Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1991, Page 11
MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1991.
11
Útlönd
Grænland:
Atassuthafnar
opinberum styrk
Flugunrferðarstjóruxn kennt um flugslysið í Los Angeles:
Grunaðir um drykkju-
skap og lyfjaneyslu
- 31 llk þegar fundið og sex er enn saknað
Rannsóknin á flugslysinu í Los
Angeles á laugardaginn beinist nú
að því hvort flugumferðarstjórar á
vellinum hafi verið allsgáðir við
vinnu sína. Öllum sem voru á vakt
hefur verið fyrirskipað að gangast
undir lyfja- og áfengispróf.
Nú er talið fullvíst að orsök slyss-
ins sé að einn flugumferðarstjórinn
beindi tveimur flugvélum inn á
sömu flugbraut með aðeins fárra
sekúndna millibili. Þrjátíu og sjö
menn létu lífið í slysinu en lík sex
eru enn ófundin. Engin von er þó
talin til að þeir finnist á lífi.
í slysinu rákust saman Boeing
737-300 farþegaþota og lítil 12 sæta
flugvél. Tafir urðu á að bjarga fólki
úr flökum vélanna vegna þess að
fyrst þurfti að losa nærri þijú tonn
af eldsneyti úr geymum þotunnar.
Fimm flugumferðarstjórar voru
á vakt og einn yfirmaður. Þeir
verða allir að gangast undir próf
svo unnt verði að ganga úr skugga
um hvort þeir voru allsgáðir við
vinnu sína. Einn mannanna hefur
neitað að gangast undir lyfja- og
áfengispróf en ekki hefur verið gef-
ið upp hvort það er sá sem gerði
mistökin við umferðarstjórnina.
Viöurkennt er að illa gekk að
halda uppi sambandi við litlu vél-
ina en hún fékk þó heimild til að
fara inn á brautina 70 sekúndum
eftir að þotan fékk sömu heimild.
Það síðasta sem heyrðist frá flug-
manni htlu vélarinar voru nokkur
blótsyrði þegar hann sá hvert
stefndi. Flugmenn beggja véla lét-
ust í slysinu.
Vélarnar kræktust saman og
runnu áfram eftir flugbrautinni
þar til þær stöðvuðust á yfirgefmni
slökkvistöð. Eldur blossaði upp
þannig að erfiðlega gekk að koma
farþegunum til bjargar. í þotunni
voru 83 farþegar og sex manna
áhöfn.
Reuter
Stjórnmálaflokkarnir á Grænlandi
eru ekki á einu máli um hvort þeir
eigi að þiggja styrki af opinberu fé
til að kosta kosningabaráttuna fyrir
kosningarnar 5. mars í vor. Lands-
þingið hefur samþykkt að láta flokk-
ana hafa nokkuð ríflega fjárhæð en
Atassut, stærsti flokkurinn, neitar
að taka við peningunum.
í allt var samþykkt að styrkja
flokkana með 2,6 milljónum danskra
króna eða um 26 milljónum ís-
lenskra. Fjárveitinganefnd þingsins
lagði blessun sína yfir þessa ráðstöf-
un í gær og ætla fjórir flokkar af
fimm að taka við peningunum.
Konrad Steenholdt, formaður At-
assut og formaður fjárveitinganefnd-
ar, segir að ahir Grænlendingar
verði aö spara, einnig stjórnmála-
flokkarnir. Þess vegna geti flokkur
hans ekki tekiö viö styrknum. Atass-
ut ætlar aftur á móti að taka lán til
að standa straum af kostnaði við
kosningabaráttuna.
Atassut á rétt á að fá um níu mhlj-
ónir íslenskra króna í styrk og
stjórnarflokkurinn Siumut álíka
fjárhæö. Ritzau
__ LÍFSVERND
- IÍFTRYGGING FYRIR ÁSTVINIÞÍNA,
IÍFEYRIR FYRIR ÞIG
(Q>
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF
HAFNARSTRÆT! 7. 101 REYKJAVÍK, S. (91) 28566
KRINGLUNNI 8-12, 103 REYKJAVÍK, S. (91) 689700
RÁÐHÚSTORGI 3, 600 AKUREYRI S. (96) 11100
Sameinaða
líftryggingarfélagið hf
Kringlunni 5 • 103 Reykjavík
Sími 91-692500
Með Lífsvemd slærð þú tvær flugur í einu höggi. Þú getur
hlíft ástvinum þínum við fjárhagslegum skakkaföllum, en
um leið ávaxtað þitt pund og safnað í varasjóð sem gemr
komið að drjúgum notum síðar á h'fsleiðinni. Því Lífsvemd
er hvort tveggja lífirygging og hentug leið til spamaðar.
Þú kýst þér líftryggingu sem nemur þremur
milljónum króna, svo dæmi sé
tekið. Sú upphæð óskert
getur tryggt fjárhagsafkomu
ástvina þinna við fráfaU þitt.
Jafnframt sparar þú ákveðna
fjárhæð í hverjum mánuði. Tíminn vinnur með þér og
líftryggingin lækkar með hverju ári en að sama skapi vex
sjóðurinn þinn og dafnar.
Að endingu áttu auk verðbóta þrjár mihjónir í
handraðanum, lífeyri sem þú gemr sjálfur ráðstafað að vild.
Framtíðin er í þínum höndum. Ávinningurinn er
öryggi, þitt eigið og þinna nánustu.
Eignaraðilar Sameinaða lífitryggingarfélagsins eru:
TRYGGINGAMIDSTODIN HF
AÐALSTRÆTI 6 101 REYKJAVÍK SIMI 91-26466
SJOVAOliriALMENNAR
Kringlunni 5, aími 91-692500