Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1991, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1991, Síða 14
If Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RViK.SÍMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Fárviðrí Hálfgert neyðarástand skapaðist í landinu í gær. Veð- urhamurinn var slíkur að fólk var varað við að fara úr húsum, björgunarsveitir voru kallaðar út og al- mannavarnir voru í viðbragðsstöðu. Hvarvetna bárust fréttir af tjóni á mannvirkjum, bílum og öðrum lausa- munum og má telja það mikla mildi að ekki skyldi hljót- ast verra af í shku fárviðri. Enginn mannskaði varð í veðurofsanum og er það auðvitað fyrir mestu. Það kom vel í ljós að útvarp gegnir miklu hlutverki undir slíkum kringumstæðum. Um tíma eftir hádegi í gær hafði rafmagn farið af á öllu suðvesturhorninu og reyndar víðar, sjónvarp var ekki í sambandi og fjar- skiptasamband, við útlönd var rofið. Flug lá niðri og vegasamgöngur voru lamaðar þar sem bílar gátu bein- Mnis fokið af vegum. Það þótti jafnvel ekki þorandi að aka um götur Reykjavíkur nema í ýtrustu nauðsyn. Einu upplýsingarnar, sem haldgóðar reyndust, voru í gegnum Ríkisútvarpið og stóðu fréttamenn útvarpsins vel undir því álagi að flytja fréttir, tilkynningar og að- varanir. Útsendingar fóru fram á stuttbylgju þar sem langbylgjan rofnaði eftir að mastur á Rjúpnahæð fauk um koll í veðrinu. Minnir það atvik á þá brýnu nauðsyn að búa vel að öllum tækjabúnaði Ríkisútvarpsins, enda er útvarp það mikill öryggisventiU að án þess geta hvorki Almannavarnir né björgunarsveitir athafnað sig svo að gagni komi. Það var líka athyghsvert hversu hjálparsveitir og sjálfboðaliðar brugðust skjótt við og komu í veg fyrir margvíslegan skaða og vandræði með aðgerðum sínum og varnarstarfi. Björgunarsveitir landsmanna eru sérkapítuh og í rauninni einstakt sjálfboðaMðastarf. Hundruð ungra og vaskra manna eru reiðubúin til hjálparstarfa þegar svo ber undir og þótt enginn meiri háttar slys hafi átt sér stað í gær björguðu hjálparsveit- armenn margri eigninni og léttu undir með varnarlaus- um íbúum og eigendum sem sáu þökin fjúka eða eignir sínar í bráðri hættu. Furðu vekur að íslendingar gera Mtið að því að tryggja sig gegn tjónum af þessu tagi á sama tíma og frágangur á útihúsum jafnt sem stærstu byggingum virðist hroð- virknislegur. íslendingar eru reyndar vanir misjafnri veðráttu en hveUir af þessu tagi eru engu að síður óvæntir og koma mönnum í opna skjöldu. Hús eru háM"- köruð, áhöld á víðavangi og fólk misjafnlega búið til að mæta fárviðri. Það eru líka aMtaf einhverjir sem storka náttúruöflunum með kæruleysi og óaðgætni og kunna Utt að bregðast við þegar á reynir. í heUd má segja að vel hafi farið. En um leið er hægt að ímynda sér hvernig náttúruhamfarir og fárviðri gætu leikið okkur ef ekki væru tæki og menn sem bjarga því sem bjargað verður. í myrkri, einangrun og hjálpar- leysi Mðinna alda hafa íbúar landsins mátt mæta óvænt- um hamförum með mannskaða og eignatjóni án þess að fá rönd við reist. Þá var ekkert rafmagn, ekkert út- varp og engar almannavarnir. Nú er tæknin fyrir hendi og óMku saman að jafna. Engu að síður stöndum við vanmáttug gagnvart nátt- úruöfhinum ef eitthvað ber út af og við áttum okkur á því hvað við erum háð rafmagni, þó ekki sé annað. Hvað gerist þegar stóri skjálftinn kemur? Hvað er tU ráða þegar stórslys ber að höndum og aðaltengiUnurnar við Þjórsársvæðið detta út? EUert B. Schram MÁKUDAGUK 4., KEBRÚAR 1991. Vissulega er samkeppni hörð viö sóknarstýringu. - Gallinn er sá að þetta er ekki samkeppni um rétta hluti. Aflastýring heppilegri en sóknarstýring EkM er alltaf von á góðu, þegar allra flokka menn eru sammála! Nokkrir alþingismenn úr öllum flokkum hafa nú borið fram þings- ályktunartillögu um endurskoðun þeirrar fiskveiðistefnu, sem mörk- uð var með kvótalögum frá 1990. Hugsa þeir sér, að því er virðist, að sóknarstýring komi í stað afla- stýringar. Slíkt fyrirkomulag væri hins vegar afar óhagkvæmt, og skulu hér reifuð helstu rök fyrir því. Hvað er sóknarstýring? Sóknarstýring er það, þegar til- teknum veiðisvæðum er lokaö, bannað að veiöa nema á tilteknum tímabilum og sérstakar reglur sett- ar um veiðarfæri. Sóknarkvóti fel- ur í sér leyfi til að veiða eins og kvótahafi vill og getur innan til- tekinna marka, til dæmis í maí- mánuði eða á Halamiðum. Aflakvóti kveður hins vegar á um það, aö kvótahafi megi til dæmis veiða eitt þúsund tonn af þorski, hvenær sem honum hentar og hvemig. Það blasir viö, að sókar- stýring er óhagkvæm: Utan leyfðra veiðisvæða og veiðitímabila nýtast ekki fiskiskip, veiðarfæri og mann- afli. Þá og þar skila þessi fram- leiösluöfl engum afrakstri. Sóknarstýring og frjáls samkeppni Nú er sagt, að sóknarstýring sé í samræmi við frjálsa samkepprii. Hver megi veiða eins og hann vifii innan leyfðra svæða og tímabila, svo aö hinn duglegasti verði hlut- skarpastur. Þetta sé svipað því, að hlauparar fái tiltekinn tíma til að hlaupa, en síðan sé athugað, hver sé kominn lengst, þegar blásið sé af. Vissulega er samkeppni hörð við sóknarstýringu. Menn keppast við að veiða sem mest á þeim tíma, á þeim svæðum og með þeim tækj- um, sem leyfi þeirra kveða á um. En gailinn er sá, að þetta er ekki samkeppni um rétta hluti. Mark- miðið er ekki að veiða sem mest á sem skemmstum tíma, heldur að græða sem mest. Hvaö er aflastýring? Markmið skynsamlegrar fisk- KjáUarinn Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson lektor í stjórnmálafræöi veiðistefnu er að hámarka afrakst- ur af fiskveiðum. Það er ekki að fjölga þorskum í vörpu íslenskra veiöimanna, heldur krónum í vasa þeirra. Þetta markmið næst við endurgjaldslausa úthlutun varan- legra og framseljanlegra aflakvóta, eins og gert er ráð fyrir í kvótalög- unum frá 1990. Þá eignast veiðimenn tiltekin af- notaréttindi af fiskistofnum, svo aö þeir geta skipulagt veiðar sínar með sem hagkvæmustum hætti, tryggt hámarksnýtingu skipa, veið- arfæra og mannafla. Þá fækkar sjálfkrafa skipum, svo að tilkostn- aður við veiðar lækkar, því aö hin- ir hagsýnni kvótahafar kaupa smám saman út hina óhagsýnni í frjálsum kvótaviðskiptum. - Lágmörkun kostnaðar Tökum einfalt dæmi. Tveir togar- ar keppast við að draga sama afla að landi og einn togari gæti gert. Við sóknarstýringu væri þeim bannað að veiða nema á tilteknum tímabilum og tilteknum svæðum. Þá væri aö vísu tryggt, að þeir veiddu ekki of mikiö og að hag- kvæmari togarinn fengi að veiða meira en hinn. Hins vegar minnk- aði ekki heildarkostnaður við veið- amar, nema síður væri. Við aflastýringu fengju togaram- ir tveir hins vegar samanlagt kvóta, sem aðeins einn togari gæti sinnt. Þá myndu kvótarnir smám saman flytjast af óhagkvæmari tog- aranum á hinn hagkvæmari í frjálsum kvótaviðskiptum, óhag- kvæmari togarinn hverfa úr sög- unni, annaðhvort til útlanda eða í brotajárn, og áhöfn hans snúa sér að arðbærari störfum. Aðalatriði málsins Tveir hópar em andvígir núver- andi kvótakerfi. Annars vegar em þeir, sem vilja í raun og vem ekki, að óhagkvæmari útgerðir hætti starfsemi sinni. Þeir vilja halda öll- um fleytum á sjó og em því hlynnt- ir sóknarstýringu. Hins vegar eru þeir, sem geta ekki sofið á nætum- ar, vegna þess að handhafar afla- kvótanna græða, annaðhvort á sölu kvótanna eða á veiðum í krafti þeirra. Síðamefndi hópurinn er hlynnt- ur auðlindaskatti, þótt hann hafi nú skipt um nafn á honum og kalli hann sölu veiðileyfa. Hvomgur hópurinn hefur lært það af hinni bitra reynslu tuttugustu aldar af sósíalisma, að atvinnufrelsi og einkaeignarréttur eru bestu leiðar- stjömur okkar inn í framtíöina. Hannes Hólmsteinn Gissurarson „Markmið skynsamlegrar fiskveiði- stefnu er að hámarka afrakstur af fisk- veiðum. Það er ekki að fjölga þorskum í vörpu íslenskra veiðimanna, heldur krónum 1 vasa þeirra.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.