmanna sinna. ERO-stólarnir tryggja stuðning í starfi með betri líðan og meiri afköstum. ERO-stólarnir eru fáanlegir í 3 gerðum með margvíslegum aukaútbúnaði og mismunandi áklæði. ERO-stólarnir eru með 5 ára ábyrgð. ERO þýðir árangur í starfi. ERO tryggir þér öruggan SESS. fisess FAXAFENI 9 59 6 79399 o~. -Arí ís-e SESS er númeð einkasöluleyfi á ERÓ stólunum og veitir fullkomna viðgerðaþjónustu. 2S 4yy-j/ i «a*= " t \ i/ 'Á | X í Dl 5 $ 't r V (. /. ' C > V 7 5 i* {/. '4 9J * \ * u v li l/7 I 4. v. c X _ Með vélinni voru sex menn og tókst að bjarga þremur þeirra. Talið er að vélarbilun hafi valdið slysinu því að ekki er vitað til að véhn hafi orðið fyrir skotum í árásarferðinni. B-52 sprengjuflugvélar eru stærstu og öflugustu árásartækin sem Bandaríkjamenn hafa yfir að ráöa í Persaflóastríöinu. Þær hafa verið viðstöðulaust í notkun frá því stríðið hófst og síöustu daga flogið í árásar- ferðir frá völlum í Evrópu auk flug- vaha í Mið-Austurlöndum. Sprengjuárásir með B-52 flugvélum hafa geigvænleg áhrif á þá sem fyrir þeim verða. Þótt hermennirnir hafist við í neðanjarðarbyrgjum þá eru sál- ræn áhrif sprenginganna tahn mikil. Á máh herfræðinnar eru B-52 vél- amar notaðar við svokallaða „teppa- lagningu“ þar sem heilu landsvæðin eru sprengd í sundur fermetra fyrir fennetra. Áhrifum sprenginganna er lýst þannig að augun fari að snúast í höfðinu og gnýrinn heyrist fyrir eyr- unum í marga klukkutíma eftir að sprengingamar eru afstaönar. Sprengingarnar hafa áhrif á innra eyrað þannig að menn finna fyrir svima í það minnsta í sólarhring á eftir. Þeir sem orðið hafa fyrir spreng- ingum af þessu tagi segja að því sé líkast sem þær hljómi sem ein 15 mínútna löng sprenging. Reuter Saddam gefur grænt Foringi í breska hemum segir að Saddam Hussein hafi þegar gefið mönnum sínum heimild til að nota efnavopn. Margir hemaöarsér- fræðingar eru sömu skoðunar og segja aö hermenn bandamanna fái aö kynnast efnavopnunum um leið og sókn hefst á landi. Nú þykir hins vegar líklegt að írakar reyni ekki að skjóta efna- vopnum á ísrael með Scud-flaugum vegna þess að þeir hafa þegar notað bestu flaugarnar og geta vart hæft skotmörk þar í landi lengur. Auk þess er ekki vitað með vissu hvort Scud-flaugarnar geta borið efha- vopn þótt Saddam fullyrði að svo sé. Almennt er nu talið að sókn bandaraanna á landi hefjist innan 20 daga. Bandamenn ætla enn að leggja áherslu á loftárásir og leggja ekki til atlögu viö landher íraka í Kúvæt fyrr en þeir eru sáttir viö árangur af árásunum. Bardagar á landi hafa legið niðri um helgina en tahð var að írakar vildu lokka bandamenn út í stór- orrastu þegar í lok síðustú viku. Taka bæjarins Khafji þótti benda til að fleiri tilraunir til innrásar fylgdu í kjölfarið. Svo reyndist þó ekki vera þótt skærar héldu áfram við landamærin. Bandamenn segja nú að árásin á Khafji hafi verið hemaðarleg nús- tök sem engan ávinning hafi fært írökum. Árásin var þó skipulögð með nokkrum fyrirvara því kvöld- iö fyrir herfórina fengu írösku her- mennirnir kjúkhng í matinn eftir að hafa búið við þröngan kost dag- ana áður. Þetta er haft eftir stríðsfongum sem bandamenn tóku í bænum. Þeir sögðust ekkert hafa vitað um hvað til stóö en fundu að þeim var ætlaö sérstakt verkefni fyrst kost- urinn batnaði svo skyndilega. Reuter Israel: Deilur vegna öf ga- manns í stjórnina Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, útnefndi í gær öfgasinnaðan hægri mann í stjórn sína. Stjórn- málamaðurinn, Rehavam Zeevi, hef- ur mælt með því að arabar verði reknir frá herteknu svæðunum. Shamir hafði að engu viðvaranir, bæði heima og erlendis, um aö þessi ákvöröun hans gæti stofnaö í hættu samskiptum ísraela við Vesturlönd sem hafa batnað í kjölfar eldflauga- árása íraka á ísrapl. Talsmaður Shamirs sagði í gær að stormurinn vegna útnefningarinnar myndi að- eins vara í tvo eöa þrjá daga. David Levy utanríkisráðherra var mótfahinn útnefningunni svo og Dan Meridor dómsmálaráðherra og Ehud Olmert heilbrigðismálaráðherra. Binyamin Begin, þingmaður Likudflokksins og sonur Menachems Begin, fyrrum forsætisráðherra, hef- ur sagt flokk Zeevis, Moledetflokk- inn, vera fágaöa útgáfu af Kach- flokknum. Þeim flokki var bannað að taka þátt í kosningunum 1988 vegna rasisma. Leiðtogi Kachflokks- ins var rabbhnn Meir Kahane sem Shamir, forsætisráðherra Israels, er sagður hafa tekið áhættu með því að útnefna harðan andstæðing araba i stjórn sina. Simamynd Reuter var myrtur í New York seint á síð- asta ári. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.