Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1991, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1991. 33 Fréttir Annað stórmastrið á Vatnsenda féll til jarðar: „Sá mastrið liggja lárétt í loftinu“ ÞURRKU' MÓTORAR ARMAR OG BLÖÐ MEÐ 1-ARMI 2JA ARMA MJOG GOTT VERÐ iEFll j:TeT1 SKEIFUNNI 5A. SÍMI: 91 - 8 47 88 Rúður brotnuðu í 17 bifreiðum skemmdir ekki miklar á Akureyri af völdum óveðursins Gyffi Kristjánsson, DV, Akuxeyri: Rúður brotnuðu í 17 bifreiðum sem voru við flugstöðina á Akureyrar- flugvelíi upp úr hádeginu í gær. Bifreiðarnar voru í eigu fólks sem hafði haldið suður með flugi og skihð bifreiðar sínar eftir nærri flugstöðv- arbyggingunni. Ekki var um að ræða að bifreiðarnar væru að fjúka hver á aðra, skemmdirnar voru vegna roksins sem braut rúður í bifreiðun- um en starfsmenn á flugveflinum fluttu þær í skjól eftir því sem hægt yar. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Akureyri í gærkvöldi varð mesta tjónið af völdum veðursing við flugvöflinn. Einnig fuku járnplötur af þökum nokkurra húsa og í ein- hverjum tilfellum oflu þær plötur tjóni er þær lentu t.d. á bifreiðum. Flugbjörgunarsveitin, Hjálparsveit skáta, starfsmenn Akureyrarbæjar og byggingafyrirtækja voru á þönum við að festa plötur sem voru að losna eða höfðu fokið. í Hlíðarfjalfl ofan Akureyrar brotnuðu rúður í skíðahóteflnu og geymsluskúr tókst á loft og fauk nokkra vegalengd. Ólafsijörður: Trillan f auk út á sjó Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég held að tjónið af völdum óveð- ursins hér á Ólafsfirði sé minna en víða annars staðar," sagði Guðni Aðalsteinsson, lögreglumaður á Ól- afsfirði, er DV ræddi við hann í gær- kvöldi. Þó bar ýmislegt til tíðinda þar í bænum. Trifla, sem var á kambi við vesturhöfnina, tókst á loft og fauk út á sjó, járnplötur fuku af húsum og skemmdu a.m.k. einn bíl, nokkuð var um rúðubrot, t.d. í sólskýlum, og við íþróttavöllinn brotnuðu skúrar, girðing og markatafla. Þá fauk hluti þaks af sumarbústaö skammt innan bæjarins. Guðni sagði aö björgunarsveitin hefði verið köfluð út og aðstoðað fólk sem átti í erfiðleikum. Þá voru menn á þönum við að tína upp járnplötur og annað drasl sem fauk um í bæn- um. „Mér varð litið upp á Vatnsenda- hæðina skömmu eftir hádegi og skyndilega sá ég annað stórmastrið feykjast af undirstöðunni og flggja eins og lárétt í loftinu. Síðan enda- stakkst það með miklum látum er það féfl til jarðar. Þetta var ansi til- komumikil sjón,“ sgði Guðjón Hflm- ar Jónsson, íbúi við Yrsufell, í sam- taii við DV. Annað stórmastrið, langbylgju- mastrið á Vatnsenda, féll til jarðar í verstu rokunum eftir hádegi í gær. Féfl mastrið klukkan 13.20. Stóð að- eins neðsti hluti þess eftir og stögin í hann. Mastrið var reist fyrir 1930 og því orðið rúmlega 60 ára gamalt. Að sögn Eyjólfs • Valdimarssonar, fram- kvæmdastjóra tæknideildar Ríkisút- varpsins, voru menn í mörg ár búnir að búast við falli Vatnsendamastr- anna. Fyrir 20 árum varaði verk- fræðiskrifstofa alvarlegajið ástandi þeirra og lagði til að þau'yrðu tekin niður. Uppfylltu möstrin engan veg- inn kröfur um styrkleika og burðar- þol. Með mastrinu er langbylgjustöð Ríkisútvarpsins óvirk þannig að á afskekktum stöðum og úti á sjó, þar sem eingöngu er notuð langbylgja, heyrist Ríkisútvarpið ekki lengur. „Við munum kanna uppsetningu bráðabirgðasendis strax í dag en hann mun ekki senda út með sama styrkleika. Þá munum við senda út Akureyrarflugvöllur: - dæmt til falls fyrir 20 árum Eftir 60 ár á Vatnsendahæð hefur annað stórmastrið nú lagst til hvilu, heldur kræklótt eftir meðferð veðurhamsins. DV-mynd GVA á stuttbylgju, þeirri sömu og frétta- sendingar til útlanda hafa farið um. Langbylgjusendirinn á Eiðum er enn virkur og sinnir Austurlandi áfram.“ Eyjólfur sagði að bygging nýrrar langbylgjustöðvar tæki 2-3 ár og yrði hún sennilega reist austur í Flóa. Hann sagði Vatnsenda löngu úreltan stað fyrir langbylgjustöð og hefði aldrei staðið til að byggja þar nýja stöð. -hlh Duni dúkarúllur kalla fram réttu stemmninguna við veisluborðið. Fallegir litir sem fara vel við borðbúnaðinn geta skapað þetta litla sem þarf til að veislan verði fullkomin. Duni dúkarúliurnar eru 50m á lengd og l,25m á breidd og passa því á öll borð. Og þú þarft ekki að þvo dúkinn á eftir. Fannir hf. - Krókhálsi 3 Sími 672511

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.